Morgunblaðið - 16.05.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.05.1985, Qupperneq 34
34 MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 Noregur: Herör skorin upp gegn eggjaþjófum 6hIó, 15. maí. Frá Jan Erík Lauré, frétUriUra Mbl. UMHVERFISVERNDARRÁÐUNEYTIÐ norska hefur tekið upp samstarf við sams konar ríkisstofnanir og félög í öðrum löndum og er að því stefnt, að fugla- og eggjaræningar fái ekki lengur að leika lausum hala. Einnig hefur verið fylgst með og tilkynnt um komu þeirra manna til Noregs, sem kunnir eru fyrir að ræna fuglum og eggjum. Vitað er, að sumar fuglateg- undir í Noregi hafa orðið mjög fyrir barðinu á þessum ræningj- um, einkum þó veiðifálkinn og förufálkinn, sem eru eftirsóttir í Saudi-Arabíu. í Kanada eru þess dæmi, að saudi-arabískir furstar hafi greitt allt að 800.000 nkr. (rúml. 3,7 millj. ísl. kr.) fyrir einn veiðifálka. A fundi, sem haldinn var í Englandi í desember sl., ræddu fulltrúar Norðmanna og ann- arra þjóða um aðferðir til að koma í veg fyrir þennan ráns- skap. I því sambandi var t.d. ákveðið að koma upp nokkurs konar viðvörunarkeri landa í milli en að öðru leyti hvílir mik- il leynd yfir starfsaðferðunum eins og skiljanlegt er. Umhverfisverndaryfirvöld í Noregi reiða sig mikið á, að al- menningur láti strax vita þegar vart verður við grunsamlega menn nærri varpstöðvum eftir- sóttra fugla og samstarfið milli lögreglu og tollgæslunnar hefur verið stóreflt. Baríst þrátt fyrír yfírlýsingar um vopnahlé A þessari mynd sjást hermenn drúsa leita skjóls fyrir leyniskyttum kristinna rétt vid „Grænu línuna" svonefndu, sem skiptir Beirút, höfuðborg Líbanons, í tvennt, kristna hlutann og hinn múhameðska. Þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé hefur ekkert lát orðid á bardögum þarna undanfarnar þrjár vikur. Um 80 manns hafa fallið og á fimmta hundrað særsL Þessi mynd er tekin með aðdráttarlinsu og sýnir leifarnar af sprengjuflutningabflnum. Lengst til vinstri er dráttarvélin sem skemmdisL Noregur: Eldur í sprengjuflutningabifreið Ósló, 1S. maí. Frá J«n Erik Luire, frétUriUr. Mbl. ÞÓ AÐ ótrúlegt kunni að virðast, slasaðist enginn, er kviknaði í vörubíl, sem hlaðinn var loftvarnasprengj- um. Gerðist þetta á þriðjudagsmorgun á Evrópuvegi 18, rétt fyrir sunnan Drammen, en sá vegur er ákaf- lega fjölfarinn. Sprengjurnar sprungu hver af annarri og þeyttust sprengjubrotin langar leiðir. Bíllinn var með um 10 tonn af loftvarnasprengj- um frá hernum. Allt í einu hvellsprakk á einu af dekkjunum og kviknaði í því. Bílstjórinn og aðstoð- armaður hans reyndu að slökkva eldinn með kvoðuslökkvitæki, en allt kom fyrir ekki. Hlupu þeir þá hvor í sína áttina og gátu stöðvað aðvífandi ökutæki. Sneru þau við og forðaði sér hver sem betur gat. Brátt urðu felmtri slegnir ökumennirnir vitni að því, er loftvarnasprengjurn- ar fóru að springa hver af annarri. Lögregla og slökkvilið komu fljótlega á vettvang og var fólk beðið að yfirgefa nærliggjandi svæði og leita skjóls í nægjanlegri fjarlægð frá brennandi bílnum. Eldurinn logaði langtímum saman og alltaf voru sprengjurnar að springa. Tók slökkvistarfið alls sjö klukkustundir og þá átti eftir að fjarlægja það sem ósprungið var af sprengjunum. Engin slys urðu á fólki af völdum þessa óhapps, og er það ekki síst að þakka snarræði þeirra félag- anna á „sprengjubílnum*. Einasta tjónið, utan tjóns á bíl og farmi, varð á dráttarvél, er stóð í um 50 metra fjarlægð. Lenti sprengibrot á vatnskassa hennar, svo að hún varð óökufær á eftir. Utvarp Rauðra khmeræ Uppreisn gegn Víet- nömum í Phnom Penh ^ Ranfkok, 15. nuu. AP. UTVARP Rauðra khmera í Kambódíu hélt því fram í dag, að hópur kambódískra stjórn- arhermanna í höfuðborg lands- ins, Phnom Pehn, hefði hinn 5. maí sl. gert uppreisn gegn lepp- stjórn Víetnama þar, er neyða átti þá til að ræna fé af samlönd- um sínum. Útvarpið gerði ekki nánari grein fyrir atvikinu, en fregnir af þessu tagi eru sjaldgæfar. Hins vegar er vitað, að kambó- dískir stjórnarhermenn hafa reynst óáreiðanlegir í viður- eign við samlanda sína í skæruliðahreyfingunni. í dag var haft eftir háttsett- um embættismanni stjórnar- innar í Bangkok, sem ekki er nafngreindur, að ljósmyndir teknar frá gervihnetti sýndu, að skæruliðum hefði tekist að valda miklum skemmdum á mannvirkjum og vegum í borgum í grennd við Phnom Penh. Frelsissveitir Afgana fá 600 milljóna aðstoð Wuhixton, 15. nut. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti samhljóða í gærkvöldi, að veita jafnvirði 622 milljóna íslenskra króna til stuðnings þeim Afgönum, sem eiga um sárt að binda vegna aö- gerða sovéska hernámsiiðsins í landinu. Þetta er í fyrsta sinn, sem öldungadeildin samþykkir beinan stuðning við Afgana, en bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur hins vegar veitt frelsissveitum, sem berjast gegn sovéska innrásarliðinu og stjórnarhernum, jafnvirði allt að 8,3 milljarða íslenskra króna á undanförnum tveimur árum. Bandaríkjastjórn hefur fyrir nokkru lýst áhuga sínum á að veita andspyrnuhreyfing- unni í Afganistan stuðning og hafði farið fram á fjárveit- ingu, sem nemur um 374 millj- ónum íslenskra króna á næstu tveimur árum. FAL CON CREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverium fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.