Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19, JÚLÍ 1985 Norðurlandamótið í skák: Jóhann einn efst- ur með fullt hús JÓHANN Hjartarson vann skák sína gegn fínnska stórmeistaranum Westerinen á Norðurlandameistaramótinu í skák sem haldið er í Gjövik í Noregi og er í efsta sæti með fullt hús eða þrjá vinninga, en ranglega var sagt í Morgunblaðinu í gær að hann hefði gert jafntefíi við Finnann Maki í 2. umferð. í skákinni í dag fórnaði Jóhann manni í 16. leik og vann hann aftur 5 leikjum síðar með unna stöðu. Skömmu síðar gafst Westerinen upp. Helgi Ólafsson vann einnig sína skák gegn MSki og er á hælunum á Jóhanni með 2'A vinning. Aðrar skákir fóru þannig að Agdestein vann Öst-Hansen frá Danmörku og Helmers frá Noregi og Wied- enkeller gerðu jafntefli. Skák Yrj- ola Finnlandi og Schiissler fór í bið og hefur Finninn hartnær unna stöðu. Skák Curt Hansen frá Danmörku og Færeyingsins J. C. Hansen fór einnig í bið og virðist Færeyingurinn ætla að ná jafn- tefli. í gær hófst einnig keppni í meistaraflokki og opnum flokki og gekk íslendingunum vel, sem þar taka þátt. í meistaraflokki vann Kröfugerð VMSÍ í bónussamningunum: 30 króna föst greiðsla komi á hverja unna vinnustund VINNUVEITENDUR tóku sér tíma til að skoða kröfugerð Verkamanna- sambands fslands um nýjan bónus- samning fyrir fólk í fískvinnslu, en fyrsti samningafundur aðila var í gær. Meginkrafa VMSÍ er að bónus- álag komi á fastakaupið, sem nemi 30 krónum á greidda vinnustund og þetta komi til allra sem vinna í fisk- vinnslunni. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á miðvikudag- inn í næstu viku. Bolli Bollason Thoroddsen, sem er fyrir samninganefnd VMSÍ, sagði fyrrnefnda kröfu tilkomna meðal annars til að jafna tekju- möguleikana, en þeir séu mjög mismunandi eftír því hvaða starfi viðkomandi gegni. Hann sagði að ekki væri gerð krafa um að bón- usviðmiðunin hækkaði. Hins veg- ar vildi VMSÍ að svonefnt premíu- launakerfi yrði lagt niður, en mik- il óánægja ríkir með það meðal þeirra, sem hafa unnið samkvæmt því. Þá eru gerðar kröfur um bættan aðbúnað starfsfólks í frystihúsunum auk ýmissa smærri krafna um lagfæringar. Áskell Örn Kárason sinn andstæð- ing og Þröstur Árnason vann sænska unglingameistarann Wessman, Jóhannes Ágústson gerði jafntefli, en skák Tómasar Björnssonar fór í bið. í opnum flokki vann Jón Þór Borgþórsson sína skák, sem og Magnús Sigur- jónsson, en Einar óskarsson tap- aði sinni skák. Síbrotamaður í gæsluvarðhald MAÐUR um þrítugt var handtekinn á Bfldudal á þriðjudagskvöld vegna ölvunar og óspekta, en við nánari rannsókn kom í Ijós að hann hafði undir höndum ávísanahefti, sem ný- lega hvarf úr íbúð í Reykjavík. Maðurinn, sem er síbrotamaður, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. júlí næstkomandi vegna rannsóknar þessa máls og fleiri afbrota, sem hann er talinn viðrið- inn. Ekki er ljóst hversu miklar fjárhæðir maðurinn hefur falsað úr hinu stolna hefti né heldur hver þáttur hans er í öðrum þjófnuðum, sem hann er talinn viðriðinn, en unnið er að rannsókn þeirra mála. