Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1985
Minning:
Sigurbjörg Bjarna-
dóttir frá Alftagróf
Að morgni lO.þ.m. andaðist á St.
Jósefsspítalanum í Hafnarfirði
Sigurbjörg Biarnadóttir fyrrum
húsfreyja í Alftagróf í Mýrdal.
Með henni er kvödd merk gáfu-
kona, sem allir er henni kynntust
minnast með þökk og virðingu.
Sigurbjörg var Vestur-Skaft-
fellingur að ætt og uppruna, fædd
á Norður-Hvoli í Mýrdal 20. mars
1903. Foreldrar hennar voru þau
Elín Jónsdóttir frá Eystri-Sól-
heimum og Bjarni Þorsteinsson
frá Norður-Hvoli. Elín hafði áður
verið gift Kristjáni bróður Bjarna
en missti hann árið 1899 og hélt
áfram búskap á Hvoli. Síðan gift-
ist hún Bjarna 9. maí 1901. Þau
eignuðust tvö börn, Kristján sem
lengi bjó á Norður-Hvoli af mikilli
atorku og Sigurbjörgu, sem hér
um getur.
Ung missti Sigurbjörg móður
sína, því að Elín á Hvoli andaðist
rúmlega fimmtug árið 1907. En
Bjarni maður hennar hélt áfram
búskap með ráðskonum allt til
ársins 1938. Hann andaðist á
Norður-Hvoli 30. janúar 1940.
Sigurbjörg gerði ekki víðreist á
sínum yngri árum frekar en annað
fólk á hennar aldri í sveitum
landsins fyrr á tíð. Fyrir utan al-
menna barnafræðslu naut hún
samt þess að þá var rekinn ungl-
ingaskóli í Vík og dvaldi hún þar
um tíma. Suður til Reykjavíkur
fór hún líka og stundaði fatasaum.
Naut hún þar frænda síns, Þor-
steins kaupmanns Þorsteinssonar,
og konu hans, Helgu Ólafsdóttir
frá Sumarliðabæ. Var með þessum
fjölskyldum mikil vinátta með
frændsemi.
Árið 1930 þ. 30. október steig
Sigurbjörg mikið gæfuspor er hún
giftist sveitunga sínum, Tómasi
Lárussyni Finnssonar í Álftagróf.
Árið eftir tóku þau þar við búi af
foreldrum Tómasar. í Álftagróf
bjuggu þau síðan allan sinn bú-
skap, í meira en hálfan fjórða ára-
tug uns dóttir þeirra og tengda-
sonur tóku við jörðinni.
Álftagróf (með Keldudal) er
ekki neitt stórbýli en þau Björg og
Tómas höfðu þar alltaf gagnsamt
bú og bættu jörðina með ræktun
og byggingum. Þess ber að minn-
ast að lengst af búskapartíð þeirra
var í vist hjá þeim systir Tómasar,
Guðrún Sigurlaug, sem vann
heimilinu alla stund af mikilli
ræktarsemi og trúmennsku.
Alfaraleið liggur ekki um hlað í
Álftagróf. Samt var það jafnan
gestkvæmt alla tíma árs. Átti hús-
freyjan vitanlega sinn þátt í því að
fagna gestum og skemmta þeim
með fróðlegu tali, bæði um liðna
tíð og líðandi stund enda var hún
bæði greind og minnug og við-
ræðugóð.
t
8ÆUNN SIGURÐARDÓTTIR,
Fólkagötu 1,
lést f Landspítalanum 9. júlí.
Jaröarförin hefur fariö fram.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug.
Asdfa Þórhallsdóttir,
Þórhallur Sigurösson,
Friöbjörg Siguröardóttir,
Helga Siguröardóttír,
Kjartan Sigurösson.
t
Móöir okkar og tengdamóðir,
MARGRÉT EINARSDÓTTIR,
Hjallalandi 24,
andaöist í Borgarspítalanum 18. Júli.
Einar Kristjónsson,
Matthias Kristjónsson,
Oddný Kristjónsdóttir,
Siguröur E. Kristjónsson,
Ingileif Eyleifsdóttir,
Hjördís Magnúsdóttir,
Ragnar Bjarnason,
Hólmfríöur Sigmunds.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
EINARBJÖRG BÖÐVARSDÓTTIR,
Marklandi 10,
sem andaöist i Borgarspítalanum þann 12. júlí veröur jarösungin
frá Fossvogskapellu föstudaginn 19. júli kl. 13.30.
