Morgunblaðið - 06.07.1985, Side 30
30
MOKGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
Afmæliskveðja:
Guðmundur Guðmunds
son Ólafsfirði 85 ára
Á fimmtudaginn, 4. júlí, varð
Guðmundur Guðmundsson,
Brekkugötu 25, Ólafsfirði, 85 ára.
Guðmundur er fæddur í Ólafsfirði
og hefur alið sinn aldur þar fram
á þennan dag. Ég sem þessar línur
rita hefi þekkt Guðmund næstum
alla hans starfsævi. Með okkur
hefur ríkt einlæg vinátta og þar
við bætist að konur okkar eru
bræðradætur og einlæg vinátta
ríkt með þeim alla tíð. Það skyldi
því engan undra, þótt ég vilji
* minnast hans á þessum merkis-
degi.
Fyrstu tveir áratugir þessarar
aldar voru miklir vakningar- og
umbrotatímar. Skáldin ortu
ódauðleg hvatningarljóð og þjóðin
braut af sér áþján og ófrelsi lið-
inna áratuga. Einmitt á þessum
tíma er Guðmundur að vaxa upp
og þá er Ólafsfjörður lítið þorp, en
þó vaxandi og veit ég að það er
honum eitt mesta gleðiefni að sjá
litla þorpið vaxa upp í stóran og
fallegan bæ og hafa verið þar rík-
ur þátttakandi.
Foreldrar Guðmundar voru
Freydís Guðmundsdóttir og Guð-
mundur Ólafsson, sem var á þeim
tíma einn af helstu athafna-
mönnum í þorpinu. Hann var ann-
ar af tveim fyrstu Ólafsfirðingun-
um, sem fékk sér vél í fiskibátinn
sinn. Ég minnist þess, að Guð-
mundur fór snemma á sjóinn með
föður sínum, sem þá var sjálfur
formaður á sínum vélbát. En 18
ára tekur hann við formennsku á
bát þeirra feðga, sem þá var að-
eins 7 lestir að stærð. Árið 1930
eignast Guðmundur nýjan bát,
sem hét Gullfoss, 12 tonn að
stærð, og þóttu það miklir og góðir
fiskibátar í þá daga. Þessum bát
hélt Guðmundur út frá Ólafsfirði
að sumrinu, en að vetrinum oft frá
Siglufirði, því þar voru hafnar-
skilyrði ágæt.
Já, vinur minn Guðmundur hóf
snemma formennsku eins og áður
er getið og var það hans atvinna
um áratugi að bera ábyrgð á báti
og áhöfn.
Guðmundur er giftur ólöfu
Ingimundardóttur og hefur hún
búið manni sínum stórmyndarlegt
heimili, svo ekki sé meira sagt.
Þau hjónin eiga 2 uppkomna
syni, auk þess hafa þau hjónin alið
upp Olgu Albertsdóttur, bróður-
dóttur Guðmundar, og Guðbrand
Þorvaldsson, bróðurson Ólafar, og
hafa þau hjónin meðhöndlað þau
sem sin eigin börn.
Guðmundur hefur haft mikið
yndi af söng. Haft góða tenórrödd
og sungið með Karlakór Ólafs-
fjarðar um árabil. Hann er glaöur
í góðra vina hópi, en þéttur á velli
og þéttur í lund eins og þar stend-
ur. Lætur engan hlaupa með sig út
í ófærur. En ég leyfi mér að segja
Guðmund stórheiðarlegan mann,
sem alltaf hefur séð um að það
starfslið sem hjá honum hefur
starfað fengi sitt kaup nákvæm-
lega eins og það átti skilið, og
kannski stundum heldur betur. Þú
getur þess vegna, vinur minn, litið
yfir farinn veg með óblandinni
ánægju og því á við bæta, að með-
an þú stjórnaðir útgerðinni bún-
aðist þér vel og ég óska þess að
búskapurinn blómgist áfram þótt
þín njóti ekki lengur við. Jæja,
vinur minn, við hjónin höfum þér
og konu þinni mikið að þakka,
alltaf dvalið hjá ykkur, þegar við
höfum heimsótt fjörðinn.