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við upphaf fyrsta samningafundarins í gær, talið frá vinstri: Hermann Sigurjónsson, Magnús Sigurðsson, Þórarinn Þorvaldsson, Ingi Tryggvason, Jón Helgason, Bjarni Guðmundsson, Sveinbjörn Dagfinnsson, Guð- mundur Sigþórsson og Magnús Sigurðsson. Samningaviðrædur bænda og ríkisstjórnarinnar hafnar í GÆR hófust samningaviðræður Stéttarsambands bænda og ríkisstjórnarinnar um magn mjólkur- og sauðfjárafurða, sem framleiðendum verður ábyrgst fullt verð fyrir á næsta verðlags- ári, í samræmi við hin nýju lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Samningaviðræðurnar hófust með fundi samninganefndar Stéttarsambands bænda með landbúnaðarráðherra og öðrum æðstu embættismönnum land- búnaðarráðuneytisins. Á þessum fyrsta fundi var rætt um vinnu- brögð og formsatriði og undir- búin gagnaöflun fyrir næsta fund, sem verður eftir 10 daga. Samningarnir fara fram eftir stjórnunarkafla hinna nýju laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, en hann kveður á um að landbúnaðarráðherra sé „rétt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur- og sauðfjáraf- urða, sem framleiðendum verður ábyrgst fullt verð fyrir á samn- ingstímanum ... “ Samningarn- ir skulu gerðir fyrir 1. september nk. og gilda í eitt ár frá þeim tíma. Þó er heimilt að semja til lengri tíma í einu og að binda samninga við einstakar búvörur. Ríkisstjórnin á að leggja fram fjármagn til að greiða framleið- endum mismun á fullu verði samkvæmt samningunum og þess verðs, sem fæst fyrir búvör- urnar við sölu á innlendum og erlendum mörkuðum. í samninganefnd Stéttarsam- bandsins eru: Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda; Magnús Sigurðsson á Gilsbakka; Þórarinn Þorvalds- son á Þóroddsstöðum; Hermann Sigurjónsson í Raftholti og Magnús Sigurðsson í Birtinga- holti. Jón Helgason landbúnað- arráðherra sat þennan fyrsta fund og með honum Bjarni Guð- mundsson, aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra, Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, og Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri landbúnaðarráðu- neytisins. „Órökstuddar fullyrðingar, ósannindi og vanþekking“ — segja fulltrúar Neytendasamtakanna um rök landbúnaðarráðherra „VIÐ LÝSUM furðu okkar á því samsafni af órökstuddum fullyrðingum, ósannindum og vanþekkingu sem kemur fram hjá landbúnaðarráðherra í viðtali við hann í Morgunblaðinu í gær,“ sögðu Jónas Bjarnason, formaður landbúnaðarnefndar Neytendasamtakanna, og Sigurður Sigurðsson, formað- ur Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis, í samtali við blaðamann. „í fyrsta lagi fer ráðherrann með Neytendasamtakanna ályktun þar helber ósannindi er hann segir í niðurlagi viðtalsins að erfitt sé að verða við ábendingum Neytenda- samtakanna vegna þess að þau hafi í janúar síðastliðnum mótmælt lækkun á gjöldum á kjarnfóður. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að hinn 15. janúar samþykkti stjórn sem segir meðal annars: „Neyt- endasamtökin mótmæla harðlega nýlegri hækkun á kjarnfóðurgjaldi á svína- og alifuglafóðri.“ Og í niðurlagi ályktunarinnar segir: „Neytendasamtökin ítreka fyrri kröfur sínar um að kjarnfóður- gjaldið verði lagt niður.