Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 29 Leigður til að myrða Walesa V arsjá, U. m«í. AP. Ríkissaksóknarinn í Gdansk hefur hafið rann- sókn í máli meints morð- ingja, Josef Szczepanski, sem var handtekinn eftir að hann tjáði Lech Walesa að hann hafi verið beðinn um að ráða Samstöðuleiðtogann af lífí. Szczepanski tjáði Walesa á sín- um tíma að neðanjarðarhreyfing hefði beðið sig um að myrða Wal- esa þar sem hann væri „svikari", að sögn talsmanns pólsku stjórn- arinnar. Var Szczepanski hand- tekinn 9. maí eftir að hann heim- sótti Walesa í Gdansk og varaði hann við tilræðinu. I skriflegri yfirlýsingu til Wal- esa játar Szczepanski að hafa átt samstarf við neðanjarðarsamtök og tekist á hendur það verkefni að ráða Walesa af dögum. Hefur Szczepanski langan afbrotaferil að baki og gengur nú laus til reynslu eftir að hafa setið í fang- elsi frá 1977 fyrir morð. Hefur hann nú verið ákærður fyrir morðtilræði og á yfir höfði sér 5 ára fangelsisdóm til viðbótar 11 ára refsingu, sem hann hlaut fyrir morðið 1977. Hin opinbera pólska frétta- stofa, PAP, staðfesti í dag að mið- stjórn pólska kommúnistaflokks- ins hefði fallist á afsögn Miroslaw Milewski úr stjórnmálaráði flokksins. Milewski var ábyrgur í ráðinu fyrir öryggislögreglunni. Afsögn Milewski úr stjórnmála- ráðinu og miðstjórninni er talin standa i beinu sambandi við morðið á prestinum Jerzy Popiel- uszko í október sl. Morðingjar hans voru þrír leynilögreglu- menn. Veður víða um heim Hasst Akureyrí 17 léttsk. Amtterdam 14 20 rigning Aþena 16 25 skýjað Barcelona 18 léttsk. Bertfn 16 30 hoiðskírt BrUssel 10 19 rigning Chicago 9 20 rigning Dublfn 8 13 skýjað Feneyjar 22 heiðskirt Franklurt 14 24 rigning Genl 7 15 skýjað Helsinki 8 17 heiðskírt Honfl Kong 26 31 heiðskirt Jerúsalem 12 23 skýjað Kaupm.höln 10 17 heiðskirt Las Palmas 21 skýjað Lissabon 11 18 skýjað London 7 12 rtgning Los Angeles 13 27 heiðskirt Luxemborg vantar Maiaga 20 skýjað Mallorca 20 háltsk. Miami 25 31 heiðskírl Montreal vantar Moekva 9 20 heiöskirt New York 19 29 heiðskírt Osló 7 21 heiðskirt Parfs 11 20 rigning Peking 16 24 skýjað Reykjavfk 12 léttsk. Rio de Janeiro 13 27 skýjað Rómaborg 15 27 skýjeð Stokkhólmur 7 17 heiðskírt Sydney 13 18 skýjað Tókýó 18 19 rigning Vinarborg 12 25 skýjað bórshöfn 7 skýjað AP/Slmunynd Jóhannes Pill pifi 11 við messu undir berum himni í Maastricht í Hollandi. Messan fór fram i flugvelli borgarinnar og var mikill mannfjöldi vióstaddur hana. Páfinn svarar andstæðingum sínum í Hollandi fullum hálsi: Kirkjan andvíg lausung, fóstureyðingum og kynvillu Amersfoort, HolUndi, 14. mal. AP. JÓHANNES l’ill pifi II lýsti því yfir afdrittarlaust f ivarpi til hollenzkra ungmenna í dag, að kaþólska kirkjan gæti aldrei dregið úr andstöðu sinni við kynlíf fyrir giftingu, fóstureyðingar og kynvillu. Páfinn flutti í dag messu und- ir berum himni á flugvelli einum rétt fyrir utan borgina Maa- stricht. Þar ítrekaði hann and- stöðu kaþólsku kirkjunnar við hjónaskilnaði og getnaðarvörn- um. Frá Maastricht hélt páfinn til Amersfoort, sem er einnig í suðurhluta Hollands, þar sem kaþólskir menn eru hvað fjöl- mennastir. Þar ávarpaði hann hóp kaþólskra ungmenna í skóla einum og varð þar tíðrætt um ábyrgð og siðferði í kynferðis- málum. Páfinn sagði m.a.: „Þið hafið tjáð mér, að þið skynjið kirkjuna sem stofnun, er aðeins gefi út reglur og fyrir- mæli. Þið teljið, að hún komi upp of mörgum hindrunum, einkum með tilliti til kynlifs, uppbygg- ingar kirkjunnar og stöðu kvenna innan kirkjunnar." Gn biblían, sagði páfinn, „sýnir okkur Krist, sem gerði kröfur til mannanna" og gat aldrei verið „undanlátssamur varðandi ást i hjónabandinu, fóstureyðingar og kynlíf fyrir eða utan hjónabands eða kynvillu." Páfinn sagði ennfremur, að orð postulana væru „skýr og ströng. Orð þeirra eru innblásin af guði. Á þeim byggist gildis- mat kirkjunnar fyrr og siðar.