Morgunblaðið - 15.05.1985, Side 52

Morgunblaðið - 15.05.1985, Side 52
52 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 ffclk í fréttum „Flotta galleríið“ Ungt listafólk hefur nú tekið höndum saman og leigt kjallarahúsnæði á Vesturgötu 2 þar sem það hyggst setja upp sýningaraðstöðu og gefa staðn- um nafnið „Flotta galleríið". Ljósm. Mbl. rak inn nefið þar sem listafólkið var í óða önn að mála og sópa, þvf sýningarsalurinn verð- ur opnaður formlega á uppstigningardag. Eftir samsýninguna sem verður fyrst er meining- in að hver listamaður verði með sýningu f u.þ.b. 10 daga í einu, en þó mun verða hægt að kaupa þar og skoða listaverk eftir aðra sjónlistarmenn því þau munu verða á staðnum í rekkum eða öðru slíku. MorgunbladiÖ/RAX A myndinni eru nokkrir af þeim iistamönnum er húsnæðið tóku á leigu: Steingrímur Þorvaldsson, Guðrún Tryggvadóttir, Sigrún Ögmundsdóttir, Margrét Birgis og dóttir bennar, Lilja Jónsdóttir. Fyrir framan er Megas. Á myndina vantar Önnu Guórúnu Líndal, Gunnar Karlsson, Kristberg Pétursson, Hörpu Björnsdóttur, Hauk Friðþjófs, Jón Axel, Valgaró Gunnarsson, Guðnýju Richards og Björgu Örvar. Frá Japan til Ástralíu til Svíþjóðar til Afríku Richard Chamberlain er lítið fyrir að slaka á milli verk- efna, hann vill hafa nóg að gera og helst vill hann vera búinn að tryggja sér næsta hlutverk þegar því sem yfir stendur lýkur. Hann hefur verið á fullu í sjóvarps- myndagerð og hafa íslendingar ekki farið varhluta af því, Shogun og Þyrnifuglarnir hafa verið sýnd- ir hér, hvor þáttaröðin á eftir annarri og síðan lék Richard sænsku stríðshetjuna Raoul Wall- enberg og hver veit nema þættirn- ir um Svíann verði sýndir hér á landi. Annars er því verki nýlokið og auðvitað var Richard eins og kría á steini að komast f næsta verkefni. Nú er hann í Afríku að leika í þáttaröð eftir ævintýrabók- inni kunnu um Námur Salómons konungs og leikur hann auðvitað aðalhlutverkið, Allan Quarterma- in. Sharon Stone leikur aðal- kvenhlutverkið ... SNORRI WAAGE Rekur skóverkstæði með skólanáminu „Það er ekkert verið að tvístíga við vinnu“ Ibakhúsi við Klapparstfginn get- ur að líta verkstæði sem lætur ekki mikið yfir sér, og er inn kem- ur hefur maður á tilfinningunni að þetta hljóti að vera verkstæði gamals manns sem ekki vill breyta og notfæra sér tækninýj- ungar heldur hefur þau áhöld sem hann byrjaði með er hann var ungur. En það er ekki raunin. Verkstæðið rekur ungur maður, Snorri Waage, átján ára gamall, sem hefur þann starfa ásamt skólanámi að búa til eins og hann kallar það „heilsu-ilskó". Blm. hitti Snorra sem snöggvast fyrr í vikunni á raeðan hann var að líma leður á skóbotna. — Snorri, ertu búinn að vera í þeðsu lengi? Ég tók við þessu í ágúst þannig að það eru að verða tfu mánuðir síðan. Bróðir minn, óli Waage, keypti tækin af fyrirtæki sem bjó þessa skó til erlendis þvf þeir ákváðu að hætta rekstri þar. Óli fluttist siðan búferlum til Svíþjóð- ar þar sem hann rekur skóverk- smiðju auk annars fyrirtækis, „Line lights", sem hann er með ásamt tveimur öðrum Islending- um, þeim Guðna Guðgeirssyni og Þorgeiri D. Hjaltasyni. Eftir að nokkrir aðilar höfðu rekið þetta litla verkstæði hérna um skeið tók ég við. Við óli höfum svolitla sam- vinnu, hann sendir mér t.d. allt yfirleður á skó tilbúið sem hann framleiðir ytra þar sem það kem- ur betur út þannig. -Hvernig gengur að samræma þetta skólanáminu? Það er nú svona upp og ofan. Ef stórar pantanir koma inn eins og t.d. frá Hagkaup þá hefur skóla- námið setið á hakanum, en annars hefur mér gengið ágætlega að samræma þetta, því kosturinn við þessa vinnu er náttúrulega sá að ég er minn eigin húsbondi og get svolítið spilað þetta eftir eyranu. Ég hef lfka góða hjálp við bókhald og þessháttar og það er kona sem Snorri Waage við vinnu. saumar pokana utan um skóna fyrir mig. I sumar er ég að hugsa um að sinna þessu eingöngu en ekki fá mér aðra vinnu þannig að þá gefst mér e.t.v. tækifæri til að vinna upp góðan lager fyrir næsta vetur. — Ertu að hugsa um að leggja skóviðskiptin fyrir þig í framtíðinni? Maður veit aldrei, en ætli það verði ekki svo að lokum. Ég á ekki langt að sækja þetta, pabbi, Stein- ar Waage, hefur verið í þessu svo Skóna sem hann framleiðir kallar hann „Óla skó“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.