Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
43
Hvað á Marxisminn
lengi að lifa?
Húsmóðir skrifar:
Jæja, þá glymja nú ekki lengur í
eyrunum á manni áskoranir um að
skrifa undir friðarhreyfingu ís-
lenskra kvenna. Ég hafði ekki geð
í mér til þess að skrifa undir nema
húsmæður í Rússlandi og öðrum
kommúnistaríkjum gætu skrifað
undir svona plagg líka. Þær vilja
örugglega líka frið eins og allt
mannkyn. Þetta plagg minnir
mann á Stokkhólms-ávarpið
fræga, sem pantað var af því að
Rússar áttu þá ekki kjarnorku-
vopn. Núna eiga þeir nóg af þeim
og harðneita að eyðileggja þau og
því er kominn tími til að biðja um
friðarhreyfingar til þess að auð-
velda framgang marxismans.
Það var svo sem auðvitað að
þetta ávarp væri kennt við höfuð-
borg Svíþjóðar. Lýðræðisríkjun-
um var hlutleysi Svíþjóðar nauð-
synlegt meðan á stríðinu stóð og
verið var að frelsa Evrópu undan
nasismanum, en hvernig hefur
hlutleysi Svíþjóðar verið gagnvart
útþenslustefnu heimskommún-
ismans, sem er eins hættuiegur
lýðræðinu?
Ég man ekki hvað Svíar gerðu í
Kóreustyrjöldinni, en Danir sendu
spítalaskip, en enginn gleymir
hlutieysi Svíþjóðar í Víetnam-
stríðinu. Þá var þjóðin látin ganga
sig upp að hnjám fyrir Víet-Cong
og Ho-Che-Minh kallaður frændi,
og hver varð svo árangurinn?
Flóttamennirnir, sem urðu meira
að segja að hrekjast norður undir
heimsskautsbaug, verkamennirnir
verða að þræla í Síberíu og Rússar
hirða 60% af kaupi þeirra upp í
skuldina fyrir öll vopnin, að mað-
ur tali nú ekki um þá sem drukkn-
uðu og svo fólkið í flóttamanna-
búðunum frá nágrannaríkjunum.
Það blessar ábyggilega ekki hlut-
leysisstefnu Svía. Núna ausa þeir
fé í sandinistana í Nicaragua til
þess að auðvelda þeim að setja
kúgunarhnappeldu marxismans á
þjóðina og styrkja hryðjuverka-
mennina í nágrannarikjunum.
Brýnasta undirskriftasöfnun í
heiminum í dag er að krefjast
fullra mannréttinda til allra og
það á að byrja á menningarþjóð-
um Evrópu því að þetta fólk hafði
þau áður en marxisminn tók þau
af því vegna þess að þar sem
marxisminn ræður, þar finnst
ekkert trúfrelsi, ferðafrelsi og
verkfallsréttur. Ut yfir tekur þeg-
ar frá manni er tekið það sem
maður hefur haft og talið sjálf-
sagðan hlut.
Hvað á marxisminn að lifa
lengi?
Borgarstjóri
hefur ár
til að kippa
málunum í lag
Leifur Sveinsson skrifar:
Ágæti Velvakandi. Þann 27. júní
sl. reit ég þér grein sem nefnd var:
„Að gera hreint fyrir sínum dyr-
um“. Skömmu síðar svaraði Pétur
Hannesson, forsvarsmaður
Hreinsunardeildar Reykjavíkur-
borgar, í Velvakanda og taidi
borgina ekki hafa nægan vinnu-
kraft til þess að sinna því verkefni
að hreinsa gangstéttir og illgresi á
mörkum lóða og gangstétta.
Til eru tvær leiðir til að bæta úr
þessu vandamáli: a) að skylda hús-
eigendur til þess að sinna þessu, b)
að auka fjárveitingar frá borginni
til þessa verkefnis. Við óbreytt
ástand verður ekki unað.
Allur bærinn er ein samfelld
breiða af fíflum, njólum, punt-
stráum og hundasúrum, til
skammar fyrir borgarfulltrúa en
athlægis fyrir útlendinga sem hér
eiga leið um.
Davíð Oddsson var kosinn borg-
arstjóri í Reykjavík, en ekki í
Fíflholtum. Hann hefur tæpt ár til
þess að kippa málum þessum í lag.