Freysteinn Gfslason,
Aöalsteinn Gíslason,
Haraldur Gfslason,
Auöur Ingrún Gfsladóttir,
Skúli Gfsiason,
Hrafnhildur Gfsladóttir,
tengdabörn, barnabörn og barna-
barnabörn.
t
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÁSTA ÁSBJÖRNSDÓTTIR,
Vesturhúsi, Höfnum,
veröur jarösungin frá Kirkjuvogskirkju i Höfnum laugardaginn 20.
júlí kl. 14.00.
Eggert Ólafsson,
Ingi Eggertsson, Ágústa Halla Jónsdóttir,
Ásbjörn Eggertsson, Jenný Karitas Ingadóttir,
Ólafur Eggertsson, Kristjana Björg Gfsladóttir,
Signý Eggertsdóttir, Póll Hilmarsson,
Póll Sólberg Eggertsson, Kristjana M. Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og tengdasonur,
BRAGIRUNÓLFSSON
húsasmíöameistari,
Miöhúsum,
veröur jarösunginn frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 20. júli kl.
14.00.
Ragnhildur Lórusdóttir,
Lilja Bragadóttir, Sigfús Öfjöró,
Lórus Bragason, Elfsabet Coehran,
Bryndfs Bragadóttir, Guöjón Jónsson,
Sarún Bragadóttir, Guðjón Steinarsson,
barnabörn og tengdaforeldrar.
Minning:
Hulda Pétursdóttir
Ytri-Njarðvík
í dag er kvödd hinstu kveðju
mágkona mín, Hulda Pétursdóttir,
Borgarvegi 10, Ytri-Njarðvik, sem
lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 13.
júlí sl.
Hún var í hópi þeirra mörgu
kvenna sem af dugnaði og elju
byggði ásamt manni sínum, Guð-
brandi Magnússyni, gott og mynd-
arlegt heimili þar sem stór fjöl-
skylda og fjöldi kunningja fundu
hlýju og vináttu og sóttu gjarnan
heim.
Hulda var fædd á Hellissandi 8.
júlí 1914, næstelst af 8 börnum
Péturs Magnússonar, sem lést
1936 og konu hans, Ingveldar Sig-
urðardóttur, sem nú dvelur á
sjúkrahúsi í Keflavík 93 ára að
aldri. Eins og títt var um unglinga
í sjávarplásum áður fyrr, fór
Hulda ung að taka þátt í atvinnu-
lífinu, og vann hörðum höndum
fyrir sér á fermingaraldri.
Hulda og Guðbrandur gengu í
hjónaband 1933 og stofnuðu heim-
ili sitt í Ytri-Njarðvík og bjuggu
þar allan sinn búskap. Guðbrand-
ur lést af slysförum 1972, langt
um aldur fram. Hulda hélt samt
heimili þeirra áfram með sama
sniði og til hennar komu gjarnan
börnin og barnabörnin til lengri
eða skemmri dvalar. Börn Guð-
brandar og Huldu eru 3, Lárus
Arnar, bifreiðastjóri, kvæntur
Önnu Árnadóttur, Kristín, húsfrú
í Rhode Island í USA og Rúnar
Oddur, slökkviliðsmaður, kvæntur
Ragnheiði Júlíusdóttur. Barna-
börnin eru 7 og barnabarnabörnin
3.
Það var einstaklega ánægjulegt
að sjá hve mikil umhyggja og
hlýja stafaði frá þeim Huldu og
Brandi til barna og barnabarna
sem í uppvextinum sóttu svo oft
til þeirra og fundu sjáanlega alltaf
hve velkomin þau voru.
Þau hjónin dáðu fegurð í snyrti-
Marinó Kristinn
Jónsson - Kveðjuorð
Mjög erumk tregt
tungu at hræra
(sonatorrek)
Þessi orð Egils Skallagrímsson-
ar voru þau fyrstu er komu upp í
huga mér, er ég settist niður til
þess að skrifa nokkur kveðjuorð til
kærs afa míns, Marinós Kristins
Jónssonar, er lést tæplega áttræð-
ur að aldri, þann 17. júní síðastlið-
inn.
Hann fæddist í Reykjavík þann
22. nóvember 1905, einn af átta
börnum hjónanna Sigurlaugar
Jónsdóttur og Jóns Jónssonar. í
lok árs 1927 kvæntist afi henni
ömmu, Katrínu Kristinu Hall-
grímsdóttur. Hún lifir mann sinn
82 ára að aldri, eftir 57 ára ham-
ingjusamt hjónaband. Börn þeirra
eru tvö, Hallgrímur, kvæntur
Arndísi Sigurbjörnsdóttur, og Sig-
urlaug, barnabörnin sjö og eitt
barnabarnabarn.
