Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6 JPLÍ 1985 29 Færeyingar á ferð um Austurland Fáskrú«srir«i, 29. júní. FÆREYINGAR, 29 talsins, voru hér á ferð 29. júní. Þeir komu til Austurlands til að líta augum þá staði er þeir höfðu stundað útróðra frá eða komið til á skútum sín- Nieis-Juul Arge, útvarpsstjóri í Fær- eyjum, tekur viðtal. um í heimsstyrjöldinni síðari. Þá var sá atvinnuvegur stundaður hér að fiska í fær- eyskar skútur sem síðan sigldu með aflann til Eng- lands. Nokkrir eldri borgarar og full- trúar sveitarfélaganna hér við fjörðinn tóku á móti Færeyingun- um. Frá Hafnarnesi var farið niður að höfninni og hún skoðuð. Að því búnu var ekið inn með firð- inum, staldrað við í félagsheimil- inu Skrúð og drukkið þar kaffi í boði Búðahrepps. Þaðan var hald- ið í Vattarnes, farið niður að höfn- inni og skoðaðar minjar um veru Færeyinga þar. Þaðan var haldið í Vattarnes, farið niður að höfninni og skoðaðar minjar um veru Fær- eyinga þar. Þaðan höfðu nokkrir í hópnum stundað útróðra um ára- bil. Þar kvöddu heimamenn Fær- eyingana og við það tækifæri sungu þeir þjóðsöngva landanna. Albert Færeyingar voru á ferð á Fáskrúðsfírði 29. júní. Jacquelyn Fugelle Peter-t'hristoph Runge / Jón Þorsteinsson Ævintýraferð Tónlist Jón Ásgeirsson MÖRG ævintýri hefjast með því að sá, sem ekki unir lengur atburða- leysinu heima fyrir, hleypir heim- draganum og heldur á vit þess ókunna. Hann þarf löngum að bera með sér sársauka viðskilnað- arins og því leitar hann oftast aftur heim og sér þá fyrst, hvort heill hafi fylgt honum eða að ferð hans hafi verið tii lítils. Þetta er í raun saga manna er ekki lifðu í sátt við hlut sinn og ætlunarverk það er samferða- fólkið hafði skammtað þeim, né það hvar þeim var vísað til sæt- is. Það er þessi ósátt, sem hvetur menn til átaka við verkefni sem annars hefðu verið óunnin og þar sem þeim var í upphafi ekki helguð ákveðin staða, þurfa þeir að gera betur en allir aðrir. Hvað er það, sem knýr Ingólf Guðbrandsson til starfa sem kórstjóri og það þó hann hafi nóg að gera á öðrum vettvangi. Hljómar kall huldukonunnar enn svo sterkt í huga hans, að liann fær ei rönd við reist. Hvað sem þessu líður, þá er víst að enn fær hann fólk með sér til þess að sitja um stund við fótskör meist- aranna og hlýða á upphafna tónlist þeirra, þegar vanabund- inn hávaðinn hefur gert nær allt samfélagið heyrnarlaust. Það er erindið, sem Ingólfur á við sam- ferðafólk sitt og þar hefur hann svo sannarlega snúið fólki af leið og kennt því að æja um stund í vinjum fegurðarinnar. Pólýfón- kórinn á sér merkilega sögu og nú heldur hann suður til Rómar og syngur m.a. í Sixtínsku kap- ellunni, þar sem eitt stórkostleg- asta tónskáld veraldarinnar, Pi- erluigi da Palestrina, starfaði mikinn hluta ævi sinnar, heim- sækir heilagan Franz frá Assisi, nýtur fegurðar endurreisnarinn- ar í Flórens og lýkur ferðinni í Markúsarkirkjunni í Feneyjum, Íar sem Adrian Willaert færði tölum hollenska tækni sína í gerð tónverka, er svo ríkulega ávaxtaðist í mönnum eins og Andrea og Giovanni Gabrieli, Heinrich Schutz, Monteverdi og óperuhöfundunum Cavalli og Cesti. Sannarlega er þetta ævintýri, sem af slær skærum ljóma. Hljómsveitin okkar, sem þolað hefur alls konar hnútu- kast, fær þarna tækifæri