Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1985
37
Óvenjulegt húsdýr
Hún Tóta litla á Hofi í Vatns-
dal er heldur óvenjulegt hús-
dýr. Hún er rúmlega tveggja mán-
aða gamall silfuryrðlingur og var
tekin inn í bæ, illa á sig komin
þegar hún var um þriggja vikna
gömul. Móðir hennar hafði hrakið
hana frá sér eins og refalæður
eiga til þegar þeim finnst þær
hafa of mikið á sinni könnu.
Húsfreyjan á Hofi í Vatnsdal,
Vigdís Ágústsdóttir, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að Tóta væri
ákaflega skemmtileg og léki sér
tímunum saman. „Hún hefur að
sjálfsögðu tennur og klær á sínum
stað, en sýnir þær ekki nema hún
sé æst upp í það,“ sagði Vigdís.
Á tilraunabúinu á Hofi í Vatns-
dal eru 368 silfurrefir sem eru
búnir að vera í sóttkví síðan í des-
ember 1983 vegna eyrnamaurs
sem verið er að reyna að uppræta.
henni i viðgerðunum að hún hef-
ur takmarkaðan tíma til ný-
smiða. Þó er hægt að panta hjá
henni sérsmíðaða skó, og í borð-
inu hjá henni var að sjá fallega
barnaskó af ýmsum gerðum sem
hún hefur smíðað sjálf.
Hún hefur að miklu leyti verið
ein að störfum á verkstæðinu, en
bróðir hennar sem ætlaði að að-
stoða hana einn dag á síðasta ári
hætti ekki fyrr en nýverið.
„Þetta varð dálítið langur dagur
hjá honum," segir hún og hlær
við. „Honum þótti þetta svo
skemmtilegt að hann ætlaði
aldrei að geta hætt,“ bætti hún
við.
Það er notalegt andrúmsloft á
vinnustofunni. Kaffiangan legg-
ur um stofuna og í ljós kemur að
kaffið er ætlað gestum og gang-
andi og hið sama gildir um girni-
lega köku sem stendur hjá kaffi-
könnunni. Sjálf gerir hún lítið úr
þessu. „Þetta er komið svo víða,
enda alveg sjálfsagt," segir hún
um leið og hún heldur aftur til
starfa.
Morgunblaöið/Friöþjófur Helgason
Tóta gægist upp á borð til að huga að veitingum. Við hlið bennar situr
Hjördís Gísladóttir, dóttir þeirra Vigdísar Ágústsdóttur og Gísla Pálssonar á
Hofi í Vatnsdal.
COSPER
— Eruð þið tilbúnir til að láta skotið ríða af?
HADEGI
lín^,
Sl,íð íyfir
roí^ 42q krónur
-á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrœtis.
Borðapantanir í síma 18833.
221.-23.
. ý&r
i MáÁM-
-HQ-DUR
MÁMSK€\E)T
/fró/ctazz-
DANSÍ TVRIR.
A.PAHSARA
DA6AMA 221-2 B
klDNL£ÍKAR.
*
'l’K5íÁMHÚ5ÍN<>
' Zfl.7. (cj.ZJ-oo-
ULTRA
£LOSS
Eina raunhæfa
nýjungin í bílabóni
Það sem gerir ULTRA GLOSS svo frábrugðið er,
að það inniheldur engin þau efni, sem annars er
að finna i hefðbundnum bóntegundum, svo sem
harpeis, vax, plast eða polymer efni. Grunnefnið i
ULTRA GLOSS eru gierkristallar, auk bindiefna og
herða.
ÞÚ BÓNAR TIL REYNSLU
ULTRA GLOSS er svo frábært bon, að þú verður
að hafa reynt það til þess að trúa því Kauptu
þér. brúsa og gerðu tilraun, smáa eða stóra
VIÐ ENDURGREIÐUM
ónotaðar eftirstöðvar ef þú ert ekki fyllilega
ánægður með árangurinn.
Einkaumboð á Islandi
Háberg hf Skeifunni 5a
Lltsolustaðir
Bensinatgreiöstur
Bso
..... . sí. .....