Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1985 Vand- fýsnir vínþjófar TIL handalögmála kom við bar á Hótel Sögu síðdegis í gær þegar einn þjóna hússins kom að þremur ungum mönnum, sem voru að róta í vínskáp á áttundu hæðinni. Einn þremenninganna gekk þegar á brott hinn rólegasti en hinir urðu eftir. Þjónninn gaf sig á tal við þá og vildi kanna í rólegheitum hvað var á seyði. Annar svaraði með ofstopa og kom til ryskinga á milli þjóns- ins og vínþjófanna. Komust þeir undan og var lögreglan á hæl- um þeirra í gærkvöld. Ekki er talið ólíklegt, að þess- ir sömu piltar hafi áður komið við í vínskápum á hótelinu, því þar hafa nokkrum sinnum horf- ið flöskur. Það sem helst þykir benda til að sömu menn hafi verið á ferð er að þjófarnir eru vandfýsnir á vín — þeir hafa látið allar ódýrari tegundir vera en horfið á braut með dýrustu tegund af viskí. Ekki var ljóst í gærkvöld hvort eitthvað vant- aði í skápinn. VÍHÍndamennirnir slógu upp tjöldum í fimm þúsund feta hæó og höfðust þar við í fimm daga. Þyrla Landhelgisgæslunnar er fjær. Þyrla Gœzlunnar á Hofsjökli ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar flutti fimm bandaríska vísindamenn og tvo íslenzka upp á Hofsjökul vegna rannsókna á mengun. Bandarísku vísindamennirnir hafa ferðast víða um heim og rann- sakað mengun. Flogið var með hópinn upp á jökul á fimmtudag og þeir sóttir á mánudag. „Við flugum með vfsindamennina upp á Hofsjökul frá Gullfossi og fórum alls þrjár ferðir, því þeir voru með allmikinn farangur,“ sagði Benóný Ásgrímsson, flugmaður, í sam- tali við Mbl. „Vel gekk að lenda á jöklinum, en við lentum í 5 þúsund feta hæð. Fyrirhugað var að lenda þar sem jökullinn er hæstur, en það reyndist ógerlegt vegna þoku,“ sagði Benóný. Flugstjóri í ferðinni var Páll Halldórsson, Benóný flugmaður, Sigurður Steinar Ketilsson siglingafræðingur og Einar Bjarnason flug- virki. Morgunbladiö/Bjarni i>ær Halla Helgadóttir og Soffía Karlsdóttir voru í óóa önn aó finna vinnu fyrir þá 230 sem hafa skrið sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna. Á meðan bættist einn í safnið. Góðar horfur með sumarvinnu — segir Gunnar Helgason forstööumaöur RáÖningarstofu Reykjavíkurborgar Á NÆNTUNNI lýkur vorprófum og ncmendur streyma út á vinnumarkað- inn. ( Reykjavík stunda 6500 manns nám í framhaldsskólum, og um 3500 í þremur efstu bekkjum grunnskóla. Það eru því um 10.000 manns sem koma til með að leita sér að vinnu f höfuðborginni í sumar. Að sögn Gunnars Helgasonar, forstöðumanns ráðningarstofu Reykjavfkurborgar, eru atvinnuborfur skóiafólks mun betri nú í sumar en f fyrra. „Atvinnu- istandið hefur verið gott það sem af við Morgunblaðið. Hjá ráðningarstofunni hafa þegar skráð sig um 400 stúlkur og 450 drengir. Þetta er töluverð fækkun frá því á sama tima i fyrra, þegar um 600 manns af hvoru kyni höfðu látið skrá sig. 520 unglingar á aldrinum 14—15 ára hafa skráð sig hjá vinnuskól- anum, og er það svipað og undan- farin ár. Gunnar sagði að ráðn- ingar væru þegar hafnar og gengju vel, hinsvegar gæti boðað sjómannaverkfall í Reykjavík nk. föstudag sett strik f reikninginn. „Það er stór hluti skólafólks sem vinnur í fiski, og ef vinna í frysti- húsum stöðvast, þarf það að leita annað,“ sagði Gunnar. Kaup í vinnuskólanum hefur ekki enn verið ákveðið, en það mun væntanlega verða gert fyrir lok er þessu ári,“ sagði Gunnar í samtali þessarar viku. Sl. sumar var tíma- kaupið í yngri flokki 35 kr., og í eldri flokki 40 kr. Um 230 manns eru komnir á skrá hjá Atvinnumiðlun náms- manna i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Skráning hefur staðið yfir frá 2. maí og tekist hef- ur að finna vinnu fyrir nokkra tugi manna, aðallega hjá ríkisfyr- irtækjum. Einkafyrirtæki leita einnig eftir starfskrafti hjá atvinnumiðluninni f vaxandi mæli. Að sögn Höllu Helgadóttur, starfsmanns vinnumiðlunarinnar, fengu um 40% þeirra sem skráöu sig vinnu i fyrra. Þá skráöu sig alls um 500 manns. „Ég er bjart- sýn á að okkur takist að halda þessu hlutfalli,“ sagði Halla. Tvennt I SAKADÓMI Reykjavíkur var tvennt