Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
3L
AP/Simamynd
Leiðtogar Afríkuríkja hittast
Leiðtogi Eþíópíu, Haile Mariam Mengistu, faðmar forseta Kgyptalands,
Hosni Mubarak, að sér við komu Mubaraks til Eþíópíu, en leiðtogarnir
tveir sitja ráðstefnu Einingarsamtaka Afríkuríkja, sem bófst í Addis
Ababa í dag.
Færeyjar:
Of greiður aðgangur
að erlendu fjármagni
Mrehöfn, 18. júli. Frá fréUarilara Margunblaðsins, Jngvan Arge.
LANDSTJÓRNIN í Færeyjum hefur
enn ekki tekið ákvörðun um hve
strangri aðhaldsstefnu í efnahags-
málum skuli fylgt. Landstjórnin átti
hins vegar í dag fund með helztu
ráðamönnum færeyskra banka og
var það fyrsta skrefið til að reyna að
takmarka þau miklu, erlendu lán,
sem færeysk einkafyrirtæki eiga að-
gang að í gegnum banka og danskar
lánastofnanir.
Jongerd Purkhus, sem sæti á í
landstjórninni, heldur því fram,
að möguleikar stjórnarinnar til að
hafa hemil á þessum þætti efna-
hagslífsins séu í reynd engir. Til
þess ráði landstjórnin ekki yfir
þeim úrræðum, sem þarf í efna-
hags- og peningamálum.
Haft er eftir Atla D.am, lög-
manni, að landstjórninni sé ókleift
að framkvæma ýmsar nauðsynleg-
ar ráðstafanir, á meðan Lands-
banki Færeyja hafi ekki tekið til
starfa, en búið er að samþykkja
stofnun hans. Atli Dam heldur því
fram, að vextir séu of háir í Fær-
eyjum, sem leiði til þess, að bank-
ar þar hafi allt of mikinn hag af
því að lána peninga út til fólks,
sem noti þá til einkaneyzlu.
En samtímis eigi atvinnufyrir-
tækin aðgang að mjög ríflegum
lánamöguleikum í gegnum dansk-
ar lánastofnanirnar, síðan þær
tóku til starfa í Færeyjum.
Portúgal:
Reynt að endurlífga
Lýðræðisbandalagið
Tölvusvik í Bandaríkjunum:
Unglingar komust inn í
tölvuskrá varnarmálaráðs
New Jereey, 18. júlí. AP.
YFIRVÖLD í Bandaríkjunum sögðu
í dag, að sjö unglingar, sem notuðu
tölvur sínar til að stela varningi og
svindla á símafélagi, hafi ekki kom-
ist yfir hernaðarleyndarmál í tölvu-
kerfi varnarmálaráðsins eins og
óttast hafði verið.
„Þetta er hópur krakka sem eiga
tölvur og eru þar að auki þjófar,"
sagði Frank Grrves, saksóknari í
New Jersey. Hann sagði að ungl-
ingarnir hefðu komist inn i síma-
skrá varnarmálaráðsins og notað
samskiptagervihnetti á ólöglegan
hátt. Þannig gátu þau hringt til
annarra ríkja og landa án þess að
greiða fyrir símtölin. Graves sagði
að hann hefði hringt í eitt síma-
númeranna í tölvuskrá ungling-
anna og hefði náð sambandi við
hershöfðingja einn, en símanúmer
hans er óskrásett.
í tölvuskrá unglinganna fundust
upplýsingar um fölsuð kredit-
kortanúmer, uppskrift að bréfa-
sprengju og upplýsingar um
hvernig hægt væri að svindla á
símafélaginu. Þau komust hins
vegar ekki yfir viðkvæmar upplýs-
ingar sem geymdar eru í tölvu-
kerfi varnarmálaráðsins.
Krakkarnir notuðu fölsuðu
kreditkortanúmerin m.a. til að
Kosningar
ákveðnar
í Belgíu
Brussel, 18. júlí. AP.
WILFRIED Martens, forsætisráð-
herra, ávarpaði belgíska þingið í dag
í fyrsta sinn frá því Baldvin konung-
ur fói honum að sitja áfram, og boð-
aði til kosninga 13. október næst-
komandi.
