Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Perth 23. júli Bakkafoss 5. ágúst Laxfoss 7. ágúst City of Perth 20. ágúst Laxfoss 3. sept. NEW YORK City of Perth 22. júli Laxfoss 5. ágúst Bakkafoss 7. ágúst City of Perth 19. ágúst Laxfoss 2. sept. HALIFAX Bakkafoss 9. ágúst BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 21. júli Álafoss 28. júlí Eyrarfoss 4. ágúst Álafoss 11. ágúst FELIXSTOWE Eyrarfoss 22. júlí Alafoss 29. júli Eyrarfoss 5. ágúst Álafoss 12. ágúst ANTWERPEN Eyrarfoss 23. júli Álafoss 30. júlí Eyrarfoss 6. ágúst Álafoss 13. ágúst ROTTERDAM Eyrarfoss 24. júlí Álafoss 31. júlí Eyrarfoss 7. ágúst Álafoss 14. ágúst HAMBORG Eyrarfoss 25. júlí Álafoss 1. ágúst Eyrarfoss 8. ágúst Álafoss 15. ágúst GARSTON Fjallfoss 15. júlí Fjallfoss 29. júli PINETAR Skeiösfoss 25. júlí NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Reykjafoss 20. júli Skógafoss 27. júlí Reykjafoss 3. ágúst Skógafoss 10. ágúst KRISTIANSAND Reykjafoss 22. júlí Skógafoss 29. júlí Reykjafoss 5. ágúst Skógafoss 12. ágúst MOSS Skógafoss 30. júlí Skógatoss 13. ágúst HORSENS Reykjafoss 26. júlí Reykjafoss 9. ágúst GAUTABORG Reykjafoss 24. júli Skógafoss 31. júli Reykjafoss 7. ágúst Skógafoss 14. ágúst KAUPMANNAHÖFN Reykjafoss 25. júlí Skógafoss 1. ágúst Reykjafoss 8. ágúst Skógafoss 15. ágúst HELSINGBORG Reykjafoss 26. júli Skógafoss 2. ágúst Reykjafoss 9. ágúst Skógafoss 16. ágúst HELSINKI Lagarfoss 25. júlí GDYNIA Lagarfoss 31. júli ÞÓRSHÖFN Skógafoss 27. júli Skógafoss 10. ágúst RIGA Lagarfoss 30. júlí SKOGN Lagarfoss 3. ágúst UMEÁ Lagarfoss 22. júli Aætlun ínnanlands. Vikulega: Reykjavík, ísa- fjöröur, Akureyri. Hálfsmánaöarlega: Húsa- vik, Siglufjöröur, Sauöár- krókur, Patreksfjöröur og Reyðarfjöröur. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sími: 27100 „Refsingar fálkaþjófa á íslandi eru eins og heimboð um að koma aftur“ — segir breski fálkavinurinn Stanley Útlendingar haldnir óslökkvandi áhuga á íslenska fálkanum hafa fæstir verid sérstakir aufúsugestir á íslandi að undanförnu. Þó gengur ekki eitt yfir alla í þeim efnum frekar en öórum. Blaðamaður átti á dögunum tal við erlendan mann, sem ferðast hefur um landið með sérstöku leyfi mcnntamálaráðuneytisins, í þeim tilgangi að komast sem næst þessum eftirsótta fugli. Stanley Cerely heitir hann, roskinn maður frá Englandi, fuglaskoðari af lífi og sál. Af öll- um tegundunum sem fljúga um himinhvolfið er íslenski fálkinn honum kærastur og tilefni ís- landsfararinnar nú var að láta rætast þrjátíu og þriggja ára gamlan draum um að endurnýja kynnin við þennan uppáhaldsfugl. „Ég kom fyrst til íslands árið 1952 og ferðaðist þá á hestum um ísafjarðardjúp ásamt Guðmundi Lúðvíkssyni á ísafirði. Áhugann á fuglum hef ég haft frá barnæsku en til íslands kom ég með það sér- staklega fyrir augum að líta með eigin augum, og ljósmynda ef hægt væri, íslenska fálkann," seg- ir Stanley Cerely. „Þennan ótrú- lega glæsilega fugl, sem aðeins konungar máttu láta fljuga á mið- öldum og þykir ennþá besti fálki í heimi. Ég fann þrjú fálkahreiður í þessari ferð, komst að þeim öllum og tók myndir af fálkaungum á mismunandi aldursstigum og for- eldrum þeirra. Þetta var mér svo mikil lífsreynsla að fálkinn varð mér einhvers konar tákn frelsis og fegurðar sem ég gat aldrei gleymt. Cerely Stanley Cerely Æ síðan hefur mig dreymt um að endurtaka þessa ferð og fá aftur að sjá fálkann svífa um loftin blá hér í heimkynnum sínum, undir norrænum himni, en ekki sem að- keyptan fanga einhvers sjálfum- glaðs arabahöfðingja