Morgunblaðið - 15.05.1985, Síða 64
SIAÐFEST lANSIRAUST
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
ASÍ, samstaða með færeysku verkafólki:
Afgreiðið ekki
færeysk skip
— meðan á verkfalli stendur í Færeyjum
ASf hefur skorað á aðildarfélög sín
að sýna órofa samstöðu með fær-
eysku verkafólki, sem nú er í verk-
falli, og afgreiði ekki færeysk skip
eða veiti þeim þjónustu á meðan á
verkfallinu stendur. Erindi þar um
barst ASÍ í vikunni og var það fram-
sent í gær.
Islensk og færeysk verkalýðsfé-
lög hafa á undanförnum árum
veitt gagnkvæman stuðning þegar
til aðgerða hefur komið, að því er
segir í fréttatilkynningu frá ASÍ.
Atvinnurekendur hafa hótað
skaðabótakröfum vegna þessarar
beiðni færeysku verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Atvinnulíf í Færeyjum er að
mestu lamað vegna verkfalls
ófaglærðs verkafólks. Verkalýðs-
4r
Ovænt
úrslit
ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu
er nú komið í fullan gang. í
gærkvöldi voru leiknir þrír leikir
í fyrstu umferð og urðu úrslit í
þeim nokkuð óvænt.
íslands- og bikarmeistarar
Akraness brugðu sér norður
til Akureyrar og léku þar við
Þór. Heimamenn sigruðu í
leiknum, skoruðu tvö mörk
gegn engu marki meistaranna.
Spádómar um fall Víkings
og sigur Vals á þessu Is-
landsmóti snerust alveg við á
Laugardalsvellinum, þegar
þeir fyrrnefndu báru sigurorð
af Valsmönnum, tvö mörk
gegn einu.
I Garðinum áttust nýliðar
deildarinnar við og þar sigr-
uðu FH-ingar, markakóngur-
inn Ingi Björn Albertsson
tryggði liði sínu sigur, er hann
skoraði eina mark leiksins.
Einum leik er nú ólokið í
fyrstu umferð og fer hann
fram á morgun. Þá leika Fram
og Keflavík á Laugardalsvelli.
Sjá nánar um leiki gærdags-
ins á bls. 62 og 63.
félögin í Þórshöfn og Klakksvík
hófu verkfall á föstudaginn í síð-
ustu viku og verkamannasam-
bandið í Færeyjum, Foroya Ar-
beiðarafelag, hóf boðað verkfall á
mánudaginn. Alls eru um tíu þús-
und manns í verkfalli í Færeyjum
en samningaviðræður sigldu í
strand á mánudaginn. Verkalýðs-
félögin hafa sett fram kröfugerð í
fimmtán liðum og er ein megin-
krafan að tímakaup verði hækkað
um tvær krónur. Atvinnurekendur
hafa ekki tekið undir eina einustu
kröfu verkafólksins, segir í frétta-
tilkynningu ASÍ.
Þetta er í fyrsta sinn í aldar-
fjórðung, sem verkalýðsfélögin í
Klakksvík og Þórshöfn og Foroya
Arbeiðarfelag grípa sameiginlega
til verkfallsvopnsins. Atvinnulíf
er því lamað, eins og fyrr segir.
Engin fiskvinnsla fer fram, bátar
liggja bundnir við bryggju því olía
fæst ekki afgreidd, almennings-
farartæki ganga ekki, reynt er að
halda uppi bráðaþjónustu á
sjúkrahúsum en skólar starfa þótt
ræstingafólk sé einnig í verkfalli.
Morgunblaðið/Bjarni
Áframhaldandi blíöa um allt land
Mmmmmmmmmm ... ís er góður í sólinni! Það
má búast við áframhaldandi blíðviðri um allt land
í dag og jafnvel að það verði enn hlýrra á Norður-
landi í dag en í gær. Þá komst hitinn upp í 19 stig í
Aðaldal og 18 stig á Nautabúi í Skagaflrði.
Úrkomulaust var um allt land í gær, sólskin
eða vel léttskýjað hvarvetna. í höfuðborginni,
þar sem þessi mynd var tekin, komst hitinn í 15
stig og þykir bara gott um miðjan maí.
Gert er ráð fyrir að bjart og hlýtt verði áfram
á norður- og austurlandi í dag, vel hlýtt í inn-
sveitum.
Á fimmtudag má svo fara að búast við vax-
andi austlægri átt við suðurströndina.
