Morgunblaðið - 15.05.1985, Side 45
45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1985
Minning:
Guðmundur Ragnar Guð-
laugsson frá Árbakka
f dag er færður til hinstu hvíld-
ar vinur minn, Guðmundur Ragn-
ar Guðlaugsson, lengstum bóndi
að Árbakka á Skagaströnd.
Hann var fæddur að Syðra-Hóli
á Skagaströnd 13. október 1899,
þar sem foreldrar hans, Arnbjörg
Þorsteinsdóttir og Guðlaugur
Guðmundsson, voru í hús-
mennsku, sem kallað var. Á þeim
tíma var æfi alþýðufólks samfellt
strit við að hafa í sig og á og börn
og unglingar fóru ekki varhluta af
þvi. Guðmundur vann á yngri ár-
um við flest er til féll, réri til
Fæddur 4. febrúar 1926
Dáinn 28. aprfl 1985
Sannur Dani og jafnframt
traustur vinur fslands er látinn
langt um aldur fram.
Jörgen Bekmand Strand fæddist
4. febrúar 1926 í Árhus, sonur
hjónanna frú Gerda og Victors B.
Strand stórkaupmanns og aðal-
ræðismanns. Hann varð stúdent
1946 og stundaði framhaldsnám f
viðskiptafræðum í Danmörku,
Englandi, Bandaríkjunum og Sví-
þjóð. Að námi loknu gerðist hann
einn af fremstu iðjuhöldum Dan-
merkur og varð hann forstjóri og
stjórnarformaður ýmissa stórfyr-
irtækja, og munu mörg þeirra
vera vel þekkt hér á landi svo sem
Assong Theimport A/S, Toms
Chokolade Fabrikker A/S, Galle
og Jessen A/S, Anthon Berg og
mörg fleiri.
Þá var hann og einn af forustu-
mönnum ýmirsa landssamtaka í
Danmörku og öflugur styrktar-
maður líknarsamtaka.
Kornungur hóf hann þátttöku í
dönsku neðanjarðarhreyfingunni
eins og margir vaskir Danir á ár-
unum 1940—1945.
Kynni okkar hófust, er hann
kom hingað til lands ásamt unn-
ustu sinni árið 1978 og tókst brátt
með okkur náin vinátta. Ekki
komu þau tómhent hingað til
lands, því að þau höfðu með sér
dýrmæt íslensk málverk og fleiri
dýrgripi íslenska, sem Jörgen
fiskjar á sumrum, en var vetrar-
maður þess á milli.
Hann var vel gefinn maður og
hafði hug á að komast til náms til
þess, eins og hann sjálfur sagði, að
verða færari um að lifa lífinu
sjálfstætt og standa á eigin fótum.
Hann fór haustið 1923 að Hvann-
eyri og lauk þaðan burtfararprófi
1925. Þó löngun væri fyrir hendi
til frekara náms þá hamlaði því
fjárskortur.
Guðmundur kvæntist Björgu
Ólafsdóttur frá Árbakka og eign-
uðust þau einn son, ólaf Björn,
hafði safnað í Danmörku og keypt
fyrir ærið fé. Áður hafði hann
sent hingað ýmsar gersemar að
gjöf sem nú eru varðveittar á ýms-
um stöðum á vegum hins opin-
bera, og aðrar áttu eftir að koma.
Hvorki sparaði hann fé né fyrir-
höfn og gjafirnar voru færðar með
hugarfari göfugmennis. Manni
hlýnar heldur betur um hjarta-
ræturnar við að lesa bréfin, sem
fylgja þessum gjöfum, því að ekki
skortir varmann þegar hann lýsir
afstöðu sinni til „den storsláede
Islandske kultur, det Islandske
sprog og det Islandske folk
iövrigt".
í bréfi sínu til ólafs Jóhannes-
sonar sem þá var forsætisráð-
herra segir öðlingurinn Gunnar
Björnsson fyrrverandi sendiráðu-
nautur um Jörgen B. Strand.
„Hann hefir gefið íslandi dýr-
mæt málverk eftir hina bestu ís-
lensku og erlenda málara og aðra
fáséða gripi, meðal annars flautu
Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar og
nú nýlega skírnarskál úr dóm-
kirkjunni, sem er á leiðinni heim.
Fleiri listaverk munu síðar fylgja,
þar sem maðurinn er einn af þeim
fágætustu fslandsvina sem ég —
eftir margra ára reynslu erlendis
— þekki.“
En hann lét svo sem ekki staðar
numið þarna, því að hann gaf
Rauða krossi Islands stórfé og
fleiri líknarfélög hér á landi
studdi hann drengilega.
Sæmdur var hann fjölmörgum
sem kvæntur er Ragnheiði Þor-
móðsdóttur. Einnig ólu þau upp
eina stúlku, Þóreyju Ólafsdóttur.
háum heiðursmerkjum fjölda
' þjóða og var honum margur annar
; sómi sýndur fyrir störf sín og
hvers konar stuðning. Hann var
stórriddari hinnar íslensku fálka-
orðu og var sæmdur heiðursmerki
Rauða kross íslands.