í steikjandi eyðimerkursól," segir Cerely. En þegar heim kom 1952, skrifaði hann bók um reynslu sína „The Gyr Falcon Adventure", (CoIIins). Einnig hefur hann unnið að gerð fuglaþátta fyrir breska sjónvarp- ið, BBC, en að atvinnu er Cerely bankamaður, hefur starfað við Bank of England áratugum sam- an. „Mig langaði alltaf til að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti endurtekið þessa lífsreynslu og þar kom að ég ákvað að gera það. Ég fékk leyfi menntamálaráðu- neytisins til fararinnar, þeir vissu að ég kann að umgangast fugla. FRÉTTAPISTILL FRÁ WINNIPEG/ Margrét Björgvinsdóttir Aldarafmæli kirkjunnar á Garðar í Norður-Dakóta Sunnudaginn 23. júní héldu ís- lendingar í Garðar í Norður- Dakóta upp á aldarafmæli kirkju sinnar. Var þar saman kominn fjöldi manns og sumir langt að komnir. Einn af bændum byggð- arinnar, Magnús Ólafsson, flutti yfirlit um sögu kirkjunnar. Sókn- arpresturinn, séra Bragi Skúla- son, þjónaði fyrir altari og flutti prcdikun, en séra Hjalti Guð- mundsson, dómkirkjuprestur í Keykjavík, flutti kveðju frá bisk- upi íslands og íslensku þjóðkirkj- unni. Að messu lokinni var gestum öllum boðið til veislu að heimili Magnúsar ólafssonar og svign- uðu þar borð undir réttum. Þótt messugerð færi fram á ensku skipti margur um tungu- mál þegar komið var heim í garð til Magnúsar. í einu horn- inu mátti heyra íslenskar um- ræður um veðurfar og kart- öflurækt. „Hefurðu nokkurn tíma komið til íslands?" spurði einhver gestgjafann Magnús. „Nei, en ég á það eftir," var svarið. Aldraður bóndi, Jósep Hall, leyfði nokkrum að heyra vísur eftir Káinn. Kona Jóseps ólst upp að kalla undir hand- arjaðri skáldsins og á enn ým- islegt úr fórum þess. Segir það sína sögu að varla koma Dak- óta-íslendingar svo saman enn þann dag í dag að ekki heyrist a.m.k. ein ljóðlína eftir Káinn. Svo samgróinn varð hann lítilli landnemabyggð. Varla ánetj- aðist hann kirkjunni, en engu að síður er hann svo hugstæður kirkjunnar mönnum, að á því herrans ári 1985 gleður kveð- skapur hans kirkjugesti að Garðar að messu lokinni. Hann orti um kirkjuþing og prestana í byggðinni. Sá kveðskapur var kímilegur en án hvassra örva. Þingfulltrúar námu ljóðin og prestarnir voru vinir skáldsins. Norðanvert við Garðar var heimili Stephans G. Stephans- sonar. Hann er sagður hafa gefið byggðinni nafn Garðars Séra Hjalti Guömundsson, dómkirkjuprestur, ásamt nokkrum kirkjugesta á hundrað ára afmæli kirkjunnar á Garðar. íslenska kirkjan á Garðar í Norður-Dakóta. Svavarssonar. í sama nágrenni ólust upp þeir Vilhjálmur Stef- ánsson og Hjörtur Þórðarson, sem báðir öfluðu sér mikillar frægðar. Fleiri nöfn mætti nefna en þau verða að bíða. íslensku kirkjurnar í Norð- ur-Dakóta eru nú fjórar tals- ins. Syðst er kirkjan að Garðar, þá kirkjan að Eyford, sem er aðeins snertuspöl suður frá kirkjunni á Mountain, sem er elsta guðshús íslendinga í Norður-Ameríku. Nyrst er kirkjan að Hallson. Þannig hefur sóknarprestur byggðar- innar löngum þurft að flytja fjórar messur á hverjum sunnudegi. Löngum þjónuðu íslenskir prestar vestur-íslensku söfnuð- unum í Norður-Dakóta. Má geta þess að í þeim íslenska hópi eru þeir séra Ólafur Skúlason vígslubiskup og séra Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur. Nú hefur séra Bragi Skúlason gegnt störfum síðastliðin tvö ár og unnið með- al annars að því að sameina söfnuðina. íslendingar á þess- um slóðum vilja að prestur þeirra sé fullfær í hinu gamla máli byggðarinnar. mb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.