Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 48
TIL MGUGRA NOTA
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR.
Lækkun gengis Bandaríkjadollara:
Óhagstæð áhrif á
útflutningstekjur
LyEKKUN á gt-ngi Bandaríkjadollara
að undanfórnu hefur óhagstæð áhrif
á útflutningstekjur íslendinga. Doll-
ari hefur fallið um 10% það sem af er
þessu ári og ekki er séð enn fyrir
endann á verðfalli hans eða hver
þróunin verður á næstunni. Um það
eru skiptar skoðanir.
„Fyrstu áhrifin af lækkun á
gengi dollara eru okkur í óhag, ein-
faldlega vegna þess hve mikið af
íslenskum útflutningi fer á Banda-
ríkjamarkað," sagði Jón Sigurðs-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
er verðlækkun dollar var borin
undir hann. Hann sagðist ekki hafa
tölulegar upplýsingar um hve mikil
þessi áhrif væru að svo stöddu.
Ætla mætti hins vegar að einhver
verðhækkun á útflutningsvörum
okkar fylgdi í kjölfarið, en það
myndi ekki gerast strax. Auk þess
yrðu markaðir í Evrópu og Japan
eftirsóknarverðari eftir því sem
myntir þeirra landa yrðu sterkari
og myndi það væntanlega með tím-
anum valda einhverjum flutningi
viðskipta þangað.
Jón sagði að það hefði verið sam-
dóma álit manna að dollarinn hlyti
að lækka, en upp á síðkastið hefði
það gerst talsvert örar en flestir
hefðu búist við. Þá væru mjög
skiptar skoðanir um hvort þessi
þróun héldi áfram.
Jón sagði að lækkun dollara-
gengis ylli erfiðleikum fyrir fisk-
iðnað okkar og útflutning á sjávar-
afurðum. Gengi dollars ganvart ís-
lensku krónunni hefði lítið sem
ekkert breytst frá því um áramót.
Á sama tíma hefðu laun og inn-
lendur kostnaður I sjávarútvegi
hækkað um 10—15%. Það hlyti því
að vera erfitt að mæta þessum
kostnaðarhækkunum, því verð á
Bandaríkjamarkaði hefði lítið
hækkað eða um tæplega 2% á
þessu ári.
Morgunbladid/Júlíus
Hvernig komumst við upp?
Hópur fatlaðra er hér staddur fyrir utan húsnæði
Ráðningarstofu Reykjavíkur í Borgartúni 1. Þar er
starfrækt sérstök öryrkjadeild, sem sér um at-
vinnumiðlun fyrir fatlaða. Það fatlaða fólk sem
nota vill sér þjónustu hennar á þó ekki greiða leið
þangað, því við innganginn er snarbrattur stigi
með tíu tröppum, sem er fólki í hjólastólum óyf-
irstíganleg hindrun.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, vakti í gær athygli á
þessu og fleiri vandamálum fatlaðra.
Sjá nánar frétt á bls. 4.
Sparifé landsmanna jókst
um 11 % umfram verðbólgu
Innlán hafa tvöfaldast miðað við útlán sem af er þessu ári
HEILDARINNSTÆÐAN í innlánsstofnunum jókst um 11%
umfram verðbólgu á tímabilinu frá því í maí 1984 til maí 1985
eða um upphæð sem nemur 2,4 milljörðum króna. Ef einungis
er litið tii fyrstu sex mánuða þessa árs, þá hafa innlán
tvöfaldast í hlutfalli við útlánin og það þrátt fyrir að útlán
hafi aukist.
Heildarinnstæða í innláns-
stofnunum í maí 1984, nam 21,9
milljörðum króna, en í maí 1985
31,5 milljörðum króna. Hækkun-
in á þessu 12 mánaða tímabili
með áætluðum vöxtum nemur
43,7%. Á sama tímabili hækkaði
lánskjaravísitalan um 29,3%.
Þessar upplýsingar fengust hjá
Sveini Sigurðssyni, viðskipta-
fræðingi hjá hagfræðideild
Seðlabanka íslands. Ef sparifjár-
innstæða landsmanna er miðuð
við þjóðarframleiðslu og tekin
sem hlutfall af henni, þá var hún
í maí 1984 31,8% af þjóðarfram-
leiðslu þess árs, en samsvarandi
tala fyrir árið 1985 er 35,6% og
er þá miðað við áætlaða þjóðar-
framleiðslu í ár. Hefði hlutfall
sparnaðar af þjóðarframleiðslu
verið hið sama í ár og á síðasta
ári hefði innstæðan í innláns-
stofnunum verið 3,4 milljörðum
króna minni.