Að gera hreint fyrir sínum dyrum
n gangitéttar og
r lUkur ávallt batur,
vanni^ gcrt hrcint
bandslautt milli þnaara þnggja
rmha-tta'’
ftg hefi oft ritað hreinaunar-
deild borgarinnar I sambandi við
bilhræ, sem cru I hundniða ef ekki
þúsundatali I borginni, Ul mikilla
lýta fyrir borgina en til tkammar
fyrir eigendurna. Það gildir um
a tkki allir I fót-
u sviói, Ld. er vió
nilli Hmtaréttar
tllt þakió fiflum á
áttar og grind-
'llgresi rió trðpp-
in Hmtarétt Að
i a skómm, þvi það
I nu alvOruriki að
kringum mðata
I Bendi ég garð-
I amálastjóra og
1 einsunardeildar
I á að kippa
.1 dargotuna og i
[1 •ttu þeir einnig
hrgt að gera þrennt rið þá Selje
K gefa þá eáe fWyjja þeias.
Rg skora á borgarbúa, að hafa
ávallt aamband rið hreinaonar-
deildina ef þeir verða varir við
bilhrat, það á ekki að hringja i
Iðgregluna eins og margir halda.
Það er ekki hennar vorkarið að
fjarlmgja bflhras.
Að lokum ðaka ág avare frá for-
svaramðnnum Reykjarikurborgar.
Hver á að hreinaa illgreaið og hver
á að aópa gangatéttirnar*
Hreinsunarskylda
á gangstéttum __
w ssrssr-w
eftirfarandi á fraaafmt vet á að vera. bakka
hmn- frá hóseignum j^^ftingutn gatt *
ACME-FATASKÁPAR
sem milliveggur
Oft þarf að skipta stórum herbergjum í tvö
minni barnaherbergi og til að spara pláss
er hentugast að gera það með fataskáp,
sem leysir um leið fataskápavandamál
beggja herbergjanna.
ACME kerfið býðurupp á fjölbreyttar lausn-
ir á fyrirkomulagi fataskápa.
Hafðu samband við okkur og fáðu tillögur
að fataskáp sniðnum eftir þínum þörfum.
Grensásvegi 8 (áöur Axminster)
sími 84448
Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands:
Náttúruskoðunar- og
söguferð um Bessa-
staðahrepp
NVSV fer náttúruskoðunar- og
söguferð um Bessastaðahrepp
laugardaginn 20. júlí. Farið verður
frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá
Náttúrugripasafninu Hverfisgötu
116 (gegnt Lögreglustöðinni) kl.
13.45, frá Náttúrufræðistofu
Kópavogs kl. 14.00 og Álftanes-
skóla kl. 14.45. Fargjald verður
200 kr. en 100 kr. frá Álftanessk-
óla. Frítt fyrir börn í fylgd full-
orðinna. Allir velkomnir hvort
sem þeir eru félagsmenn eða ekki.
Leiðsögumenn verða Jens Tómas-
son jarðfræðingur, Guðrún Jóns-
dóttir líffræðingur, Anna Ólafs-
dóttir Björnsson sagnfræðingur
og Ólafur E. Stefánsson ráðunaut-
ur sem fræðir okkur um stað-
hætti.
Ekin verður hringleið um Álfta-
nes og sögð saga nokkurra býla á
nesinu sem mörg hver eru mjög
sögurík og sú saga að byrja að
falla í gleymsku. Á leiðinni sjást
ummerki sjávarágangs, en barátt-
an við sjóinn er stór þáttur í sögu
Álftaness. Gengið verður frá
Breiðabólstöðum áieiðis til Bessa-
staða, ieið sem fram tii 1955 var
að hluta til í sjó og áð í Skansin-
um. Síðan verður Bessastaða-
kirkja skoðuð og að lokum farið á
Garðaholt og í Hliðsnes.
Jarðfræði Áltaness er forvitni-
leg. Við það er kennt ákveðið skeið
í jarðsögu ísiands, Álftanesskeið-
ið, en jökulgarður frá þeim tima
liggur þvert yfir nesið. Fjailað
verður um þetta, berggrunn svæð-
isins og sjávarstöðubreytingar.