Við hjónin óskum þér til ham-
ingju með afmælisdaginn og
óskum þess að dagurinn verði þér
bjartur og ánægjulegur og aftan-
skinið leiki hlýtt um öldunginn
þau ár sem ókomin eru.
Vilmundur Rögnvaldsson
smáauglýsingar
smáauglýsingar
smáauglýsingar
smáauglýsingar
%
Gód þjónusta
í London
Viö útvegum hóteiherbergi. rút-
ur, flugmióa til annarra landa og
veitum ýmsa aðra þjónustu i
sambandi viö feróamál.
Iceland Centre Ltd..
London, simi
90-44-1-584-2818,
teiex 268141 g.
Húsbyggjendur
- Verktakar
Variö ykkur á móhellunni notiö
aöeins frostfrítt fyllingarefni i
húsgrunna og götur.
Vörubílastööin Þróttur útvegar
allar geröir af fyllingarefni, sand
og gróöurmold.
Vörubilastööin
Þróttur, s. 25300.
Dyrasímar — Raflagnir
Gestur rafvirkjam., s. 19637.
Bandarískir karlmenn
óska eftir aö skrifast á viö is-
lenskar konur meö vináttu eöa
nánari kynni í huga. Sendiö uppl.
um starf, aldur og áhugamál
ásamt mynd til:
Femina, Box 1021M,
Honokaa, Hawaii
96727, U.S.A.
Fíladelfía
Almenn bænaguöþjónusta kl.
20.30. Bæn, lofgjörö og þakkar-
gjörö
UTIVISTARFEROIR
Útivistarferðir
Sunnudagur 7. júlí
Kl. 08.00 Þórsmörk. Dagsferö.
Fararstjórl: Nanna Kaaber.
Kl. 13.00 Draugahlíöar —
Brennisteinafjöll. Ekið nýja Blá-
fjallaveginn aö Selvogaleióinni.
Ganga aö Draugahliöum og I
Brennisteinsnámurnar ef tími
vinnst til. Verö 400 kr. trítt I.
böm m. fullorðnum.
Mióvikudagur 10-júlí
Kl. 20.00 Stompahellar (Blá-
fjallahellar). Létt ganga og hella-
skoöun. Brottför frá BSi, bensín-
sðtu. Munrö símsvarann: 14006.
Helgarferðir 12. —14. júli
1. Þórsmðrk
2. Veiöivötn — Hreysiö
3. Lakagígar.
Uppl. og farmiöar á skrifst.
Lækjargötu 6a, simar: 14606 og
23732.
Sjáumst.
Útivist.
KROSSINN
ÁLFHÓLSVEGI 32 - KÓPAVOGI
Samkomur á laugardögum kl.
20.30. Samkomur á sunnudög-
um kl. 16.30. Biblíulestur á
þriöjudögum kl. 20.30.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
Dagsferöir Feröafélagsins
sunnudag 7. júlí:
1. Kl.08.00. Dagsferö í Þórs-
mörk. Verö kr. 650.00.
2. Kl. 09.00. Þríhyrningur(Fljóts-
hlíö) Verö kr. 600.00.
3. Kl. 13.00. Genglö meöfram
Hengladalaá (Hellisheiöi)
Verö kr. 350.00.
Heimatrúboð leikmanna,
Hverfisgötu 90
Almenn samkoma á morgun
sunnudag kl. 20.30.
Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Miövikudagur 10. júlí:
1. Kl. 08.00. Þórsmörk — dags-
ferö — sumarleyfisfarþegar.
2. Kl. 20.00. Bláfjöll (kvöldferö)
— fariö meö stólalyftunni.
Brottför frá Umferöarmiöstöö-
inni, austanmegin. Farmiöar viö
M. Fritt fyrir börn í fylgd fullorð-
inna.
