Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 36

Morgunblaðið - 16.05.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavtk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Um afmælis- greinar Birting minningargreina og afmælisgreina í Morgunblaðinu byggir á ára- tuga hefð og er eftirtektar- verður þáttur í þjóðlífi okkar íslendinga. Morgunblaðið telur þetta með mikilvæg- asta efni blaðsins, enda birt- ist í þessum greinum saga ótrúlegs fjölda íslendinga og þá ekki síður almúgamanns- ins en hinna, sem verða kunnir borgarar á lífsleið- inni. Tæpast er nokkur ágrein- ingur um þýðingu minn- ingargreina að þessu leyti en skoðanir hafa alltaf verið skiptar um það, hvort eðli- legt sé að birta afmælis- greinar um tiltölulega ungt fólk. Fyrir svo sem áratug eða svo, heyrði það til al- gerra undantekninga, að þess væri óskað, að Morgun- blaðið birti afmælisgreinar um fimmtugt fólk. Hin síðari ár hefur það aftur færzt í vöxt. Þetta er þeim mun sérkennilegra, þar sem fimmtugasta aldursárið er í hugum fólks í dag áreiðan- lega ekki eins hár aldur og fólki þótti fyrir nokkrum áratugum. Hið sama má segja um sextugsaldur. Meðalaldur Islendinga er nú afar hár. Meðalaldur karla er 73,5 ár og kvenna 79,5 ár. Fyrir aðeins tveimur áratugum þótti það sérstök- um tíðindum sæta, ef ein- hver náði 100 ára aldri. Nú er það orðið algengt. Sá sem verður 50 ára í dag stendur á hápunkti starfsamasta hluta ævi sinnar og á mikið ógert. Sá sem verður 60 ára er á góðum aldri og a.m.k. heill áratugur í fullu starfi er framundan. Raunar er það mikil spurning, hvort það er ekki úrelt orðið að krefjast þess undantekningarlaust að fólk hætti störfum ekki síðar en um sjötugt. Stórbætt heil- brigðisþjónusta á sinn þátt í að því að efla heilbrigði fólks og auðvelda því að halda góðri heilsu fram á efri ár. Hér kemur líka til breyttur lífsstíll. Á margan hátt lifir fólk heilbrigðara lífi en áður var. Útivera hefur stóraukizt allan ársins hring. Líklega hefur dregið mjög úr reyk- ingum fólks, sem komið er á miðjan aldur og þaðan af eldra. I hinum vestræna heimi er það að verða áber- andi þáttur í hinum nýja lífsstíl, að verulega hefur dregið úr neyzlu áfengra drykkja. í löndum, sem alla tíð hafa leyft sterkan bjór er þróunin sú, að fólk drekkur í vaxandi mæli bjór af léttara tæi. Þessi nýi lífsstíll á ríkan þátt í því, að fólk ber aldur sinn betur en áður var. Lengi var það venja Morg- unblaðsins að letja menn þess að skrifa um fimmtugt fólk afmælisgreinar. Með þeim þjóðfélagsbreytingum, sem hafa orðið og hér hafa verið raktar er það skoðun Morgunblaðsins, að það sé í raun jafn fráleitt að skrifa afmælisgreinar um fimm- tugt fólk og jafnvel sextugt, eins og ef menn tækju upp á því að skrifa afmælisgreinar í tilefni af þrítugs og fertugs afmælum. Með tilvísun til þess, sem hér hefur verið sagt, er það ákvörðun rit- stjóra Morgunblaðsins að birta ekki afmælisgreinar um fimmtugt og sextugt fólk á því formi, sem tíðkast hef- ur fram til þessa. Hins vegar þykir blaðinu sjálfsagt að vekja athygli á slíkum tíma- mótum í lífi fólks með birt- ingu mynda af afmælisbarn- inu og helztu æviatriðum, sem þá geta verið hvort sem er nafnlaus eða með stuttum texta og afmæliskveðjum frá vinum og kunningjum undir fullu nafni með upphafsstöf- um þess sem ritar. Þessar myndir og texti verða birt, eftir því sem óskað er í dálki tengdum Dagbók Morgun- blaðsins. Ritstjóri Morgunblaðsins væntir þess, að þessi ráðstöf- um hljóti góðar undirtektir og að fólk