Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 Hið íslenska biblíufélag: Framhalds- aðalfundur í Skálholti 20. júlí Framhaidsaðalfundur Hins ís- lenska biblíufélags verður hald- inn í Skálholtsskóla laugardaginn 20. þ.m., og hefst kl. 17. í tilefni af ári æskunnar verður aðalum- ræðuefni fundarins: „Unga kyn- slóðin og lestur Biblíunnar". Á Skálholtshátíðinni, sunnu- daginn 21. júlí, verður síðdegis- samkoma, helguð 170 ára af- mæli HÍB. Auk tónlistar verður fluttur þáttur Odds Gottskálks- sonar, sem Guðrún Ásmunds- dóttir, leikkona tók saman. Flytjendur auk hennar verða þau Auður Bjarnadóttir, Hall- grímur Helgason og Karl Guð- mundsson. Einnig mun Sr. Felix Ólafsson flytja erindi um Eben- ezer Henderson, postula Biblíu- félagsins. Mun samkomunni síðan ljúka með ritningarlestri og bænarorðum sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. í fréttatilkynningu frá HÍB segir að þann 30. ágúst nk. séu 40 ár liðin frá stofnun Gideon- félagsins, sem síðan hefur verið stórvirkasti dreifingaraðili Ritningarinnar á íslandi, í sam- vinnu við HÍB. Á komandi hausti munu þessi tvö félög efna til ritgerða- og e.t.v. myndasamkeppni um atburði og persónur Nýja testamentis- ins meðal 10 ára skólabarna, sem þá fá að venju úthlutað Gideontestamentunum. (Úr fréttatilkynningu Hins íslenska biblíufélags). Séra Flóki hlaut flest atkvæði í DAG voru talin atkvæði í Stóra- Núpsprestakalli í Árnesprófasts- dæmi. Umsækjendur voru þrír og féllu atkvæði sem hér segir: Sr. Flóki Kristinsson Hólma- vík, 158 atkv., Sr. Baldur Rafn Sigurðsson Bólstaðarhlíð, 82 atkv. og Sr. Ingólfur Guð- mundsson Reykjavík, 6 atkv. Á kjörskrá voru 398, 247 greiddu atkvæði, 1 seðill var ógildur. í Stóra-Núpsprestakalli eru tvær sóknir, Stóra-Núpssókn í Gnúpverjahreppi og ólafsvalla- sókn á Skeiðum. Prestsetrið er að Tröð, Gnúpverjahreppi. Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sem ráðinn hefur verið sjúkra- húsprestur við Borgarspítalann og stofnanir hans, hefur þjónað Stóra-Núpsprestakalli undan- farin ár. Geysisgos á laugardag Ferðamálaráð Islands mun standa fyrir gosi í Geysi í Haukdal, laugardaginn 20. júlí kl. 15.00. Morgunblaðid/Agúst Oddur Kjartansson Borgar- stjóri á fundi í BÚR Starfsmannafélag Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur efndi til fundar með Davíð Oddssyni, borgar- stjóra, síðastliðinn mánudag. Á fundinum gerði borgarstjóri grein fyrir framtíðarhorfum BÚR og þeim athugunum sem nú eiga sér stað varðandi sameiningu BÚR og ísbjarnarins. Var fundurinn fjöl- sóttur og lýsti Davíð áhuga sínum á að koma aftur á fund með starfsfólkinu þegar málefni Bæj- arútgerðarinnar liggja ljósar fyrir. UPPTOKUVELIN í SUMARFRÍIÐ í stuttu máli er vídeó-movie myndatökuvélin frá Nordmende vídeómyndavél, upptöku- og afspilunartæki sem gengur fyrir hleðslurafhlöðu. Þú getur tekið kvikmyndir hvar sem er milli fjalls og fjöru. Auk þess er upplagt að taka feröamyndir, myndir af afmælum, giftingum og öörum stórviöburöum. Myndavélinni fylgir hand- hæg taska og fl. Þetta er tækiö sem allir hafa beðið eftir. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Utborgun 15.000 Eftirstöðvar á 8 mán. Viö tökum vel á móti þér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.