Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 Stiginn ógurlegi framundan: Er þetta ekki vonlaust? Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi: En eins og sjá má er allt annað en auðvelt fyrir mann í hjólastól að fara upp snarbrattan stiga með tíu tröppum. Það hafðist að lokum. Þegar inn var komið ræddi hópur- inn við Ástu Schram, starfs- mann Öryrkjadeildarinnar, um vandamál fatlaðra á vinnumarkaðnum og leiðir til úrbóta og nokkrir létu skrá sig hjá atvinnumiðluninni. Atvinnumiðlim fatlaðra í Reykjavík: Tíu tröppur við útidyrnar, en hvorki skábraut né lyfta Á RÁÐNINGARSTOFU Reykjavíkur er starfandi sérstök öryrkjadeild sem sér um atvinnumiðlun fyrir öryrkja í borginni. bangað eiga fatlaðir þó ekki greiða leið, því til að komst inn í skrifstofuna þarf að fara upp brattan stiga sem er tíu tröppur. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, bauð blaðamönnum í gær að fylgjast með ferð nokkurra fatl- aðra frá Sjálfsbjargarhúsinu að ráðningarstofunni við Borgartún 1. Þó leið þessi sé ekki löng, reyndist hún mörgum hinna fötluðu torsótt, því á henni eru margar hindranir á borð við gangstéttarkanta, sem eru fólki í hjólastólum veruleg hindrun. Það var þó fyrst er kom að dyr- um ráðningarstofunnar að veru- lega syrti í álinn, því þar blasti við stiginn með tröppunum tíu sem virtist óyfirstíganleg hindr- un. Þeir vöskustu í hópnum gáf- ust þó ekki upp við svo búið og tókst að lokum að komast inn á skrifstofuna með hjálp aðstoðar- fólks og blaðamanna. Á skrifstofunni var rætt við Ástu Schram, sem veitir ör- yrkjadeildinni forstöðu. Fram kom hjá Ástu að hún hefur farið þess ítrekað á leit við borgaryf- irvöld að húsnæðið verði gert að- gengilegt fyrir fatlaða, en fengið þau svör að ekki væri unnt að koma fyrir skábraut vegna þess hversu hár og brattur stiginn er og of kostnaöarsamt væri að setja upp lyftu, einkum vegna þess að til stendur að flytja skrifstofuna í annað húsnæði. Að sögn Ástu hefur það staðið til lengi en ekkert bólar á fram- kvæmdum. Fram kom einnig hjá Ástu að mannekla stæði starfsemi deild- arinnar mjög fyrir þrifum, en þar starfar nú auk hennar ein kona í hálfu starfi. Þörf væri hins vegar á mun meiri mann- afla vegna þess að starfið væri mjög tímafrekt, því ólíkt því sem gerðist hjá öðrum atvinnumiðl- unum væri lítið leitað eftir vinnuafli hjá deildinni og yrði hún því að reyna að útvega fólki vinnu með því að vera í stöðugu sambandi við fyrirtæki með heimsóknum og bréfaskriftum. Ásgeir Sigurðsson, formaður Æskulýðsnefndar Sjálfsbjargar, sagði þessar aðgerðir samtak- anna nú-vera gerðar í tvíþættum tilgangi. Annars vegar vildu þau vekja athygli á þeim erfiðleikum sem eru fyrir fatlaða að heim- sækja þær stofnanir sem þeir þyrftu að eiga samskipti við og væru jafnvel ætlaðar þeim sér- staklega. „Hins vegar viljum við hvetja hina fötluðu sjálfa til að notfæra sér þessa þjónustu meira og vera óhrædda við að koma úr felum og hasla sér völl á vinnumarkaðinum. Nú á ári æskunnar viljum við sérstaklega vekja athygli á aðstöðu fatlaðs skólafólks í þessu sambandi. Því hefur gengið illa að fá sumar- vinnu og það hefur leitt til þess að þegar það lýkur námi hefur það enga starfsreynslu og treystir sér illa út á vinnumark- aðinn og er því í mikilli hættu við að einangrast. Þessu verður að breyta,“ sagði Ásgeir Sigurðs- son að lokum. Sama veð- ur áfram SPÁÐ er sams konar veðri um helg- ina og verið hefur, norðlægri átt um allt land og fremur svölu veðri. Norð- anlands verður skýjað og rigning með köflum, en þurrt sunnanlands. Hita- stig verður þetta 5—10 stig fyrir norðan, en heldur heitara sunnan- lands, 10—15 gráður. Á sunnudag og mánudag er gert ráð fyrir að dragi úr norðanáttinni, en þrátt fyrir það verður áfram skýjað norðanlands og fremur svalt í veðri miðað við árstíma, en óbreytt veður sunnanlands. Síðari hluta mánudags eða á þriðjud&g kann að breyta til og verða hæg breytileg átt og tiltölulega bjart um allt land. Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Kftirfarandi lög njóta mestra vinsælda á Fróni ef marka má hlustendur rásar tvö. í svigum stendur hve lengi tónsmíðarnar hafa verið á lista. 1 (1) Friakie Sister Sledge (J. v.) 2 (7) Uiere MusL..Adgel Eurythm. (1 r.) 3 (3) A ViewtoiKillDoran Durandl.v.) 4 (2) leiag-Cake St. T.T. Dufíy (7. v.) 5 (4) Celebrate Youth Riek Springf. (6. v.) 6 (6) Get It On Power Station (8. v.) 7(13) lifeinOne DayHoward Jones (2. v.) 8 (5) Raspberry Beret Prinee (8. v.) S (8) Kittý Oxsmá (6. v.) 10(10) Left, Right Drýsill (7. v.) Heykílóið á 5,50 kr. Búreikningastofa landbúnaðarins áætlar að 5,50 kr. kosti að framleiða hvert kíló af heyi í sumar. Er þá mið- að við fullþurrkað hey komið í hlöðu. í frétt frá Búnaðarfélagi íslands segir að verðið sé miðað við kostn- að á sl. ári að viðbættum hækkun- um. í fyrra var áætlað að fram- leiðslukostnaður á heyi væri 4,20 kr. Verð þetta er notað til viðmið- unar við ákvörðun söluverð heys á milli manna. INNLENT 1454 ný- skráðir til náms við HÍ — svipaður fjöldi og í fyrra NÝSKRÁÐIR stúdentar til náms við Háskóla íslands fyrir haustmisseri 1985 eru 1.454 og er það svipuð tala og í fyrra. Nýskráðir á vormisseri 1985 voru 1.838. Samkvæmt upplýsingum er fengust á aðalskrifstofu Háskóla íslands dreifist fjöldi nýnemanna eftir deildum þannig: Guðfræði- deild 18, læknisfræði 94, lyfja- fræði 25, hjúkrunarfræði 64, sjúkraþjálfun 48, lagadeild 143, viðskiptadeild 286, heimspekideild 272, verkfræði- og raunvísinda- deild 345, tannlæknadeild 29, fé- lagsvísindadeild 130. Áthygli skal vakin á því að 48 eru skráðir á námsbraut í sjúkra- þjálfun, en einungis 18 af þeim er heimilt að hefja nám á 1. ári. Verkfræði- og raunvísindadeild verður skipt í tvær deildir í haust, verkfræðideild og raunvísinda- deild. Til náms í verkfræði á 1. ári eru skráðir 98, en 247 í raunvís- indadeild, þar af 101 í tölvunar- fræði. Hjá skrifstofu Menntamála- ráðuneytisins fengust þær upplýs- ingar að fjöldi nýstúdenta í vor frá mennta- og fjölbrautaskólum landsins væri á bilinu 1.550—1.600, en endanlegur fjöldi liggur enn ekki fyrir. Góðir menn fást ekki nema launin séu góð — segir Níels Ársælsson hjá íshaf á Tálknafirði, sem býður 80% yfir taxta „VIÐ ERUM ekkert betur í stakk búnir til að greiða há laun en önnur fískvinnslufyrirtæki, en við þurfum á góðum mönnum að halda og með góðum mönnum verða meiri afköst og betri nýting, þannig að við höfum trú á að þetta skili sér,“ sagði Níels Ársælsson hjá fískvinnslufyrirtækinu íshaf á Tálknafírði. Fyrirtækið auglýsti í Morgunblaðinu á þriðjudaginn síðastliðinn eftir fólki til starfa, þar sem boðið var 160 krónur á tímann, sem er rúmlega 80% yfír taxta fiskverkafólks. Níels sagði að fyrirtækið væri að vísu ekki stórt í sniðum, þar hefðu að meðaltali unnið 5 til 7 manns, en nú væri ætlunin að fjölga eitthvað. Ekki væri ákveðið hversu margir yrðu ráðnir, en ver- ið væri að fara yfir umsóknir og ekki kæmu aðrir til greina en úr- vals menn. „Við viljum fá vana menn og þess vegna bjóðum við þessi kjör. Góðir menn fást ekki nema að launin séu góð. Við höf- um greitt þessi laun og jafnvel hærri. Við erum nú með einn ákaf- lega góðan starfsmann hjá okkur og hann er með á þriðja hundrað krónur á tímann," sagði Níels. Aðspurður um ástæðuna fyrir fólksflóttanum úr fiskvinnslunni sagði Níels meðal annars: „Það er fyrst og fremst vegna þess að launin eru of lág. Ég er sannfærð- ur um að það er hægt að fá nóg af góðu fólki í fiskvinnsluna með því að greiða hærri laun. Með því væri hægt að losna við óæskilega menn, sem sækja í þessi störf vegna þess að þeir fá ekkert annað, og fá góða menn i staðinn með auknum af- köstum, betri nýtingu og meiri gæðum. Þetta myndi skila sér mjög fljótlega. Að mínum dómi er staðið vitlaust að þessum málum af hálfu fiskvinnslunnar. Það er alltaf verið að framleiða í vitlaus- ar pakkningar vegna þess að það vantar gott fólk í þessi störf. Með hærri launum fæst betra fólk og fleira fólk og möguleikinn á að framleiða í dýrar pakkningar eykst að sama skapi," sagði Níels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.