verði sammála um, að þetta sé eðilegri að- ferð til þess að minnast tímamóta í lífi fólks, en af- mælisgreinar, sem skrifaðar eru um fólk á besta aldri. Hins vegar mun Morgun- blaðið eftir sem áður birta afmælisgreinar um sjötugt fólk og eldra, sem hefur lokið starfsamasta hluta ævinnar og safnað lífsreynslu og þekkingu, sem vissulega er frásagnarverð í slíkum greinum og einatt mikilvæg. Breyting þessi verður um næstu mánaðamót. Heimsfriður og verk íslendii — eftir Magnús Torfa Ólafsson Yfirskrift þeirra orða sem ég legg í belg á þessari samkomu er frá þeim komin, sem hana skipu- lögðu á vegum Rauða kross ís- lands, allt annað í máli mínu er á eigin ábyrgð. Hlutverk íslendinga gagnvart heimsfriðinum getur eðli máls samkvæmt ekki verið í því fólgið að þeir með aðgerðum sínum ráði því hvort friður ríkir eða ófriður. Rúmlega tvö hundruð þúsund manna þjóð á hundrað þúsund fer- kílómetra eyju í miðju úthafinu er þannig í sveit sett, að hún hefur fáar ástæður til að eiga í útistöð- um við nágranna sína. Fjarlægð frá öðrum þjóðum, lega á afskekktum stað á hnettin- um, urðu til þess að styrjaldir Evrópu bárust lítt til Islands fvrstu þúsund árin eftir landnám. A því hefur orðið rækileg breyting á þessari öld. í heimsstyrjöldinni síðari var landið hersetið, stöðvar á íslandi komu mjög við sögu í orustunni um Atlantshafið og við siglingar skipalesta milli Bret- lands og Bandaríkjanna og Murm- ansk, einu hafnar í Evrópuhluta Sovétríkjanna sem veitt gat við- töku utanaðkomandi aðdráttum og aðstoð árið um kring. Það tímabil í sögu íslands, sem hófst fyrir alvöru með hernámi Breta 10. maí 1940, stendur enn. Síðustu þrjá áratugi hefur banda- rískt herlið haft aðsetur í landinu, samningsbundið við íslensk stjórnvöld að sjá um varnir og viðbúnað í þágu íslendinga og Norður-Atlantshafsbandalagsins. Hnattstaða íslands veldur hern- aðarþýðingu þess, og hún hefur farið vaxandi með þróun hernað- artækni og vopnabúnaðar síðustu áratugi. Frá stöðvum á íslandi er fylgst með siglingum sovéskra herskipa, sér I lagi kiarnorku- kafbáta, milli Norður-íshafs og Atlantshafs um sundin sem skilja að ísland og Grænland og ísland og Noreg. Ratsjárstöðvar á íslandi og herflugvélar frá Keflavíkur- flugvelli hafa eftirlit með ferðum sovésk'a herflugvéla um mikið flæmi umhverfis landið. Nú nýverið hefur verið vakin at- hygli á enn einni hlið á hernaðar- þýðingu íslands á tímum eftirlits utan úr geimnum með því sem fram fer á jörðu niðri og lang- drægra vopna sem stýra sér sjálf í mark heimsálfa á milli. Fyrir rúmum áratug voru gerðar þyngd- araflsmælingar á landinu fyrir Kortagerðarstofnun Bandaríkja- hers. Nú hefur sama stofnun beðið Orkustofnun að endurtaka mæl- ingarnar og þétta mælinetið. Ástæðan er að ísland er helsta kennileitið á Norður-Atlantshafi fyrir miðunartæki í gervihnöttum og flugskeytum, en braut þeirra ræðst að hluta af þyngdarsviði jarðar. Öll sú starfsemi sem hér hefur verið drepið á fer fram á ábyrgð íslendinga, þótt hermenn annarr- ar þjóðar hafi hana með höndum. Fullvalda ríki ber ábyrgð á hvað aðrir aðhafast í landinu. Engu að síður hefur til skamms tíma lítið farið fyrir að íslendingar öfluðu sér þekkingar og aðstöðu til að fylgjast með því sem fram fer á þessu sviði, þótt þar hafi á allra síðustu árum orðið breyting til batnaðar. Betur má þó ef duga skal, til að við séum svo í stakk búin sem kostur er til að rækja það hlutverk sem lega landsins hefur fengið okkur í hendur. Ábyrgð gagnvart sjálfum okkur Verkefni hermanna er að vera við hinu versta búnir. 