Stálvík kaupir 3 þús
tonna slipp í Noregi
Tekinn sundur og fluttur í Garðabæ
„Skipasmíðastöðin Stálvík f Garðabæ festi í gær kaup á 3 þús. tonna slipp (3
þús. þungatonna) í Molde f Noregi en dráttarbraut slippsins er 70 metra löng
og getur tekið skip sem eru allt að 20 metra breið. Slippurinn í Molde er mjög
fullkominn og þarf aðeins einn mann til þess að stjórna tækjabúnaði hans
þegar skip eru tekin upp og sjósett. Dráttarbrautin verður sú lang stærsta og
aflmesta á íslandi og getur tekið upp nær öll íslensk skip.
í samtali Morgunblaðsins við Jón
Sveinsson forstjóra Stálvíkur í
Molde í gær, kom fram að drátt-
arbrautinni væri ætlaður staður
austan við nýja hafnar- og viðlegu-
garðinn í Garðabæ. Jón sagði að
dráttarbrautin fengist á mjög hag-
stæðu verði en kvaðst ekki á þessu
stigi málsins geta sagt til um það.
Slippurinn í Molde er nýlegur og
hafa aðeins 16 skip verið tekin upp í
honum en stálið í dráttarbrautinni
vegur mörg hundruð tonn. Fyrir-
tækið sem hefur rekið slippinn
hætti rekstri fyrir skömmu vegna
rekstrarerfiðleika. Eitt spil dregur
þessa stóru dráttarbraut og er það
50 tonn að þyngd, en háreistur
stjórnpallur er yfir spilinu. Jón
Sveinsson sagði í samtali við Mbl.
að með þessum tækjabúnaði sköp-
uðust miklir möguleikar fyrir
Stálvík, meðal annars möguleikar
að ná inn í landið verkefnum frá
útlöndum. Stefnt er að því að flytja
dráttarbrautina hið fyrsta til Is-
lands, en nokkurn tíma tekur að
taka hana niður og er áætlaður
kostnaður við það í Noregi upp á 1,8
millj. ísl. kr. Jón sagði að ekki væri
ráðgert að setja upp hliðarbrautir
við dráttarbrautina sjálfa, heldur
leggja áherslu á að hraða vinnu sem
mest við hvert skip sem kæmi í
dráttarbrautina.
Veiðar smábáta frá áramótum til aprílloka:
Þorskaflinn nær þrefalt
meiri en reglugerð leyfir
Morgunblaðið/Árni Johnsen
Myndin sýnir hina stóru dráttar-
braut í Molde, sem Stálvík hefur
fest kaup á.
ÞORSKAFLI báta undir 10 lestum að stærð var orðinn tæplega þrefalt meiri
en leyfílegt var samkvæmt reglugerð um síðastliðin mánaðamót. Á tímabilinu
frá áramótum til aprflloka mátti veiða samtals 1.913 lestir af þo.ski, en
veiðin þetta tímabil varð alis 5.154 lestir. þrátt fyrir stöðvun veiðanna um tíma.
Sjávarútvegsráðuneytið íhugar
nú hvernig bregðast skuli við þess-
ari miklu þorskveiði smábátanna.
Leyfilegur heildarafli þeirra af
þorski er 11.775 lestir allt árið, en
þvi er skipt niður í fjögur mislöng
tímabil og má veiða ákveðið magn
hvert þeirra. Fari veiðin eitt tíma-
bil fram úr leyfilegum afla, skal,
samkvæmt reglugerð, afli næsta
tímabils skerðast sem umframveið-
inni nemur. Verði farið eftir því má
á yfirstandandi tímabili veiða sam-
tals 309 lestir, en þar sem veiðar
hafa enn ekki verið stöðvaðar þe*t.a
tímabil, er afli þess orðinn mun
meiri. Þórður Eyþórsson, deildar-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
sagði í gær í samtali við Morgun-
blaðið, að verið væri að vinna að
lausn þessa máls og lægi hún lík-
lega fyrir í lok þessarar viku.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið aflaði sér hjá
Fiskifélagi íslands er heildarafli
smábátanna umrætt tímabil 5.577
lestir, þar af þorskur 5.154. Mestur
afli hefur komið á land á Suður- og
Suðvesturlandi, 3.298 lestir, þorsk-
ur 3.086, á Norðurlandi hafa komið
á land 1.040 lestir alls, þorskur 998,
á Austfjörðum hefur 931 lest borizt
á land, þorskur 851 og á Vestfjörð-
um er aflinn 308 lestir, þar af 219
lestir af þorski. Þorskaflanum er
ekki skipt eftir landsfjórðungum og
getur hann því skipzt mjög mis-
jafnlega niður á þá eftir gæftum og
aflabrögðum.
Fernt handtekið
eftir húsleit
FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar
gerði leit í íbúð í Reykjavík um
helgina og fann 26 skammta af
ofskynjunarlyfinu LSD, 4 grömm
af amfetamíni auk hass og mar-
ijúana. Fernt var handtekið, þar
af sambýlisfólk búsett í íbúðinni.