Morgunblaðið - 16.05.1985, Page 40

Morgunblaðið - 16.05.1985, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 Bjóriim í neðri deild: Samþykktur meö 25:14 atkvæðum Tillaga um þjóðaratkvæði felld, 22:9 Megingrein svokallaðs bjór- frumvarps, sem felur í sér heim- ild til aö brugga eöa flytja til landsins meðalsterkt öl, 4 % til 5% að rúmmáli, var samþykkt í neðri deild Alþingis í gær með 25:14 atkvæðum, að viðhöfðu nafnakalli, en einn þingmaður var fjarverandi. Frumvarpið gengur nú til þriðju umræðu í þingdeildinni og síðan til efri deildar, væntanlega öðru hvoru megin við næstu helgi. Breytingartillaga Kristínar Halldórsdóttur (Kvl.), þess efnis, að 1% (í stað 0,5% í tillögum meiri hluta allsherjarnefndar) af skatttekjum ríkissjóðs vegna Dýralæknir í fisksjúkdómum FJÓRIR þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram frum- varp um að stofnuð verði sér- stök staða dýralæknis í fisk- sjúkdómum. Gert er ráð fyrir að dýralæknirinn hafí starfs- aðstöðu við físksjúkdómadeild tilraunastöðvar Háskóla ís- lands í meinafræði að Keldum. Flutningsmenn frum- varpsins eru Egill Jónsson, Davíð Aðalsteinsson, Helgi Seljan og Salome Þorkels- dóttir. framleiðslu og sölu áfengs bjórs gangi til fræðslu um skaðsemi áfengis almennt var samþykkt með 16:11 atkvæðum Breytingartillaga Karvels Pálmasonar (A), þess efnis, að heimild til bjórsölu komi ekki til framkvæmda fyrr en málið hafi fengið staðfestingu í þjóðarat- kvæðagreiðslu, var felld með 22:9 atkvæðum og níu sátu hjá. Fjórir þingflokkar klofnuðu í afstöðu til megingreinar frum- varpsins, enda málið ekki flokks- pólitískt. Allir viðstaddir þing- menn Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna í þingdeildinnu greiddu henni þó atkvæði. Kvennalistakonur, sem eru tvær í þingdeildinni, skiptu sér hníf- jafnt með og móti bjórnum, Kristín Halldórsdóttir með en Guðrún Agnarsdóttir á móti. Þingflokkar Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæð- UtanríkLsmálanefnd sameinaðs þings hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um stefnu Islend- inga í afvopnunarmálum, svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að brýna nauð- syn beri til að þjóðir heims, ekki síst kjarnorkuveldin, geri með sér samninga um gagnkvæma alhliða afvopnun þar sem framkvæmd verði tryggð með alþjóðlegu eftir- liti. Ennfremur telur Alþingi mikil- vægt að verulegur hluti þess gíf- urlega fjármagns, sem nú rennur til herbúnaðar, verði veittur til þess að hjálpa fátækum ríkjum heims þar sem tugir milljóna manna deyja árlega úr hungri og sjúkdómum. Alþingi fagnar hverju því frum- kvæði sem fram kemur og stuðlað getur að því að rjúfa vítahring vígbúnaðarkapphlaupsins. Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla að allsherjarbanni við til- isflokks klofnuðu eins og Kvenna- listinn — en ekki eins hnífjafnt. Svipuðu máli gegndi með breytingartillögu Karvels Pálma- sonar (A) um þjóðaratkvæði, sem fellt var með 22:9 atkvæðum. Hún fékk fjögur atkvæði þingmanna Alþýðuflokks, en Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokks- ins sat hjá. Að auki fékk hún tvö atkvæði frá Alþýðubandalagi, eitt frá Bandalagi jafnaðar- manna, eitt frá Framsóknar- flokki og eitt frá Sjálfstæðis- flokki. Það var Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, sem greiddi tillögunni at- kvæði úr röðum sjálfstæðis- manna. Hún gerði grein fyrir at- kvæði sínu, efnislega svohljóð- andi: Hér er um umdeilda neyzlu- vöru og ræða. Það er og