Morgunblaðið - 16.05.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.05.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 16. MAÍ 1985 Ölduselsskóli: Hátíð í tilefni 10 ára afmælis ÖLDUSELSSKÓLI á 10 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni er ákveðið að „brjóta upp“ hefðbundið skólastarf vikuna 16.—23. maí. Dagskrá vikunnar hefst neð kaffisölu og yfirlitssýningu á starfi og verkum nemenda á uppstigningardag. Á laugardag- inn munu 12 ára nemendur gróð- ursetja tré á skólalóðinni og kl. 13 hefst grillhátíð á vegum for- eldrafélagsins og þar leikur Lúðrasveit Árbæjar og Breið- holts kl. 14. Guðsþjónusta verður svo með þátttöku nemenda og starfsfólks á sunnudag kl. 11. Á föstudag, mánudag, þriðju- dag og miðvikudag verður í skól- anum verkstæðisvinna þar sem nemendur fá að velja sér ýmis óvanaleg verkefni að starfa að t.d. að smfða hljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Íþróttahátíðir verða á skólavelli og í íþrótta- húsi og vorferðalög nemenda verða einnig þessa daga. Hver árgangur mun halda sina skemmtun, m.a. verða yngstu börnin með furðufataball. Þá er áætlað að ljúka afmæl- isvikunni með kvöldskemmtun fyrir íbúa hverfisins þriðjudag- inn 21. maí. Foreldrar eru sér- staklega velkomnir alla dagana. (FrétUlilkynning) Ölduselsskóli í Breiðbolti í Reykjavík. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts til Noregs Vortónleikar sveitarinnar haldnir í dag SKÓLAHLJÓMSVEIT Árbæjar og Breiðholts heldur vortónleika sína fimmtudaginn 16. maí kl. 14.30 í veitingahúsinu Broadway. Við tónleikahald- ið nýtur hljómsveitin aðstoðar skólakórs Árbæjarskóla. Tónleikarnir eru haldnir í til- efni þess að hljómsveitin er á för- um til Noregs til að taka þátt í tónlistarmóti í Bergen. Til að afla fjár til ferðarinnar hafa hljóð- færaleikarar safnað styrktarfé- lögum og nú stendur til að leyfa þeim að kynna sér hvað þeir eru að styrkja. Tónleikarnir eru öllum opnir og börn innan 12 ára greiða ekki aðgang. Aðgöngumiðar eru jafnframt happdrættismiðar. Skólahljómsveitin hefur starfað í rúm 17 ár, undir stjórn ólafs L. Kristjánssonar. Kennarar eru sex, og kennslan eru miðuð við nám í tónlistarskólum. Reykjavíkurborg sér um rekstur hennar. ótal tón- listarmenn hafa hafið nám í hljómsveitinni, og enn fleiri sem ekki stunda hljóðfæraleik að aðal- starfi hafa sótt þangað kennslu í að njóta tónlistar og meta hana. Hljómsveitin er í örum vexti. Nú starfa í henni 50 börn og ungl- ingar. Hún hefur oft komið fram við opinber tækifæri, svo sem sumardaginn fyrsta, 17. júní og á íþróttahátíðum og á útiskemmt- unum. Noregsferðin hefst 1. júní með því að flogið verður til Bergen. Þar tekur hljómsveitin þátt í tónlist- armóti ásamt hljómsveitum og kórum frá ýmsum löndum. ólafur Noregskonungur verður í hópi áheyrenda. Heimferðin hefst 11. júní og verður siglt með Norrænu til Færeyja og fslands. (ílr fréttatilkynninifu) Þessi vinsælu barnaleiktæki nú aftur fáanleg. Hentug viö sumarbústaöi og heimaleikvelli. Pantanir óskast sóttar Bókasýning Á vegum sovésku viðskiptastofnunarinnar „Mez- dunarodnaja Kniga", skrifstofu viðskiptafulltrúa Sovétríkjanna á Islandi og félagsins MÍR hefur verið opnuð sýning á sovéskum bókum, auglýs- ingaspjöldum, frímerkjum og hljómplötum í húsakynnum félagsins að Vatnsstíg 10. Sýningin er haldin í tilefni þess, að liðin eru 40 ár frá því sigur vannst á herjum þýsku nasistanna og verð- ur hún opin til loka mánaðarins, á virkum dögum kl. 17—19 og um helgar kl. 14—19. Sýningin „Myndlist í Rússlandi" er opin á sama tíma. Að- gangur að sýningunum er ókeypis. HtogitiiMnfttft Áskriftarsíminn er 83033 HAR85 ÍSLANDSMEISTARAKEPPNIN í hárgreiöslu og hárskuröi veröur haldin sunnudaginn 19. maí í Broadway. Keppnin hefst kl. 10 f.h. og lýkur kl. 17. Fyrstu úrslit veröa kynnt kl. 12 á hádegi. Miðasala við innganginn. Aögangseyrir kr. 200. Hver aögöngumiði gildir sem happ- drættismiði. Vinningur er ferð til Noregs á Norðurlanda- keppnina í hárgreiöslu og hárskurði 25. ágúst nk. Dregiö verður kl. 16.30. Komiö og fylgist með því besta í hárgreiöslu og hárskuröi á islandi í dag. Góöa skemmtun. Samband hárgreiöslu- og hárskerameistara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.