Efnt er til kosninga fyrr en ella
vegna stjórnarkreppu í kjölfar af-
sagnar Jean Gol aðstoðarfo'rsæt-
isráðherra og fimm annarra ráð-
herra á mánudag er Charles-
Ferdinand Nothomb innanríkis-
ráðherra neitaði að segja af sér
vegna harmleiksins á Heysel-velli
i vor.
Martens gekk á fund konungs og
baðst lausnar fyrir stjórnina, en
konungur féllst ekki á beiðnina.
Lagði Martens fram dagskrá
þingsins, sem aðeins mun taka af-
stöðu til tveggja mála, skattamála
og frumvarps um eflingu atvinnu-
lífs.
kaupa bílaviðtæki, hátalara, og
radarskynjara. Að sögn George
Green, rannsóknarlögreglumanns,
gætu unglingarnir auk þess hafa
notað tölvukunnáttu sína til að
komast yfir varning fyrir þúsund-
ir dollara. Unglingarnir hafa verið
ákærðir fyrir að fara inn í tölvu-
kerfi annarra án þess að hafa til
þess réttindi.
Lissabon, 18. júlí. AP.
Sósíaldemókratar og Miðdemókratar
ingabandalag fyrir þingkosningarnar í
trúa flokkanna.
Flokkarnir reyna að endurreisa
„Lýðræðisbandalagið", bandalag
sömu flokka, er var við völd í
Portúgal 1980 til 1983.
Anibal Cavaco Silva, leiðtogi
Sósíaldemókrata, setur þrjú skil-
yrði fyrir endurreisn Lýðræðis-
bandalagsins, að samkomulag ná-
ist um stjómarstefnu í anda síns
flokks, að sósíaldemókratar fái
forsætisráðherra vinni bandalagið
meirihluta, og að borinn verði upp
einn listi bandalagsins við kosn-
ingarnar, skipaður mönnum úr
báðum flokkum.
Talsmaður Miðdemókrata, Ant-
onio Gomes de Pinho, segir flokk
sinn ekki geta fallizt á skilyrðin en
freista þess að mynda með sér kosn-
október næstkomandi, að sögn full-
Miðdemókratar vilji reyna til
þrautar að mynda kosningabanda-
lag.
Flokkarnir reyna að mynda með
sér kosningabandalag í framhaldi
af stjórnarslitum í Portúgal vegna
ágreinings stjórnarflokkanna,
Jafnaðarflokksins og Sósíaldemó-
krata, um stefnu í efnahagsmál-
um. Antonio Ramalho Eanes, for-
seti, leysti upp þing 14. júlí og boð-
aði til kosninga í haust.
Jafnaðarflokkurinn var stærsti
stjórnmálaflokkurinn í Portúgal
með 101 þingmann. Sósíaldemó-
kratar höfðu 75 þingmenn og Mið-
demókratar 30. Kommúnista-
flokkurinn hafði 44 þingmenn.
Harðorð gagnrýni Rússa
á mannréttindaráðstefnu
Útlagar frá Eystrasaltsríkjunum nefndir þjófar, ofbeldismenn og eiturlyfjaneytendur
Fréttastofan TASS, sem túlkar
sjónarmið Sovétstjórnarinnar, birti
fyrr í vikunni óvenju harðorða
gagnrýni á ráðstefnu um mannrétt-
indi, sem haldin verður í Kaup-
mannahöfn dagana 25. til 26. júlí
nk., og svonefnda „friðar- og frels-
issiglingu“, sem fyrirhuguð er um
Eystrasalt nokkrum dögum síðar.
APN, áróðursstofa sovéska
sendiráðsins í Reykjavík, sendi í
gær frá sér þýðingu á umræddu
„fréttaskeyti" TASS. Þar segir
orðrétt: „Heyrst hefur frá er-
lendum fréttastofum að vissir
aðilar innan NATO-ríkjanna
hafi hafist handa um alvarlegar
og hættulegar ögrunaraðgerðir í
Eystrasaltssvæðinu. Þessum
ögrunum er greinilega beint
gegn alþjóðlegu æskulýðshátíð-
inni í Moskvu og hátíðafundin-
um í Helsinki, þar sem koma
saman fulltrúar sem þátt tóku í
ráðstefnunni um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu. Mergurinn máls-
ins er hinn svokallaði „Eystra-
saltsdómstóll" í Kaupmanna-
höfn, og „Friðar- og frelsissigl-
ingin", sem undirbúin er undir
yfirumsjón CIA og USIA, og hef-
ur það markmið að innbyrða
[svo] andsovésk samtök."