Ath: Upplýsingar í símsvara utan
skrifstofutima.
Feröafólag islands.
UTIVISTARFERÐIR
Þórsmörk
Miövikudagur 10. júlf kl. 8.00.
Fyrir sumarleyfisgesti og eins-
dagsferó.
Ferðir i Þórsmörk: Föstudaga kl.
20.00, sunnudaga kl. 8.00, miö-
vikudaga kl. 8.00, til baka kl.
15.00 úr Þórsmörk.
Uppl. og farm. á skrifst. Lækjarg.
6a, símar 14606 og 23732.
Hellaskoöun í Stromphella kl.
20.00 á miövikudagskvöld 10.
júli.
MeísöhMa) á hverjum degi!
raöauglýsingar
raöauglýsingar
raöauglýsingar
->
veiöi
SVFR
Stangveiöifélag
Reykjavíkur
getur enn boöiö nokkur veiöileyfi í Noröurá á
aöalveiöitímanum síðari hluta júlímánaöar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins aö
Háaleitisbraut 68, s. 686050 eöa 83425.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
tilkynningar
Hvíldar- og
hressingarheimilið
Varmalandi Borgarfirði
Fáein herbergi laus 20.—27. júlí og 10,—17.
ágúst. Yoga, huglækningar, hugleiösla, tón-
list, fyrirlestrar, nudd, sund, gönguferöir,
hollt fæði.
Upplýsingar í síma 93-5363 frá kl. 13—15.
Jón Sigurgeirsson.
m
e
Orösending til
viöskiptavina
Bifreiöaverkstæöi okkar veröur lokaö vegna
sumarleyfa frá 15. júlí til 19. ágúst.
Varahlutaverslun veröur opin eins og venju-
lega, eins munum viö sinna uppherslum á
nýjum bílum og veita neyöarþjónustu eins og
hægt veröur.
BiLVANGUR sf
HÖFÐABAKKA 9 5IMI 687300
Hestaþing Sleipnis og
Smára
verður haldiö á Murneyri
dagana 20. og 21. júlí
Keppnisgreinar: Gæðingakeppni A og B
flokkur, unglingakeppni 13—15áraog barna-
flokkur, 150 m skeiö, 250 m skeið, 250 m
stökk, 350 m stökk, 800 m stökk og 300 m
brokk.
Skráning fer fram í símum 99-1900, 99-1775,
99-6078 og 99-6628 og lýkur sunnudaginn 14.
júlí.
Stjórnir félaganna.
Málverk — listmunir
í júlí og ágúst veröur Gallerí Borg opiö virka
daga frá kl. 18.00 en lokað um helgar. Árdegis
veröur opiö eftir samkomulagi viö einstakl-
inga og hópa.
OcÆu'
BOllG
Pósthússtræti 9,
Sími24211.
Þórsmerkurferö
20.-21. júli nk. veröur fariö í Þórsmerkurferö á vegum félaga ungara
sjálfstæöismanna á Stór Reykjavíkursvæöinu.
Lagt veröur af staö frá Valhöll klukkan 11.00 laugardaginn 20. og komiö
heim seinni part sunnudags. Verö 1100 krónur og er þá innifaliö rútu-
feröir, morgunveröur sem inniheldur Cocoa puffs og mjólk og kvöld-
veröur sem samanstendur af grilluöu íslensku lambaketi meö söxuöum
gulrótum og bernaise. Þátttakendur eru vinsamlegast beönir um aö
tilkynna þátttöku I sima 82900.
Allt ungt sjálfstæóisfólk velkomiö.
Helmdallur - samtök ungra sjálfstæóismanna
i Reykjavik,
Slefnir - félag ungra sjáifstæöismanna í Hafn-
arfirói,
Týr - téiag ungra sjáltstæöismanna l' Kópa-
vogi,
Baldur féiag ungra sjáifstæöismanna á Sel-
tjamamesi.