löng hefð fyrir því hér á landi að viðhafa almenna atkvæðagreiðslu um áfengismál. Ég greiði tillögu um þjóðaratkvæði jáyrði. Samkvæmt frumvarpinu ann- ast ÁTVR dreifingu ölsins, sem selt verður í einnota umbúðum. Lögin öðlast gildi 1. marz 1986, ef efri deild staðfestir þau. Ákvæði laganna skulu endurskoðuð í Ijósi fenginnar reynslu af þeim fyrir árslok 1988. raunum, framleiðslu og uppsetn- ingu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og stöðvun á fram- leiðslu kjarnakleyfra efna í hern- aðarskyni, jafnframt því að hvetja til alþjóðlegra samninga um að árlega verði reglubundið dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu banni og samningum um niður- skurð kjarnorkuvopna verði fram- fylgt á gagnkvæman hátt þannig að málsaðilar uni því og treysti enda verði það gert í samvinnu við alþjóðlega eftirlitsstofnun. Leita verður allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá einkum stórveldanna. Telur Alþingi að Is- lendingar hljóti ætíð og hvarvetna að leggja slíkri viðleitni lið. Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn hvetur það til þess að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorku- vopnalaust svæði í Norður- Útvarpslög í efri deild: Framsókn boðar breytingar- tillögu við auglýsingaþáttinn Frumvarp til rýmri útvarpslaga, sem neöri deild hefur nýsam- þykkt, var vísað til menntamála- nefndar efri deildar í gær, að lok- inni fyrstu umræðu um málið. Bæði Haraldur ólafsson (F), formaður menntamálanefndar þingdeildarinnar, og Jón Krist- jánsson (F) boðuðu breytingar- tillögu frá framsóknarmönnum við þá frumvarpsgrein sem heimilar jafnstöðu útvarps- stöðva til auglýsingatekna, sem þeir töldu rýra stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Jón komst svo að orði, efnislega, í umræð- unni, að hann hefði allan fyrir- vara á um afstöðu til málsins, að boðaðri breytingartillögu felldri, ef til þess kæmi. Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því, sem liður í sam- komulagi til að draga úr vígbúnaði og minnka spennu. Því felur Al- þingi utanríkismálanefnd að kanna í samráði við utanrikisráð- herra hugsanlega þátttöku íslands í frekari umræðu um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum og skili nefndin um það áliti til Alþingis fyrir 15. okt. 1985. Jafnframt ályktar Alþingi að fela öryggismálanefnd, í samráði við utanríkisráðherra, að taka saman skýrslu um þær hugmyndir sem nú eru uppi um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar, einkum þær sem máli skipta fyrir ísland með hliðsjón af legu landsins og aðild þjóðarinnar að alþjóðlegu samstarfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu verði síðan leitað sam- stöðu meðal stjórnmálaflokkanna um frekari sameiginlega stefnu- mörkun í þessum rnálurn." Vandi húsbyggjenda: Stuttar þingfréttir Náttúrufræðisafn á höfuðborgarsvæðinu Hið íslenzka náttúrufræðifélag 100 ára 1989 Náttúrufræðasafn á höfuðborgarsvæðinu Tólf þingmenn úr öllum þing- flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um náttúru- fræðisafn. Tillagan felur í sér áskorun á ríkisstjórnina þess efnis að hraða, í samráði við áhugafólk og Náttúrufræði- stofnun íslands, undirbúningi að byggingu nútímalegs náttúru- fræðisafns á höfuðborgarsvæð- inu. Stefnt verði að því að opna safnið almenningi 1989 á 100 ára afmæli Hins íslenzka náttúru- fræðifélags og náttúrugripa- safns á þess vegum. Fyrsti flutn- ingsmaður er Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl.). A- OG