Morgunblaðið - 06.07.1985, Side 5
5
MORGUNBLAÐIP, LAUGARPAGUR 6. JÚLÍ 19ft5
Kjarnfóðurskattur-
inn hækkaður í 130 %
—Endurgreiðslureglur ómótaðar
Kjarnfóðurgjald hækkadi um
meira en helming um mánað-
amótin. Með reglugerð, fyrstu
reglugerðinni sem sett er sam-
kvæmt heimild í nýju lögunum
um framleiðslu, verðlagningu
og sölu á búvörum, lagði land-
búnaðarráðherra á 50% grunn-
gjald (þó að hámarki kr. 4.000 á
hvert tonn) og að auki 80% sér-
stakt fóðurgjald, eða samtals
130%, en í júní var lagður á 60%
kjarnfóðurskattur. Hluti gjaids-
ins verður endurgreiddur til
framleiðenda út á framleiðslu
sem liður í framleiðslustjórnun,
en endurgreiðslureglur hafa
ekki verið mótaðar.
^NNLEN-T
Borgarstjórn:
Tillaga um að
nýliðar merki
bfla sína felld
Bjarni Guðmundsson aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra sagði
í gær að grunngjaldið rynni í rík-
issjóð, væri fjáröflun í ríkissjóð,
og kæmi inn í verðlag landbúnað-
arafurða. Tilgangur þess væri að
verjast óeðlilegum niðurgreiðslum
á fóðri erlendis frá og styrkja
þannig innlendan fóðuriðnað,
bæði framleiðslu á heyi og gras-
kögglum. Sérstaka gjaldið væri
hins vegar lagt á sem liður í fram-
leiðslustjórnun. Yrði hluti þess
endurgreiddur aftur til framleið-
enda út á framleiðslu en ekki
kjarnfóðurkaup, og væri verið að
vinna að reglugerð um endur-
greiðslureglur, en það sem ekki
yrði endurgreitt færi í framleiðni-
sjóð landbúnaðarins, m.a. til að
styrkja nýbúgreinar.
í reglugerðinni er undanþegið
það fóður sem fer til fiskeldis og
loðdýraræktar, manneldis og
einnig er heimild til undanþágu á
gæludýrafóðri.
Morgunbladið/Bjöm Guðmundsson
Sápukúlur upp í loftið
Heiðrún Sjöfn og Sif í Ólafsvík sátu í mestu makindum í grasinu og
sendu sápukúlur upp í ioftið
Borgarsjóður stendur verr
að vígi en gert var
BORGARSJÓÐUR mun að óbreyttu standa 40 til 60 milljón-
um króna verr um næstu áramót, en um þau síðustu. Þetta
kom fram á fundi borgarstjórnar síðastliðið fimmtudags-
kvöld, þegar Davíð Oddsson, borgarstjóri, svaraði fyrirspurn
frá Guðrúnu Jónsdóttur.
Messur Dóm-
kirkjunnar í
kapellu
Háskólans
EINS og komið hefur fram í frétt-
um verður Dómkirkjan lokuð í
sumar vegna viðgerða. Á meðan
verður messað í kapellu Háskól-
ans. Fyrsta messan í kapellu Há-
skólans verður á morgun kl. 11.00.
Sr. Hjalti Guðmundsson messar,
Dómkórinn syngur og Marteinn
H. Friðriksson leikur á orgelið.
Tekið skal fram, að kapella Há-
skólans er á annarri hæð Háskóla
íslands, og er gengið til vinstri.
Lyfta er í húsinu, og geta þeir not-
að hana, sem þess óska.
(Prá Dómkirkjunni)
TILLAGA um að borgarstjórn
hlutist til um að dómsmálaráð-
herra breyti reglum um öku-
próf, þannig að þeir sem taka
próflð verði skyldaðir til að
merkja bfla sína sérstaklega í
eitt ár á eftir, náði ekki fram að
ganga á fundi borgarstjórnar
síðastliðinn flmmtudag.
Flutningsmenn tillögunnar,
Magdalena Schram Kvennafram-
boði og Katrín Fjeldsted, Sjálf-
stæðisflokki, rökstuddu tillöguna
með því að benda á að óreyndir
ökumenn ættu hlutfallslega
oftast aðild að slysum í umferð-
inni. Einnig sýna tölur að ald-
urshópurinn 17 til 18 ára slasast
oftar en aðrir. Aðeins sjö borg-
arfulltrúar greiddu tillögunni at-
kvæði og náði hún ekki fram að
ganga, en hún var flutt i tilefni
umferðarviku, sem verður næsta
haust.
Allt útlit er fyrir að gatna-
gerðargjöld verði um 60 milljón-
um króna lægri, en gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun. Ástæðan
er sú að færri lóðum verður út-
hlutað í ár en reiknað var með.
Þegar hefur verið úthlutað 284
íbúðum af 633. Þá aukast útgjöld
borgarsjóðs um 80 milljónir
króna vegna nýgerðra kjara-
samninga.
Á móti þessu kemur að út-
ráð fyrir
svarstekjur hækka um 40 millj-
ónir króna, frá því sem gert var
ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Að-
stöðugjaldstekjur eru 15 milljón-
um krónum hærri. Einnig er
mismunur milli vaxtagjalda og
-tekna 15 til 20 milljónum krón-
um hagstæðari, en séð var fyrir.
Borgarstjóri sagði að ekki væri
ástæða til að endurskoða fjár-
hagsáætlun vegna þessa, enda
hefði borgarsjóður staðið mjög
vel við síðustu áramót.
VOLKSWAGEN
GOLF
PÝSKUR KOSTAGRIPUR
BILL SEM
HÆFIR ÖLL
Hann heiui sannad kosti sína vid íslenskai adstœdui sem-.
/ kjörírm íjölskyldubíll
/ duglegui atvinnubíll
S vinsœll bílaleigubíll
S skemmtilegui sporíbíll
Verð frá kr. 405.000,-
6 ára lYdvarnarábyrgd
50 ára reynsla
í bílainnflutningi og þjónustu