til að sýna sig og með í ferðinni eru einnig úrvals söngvarar. Hópur þessa ævintýris hélt tónleika i Langholtskirkju daginn áður en lagt var upp í ferðina og þrátt fyrir þreytu og spennu, voru tónleikarnir um margt góðir. Kórinn er mjög vel æfður og söng t.d. fyrir Kyrie-þáttinn mjög vel og átti auk þess víða nokkur falleg hljómblik. Kórinn er skipaður mjög góðum röddum og er sópraninn sérstaklega glæsilegur. Það háir nokkuð hve karlaliðið er þunnskipað, einkum tenórarnir, sem var sérstaklega bagalegt í tvískiptu kórunum. Þrátt fyrir þetta misræmi var furðugott jafnvægi á milli radd- Ingólfur Guðbrandsson anna og samhljóman kórsins góð. Hljómsveitin var nokkuð sterk á köflum en í heild góð, enda vel skipuð. Rut Ingólfsdótt- ir, konsertmeistari, átti þarna fallega leikna sóló, svo og Krist- ján Þ. Stephensen og Lárus Sveinsson. Einleikur Ognibene var ágætur en fagottarnir voru of sterkir á móti horninu. Ein- söngvararnir voru allir mjög góðir, en þeir voru Jacquelyn Fugelle, Hilke Helling, Jón Þorsteinsson og Peter Christoph Runge. Að öllum ólöstuðum var Hilke Helling altsöngkona sú sem kom mest á óvart. Við fs- lendingar erum ávallt viðkvæm- ir gagnvart umsögnum erlends fólks og nú er að vita hversu til tekst í Ítalíuferðinni, en að heiman fylgja góðar kveðjur, er við horfum eftir svo lengi sem sýn gefur. Jón Ásgeirsson ..Síðan sér maður bara til... “ Spjallað við unga íslenska listakonu í San Francisco Arngunnur Ýr (til hægri) ásamt öðrum eiganda Billboard og Kristínu MarSu Ingimarsdóttur myndlistarkonu. San Francisco, 25. maí. Arngunnur Ýr Gylfadóttir heit- ir ung kona. Hún er að nema myndlist hér í San Francisco í skóla sem heitir San Francisco Art Institute, en hún var áður nemandi Myndlistar- og handíð- askólans í tvö ár. Hún hefur ekki setið auðum höndum hér í San Francisco, tekið þátt í þremur samsýningum auk stórrar samsýningar, sem stendur enn yfir þegar þetta er ritað, ásamt tuttugu öðrum íslendingum hér á flóasvæðinu. Auk þessa stendur nú yfir fyrsta einkasýning hennar og ekki sakar að nefna það að málverk eftir hana hlaut verð- laun á vorsýningu skólans nú fyrir skömmu. í tilefni þessarar fyrstu einkasýningar hennar var þetta viðtal tekið. Sýningin er haldin á stað sem heitir Kaffihúsið Auglýs- ingaskiltið (Billboard Café). Þetta er matsölustaður mikið sóttur af alls konar listafólki og því hollt fyrir ungt fólk á framabraut að sýna á þessum stað. — Hvernig kom það til að þér var boðið að sýna á þessum stað? „Þetta byrjaði með samsýningu í Martin Weber-galleríinu sem ég tók þátt f ásamt fimm öðrum ein- staklingum, þar af tveimur fslend- ingum, þeim Þormóði Karlssyni og Valtý Þórðarsyni. Þar kom að máli við mig eigandi Billboard Café. Hann keypti eitt málverk og og bauð mér jafnframt að halda sýningu, sem ég þáði. Hann safnar málverkum eftir unga listamenn og hefur ásamt aðstandendum Martin Weber-gallerisins verið mér mjög hjálplegur og komið mér í sambönd út á við. Málið er það að héma í Ameríku er vel- gengni iistamannsins oft fólgin í því að einhverjum efnuðum og áhrifaríkum aðila lítist á það sem maður er að gera og sjái síðan um að koma manni á framfæri. Það er til dæmis erfitt að komast inn á gallerí án hjálpar slikra aðila.