í Reykjavík var afi búsettur öll
sín æviár. Sem ungur maður var
hann til sjós og alla tið heillaði
sjórinn. Seint þreyttist hann á að
skoða bátana og hafnarlífið í
Reykjavík. Seinni hluta ævinnar
starfaði afi hjá Reykjavíkurborg.
Kveðja:
Ófeigur Helgason
Reykjaborg
Ófeigur Helgason á Reykjaborg,
Lýtingsstaðahreppi, er látinn.
Hann var fæddur 26. október í
Skagafirði. Hann var bróðir Món-
iku í Merkigili, sem Guðmundur
Hagalín reit um árið 1954: Konan
í dalnum og dæturnar sjö. Magnús
bóndi i Héraðsdal í Skagafirði var
og bróðir ófeigs.
Ófeigur var maður hár vexti og
bauð af sér góðan þokka. Að vísu
eru nú liðin mörg ár frá því við
sáumst síðast. Honum kynntist ég
í Héraðsdal hjá Magnúsi bróður
hans, en þangað kom Ófeigur oft.
Verö ég þeim bræðrum ætíð
þakklátur fyrir hve þeir tóku mér
af miklum hlýhug er ég var við
búskap á jörð föður míns í Litla-
dal á uppvaxtarárum mínum.
Veittu þeir mér margháttaða að-
stoð og góð ráð. Fyrir þetta vil ég
þakka ófeigi og Lýtingum al-
mennt fyrir góð kynni af þeim, og
öðrum Skagfirðingum. Ófeigur
var ljúfmenni sem verður öllum
þeim er honum kynntust minn-
isstæður. Fari hann í friði. Að-
standendum hans sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur.
Sumarliði Steinarr Benediktsson
Þau hjón eignuðust 4 dætur sem
hér skulu taldar í aldursröð: Elín,
gift Ólafi Björnssyni í Vík í Mýr-
dal, Erna, gift Kristni Jóhanns-
syni í Hafnarfirði, Helga, gift
Auðunni Oddssyni í Hafnarfirði
og Sigríður, í Álftagróf, gift Vald-
imar Gíslasyni.
Eftir fráfall Tómasar síðsumars
1983 fluttist Sigurbjörg til Hafn-
arfjarðar. Fór heilsu hennar
hnignandi enda aldurinn orðinn
hár. Dvaldi hún stundum í sjúkra-
húsum en lengst af heima hjá
Ernu dóttur sinni og Kristni
manni hennar þar sem hún naut
nákvæmrar hjúkrunar og mikils
ástríkis.
í dag verður Sigurbjörg frá
Álftagróf lögð til hinstu hvílu við
hlið bónda síns í kirkjugarðinum á
Skeiðflöt. Hvíli þau í friði. Yfir
legstað þeirra mun sumarblærinn
hvísla kveðju og þökk samferða-
manna og afkomenda.
.í skjóli Guðs við geymum ykkar leiði,
unz gengur undir sól að loknu skeiði."
G.Br.
mennsku og gróður utanhúss og
innan, eins og garðurinn þeirra
best bar vitni og öll blómin sem
alltaf virtust brosa við Huldu og
hún við þeim. Nú er sameiginlegu
verksviði þeirra lokið og við kveðj-
um Huldu með söknuði og þökkum
fyrir alla vináttuna og það athvarf
sem við hjónin höfum ætíð fagnað
á heimili Huldu og Brandar. Við
biðjum þeim allrar blessunar á
æðra tilverustigi.
Ólafur Guðmundsson
Var hann kominn á áttræðisaldur
er veikindi gerðu honum ókleift að
halda áfram störfum. Líf hans og
störf einkenndust mjög af dugnaði
hans og samviskusemi.
Afi var hlédrægur maður og
hljóðlátur. Átti þar heyrnardeyfa
hans hlut að máli. En þrátt fyrir
heyrnardeyfuna virti hann lifið
fyrir sér af skarpsýni og lét fátt
fram hjá sér fara.
í rúmlega tíu ár bjuggum við
fjölskylda mín með ömmu og afa á
Drangaveginum og þar af var ég í
sjö ár á hæðinni hjá þeim. Það
voru því ófáar stundirnar, sem við
íbúarnir á efri hæðinni sátum í ró
og næði og röbbuðum saman. Oft
sátum við afi langt fram á nótt við
samræður og sagði hann mér þá
frá æsku sinni og fullorðinsárum.
Við vorum góðir vinir, hann afi og
ég.
Með sárum söknuði kveð ég þig
nú afi minn. Ég þakka þér fyrir
vináttu þína og allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Heiðruð sé minning þín.
Sonardóttir