“ í tveimur ræðum um svokölluð „fjölskyldumálefni” sem og í ávarpinu í dag hefur páfinn i Hollandsför sinni enn einu sinni itrekað andstöðu sína við prest- vígslu kvenna. Hefur páfinn þannig hafnað afdráttarlaust kröfum frjálslyndra kaþólskra manna i Hollandi um aukið frjálslyndi innan kaþólsku kirkj- unnar. Þessi afstaða hefur hvað eftir annað leitt til mótmælaaðgerða gegn páfa í fimm daga heimsókn hans til Hollands nú, en þetta er fyrsta heimsókn páfa þangað fyrr og síðar. Er hann steig út úr skotheldri bifreið sinni fyrir utan dómkirkju heilags Servati- usar í Amersfoort i dag, beið hans hópur um 100 ungra manna á leðurjökkum, sem hrópuðu til hans ókvæðisorð og steyttu framan í hann hnefana. Páfinn brást hins vegar ekki reiður við, heldur brosti og blessaði hópinn. Svíþjóð: Verkfallið kemur verst niður á flugsamgöngum Ahrif vinnudeilnanna í Svfþjóð eru viðtæk. Þessi mynd er af erlendum vörubflstjórum, sem voru „strandaðir“ við landamærastöðina í Trelleborg. Þar sem þeir komust ekki heim, áður en vinnudeilurnar hófust, hafa þeir orðið að treysta i aðstoð sænskra félagsstofnanna sér til framfæris. Svefnpláss skortir þá ekki. Þeir sofa í bflunum sínum. Lundi, 14. nui. Frá frétUriUra Morgun- bUteina, Pétri Pétunwyni. ÞAÐ VARÐ minna úr átökunum á vinnumarkaðinum hér í Svíþjóð en menn óttuðust fyrir helgi, þegar um 100.000 manns voru annað hvort í verkfalli eða verkbanni. Ríkis- starfsmenn drógu nokkuð úr að- gerðum sínum, þar sem starfsmenn pósthúsa, sláturhúsa og nokkur hluti tollþjóna voru undanþegnir verkfalli. Ríkið aflétti þá verkbanni á kennara í grunnskólum á móti. Ríkisstarfsmenn sögðu í upp- hafi verkfalls, að þeim bæri ekki skylda til þess að hugsa um vel- ferð þjóðfélagsins í heild. Það væri hlutverk ríkisstjórnarinnar. Stjórnin er þó ekki líkleg til þess að grípa inn i með lagasetningu, þar sem hún mun minnast ófara dönsku ríkisstjórnarinnar fyrir stuttu. Talið er, að áhyggjur út af verkfallssjóðnum hafi ráðið nokkru um, að ríkisstarfsmenn gáfu þessar undanþágur, því að það léttir á honum, þegar fleiri meðlimir stunda vinnu. Hver klukkustund hefði kostað verk- fallssjóðinn um 700.000 sænskar kr. Sjóðurinn hefði þá aðeins nægt í tæpar fjórar vikur. Ríkisstarfsmenn krefjast að meðaltali 270 s.kr. í launahækkun á mánuði, en ríkið er ekki reiðu- búið til að greiða meira en 60 s.kr. af ótta við verðbólgu. Mikið er nú rætt um nefnd þá, sem deiluaðilar sitja i og fjallar um, hvaða hluta samfélagsins sé nauðsynlegt að draga undan verkfallsaðgerðum til þess að forðast varanlegan skaða fyrir samfélagið í heild. Þessi nefnd á mjög erfitt með að ná samkomul- agi. Nú er aðalmálið, hvort láta eigi tollþjóna, sem starfa við hafnir og flugstöðvar og enn eru í verkfalli, ganga til vinnu, þar sem útflutningsfyrirtækin sjá fram á stórtap. Verkfallið kemur mjög niður á flugsamgöngum, þótt aðgerðir flugumferðarstjóra, sem eru í verkfalli — um 100 manns — beinist ekki gegn flugfélögunum. SAS tapar 15 millj. s.kr. á dag og útlit er fyrir, að Linjeflyg fari á hausinn, ef verkfalliö dregst í nokkrar vikur. Ríkisstjórnin kunngerði í gær víðtækar ákvarðanir í efnahags- málum, sem að nokkru leyti eru í samhengi við stefnu hennar i launamálum. Miðað er að þvi að draga úr einkaneyzlu og grunn- vextir voru hækkaðir um 2%, sem þýðir, að útlánsvextir til ein- staklinga hækka um 4%. Þetta hefur ekki orðið til þess að róa hagsmunasamtök laun- afólks. Liklegt er talið, að bæjarstarfsmenn segi upp sam- ningum og fari í verkfall eftir nokkrar vikur. óvissa ríkir um það hvernig þessari deilu lýkur og fáir eru tilbúnir til þess að spá nokkru þar um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.