„Það er ekki nokkur vafi á því
að meginskýringin á aukningu
innlána eru innlánskjörin,“ sagði
Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðar-
bankastjóri { Seðlabankanum.
Hann kvað ávöxtun sparifjár
mjög góða nú. Þessi þróun inn-
lána hefði verið stöðug utan
stutts tíma um áramótin er verð-
bólgan tók kipp upp á við. Auk
innlánskjaranna og vaxtafrelsins
kvað Bjarni einnig aukið út-
streymi úr ríkissjóði og erlendar
lántökur hafa áhrif til aukningar
innlána.
„Að okkar mati stefnir hlutfall
innlána hratt í það að vera um
40% af þjóðartekjum, eins og það
var á síðari hluta viðreisnartím-
ans. Síðan er það spurning hvort
það heldur áfram að stefna upp á
við og verður 50—60%, eins og
hjá þeim þjóðum sem einkum
hafa stuðst við bankakerfi, eða
hvort fólk kemur til með að
leggja peninga sína að einhverju
marki í verð- og hlutabréf," sagði
Bjarni Bragi ennfremur.
Hlutfall innlána af þjóðar-
framleiðslu var í lágmarki á
verðbólguárunum á síðasta ára-
tug, þegar innlánin komust niður
Í21—22% af þjóðarframleiðslu.
Ekki áður útlit
fyrir jafn góða
kornuppskeru
„ÞAÐ hefur aldrei litið eins vel
út með kornið og nú í þau 20 ár
sem ég ef staðið í þessari rækt-
un,“ sagði Eggert Ólafsson,
bóndi á Þorvaldseyri undir Eyja-
fjöllum, þegar hann var spurður
hvernig liti út með kornupp-
skeru í haust. Eggert sáði í haust
norsku afbrigði af maríbyggi í
hluta akra sinna og þroskast það
hálfum mánuði fyrr en það bygg
Siglufjörður:
Bandaríkjamenn
kaupa rækju af
rússnesku skipi
Si«h.nr6i, 18. Júlí
RÚSSNESKT rekjuveiðiskip kom f
dag inn til Siglufjarðnr með 500 tonn
af rækju, oem vinna á fjrir banda-
rtska aðila í verksmiðju Sigló-síldar.
Skipið er 650 rúmlestir og á að
landa hér 200 lestum af rækju. Áð-
ur hafa slík viðskipti farið fram og
líkaði hinum bandariska kaupanda
varan svo vel að nú eiga þessi við-
skipti sér aftur stað.
Kaupin gerast þannig að brezk-
ur aðili hefur milligöngu um kaup-
in. Hann kaupir rækjuna af Rúss-
um og endurselur bandaríska
kaupandanum farminn, sem lætur
vinna hann hjá Sigló-síld.
— Fréttaritari.
sem hingað til hefur verið notað
hér á landi. Ef það verður niður-
staðan telur Eggert, að hægt
verði að rækta korn á tryggan
hátt um allt Kuðtirland.
Eggert sagði að kornið væri
miklu þéttara og vaxtarlegra í
sumar en áður, en ekki vissi hann
ástæðurnar. Sagði þó, að veður
hefði verið nokkuð hagstætt fyrir
kornræktun í sumar, auk þess
sem hann hefði kalkað akrana
bæði núna og í fyrra og taldi að
kölkunin gæti hafa ráðið úrslit-
um. Eggert ræktar korn í 7 hekt-
urum lands, en sagði of snemmt
að spá í hvað uppskeran yrði mik-
il, því alltaf gæti eitthvað komið
uppá síðsumars og í haust, en það
er ekki fyrr en í lok september,
sem farið er að þreskja kornið.
Eggert lætur blanda kornið
saman við grasköggla í gras-
kögglaverksmiðjunni á Hvolsvelli
og notar það allt í því formi í
skepnufóður á búi sínu, en hann
rekur stórt kúabú á Þorvaldseyri.
Hann sagðist hafa verið með svín
um tíma og gefið þeim korn og
loðnu og hefði það gefið mjög
góða raun. „Ég held að þeir ættu
að hugsa sig um svínabændur,
hætta að væla út af kjarnfóður-
skattinum og rækta sjálfir kornið
í svínin," sagði Eggert.