Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
13
um bæði hvað kaup og vinnuað-
stöðu varðar en kvenfólkið hefur
alltaf bjargað mér og reynst mér
góður vinnukraftur, ekki lakari en
karlmennirnir."
— Hvaða álit hefur þú á kvóta-
kerfinu?
„Þessi skömmtun á fiski er
mestu vandræði og í kvótakerfinu
gætir misræmis. Ef friðuðu svæð-
in yrðu stækkuð og þau friðuð all-
an ársins hring væri ekki þörf á
neinu kvótakerfi. Það eru alltaf að
koma nýir sjómenn og skipstjórar
í stéttina og það er ekki gott ef
þeir fá ekki að njóta sín.
Þrátt fyrir allan barlóm var afl-
averðmæti síðasta árs meira en
verið hefur undanfarin ár sam-
kvæmt skýrslum Fiskifélags ís-
lands og það á sama tíma og
stjórnvöld segja að aflinn fari
minnkandi og verðið lækkandi og
allir eru á hausnum."
Hreint kraftaverk ef
nýir tækju við
— Hvað eru mörg frystihús og
saltfiskvinnslur í Garði?
„Frystihúsin eru tvö núna en
voru fimm fyrir nokkrum árum og
saltfiskvinnslurnar voru fjórtán
en eru nú eitthvað um sjö. Það
verður mikið átak að rétta við
fiskvinnsluna í Garði aftur og
hreint kraftaverk ef þeir sem nú
starfa gæfu upp laupana og nýir
tækju við.
Sjálfur reyni ég að bjarga mér á
rækjuveiðum og sel dýra frysta
rækju á Japansmarkað. Verðið er
gott en samt ekki nógu gott fyrir
okkur. Það eru fleiri en ég, sem
reyna að bjarga sér og fara á
rækju þegar kvótinn er búinn, en
það er illa að þessum veiðum stað-
ið þegar margir eru að skaka á
sama svæði. Stjórnvöld ættu að
beita sér fyrir því að kanna ný
rækjumið við Suðurland og víðar
og gefa þannig fleirum tækifæri á
að bjarga sér.
Hafi menn hinsvegar áhuga á
að laga stöðu útgerðarinnar þá
verður að koma til breyting á
kerfinu, þannig að þeir, sem
skaffa „gullið" sem er lífsspurs-
mál fyrir þjóðina, deyi ekki úr hor.
Ég vildi bara óska þess að ég ætti
eftir að sjá þó ekki væri nema
„gult Ijós“ fyrir útgerðina í náinni
framtíð að maður tali nú ekki um
„grænt“.“
Afleiðingin er sú að á síðustu
þremur árum hefur lítið verið
fjárfest í útgerð. Því er hinsvegar
ekki hægt að neita að menn hafa
sumir hverjir farið út í fáránlegar
fjárfestingar og keypt báta sem
aldrei gátu borið sig. Þeir treystu
á verðbólguna og að þetta mundi
slumpast einhvernveginn. Útgerð-
armenn í þessari stöðu fá ekki þá
samúð, sem þeir húsbyggjendur
hafa fengið sem spiluðu á verð-
bólguna í landi og væla núna. Það
eru æði margir, sem „sníða sér of
djúpt á fæturnar", eins og hann
afi sagði.“
Verðum aö hætta ásókn-
inni í smáfiskinn
— Hvernig getum við best leyst
vanda útgerðarinnar?
„Við verðum að fara að haga
okkur eins og menn og hætta
ásókninni í smáfiskinn, sem menn
moka upp allann ársins hring og
ekki hvað síst á sumrin þegar
hann er viðkvæmastur á uppeld-
isstöðvunum norður og vestur af
landinu. Þetta er gert á sama tíma
og verst er að fá fólk til að vinna
fiskinn.