Jörgen B. Strand var mikill
séntilmaður og þó að hann væri
formfastur maður skorti hann
aldrei sanna alúð, hlýju og ríka
gamansemi. Tryggðin var órofa.
Gestrisinn var hann með afbrigð-
um og naut ég þess í ríkum mæli
er ég átti leið til Kaupmannahafn-
ar. Á heimili foreldra hans, sem
nú eru látin, rikti stórbrotin
gestrisni.
Þótt Jörgen væri hamingjumað-
ur í lífi sinu varð hann og að tak-
ast á við ærið andstreymi. Hann
barðist lengi við erfiðan sjúkdóm
og þrautir, sem honum fylgdu, af
fádæma karlmennsku.
En sem oftar lagði drottinn líkn
með þraut, því að í baráttunni við
sjúkdóminn kynntist hann Jytte,
sem síðar varð unnusta hans og
eiginkona, en hún var hjúkrunar-
kona á Sankt Lukas Stiftelsen í
Hallerup. Með fádæma ást og um-
hyggju samfara kunnáttu sinni í
starfsgrein sinni linaði hún þraut-
ir hans og fegraði lif hans.
Fyrir skömmu fékk ég bréf frá
Jörgen vini mínum, þar sem hann
sagði mér, að nú hefði sjóninni
hrakað mjög og að fótarmein, sem
lengi hafði þjakað hann, hefði
aukist. Samt var honum efst í
huga að segja mér, að nú hefði
hann náð í fagurt íslenskt mál-
verk, sem hann ætlaði að senda
„hjem til Island" um leið og hann
kæmist á fætur. Auk þess sagði
hann, að hjón, sem honum væri
annt um, væru á leið til Islands, og
hvort ég vildi nú ekki vera þeim
innan handar, ef þau þyrftu ein-
hvers með.
Svona var Jörgen. Nokkru
seinna talaði ég við hann í sfma.
Hann var hress eins og hann var
vanur en sagðist þurfa að leggjast
á sjúkrahús til aðgerðar. Við ráð-
gerðum að hittast í Kaupmanna-
höfn á næstunni og hlökkuðum
báðir til.
Skömmu síðar kom dánarfregn-
in.
Góður drengur er fallinn í val-
inn. Við Kristín vottum Jytte inni-
lega samúð okkar, svo og systur
hins látna og mági.
Danmörk á að baki að sjá góð-
um syni, Island sönnum vini.
Guðmundur Benediktsson
Björg kona Guðmundar var fóst-
ursystir móður minnar. Þannig
hófust mín kynni ög hans, að ég
kom að Árbakka fyrsta sumar æfi
minnar og síðan óslitið í fimmtán
sumur. Þar voru líka bræður mín-
ir tveir öll sín bernskusumur. Við
biðum eftir því að voraði, skóla
lyki og við kæmumst í sveitina.
Það er einmitt vegna þessara
sumra, að ég hef nú tekið mér
penna í hönd og skrifa þessar lin-
ur.
Þau Björg og Guðmundur voru
mér alla tíð sem aðrir foreldrar.
Þegar ég lít til baka til þessara
bernskusumra, koma mér ávallt
fyrst í hug öryggi, friður, ham-
ingja og kærleikur, einmitt það
sem manni finnst ef til vill eitt-
hvað skorta á nú til dags. Ég er
ekki í vafa um að ég mun búa að
því allt mitt líf og fyrir það er ég
innilega þákklát.
Björg kona Guðmundar lést
langt um aldur fram, árið 1953, og
varð það okkur öllum mikið áfall.
Nokkrum árum seinna flutti Guð-
mundur ásamt syni og fósturdótt-
ur ofan í Höfðakaupstað. Einnig
þar var mér ávallt tekið með ein-
lægri vináttu, er ég kom þangað
með fjölskyldu mína.
Síðar fluttist Guðmundur hér á
höfuðborgarsvæðið með syni sín-
um og tengdadóttur og bjó nú síð-
ast að Bjargarstíg 2 hér í borg. í
hraða nútímans gefur maður sér
oftast of lítinn tíma, til þess sem
ef til vill væri manni best, og þær
urðu því miður allt of fáar stund-
irnar, sem við Guðmundur rædd-
um saman, en æfinlega bar margt
á góma, svo sem landsmál, skáld-
skapur og tilgangur lífsins, en á
þessum málum hafði hann mjög
ákveðnar skoðanir.
Síðari árin var Guðmundur
mjög farinn að líkamlegri heilsu,
en andlegu þreki hélt hann ótrú-
lega vel til þess síðasta. Hann var
alveg rúmfastur síðustu árin, en
átti því láni að fagna að fá alla tíð
að vera heima hjá syni sínum og
tengdadóttur, sem af óvenjulegri
umhyggju og ósérhlifni önnuðust
hann til dauðadags.