1 samræmi við það voru á stríðsárunum út- búnar tilskipanir um herlög á ís- landi, sem komu fyrir almennings sjónir þegar skjalaböggull var opnaður í Þjóðskjalasafni í vik- unni. Aldrei kom til þeirrar árásar- hættu sem ráðagerðin um setn- ingu herlaga miðaðist við, em hætt er við að mörgum kotbónda hefði þótt þröngt fyrir dyrum, ef til þess hefði komið, eins og segir i herlagaboðskapnum, að yfirhers- höfðingi Bandaríkjahers fengi „full og algjör yfirráð ... yfir öll- um mönnum og munum á Islandi". Ríkisstjórn íslands hafði þetta helst til mála að leggja ef illa færi, svo vitnað sé til dreifibréfs þáver- andi forsætisráðherra: „Þess vegna leggur ríkisstjórnin fyrir íslensku þjóðina og alla emb- ættismenn íslenska rikisins að veita yfirherforingja Bandarikja- liðsins alla aðstoð, og að hlýða boðskap þeim, fyrirskipunum og reglum, er hann kann að setja." Meða) þess sem fyrirhugaðar reglur kveða á er útgöngubann um land allt frá klukkan 21 að kvöldi til 7 að morgni að viðlagðri refs- ingu samkvæmt herlögum. Landsmenn höfðu engan við- búnað sjálfir til að bregðast við þeim vanda sem hugsanlega gat að höndum borið með innrásartil- raun eða vopnaviðskiptum í land- inu, og áttu þá allt sitt ráð í hönd- um erlends hers. Ýms önnur viðbrögð hefðu þó komið til greina, jafnvel hjá þjóð sem ekki hefur nema tvo menn á hvern ferkílómetra lands. Ég held að menn ættu að athuga þessi gömlu gögn, sem til allrar ham- ingju urðu aldrei að alvöru, með því hugarfari, að skoða hvern viðbúnað fslendingar geta sjálfir Magnús Torfi Ólafsson flytur ræðu sína á fundi Rauða kross íslands haft til að búa svo um hnúta, að þeir þurfi ekki framar að sæta því á hættutímum að skrifa upp á hvað sem erlendur her telur rétt viðbrögð samkvæmt sínum reglum og starfsháttum. En við berum ekki aðeins ábyrgð gagnvart sjálfum okkur, heldur líka umheiminum. Það sem á Islandi fer fram er á ábyrgð fs- lendinga, jafnt þótt í hlut eigi er- lendur her sem tekið hefur að sér landvarnir samkvæmt samningi. Kjarnavopn og ísland Meðal fastmótaðra atriða í varnarmálastefnu íslenskra ríkis- stjórna um langan aldur er að í landinu skuli ekki geymd kjarna- vopn á friðartímum. Það vakti því að vonum athygli, þegar í ljós kom síðastliðinn vetur, að í landvarna- ráðuneyti Bandaríkjanna höfðu verið útbúin gögn sem gerðu ráð fyrir flutningi á djúpsprengjum með kjarnahleðslu til Islands á til- teknu stigi hættuástands í heim- inum. Sama gilti um fleiri lönd og eyjar, svo sem Kanada, Azoreyjar, Bermuda, Puerto Rico, Diego Garcia á Indlandshafi og Filipps- eyjar. Þótt bandarísk stjórnvöld hafi verið fáorð um málið opinberlega, eins og starfsreglur þeirra mæla Flúðir, Hrunamannahreppi: Góður árangur af bor- un eftir heitu vatni Syóra-Langbolti, 15. maí. BORUN lauk í gær eftir heitu vatni að Flúðum. Árangur var mjög góður og betri en þeir bjartsýnustu höfðu vonað. „Árangurinn er svo góður að það skiptir sköpum um framtíð byggðar bér á Flúðum og í nágrenn- inu, sagði Loftur Þorsteinsson, oddviti Hrunamannahrepps. Upp komu 50 lítrar af 98 gráðu heitu vatni á sekúndu. Holan er 365 metra djúp og kostnaður við hana mun aðeins vera um 1,5 milljónir króna. Starfsmenn Jarðborana rikisins unnu verkið og var borinn Ýmir notaður. Jarðhiti var mikill fyrir á Flúðum, eða um 35 sekúndulítrar, en það magn var að verða fullnýtt. Hinar mörgu garðyrkjustöðvar á Flúðum og nágrenni nota mikið af heitu vatni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.