“ — Hvað er list? „Ó guð, sagði hún, hvílík spurn- ing! Þkð er ákveðið ..." — Hver ákveður? „Galleríin til dæmis." — Ertu ánægð með þá þróun? „Síður en svo.“ — Hvað er til bóta? „Það er nú það. Ég held að við sem erum ungir listamenn eigum að velta þessu mikið fyrir okkur, framsetningu listarinnar, hve tak- mörkuð hún hefur verið hingað til. Reyna að leysa upp þessa einokun galleríanna til dæmis og einnig hvernig listaverkin eru sýnd. Listamaðurinn á að notfæra sér sköpunargáfuna á sem flestan hátt. Listin myndi ná til miklu fleira fólks en hún gerir, væri hún til dæmis sýnd undir afslappaðri og hversdagslegri kringumstæð- um. Þetta er bara hefð, vani. Hví ekki að fylla matsölustaði og bari, BSÍ, Hlemm, bara hvar sem er, ekki einn og einn skúlptúr, heldur sífelldan straum af nýrri list. Nóg er af þessu. Ég vil sýna verkin mín hér úti annars staðar en bara í galleríum. Ég er til dæmis með nokkur málverk hangandi á bar eins og stendur, fyrir utan þau sem eru á Billboard." — Nú varstu komin ansi langt í tónlistarnámi áður en þú ákvaðst að helga þig máluninni. Hvað kom til að þú lagðir flautuna á hilluna? „Tónlistin á bara ekki við minn karakter. Þótt ég hafi enn mikinn áhuga á að spila þá fannst mér þessi strangi agi og rútína sem námið krafðist heftá mig. Mér fannst ég fara á mis við ýmislegt annað sem mig langaöi einnig ttl að gera í lífinu og því valdi ég myndlistina sem mihn vettvang/ enda er það mun sveigjanlegri. starfsvettvangur." — En hvers vegna valdirðu að. koma hingað til San Francisco en ekki til Evrópu? „Ég hef alltaf verið flakkari i- eðli mínu og aldrei enst lengi ár sama stað. Eftir tvö ár í Mynd og hand fannst mér ég ekki ha£a<* meira að sækja þangað þótt é&á hafi lært mikið á þessum tveimur árum, bæði tæknileg atriði og það sem mikilvægara er, að öðlast sjálfstraust. Af kuldanum og basl- inu heima var ég búin að fá nóg í bili og langaði hreinlega út þang- að sem nóg væri af sól! List- heimurinn í Ameríku var mér til- tölulega ókunnugur og mig lang- aði að verða fyrir nýjum áhrifum. Annars hef ég hugsað mér í fram- tíðinni að fara einnig til Evrópu í skóla." — Nú hefur þú ferðast talsvert um Evrópu. Hver er helsti munur- inn á myndlist hér og þar? „Mér finnst ríkja miklu meiri ringulreið. Þetta er eins og heill dýragarður af mismunandi stefn- um og stílafbrigðum. í stuttu máli sagt, þá leyfist hér allt og finnst mér það gott. í Evrópu hins vegar virðast, menn meira vilja ganga í sæng með einni ákveðinni stefnu eða hugmyndafræði. Þótt hver listamaður hafi sinn stíl þá eru þeirra sérkenni oft innan marka stefnunnar, til dæmis nýja mál- verkið svokallaða. Stefnuleysið hér í Ameríku hefur bæði sína kosti og galla. Menn þurfa að finna sig og sitt í fjöldanum og um leið að finna ákveðna samkennd með öðrum listamönnum. Stór þáttur í þessum glundroða sem hér ríkir er stærð landsins og mis- munandi uppruni fólksins." — Hvernig er með umræðu um myndlist hér? „Ég myndi nú segja að innan skólans sé mun meiri umræða en heima í myndlist. Hér eru menn sífellt að skilgreina alla skapaða hluti þannig að stundum fær mað- ur alveg nóg! En þetta er gott. Maður reynir að skilja betur til- gang manns sjálfs og um leið ann- >rra.“ £ — Ertu með fleiri sýningar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.