Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
■ ... i i ■ .........................■■■■■
Við beislun fallvatna íslands duga engin smátæki. Caterpillar jarðýta í Frá virkjunarsvæði Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnársvæðinu.
Kvíslaveitu, áfanga 4.
ing að vera íslendingur og eiga
hlutdeild í því afli sem þarna
verður til.
Tengivirki Hrauneyjafoss-
virkjunar er frábrugðið öðrum að
því leyti að það er innandyra og
mun minna umleikis en við hinar
virkjanirnar. í stað þess að láta
andrúmsloftið einangra há-
spennuleiðslurnar er notað gas og
því unnt að færa leiðslur og rofa
nær hvert öðru. Þetta gerir allt
viðhald auðveldara og tengivirkið
aðgengilegra og öruggara.
Vatnsfellsvirkjun bráðlega
tilbúin til útboðs
Frá Hrauneyjafossvirkjun er
ekið framhjá Hrauneyjalóni sem
geymir 33 gígalítra af vatni.
Sigölduvirkjun fær aftur á móti
afl sitt úr Krókslóni sem er 142
gígalítrar að stærð. Milli Króks-
lóns og Þórisvatns er áformuð
virkjun, Vatnsfellsvirkjun, 100
mw og verður hún byggð við eitt
berghaftið á veituleiðinni í Þóris-
vatn. Eftir stækkun Þórisvatns
verður hæsta vatnsborð þess 581
m yfir sjávarmáli en rekstrar-
vatnsborð Sigölduvirkjunar er 4%
m yfir sjávarmáli. Vatnsfells-
virkjun mun nýta mestan hluta
fallsins milli þessara miðlana.
Rannsóknir vegna Vatnsfells-
virkjunar hafa staðið yfir síðan
1982 og er þeim nú að mestu lokið
fyrir útboð. Gert er ráð fyrir að
nota það vatn sem þarna fer um
til að grafa fyrir frárennslisskurði
virkjunarinnar, líkt og við stækk-
un Búrfells.
Vatnsmiðlun er lykillinn
að orkuvinnslunni
Vatnsmiðlunarframkvæmdir
þær sem gerðar hafa verið og unn-
ið er að ofan Þórisvatns eru ekki
ómerkari en framkvæmdirnar við
stöðvarhúsin sjálf. Veituskurðir
og stíflugarðar taka við hver af
öðrum frá Grjótakvísl inn að
fjórða og næst síðasta áfanga
Kvíslaveitu þar sem unnið er við
að grafa svonefndan Hreysisskurð
milli Hreysislóns og Eyvindar-
lóns. Milli Eyvindarlóns og
Kvíslavatns er Eyvindarskurður
og úr Kvíslavatni er Svartár-
skurður í Dratthalavatns og úr þvf
rennur vatnið um Stóraversskurð
í Stóraverskvísl og Illugaverskvísl
í Þórisvatn.
í fimmta áfanga verður vatni
veitt úr Þjórsárlóni um Þjórsár-
skurð í Hreysislón ásamt því að
byggðar verða tvær stíflur til að
veita vatninu rétta leið, en þeim
framkvæmdum hefur verið frest-
að um sinn. Nú flækjast kvíslarn-
ar ekki lengur um hálendið heldur
er þeim veitt að einum ósi.
Inn við Hofsjökul í um 650
metra hæð yfir sjávarmáli, eru
uppsprettur auðlindarinnar sem á
eftir að skila komandi kynslóðum
miklum arði.
„í þessum efnum verður að
hugsa í áratugum,“ sagði Helgi
Bjarnason verkfræðingur, þegar
talið barst að því að unnið væri að
fleiri virkjunum en þeim sem ein-
mitt er verið að byggja þetta árið.