úrskurðað í gæzluvarðhald í gær vegna rannsóknar Rannsóknalögreglu rikis- ins á fjársvikamili. Um helgina var þremur ávísanaheftum stolið úr fyrir- tæki í Reykjavík. Við handtöku fund- ust útfyllt ivísanablöð fyrir 155 þúsund í gæzlu krónur í fórum mannsins. Grunur leik- ur á, að þegar sé búið að selja ávísanir, en ekki er Ijóst bve margar né upphæð þeirra. Maðurinn, sem er um þritugt, var úrskurðaður í 9 daga gæzluvarðhald en konan í viku gæzluvarðhald. Veiðar smábátanna bannaðar um SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur nú ákveðið með reglugerð að banna allar veiðar smábáta undir 10 lestum um helgar og aðra frídagu í sumar. Jafnframt verða veiðar annarra en þeirra, sem þær stunda í atvinnuskyni, bannaðar frá 1. september til áramóta. Ákvörðun þessi er tekin vegna þess að þorskafli smábátanna er orðinn nær þrefalt meiri en gert var ráð fyrir í reglugerð um veiðarnar og nærri helmingur leyfilegs heildarafla til áramóta eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Eftirgreindar takmarkanir á veiðum smábát- anna hafa því verið ákveðnar: Á tímabilinu frá 24. máí til 1. september 1985 eru allar veiðar bannaðar á laugardögum og sunnudögum. Dagana 27. maí, 17. júní og á tímabilinu frá og með 1. ágúst til og með 5. ágúst um verzl- unarmannahelgi eru allar veið- ar bannaðar. Á ofangreindum dögum er óheimilt að hafa nokkur veiðar- færi í sjó. helgar Á tímabilinu 1. september til 31. desember 1985 eru öllum bátum í þessuni stærðarflokki bannaðar veiðar öðrum en þeim, sem hafa veiðarnar að aðalat- vinnu. Eigendur þeirra báta þurfa fyrir 15. ágúst næstkom- andi að sækja sérstaklega um slík leyfi til ráðuneytisins. Þá mun ráðuneytið fylgjast áfram með aflabrögðum smá- bátanna og verða takmarkanir þessar endurskoðaðar ef þurfa þykir. Suðureyrarhreppur: Lögfræðingur aðstoðar við innheimtu gjalda af Freyju Fyrirtækið á hausnum, segir sveitarstjórinn SKULDIR Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri við Suðureyrarhrepp skipta orðið milljónum króna. Hefur hreppurinn vegna þess leitað aðstoðar lögfræðings við innheimtuna og líkur eru á því, að gengið verði frá greiðslu á næstunni. Viðar Aðalsteinsson, sveitar- stjóri, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að fiskiðjan væri mjög skuldug við hreppinn og hefði því verið leitað aðstoðar lög- fræðings við innheimtuna. Að öðru leyti væri ekki mikið um þetta mál að segja nema menn væru uggandi vegna ótryggs rekstrargrundvallar fyrirtækis- ins, sem væri nánast eini at- vinnurekandinn á staðnum. Spurning væri hvað eigendur Freyju ætluðu sér að gera við fyrirtækið, í hans augum væri það á hausnum eins og kannski fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi. Það væri ljóst að það hlyti að segja nokkra sögu að fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hefði sagt upp. Þessi greiðslutregða Freyju hefði auðvitað haft slæm áhrif á framkvæmdir á vegum hrepps- ins, en aðalframkvæmdatíminn væri auðvitað á sumrin svo ástandið vegna þess væri ekki það versta, rekstur hreppsins krefðist alltaf meira og meira fjár og hefði hann verið þungur af þessum sökum. Andvirði Ásgarðslands í Grímsnesi til lögerfingja Skógrækt ríkisins og Hjartavernd töpuðu málinu í GÆR féll úrskurður í skiptarétti þess efnis, að andviröi Ásgarðslands í Grímsnesi skuli renna til lögerflngja Sigurliða Kristjánssonar og konu hans, Helgu Jónsdóttur, en ekki til arfleiðenda, Skógræktar ríkisins og Hjartaverndar, sem gerðu tilkall til fjárins. Sigurliði og Helga ánöfnuðu Skógræktinni, Hjartavernd og Reykjavíkurborg jörðinni í erfðaskrá Grímsneshreppur átti for- kaupsrétt að jörðinni og ákvað hreppsnefnd að notfæra sér rétt sinn. Á síðastliðnu ári gekk dóm- ur í Hæstarétti og var jörðin metin á tæpar 15 milljónir króna. Reykjavíkurborg féll frá tilkalli til andvirðis jarðarinnar, en Skógræktin og Hjartavernd annars vegar og lögerfingjar hjónanna, 10 talsins, hins vegar gerðu tilkall til andvirðis jarðar- innar. Ragnar Hall, borgarfógeti, kvað upp úrskurðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.