Þessari grein er í raun ekki ætl-
að að vera upprifjun á æfi þessa
látna vinar míns, aldamóta-
mannsins, sem eins og svo margir
af þeirri kynslóð þekkti misjöfn
kjör af eigin raun og mundi
tvenna tímana, heldur einlægt
þakklæti fyrir öll þau indælu
ógleymanlegu æskusumur, sem ég
fékk að dveljast hjá þeim hjónum
og órjúfanlega vináttu alla tíð.
Hér fylgja einnig þakkir foreldra
minna, bræðra og þeirra fjöl-
skyldna.
Fyrir þeirra hönd votta ég syni
hans og tengdadóttur innilegustu
samúð.
Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir
SVAR
MITT
eltir Billv (iraham
Ég er í vanda staddur. Ég veit að ég er barn Guðs, en ég kvíði
fyrir endurkomu drottins. Ekki veit ég hvers vegna ég er haldinn
þessum ótta. EF til vill er ástæðan sú, að sum börnin mín eru
óviðbúin að mæta Guði og ég get ekki hugsað mér að verða
viðskila við þau, ef Kristur skyldi koma. Mér datt í hug, að þér
gætuð hjálpað mér vegna þessa kvíða fyrir endurkomunni.
Vera má, að þér óttist endurkomu Krists, af því að þér
eruð ófróður um hvað gerast muni við opinberun hans.
Munduð þér verða óttasleginn, ef friður yrði í þessum
ófriðarheimi okkar? Koma Krists færir okkur frið. Yrð-
uð þér óttasleginn, ef Satan og árar hans yrðu sviptir
valdi sínu? Það mun gerast, þegar Kristur kemur. Mundi
yður bregða í brún, ef hatri, fordómum og misskilningi
yrði útrýmt úr heiminum? Það verður, þegar Kristur
kemur. Munduð þér óttast að vera í návist Krists sjálfs
um aldur og ævi? Það verður, þegar Kristur kemur aftur.
Það er ekki nema eðlilegt, að við óttumst hið óþekkta.
Þeir, sem vita ekki hvað muni gerast við endurkomu
drottins, gætu verið órólegir. En þér þurfið ekki að kvíða
neinu, því að hann, sem allt hefur gert vel, verður kon-
ungur konunga og drottinn drottna. Hann mun ríkja um
aldur og ævi, eins og segir í ritningunni.
Barn, sem elskar föður sinn og hlýðir honum, kvíðir
ekki fyrir komu hans heim. Gangið úr skugga um, að þér
séuð viðbúinn að mæta honum. Jesús segir: „Verið þér og
viðbúnir, því að mannssonurinn kemur á þeirri stundu,
sem þér ætlið eigi.“ (Lúk. 12,40).
t
Innilegar þakklr sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vináttu viö útför móöur okkar og tengdamóöur,
LÁRU ÞORSTEINSDÓTTUR,
Lindargötu 42,
Guórún Haraldsdóttir,
Björn J. Haraldaaon,
Guömundur Haraldsaon,
Einar Haraldsson,
Jóhann H. Haraldsson,
Siguröur Stainsson,
Ragnhaiöur Erlandsdóttir,
Þorbjörg Hannasdóttir,
Inga Lisa Haraldsson,
Erla E. Siguróardóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og
útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR FRIDRIKSDÓTTUR
frá Gröf, Vastmannaayjum.
Elías Sigurjónsson,
Halldór Sigurjónsson,
Marý Sigurjónsdóttir,
Banóný Sigurjónsson,
Kolbainn Sigurjónsson,
Kári Rafn Sigurjónsaon,
Kolbrún Sigurjónsdóttir,
Sigrún Sigurjónsdóttir,
Gylfi Sigurjónsson,
Ingibjörg Sigurjónsdóttir,
Óskar Barg Sigurjónsson,
tangdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
HELGU R. HJÁLMARSDÓTTUR
frá (aafiröi.
Halgi Hólm Halldórsson,
Svandís Helgadóttir, Siguröur Gunnarsson,
Filippía Halgadóttir, Magnús Danialsson,
Gaira Helgadóttir, Guömundur Gunnarsson,
Ásgair Helgason, Guörún Jóhannsdóttir,
Arndís Helgadóttir, Pétur Vaturlióason,
barnabörn og barnabarnaböm.
t
Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug vlö
andlát og jaröarför eiginmanns mfns og fööur,
STEFÁNSJÓNSJÓNSSONAR
frá Sköröum,
skólastjóra,
Kúfhóli, Austur-Landayjum.
Guörún Lára Siguröardóttir,
Hrafnkell Stefánsaon.
Lokað
Lokað í dag vegna jarðarfarar ADOLFS J. E. PETERSEN.
Skrifstofa Verkstjórafélags
Reykjavíkur.
Jörgen B. Strand aðal-
rœðismaður - Minning