Fyrir liggur ákveðin virkjana-
áætlun sem miðar að því að nýta
þá vatnsorku sem fyrir er á sem
hagkvæmastan hátt og láta þau
mannvirki sem reisa hafa verið
skila meiri arði. Þó ekki sé verið
að byggja stöðvarhús á Þjórsár-
svæðinu er stöðugt verið að virkja
þá orku sem í svæðinu býr, en
Kvíslaveita mun auka orkuvinnslu
svæðisins um 700 gígavattstundir.
Til samanburðar má geta þess að
orkuvinnslugeta Blönduvirkjunar
er áætluð 750 gígavattstundir.
Virkjanir og náttúruvernd
geta vel farið saman
Inni i Kvíslaveitum blasir við
Arnarfell hið mikla þar sem það
stingur kollinum upp úr Hofsjökli.
Gróðurræmur liggja með kvíslun-
um, sem hríslast undan jöklinum
og lita landið fallegum og reyndar
kærkomnum grænum lit. Lífríkið
er harla fáskrúðugt þarna í auðn-
inni nema hvað koma má auga á
stöku fugl og þá helst gæsir sem
fljúga lágflug milli gróðurvinja.
Framkvæmdirnar við Kvísla-
veitur eru m.a. gerðar til að
vernda Þjórsárverin og eru glöggt
dæmi um hvernig virkjanir og
náttúruvernd geta farið saman.
Rannsóknir eru gerðar á því hvaða
afleiðingar breytt rennsli vatnsins
kann að hafa á lífríkið þarna á
hálendinu.
Hagkvæmar virkjanir
undirstaða auðsins
Þegar talið berst að virkjunum
koma erlendar skuldir upp í hug-
ann og fjargviðrið í kringum þær.
ólíku er þó saman að jafna skuld-
um vegna óhófsneyslu eða skamm-
tímaskuldum vegna virkjana þar
sem ákveðin verðmætasköpun
liggur að baki.
A leiðinni til byggða meðfram
Þjórsá, orkulífæð landsins, og með
staðreyndir Þjórsársvæðisins í
huga gerðist sú hugsun áleitin að
ekki væri nú verra ef hugviti
lærðra manna væri beitt í þá átt
að nýta þessa miklu orku af Þjórs-
ársvæðinu til uppbyggingar orku-
freks iðnaðar á hinu hafnlitla
Suðurlandi.
En hvernig sem á dæmið er litið
og hver sem eru sjónarmið manna
á einstökum landssvæðum þá er
það orkusala til langs tíma og
hagkvæmar virkjanir sem eru
undirstaða þess að skapa megi
þann auð sem sóst er eftir úr
vatnsorkunni.
Verkefnin eru næg þar sem
ósnortin eru 87% auðlindarinnar,
virkjanlegrar vatnsorku í landinu.
Sig. Jóns.
v
Murneyrarmótið
um helgina
Sj«n-Ungholti, 17. júlí.
Hestamannaféíögin Sleipnir og
Smári í Árnessýslu halda nú um
næstu helgi, 20.—21. júlí, sína ár-
legu stórhátíð sem er mikið hesta-
þing. Það er á hinni grösugu Murn-
eyri á bökkum Þjórsár sem hesta-
menn í þessum félögum gerðu einn
besta skeiðvöll landsins fyrir 17 ár-
um.
Þessi hestaþing eru jafnan mjög
fjölmenn og fólk kemur viða ríð-
andi að úr sunnlenskum byggðum
meira að segja frá Vestmannaeyj-
um. Margskonar keppnir fara
fram frá morgni laugardags til
sunnudagskvölds og má þá oft sjá
margan frískan fákinn fara fal-
lega. Svo verður vafalaust nú því
mikil þátttaka er í mótinu og
munu flest kunnustu hlaupahross
landsins etja með sér keppni. Á
laugardagskvöldið verður efnt til
kvöldvöku með gríni og glensi
enda tjalda jafnan margir á
Murneyrinni þegar hestamótin
eru haldin. Sig. Sigm.