B-hluti rikis- reiknings Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um ríkisbókhald og gerð ríkisreiknings, sem m.a. gerir ráð fyrir því að framvegis verði almannatryggingar og starfsemi endurlána ríkissjóðs talin til A-hluta ríkisreiknings. Samkvæmt frumvarpinu nær: • A-hluti ríkisreiknings yfir fjárreiður ríkissjóðs og ríkis- stofnana, þar með taldar al- mannatryggingar. • B-hluti yfir ríkisfyrirtæki og sjóði í ríkiseign, samkvæmt nán- ari ákvörðun ríkisreiknings- nefndar. Kjarnfóðurgjald Fram hefur verið lagt stjórn- arfumvarp, til samræmis við fjárlög fyrir árið 1985, sem gerir ráð fyrir að kjarnfóðurgjald hækki úr kr. 1,30 í kr. 4,00 á hvert kílógramm. Efling atvinnulífs í Mývatnssveit Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) flytur tillögu til þings- ályktunar um áætlun um upp- byggingu og eflingu atvinnulífs í Mývatnssveit. Tilgangurinn er, eins og segir í tillögugreininni, „að leysa þann vanda sem að óbreyttu mundi skapast ef Kísil- iðjan hf. yrði að hætta rekstri". Sjúkraliðar í gildandi lögum er kveðið á um að sjúkraliðar skuli aðeins starfa undir stjórn og á ábyrgð hjúkrunarfræðings. Nú hafa tveir þingmenn Bandalags jafn- aðarmanna, Kolbrún Jónsdóttir og Stefán Benediktsson, lagt fram frumvarp til breytinga á þessu lagaákvæði, þann veg, að sjúkraliðar geti einnig „starfað undir stjórn læknis eða ljósmóð- „Úrbætur fyrir þinglausniru — sagði Stefán Benediktsson (BJ) Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði í utandagskrár- umræðu í efri deild um vanda hús- byggenda, að lánskjaravísitala og kaupmáttur launa stæðu í járnum, ef gerður væri samanburður tímabilið frá ársbyrjun 1984 til marzloka 1985. Ef teknir væru út úr þrír mán- uðir, nóvember og desember 1984 og janúar 1985, kæmi sveifla, kaup- mætti í óhag. Margumrætt misvægi ætti fyrst og fremst rætur í tímabil- inu frá miðju ári 1982 til ársloka 1983. Þá hefði þegar þurft að bregð- ast við breyttum aðstæðum, en það var ekki gert. Hann minnti á að á þessum tíma hefði Alþýðubandalag- ið bæði haft húsbóndavald í húsnæð- is- og fjármálaráðuneytum. Forsætisráðherra sagði vanda húsbyggenda mikinn, en ríkis- stjórnin hefði brugðizt við honum að hluta til, eftir því sem þröng efnahagsstaða þjóðarbúsins leyfði: með skuldbreytingum, með viðbótarlánum, með húsnæðisráð- gjöf innan húsnæðislánakerfisins og nú með frumvarpi um greiðslu- jöfnun. Fleiri þættir, svo sem skattamál, væru í athugun. Það var Stefán Benediktsson (BJ), sem hóf umræðuna. Hann gat þess að stjórnarandstöðu- flokkar hefðu fundað með „áhuga- mönnum um úrbætur í húsnæð- ismálum" þá um morguninn. Þar hefði komi fram að ríkisstjórnin hefði sagt nei við málaleitan hús- byggenda um lausn á vanda þeirra fyrir þinglausnir nú. Stefán taldi skýringu á neitun stjórnarinnar fyrst og fremst þá, að nota ætti húsnæöismálin sem verzlunarvöru í kjarasamningum á árinu. Stefán sagði að greiðslubyrði húsnæðislána væri að koma mikl- um fjölda ungra húsbyggenda á vonarvöl og vandinn færi vaxandi. Stjórnarandstaðan myndi nýta öll ráð, „ég endurtek öll ráð“, sagði þingmaðurinn, til að knýja fram úrbætur fyrir þinglausnir. Ragnar Arnalds (Abl.), Eiður Guðnason (A) og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) tóku í svipaðan streng og gagnrýndu harðlega meint aðgerðarleysi rík- isstjórnar Steingríms Hermanns- sonar í húsnæðismálum. Tillaga til þingsályktunar: Stefna í afvopnunarmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.