Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1985
„ Viltu )btzr íem recjkja., e&a- paer
6em ekkl reykja?"
Ast er ...
að njóta
nærverunnar.
TM Reg. U.S. Pat. Oft -all rights reaarved
® 1965 Los Angeles Times Syndicate
magnyl og við æðahnútum
sandpappír númer núll núll
HÖGNI HREKKVlSI
„ HANN EK ALLTAP SVONA þEÖAR
K.OSNIN6AR eRO FRAMUNDAN.
Þessir hringdu . . .
Er ekki ár
æskunnar?
Tvær í vondu skapi hringdu:
Hvernig er þetta með ár æsk-
unnar? Á ekkert að gera fyrir
bðrn og unglinga? Við nennum
ekki endalaust að hanga úti í
sjoppu og japla nammi yfir
spilakössum. Til dæmis er alveg
hægt að bæta þetta grútfúla
sjónvarp okkar og einnig finnst
okkur að það vanti skemmtistaði
þar sem aldurstakmarkið er
u.þ.b. 13 ára. Síðan mætti félags-
lífið í skólunum vera miklu
betra. Kynna ætti menntaskól-
ana miklu betur fyrir krökkum
sem eru í 8. og 9. bekk. Við von-
umst til að einhverjar úrbætur
fáist.
Athyglisleysi
fjölmiðla
Kona úr Garðabæ hringdi:
Ég er hjartanlega sammála
manni sem skrifaði í Velvakanda
þann 16. júlí sl. og nefnir sig
fimleikaunnanda. Það eru ótal
fimleikamót hjá flinkum stúlk-
um, t.d. hjá Stjörnunni, og aldrei
er minnst á það í fjölmiðlum eða
teknar myndir af þeim í blöðin.
Þær eru farnar að verða latar
við að mæta vegna athyglisleysis
blaðanna. Félögin í Kópavogi,
Hafnarfirði og Garðabæ eru
alltaf skilin eftir. Ég er alls ekki
ánægð með þetta. Það þarf nú
einhvern tímann að gera þessum
krakkagreyjum skil. Þau verða
auðvitað glöð yfir að sjá sjálf sig
í blöðum en undanfarið hefur lít-
ið farið fyrir slíkum blaðafrétt-
um.
Er kenndur
akstur í
lausamöl?
Jón að norðan hringdi:
Fyrirspurn til Ökukennarafé-
lags íslands og Bifreiðaeftirlits
ríkisins: Ef unglingur í dag færi
í ökukennslu og síðan í próf,
hvaða tryggingu hefur hann
fyrir því að hann fái nægilega
kennslu í akstri á lausamöl, en
hún hefur verið tíður slysavald-
ur gegnum árin og hefur tekið
ómældan toll landsmanna i
gegnum tíðina.
Eg hef sterkan grun um að
þetta muni ekki vera sem skyldi.
Eftir því sem ég best veit er það
skylda ökukennara að fara með
nemendur sína út í lausamöl og
leyfa þeim að kynnast henni eins
og hún getur verið. Þó svo að
vegakerfið fari sífellt batnandi,
þá er lausamölin enn til og öllum
ber að varast hana. Ég vildi því
fá að vita hvort þessu mikilvæga
skilyrði sé framfylgt í ökukenn-
araskólanum.
Hringur
tapaðist
H.B. hringdi:
Ég varð fyrir því óhappi að-
faranótt sunnudagsins 30. júní
að tapa hring. Hringurinn er
karlmannshringur úr silfri.
Hann lítur út eins og fugl með
útbreidda vængi og í bak fugls-
ins er greiptur ljósblár steinn.
Hringurinn er indónesískur,
keyptur á listiðnaðarsýningu á
ferð erlendis og er hann mér
mjög kær og ómetanlegur þar
sem aldrei verður hægt að kaupa
eins hring aftur.
Ef einhver skyldi hafa fundið
eða séð hringinn, þætti mér
vænt um að sá hinn sami léti
mig vita í síma 20099 eða 74225.
Er boðið háð skilyrðum?
Hrefna Baldvinsdóttir, Kolbeins-
götu 55, Vopnafirði, skrifar:
í Morgunblaðinu miðvikudaginn
10. júlí sl. kom fram í fréttaklausu
á íþróttasíðunni að í tilefni af ári
æskunnar hafi UEF"A boðið tveim-
ur drengjum, 15 og 16 ára, héðan
frá fslandi sem og frá öllum öðr-
um aðildarlöndum sínum að vera
viðstaddir leik Frakklands og
Uruguay í París 21. ágúst nk. Þá
kemur og fram í þessari sömu
klausu að KSÍ hafi tilnefnt tvo
pilta til fararinnar, er annar
þeirra úr KR og hinn úr Þrótti.
Anægð með
Dallas
Guðlaug skrifar:
Kæri Velvakandi:
Ég legg til að kvikmyndin
„Singing in the Rain“ verði sýnd
aftur í sjónvarpinu og síðan við-
víkjandi greininni sem var skrifuð
10. júlí um að Dallas sé hallæris-
legt vil ég segja að ég er ein af
þeim, sem á ekki myndband og er
mjög ánægð með að Dallas er
byriað aftur.
Nú langar mig að fá svar við
nokkrum spurningum, sem ég
vona að einhver forráðamanna
KSÍ sjái sér fært að svara. Hve-
nær barst KSÍ þetta boð? Var
þetta boð háð einhverjum skilyrð-
um öðrum en þeim að drengirnir
væru 15 og 16 ára gamlir? Var ef
til vill mælt með því að tilnefndir
væru viðloðandi drengjalandslið-
ið?
Væri ekki eðlilegt og sanngjarnt
að að slíkri tilnefningu væri þann-
ig staðið að öll aðildarféiögin inn-
an KSl mæltu með einum pilti úr
sínu félagi, nöfn þeirra heppnu
væru síðan dregin út — úr tveim
höttum, annar hatturinn væri með
nöfnum hinna útvöldu úr liðum á
Reykjavíkursvæðinu, hinn með
nöfnum pilta frá liðum úti á
landsbyggðinni?
Ég vil að lokum taka það fram
að það eru vinnubrögð KSÍ sem ég
er að velta fyrir mér, það hvort
þessir tveir piltar sem tilnefndir
voru verði landi og þjóð til sóma á
erlendri grund efa ég ekki.
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaöeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisfóng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.