Jarðhita er að finna í fjörunni út
af Hliði og kemur hver upp um
stórstraumsfjöru.
Lífríki Álftaness er fjölbreyti-
legt. Þar má t.d. sjá strandplöntur
við og í sjó. Marhálmurinn, sem
mikið var af til 1930 en var nær
útrýmt af sveppasjúkdómi, er
byrjaður að koma aftur enda er
Álftanesið einn af fáum stöðum
sem margæsin heimsækir vor og
haust en marhálmurinn er uppá-
haldsfæða hennar. Vatnaplöntur
er að finna á svæðinu, blómlendi
og jafnvel heiðagróður með lág-
plöntuflóru. Smádýralífið er
sjálfsagt fjölskrúðugt. Fuglalíf er
óvenju margbreytilegt svona inni í
byggð. Þessu verður reynt að gera
skil í ferðinni.
Álftnesingum er vandi á hönd-
um að varðveita sínar mörgu nátt-
úru- og mannvistarminjar um leið
og framhaldið er eðliiegri upp-
byggingu. Þetta verður vart gert
nema með því að allir aðilar sem
þetta varðar ræði málin til lausn-
ar áður en framkvæmdir hefjast.
Tekið hefur verið tillit til þessara
sjónarmiða í nýju skipulagi sem
nú er verið að leggja fram og sent
verður inn á hvert heimili í
hreppnum. Allar ábendingar verð-
ur svo fjallað um og síðan af-
greiddar rökstuddar frá skipu-
lagsnefnd. Svona starfshættir eru
til fyrirmyndar og ætti að hafa við
allar meiriháttar framkvæmdir.
Með þessari 15. ferð í ferðaröð-
inni „Umhverfið okkar" förum við
í síðasta sveitarfélagið á félags-
svæðinu.
Við viljum þakka öllum þeim
sem aðstoðað hafa okkur við fram-
kvæmd þessara ferða um Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og þá sér-
staklega jarðfræðingunum, líf-
fræðingunum og sögu- og örnefna-
fróðu fólki, en allir þessir aðilar
hafa lagt á sig oft og tíðum mikla
fyrirhöfn við að aðstoða okkur við
undirbúning ferðanna og með leið-
sögn í þeim. Þá viljum við þakka
sveitarstjórnunum fyrir vinsam-
legar undirtektir og að lokum vilj-
um við þakka þeim fjölmörgu sem
þátt tóku í ferðunum, við vonum
að þeir komi fróðleiknum áfram
til þeirra sem ekki höfðu tækifæri
til að koma með. (*>* nvsv)
Fjöruferð á Álftanes
NVSV fer fjörunytjaferð laug-
ardaginn 20. apríl. Skoðaðar verða
fjörur á Álftanesi. Farið verður
frá Norræna húsinu kl. 11.00, frá
Náttúrugripasafninu, Hverfisgötu
116 (gegnt Lögreglustöðinni), kl.
11.15, frá Náttúrufræðistofu
Kópavogs, Digranesvegi 12, kl.
11.30 og Álftanesskóla kl. 11.45.
Til baka verður komið að skólan-
um kl. 14.15. Fargjald verður kr.
200 en 100 kr. frá Álftanesskóla.
Frítt fyrir börn í fylgd fullorð-
inna. Allir eru velkomnir hvort
sem þeir eru félagsmenn eða ekki.
Leiðbeinendur verða þau Hrefna
Sigurjónsdóttir líffræðingur og
Vilhjálmur Þorsteinsson fiski-
fræðingur en þau eru bæði í stjórn
NVSV.
Farið verður í fjöru við Garða,
ef til vill sjáum við Garðatjörn
rísa úr sæ og á öðrum stað mar-
hálm, háplöntu sem býr við furðu-
leg skiiyrði og heyrði til
fjörunytjaplanta hér áður fyrr.
Ekki er reiknað með að nýta þær
lífverur sem finnast þarna, heldur
að fræðast um þær, læra að
þekkja nokkrar þeirra og fá upp-
lýsingar um hvernig hægt er að
matreiða þær. Þátttakendum í
þessari ferð er heimil ókeypis
þátttaka í náttúruskoðunar- og
söguferðinni sem hefst við Álfta-
nesskólann kl. 14.15 um daginn.
(NVSV)
midas
Frá Álftanesi