“ Ráðherr- Helzta vandamál íslendinga: E fnahagsástand- ið — verðbólgan Lág laun og eyðsla um efni fram ; 'S EFNAHAGSÁSTANDIÐ, verð- um efni fram stærsta vandamálið * Skuldasöfnun.5,6 (3,3) bólgan og eyðsla um efni fram eru en 9,7 % nú. helztu vandamál íslendinga sam- „Telur þú að hægt verði að kvæmt niðurstöðum í skoðana- Eftirtalin atriði voru tilgreind 'eYsa „Pe^a vandamál á næstu könnun Hagvangs um síðastliðin sem helztu vandamál íslendinga. árum. Þeirri spurningu svör- mánaðamót. í maíkönnun töldu Tölur í svigum sýna niðurstöður u^u menn sem hér segir: 10,9% efnahagsástandið helzta í maíkönnun: * Að verulegu leyti.36,6% vandamálið en 17,9% nú. í maí- * Að einhverju leyti.31,1% könnun töldu 12,6% verðbólgu * Efnahagsástandið.17,9 (10,9) * Að litlu leyti.....17,0% helzta vandamálið en 14,8% nú. I * Verðbólga....14,8 (12,6) * Að engu leyti......10,6% fyrri könnun töldu 10,6% eyðslu * Eyðsla um efni fram....9,7 (10,6) * Veit ekki...........4,7% ann ákvað svo seinna að endur- greiða af gjaldinu, þannig að úr varð lítilsháttar lækkun. Nú Ieyfir hann sér að túlka þetta þannig að Neytendasamtökin hafi mótmælt lækkuninni og fer þannig vísvitandi með rangt mál. Ráðherrann tönnlast í viðtalinu á niðurgreiðslum á fóðurvörur í lönd- um Evrópubandalagsins. Þetta not- ar ráðherrann til að réttlæta skattlagningu á þessar vörur hér- lendis. Þessi röksemdafærsla er út í hött. Þessar niðurgreiðslur í banda- lagslöndunum eru til komnar til að berjast við heimsmarkaðsverð á þessum vörum, sem er ákveðið af öðrum og miklu sterkari þjóðum og eru því engin rök fyrir skatti á þessar vörur hérlendis. Ráðherrann viðurkennir í orði, að neytendur eigi að hafa frelsi til að velja hverra afurða þeir neyta. En einnig viðurkennir hann að verð- lagning hafi mikil áhrif á val neyt- andans. Hann fylgir hins vegar ekki þessum orðum sínum í verki, því nú hefur hann einhliða breytt verð- hlutföllum verulega og vill þannig greinilega sjálfur stjórna neyslu- venjum fólks með millifærslum fjármuna milli framleiðslugreina. Með þessu gerir hann jafnframt freklega upp á milli búgreina. Að hans mati eru sauðfjár- og kúa- búskapur hinar einu sannfslensku framleiðslugreinar, en búgreinar á borð við alifugla- og svínarækt eru annars flokks greinar, sem ekki er ástæða til að styðja við bakið á, að minnsta kosti ekki meðan illa árar i hinum sem meir eru metnar. Það er ljóst, að ráðherrann er á móti þess- um búgreinum, sem víðast hvar í heiminum leggja fram ódýrustu landbúnaðarafurðirnar. Hér á landi eru þessar vörur hins vegar nú þeg- ar of dýrar og ekki á bætandi með þeirri 20 til 30% hækkun sem nú er fyrirsjáanleg. Ráðherrann er vísvitandi að mis- muna framleiðslugreinum til að hafa áhrif á neysluvenjur borgar- anna. Þetta er ofstjórnun, sem raunar mætti eins kalla óstjórn og ofbeldi. Fram kemur í viðtalinu við ráð- herrann, að hann telur sig hafa fulla heimild til að leggja á svona hátt gjald. Við í Neytendasamtök- unum teljum hins vegar að svona víðtækt framsal á skattlagningar- heimildum frá alþingi til fram- kvæmdavaldsins sé brot á stjórn- arskránni og vitnum í þvi sambandi til fyrirlestra prófessors Jónatans Þórmundssonar í skattarétti,“ sögðu Jónas Bjarnason og Sigurður Sigurðsson. Árásarmaðurinn áfram í gæslu Rannsóknarlögregla ríkisins hefur gert kröfu um að gæsluvarðhald yfír manninum, sem barði 73 ára gamlan nábúa sinn til óbóta aðfaranótt laug- ardagsins 6. júlí síðastliðinn, verði framlcngt til 31. júlí næstkomandi. Er krafan byggð á þvi að máls- atvik eru enn óljós þar sem ekki hefur reynst unnt að yfirheyra gamla manninn, sem fyrir áráainni varð, en hann liggur enn þungt haldinn i sjúkrahúsi. Árásarmaður- inn hefur jafnframt verið látinn sæta geðrannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.