Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 43 sama skóla röskum tveimur ára- tugum áður, sem minntist hans sem eins lagvissasta og söngelsk- asta nemanda sem hann hafði nokkurn tíma haft í skóla. Þetta þarf að sjálfsögðu ekki að koma vinum og kunningjum Björns á óvart, sem þekkja ást hans á góðri tónlist og hæfileika hans sem slaghörpuleikara. Síðar lágu vegir okkar saman að nýju við prófborð- ið eftir að ég hóf störf við Háskóla Islands 1950, er við Björn kynnt- umst fyrst. Má segja að samstarf okkar á þeim vettvangi hafi staðið hátt á þriðja áratug. Hefi ég ekki kynnst, á um þrjátíu og fimm ára prófferli, öruggari prófdómara, fljótvirkari né réttsýnni, og er þá í engu hallað á þá mörgu ágætu samstarfsmenn mína á því sviði. Auk þessara starfa sinna gaf Björn sér tíma til að taka saman Enska lestrarbók, sem út kom fyrst 1963, og i annarri útgáfu 1966, og einkum var ætluð til notkunar í undirbúningsnámi fyrir landspróf og gagnfræðapróf. Finnst mér vel við hæfi að taka mér í munn um störf Björns það sem annar heimsfrægur málfræð- ingur, Edward Sapir, reit í danskt blað á sjötugsafmæli Ottos Jesp- ersen: „Your work has always seemed to me to be distinguished by its blend of exact knowledge, keenness of analysis, ease and lucidity ..., and by an imaginati- ve warmth." Ánægjulegast af öllu er þó að hafa átt Björn að góðvini í hálfan fjórða áratug. Hefi ég fáar skýr- ingar á tröllatryggð hans við mig, jafn óverðskulduð og hún er af minni hálfu, en Björn er sannkall- aður vinur vina sinna. Teljum við hjónin okkur það til meiri háttar happs að hafa fengiö að njóta þeirrar vináttu og margra ógleym- anlegra samverustunda með af- mælisbarninu, og eigum fáar óskir einlægari en að svo megi enn verða, og að honum megi lengi endast heilsa og kraftar til að njóta lystisemda lífsins í snert- ingu við evrópska og alþjóðlega hámenningu á ferðalögum erlend- is, við lestur fagurra bókmennta, leik snilldarverka tónbókmennt- anna, og samvistir við vildarvini og frændur á gleðistundum. Heimir Áskelsson Áttræður er í dag cand. mag. Björn Bjarnason frá Steinnesi. Björn er meðal hinna kærustu vina og frænda. Föðurafi Björns, Páll hreppstjóri og Dbrm. á Akri, og móðurafi minn, Frímann bóndi á Helgavatni, voru bræður, synir Ólafs Jónssonar bónda á Gilsstöð- um í Vatnsdal, Austur-Húna- vatnssýslu, sem frægur var þar í héraði fyrir raddfegurð og söng. Björn er fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir afburða kennslu í er- lendum málum, ekki síst ensku, en hann er líka fjölmenntaður og listfengur veraldarmaður, t.d. góð- ur píanóleikari, og síðast en ekki sist allra manna skemmtilegastur í viðræðum og háttvísari en al- mennt gerist. Slíkir menn sem Björn eru einskonar krydd í mis- jafnlega ánægjulegu lífi. Þeir hressa upp á tilveruna með snjöll- um tilsvörum og veita oft þeim sem í kringum þá eru mikla gleði. Mér er enn í minni afmæli Björns þegar hann var fertugur. Hann bjó þá á Ásvallagötunni, en ég átti dvöl í næsta nágrenni. Sjaldan eða aldrei hef ég setið skemmtilegri veislu. Þá voru Húnvetningar í essinu sínu, af- mælisbarnið og frændur hans, Sigurður Guðmundsson skóla- meistari og Sigurður Líndal próf- essor. Hvert snillyrðið rak annað meðal þeirra frænda og sífelld hlátrasköll fylltu húsið. En það fara nú heldur engir í fötin þeirra. Þegar Björn varð fimmtugur birtist viðtal við hann í Morgun- blaðinu, þar sem Björn er m.a. spurður að því, hvaða borg hafi hrifið hann einna mest á ferðum hans um heimsbyggðina, en Björn er sem kunnugt er mjög víðförull. Mörgum kom svar Björns á óvart. „Blönduós", sagði hann. Engin borg var honum jafn minnisstæð og Blönduós, þegar hann sem barn fór í fyrsta skipti í kaupstaðinn. Svona er margt skrítið. Þetta átti ekki að vera nein langloka eða æviminning, einung- is stutt kveðja til góðs vinar með þökk fyrir alla skemmtunina og tryggðina á langri leið. Bestu hamingjuóskir, Björn frændi. Hulda Á. Stefánsdóttir Rceðið við okkur um raf- mótora Þegar þig vantar rafmótor þá erum vió til staöar. Við bjóöum nánast allar stæröir rafmótora frá EOF í Danmörku. Kynnið ykkur veröið áöur en kaupin eru gerö. HEÐINN SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 ESAB Rafsuðutæki vír og fylgihlutir Nánast allt til rafsuðu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæðum og góðri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2, SiMI24260 ESAB DOPPEL DUSCH -sjampó og sápa í sama dropa! HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaóur fyrir spil o.fl = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFAMTANIR-WÓNUSTA Terelyne-buxur kr. 895,- 995.- og 1.095.- Bómullar sumarbuxur nýkomnar, kr. 785.- Gallabuxur kr. 695,- og 865,- Allar stæröir. Minni stæröir kr. 350.- og kr. 500.- Kvengallabuxur kr. 610.- Flauelsbuxur kr. 745.- Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22A, sími 18250. SJÁVARRÉTTAHLAÐBORÐ IHÁDEGINU ALLADAGAÍ SUMAR Hið vinsæla hlaðborð okkar saman- stendur af 40 heitum og köldum sjávar- réttum. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! VEITINGAHÚS AMTMANNSSTÍG 1 RIVKJAVIK SÍMI 9I-MA03 *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.