Samkvæmt fréttum í Berl-
ingske Tidende og Politiken i
vikunni eru það einkum útlagar
og pól itískir flóttamenn frá
Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi,
Lettlandi og Litháen, búsettir í
Bandaríkjunum og Svíþjóð, sem
skipulagt hafa fyrrnefnda ráð-
stefnu og siglingu, og að auki
útifund í Helsinki 28. júlí. Vilja
þeir vekja athygli umheimsins á
mannréttindabrotum í Sovét-
ríkjunum og kúgun, sem þjóðir
og þjóðabrot sæta þar. Mótmæli
þessi eru höfð í frammi í tilefni
þess að áratugur er liðinn frá því
að Sovétstjórnin undirritaði
Helsinki-sáttmálann, sem skuld-
batt hana til að virða mann-
réttindi þegna sinna, og samtím-
is því að haldið er í Moskvu svo-
nefnt „Heimsmót æskunnar",
sem í orði kveðnu er æskulýðs-
hátíð, en í reynd áróðurssýning
Sovétstjórnarinnar.
Orðbragðið á „frétt“ TASS
vekur sérstaka athygli, og eru
menn þó ýmsu vanir úr þeirri
átt. Eftir að fullyrt hefur verið
að ráðstefnunni í Kaupmanna-
höfn muni ekki takast „að sanna
hið ósannanlega" (að mannrétt-
indi séu fótum troðin í Sovétríkj-
unum) fá nokkrir þeirra útlaga,
sem bera munu vitni þar, svo-
hljóðandi umsögn (þýðingin er
gerð af APN): „Þessi „háttvirti
dómstóll” á að hlusta á straum
af vitnisburði „vitna“, sem eru
reiðubúin til að sverja við biblí-
una fyrir nokkra Júdasarpen-
inga, að svart sé hvítt. í þessum
hópi eru: Vladas Sekalis, gamall
innbrotsþjófur, Aarne Vahtra,
alkóhólisti og ofbeldismaður,
Briunas Vianslovas, eiturlyfja-
neytandi. Aðrir sérfræðingar og
önnur vitni verða varla mikið
frábrugðin þessum svikurum og
liðhlaupum, sem ávallt eru
reiðubúnir til að bera vitni um
„nauðsynlega hluti“.“
Þá víkur TASS að siglingu
sænska skipsins „Baltic Star“
(Eystrasaltstjarnan) um Eystra-
salt dagana sem „Heimsmót
æskunnar" verður haldið í
Moskvu. Kallar TASS skipið
„sjóræningjaskip" og segir:
„Skipið mun ... sigla fram og
aftur úti fyrir landhelgi Sovét-
ríkjanna. Meðan skipið er á þess-
ari siglingu ... er áætlað að
senda mikið magn af andsovésk-
um pappírum upp að ströndinni
á Eystrasaltslýðveldunum, og í
þessu skyni hafa verið útbúnir
ósökkvanlegir dunkar og loft-
belgir. Bunkar af niðurrifsbækl-
ingum hafa nú þegar komið frá
höfuðstöðvum CIA til heima-
hafnar“ skipsins. Ennfremur
segir að fjölmiðlum í Vestur-
Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og
öðrum vestrænum ríkjum hafi
verið „mútað ... til þátttöku í
ögrunaraðgerðinni".
„Það lítur út fyrir að upphafs-
mennirnir að þessari óheillasýn-
ingu hafi orðið innblásnir af
lofræðum Hvíta hússins yfir
slátrurunum í bandaríska her-
flotanum, sem er veitt umboð til
að leika listir sínar jafnvel við
hlið Paradísar, hvað þá á götum
skandinavískra höfuðborga,"
segir orðrétt í „frétt" TASS.
Merking þessarar málsgreinar
liggur ekki í augum uppi.
Loks segir TASS að það sé
„álit stjórnmálaskýrenda að
þessi ögrunaraðgerð ... sé til-
raun afturhaldsaflanna og
NATO til að skapa aukna spennu
í heiminum. Það er álitið að þeir
séu að reyna að stöðva við upp-
haf sitt þær jákvæðu breytingar
í átt til eðiilegra samskipta, sem
sjást byrjunarmerki um í sam-
búð Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna, þar á meðal fundi leiðtoga
ríkjanna í nóvember nk.“