Svo eru menn jafnvel farnir að
tala um að þorskeldi. Ég get ekki
skilið af hverju á að fara að ala
fiskinn í kerjum, sem auðvitað
kostar sitt, í stað þess að nýta þá
náttúruauðlind sem uppeldis-
stöðvarnar eru og kosta okkur
ekki annað en að við séum menn
til að láta þær í friði og gefa fiski-
num tækifæri til að ná þokkalegri
stærð og auka þannig verðmætið."
Keflavík:
Nýjar
leiguíbúðir
aldraðra
ÞANN 13. júní var tekið í notkun
nýtt hús fyrir aldraða í Keflavík. f
húsinu eru 12 leiguíbúðir auk félags-
aðstöðu og rými undir ýmiskonar
þjónustu fyrir íbúa þess ásamt öðr-
um eldri bæjarbúum. Húsið er 1.058
fermetrar að stærð og stendur rétt
við skrúðgarð bæjarins og helstu
þjónustu s.s. heilsugæslu, apótek,
verslanir, banka, umboð Trygginga-
stofnunar o.fl.
Aðalverktakar voru Hjalti Guð-
mundsson byggingameistari í
Keflavík sem sá um fyrri hluta
verksins og Ingólfur Bárðarson
rafvirkjameistari sem annaðist
hinn síðari. Arkitekt að húsinu
var Klaus Holm frá Húsnæðis-
stofnun ríkisins.
Keflavíkurbær leigir nú um 30
íbúðir fyrir aldraða og á auk þess
sameign í fjölbýlishúsi með 8
íbúðum í einkaeign.
Samæfing
hjálparsveita
á Norðurlandi
FÉLAGAR í Iljálparsveit skáta á
Akureyri gengust nýverið fyrir sam-
eiginlegri æfíngu Hjálparsveita
skáta á Norðurlandi, sem eru sjö
talsins. Auk þess var boðið til æf-
ingarinnar Flugbjörgunarsveit Akur-
eyrar og sveit SVFÍ á Grenivík.
Landhelgisgæslan tók þátt í æfing-
unni með þyrlu sinni.
Á æfingunni var farið yfir
flesta þætti björgunaraðgerða, s.s.
björgun úr klettum, skyndihjálp,
leit á stóru svæði og umgengni við
þyrlur.
Félögum sveitanna var skipt í
nokkra hópa og fengu úthlutað
verkefnum sem leyst skyldu af
kostgæfni.
Æfingin þótti takast vel og
lærðu menn hver af öðrum og
efldu kynni sín á meðal, sem kem-
ur sér vel þegar vinna þarf saman
að björgun manna og verðmæta.
Onýir
framúrskarandi
K þurrbúningar
C6. Óviðjafnanlegur
þurrbúningur úr undraefninu GORE-TEX,
hleypirút raka, en vatn og vindar
komast ekki í gegn.
C1. Þykkur og þægilegur þurr
búningur sem hentar vel við
íslenskar aðstæður.
SEG LBR ETTASKÓLINN
N AUTHÓLSVl K SSHSs ss
Viö erum ekki á (besta) staó í bænum.
Hjá okkur eru ekki dýrar innréttingar,
né starfsfólk á hverju strái, en viö veit-
um þér eins góöa þjónustu og viö get-
um og þú færö góöar vörur á lægra
veröi en þú átt aö venjast. Þaö eru bara
vörurnar sem þú feró meö heim til þin.
ekki satt?
Herrapeysur kr. 350,-, vinnuskyrtur kr. 360,-, herraterelynebuxur kr. 1290,-,
herrakhakíbuxur kr. 890,-, herragallabuxur kr. 890,-, dömukhakíbuxur kr.
1090,-, dömugallabuxur kr. 790,-, barnagallabuxur kr. 590,-, dömujogging-
gallar kr. 850,-, háskólabolir kr. 395,-.
Nýjar síöar dömuskyrtur einlitar kr. 790,-. Nýjar síðar dörnuskyrtur rósóttar kr. 890,-. He-man barnajogginggallar kr. 590,-. Gallabuxur nr. 25—28 kr.390,-.