Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1985 Ogarkov inn úr kuldanum Wishington. 18. júh'. AP. BLAÐIÐ Washington Post segir í dag að Nikolai Ogarkov marskálkur hafi verið settur að nýju í stöðu fyrsta aðstoðarvarnarmálaráðherra Sovétríkjanna og verið skipaður yfirmaður herja Varsjárbandalagsins. f september sl. var Ogarkov settur af sem yfirmaður sovézka heraflans og vikið úr starfi fyrsta aðstoðarvarnarmálaráðherra. Blaðamaður Washington Post segist hafa „áreiðanlegar heimildir fyrir frétt sinni, en talsmaður sov- ézka varnarmálaráðuneytisins kvaðst engar upplýsingar hafa um breytingarnar. Viktor G. Kulikov, marskálkur, hefur verið yfirmaður herja Var- sjárbandalagsins frá því 1977. Seg- GENGI GJALDMIÐLA: London, 18. júlí. AP. Bandaríkjadollar hækkaði verulega í dag gagnvart helztu gjaldmiðlum heims. Olli því sú skoðun, að veztir muni haldast óbreyttir í Bandaríkjunum. Gullverð lækkaði. Síðdegis í dag kostaði sterlingspundið 1,40775 doll- ara (1,4138), en gengi dollar- ans var að öðru leyti þannig, að fyrir hann fengust 2,8720 vestur-þýzk mörk (2,8320), 2,3675 svissneskir frankar (2,3345), 8,6750 franskir frankar (8,6000), 3,2205 hol- lenzk gyllini (3,1855), 1.846,50 ítalskar lírur (1.832,50), 1,3479 kanadískir dollarar (1,3470) og 238.00 jen (237,63). Gullverð snarlækkaði eftir því sem dollarinn hækkaði og var verð þess 320 dollarar hver únsa. Hafði únsan þann- ig lækkað um 6 dollara i London og 6,50 dollara i Zúr- ich. ir Washington Post að hann hafi verið fluttur til og skipaður yfir- maður einnar hermálaakademi- unnar í Moskvu. Sovézkir embættismenn sögðu að Ogarkov hefði „fengið annað hlut- verk“ þegar hann var settur út í kuldann í september, án þess að frekar væri skýrt hvaða hlutverk það væri. Spurðist ekkert til Ogar- kovs þar til varnarmálaráðuneytið gaf út bók eftir hann í júní. Að sögn Washington Post hafa miklar breytingar og hreinsanir átt sér stað í varnarmálaráðuneyt- inu í Moskvu. Þannig hefur yfir- maður stjórnmáladeildar sovézka heraflans, Alexei A. Yepishev hershöfðingi, verið settur af og í hans stað skipaður Alexei D. Liz- ichev hershöfðingi, sem verið hefur stjórnmálafulltrúi sovézku herj- anna i Austur-Þýzkalandi. Tals- maður sovézka varnarmála- ráðuneytisins kvaðst ekki vita hvort rétt væri að Lizicehv hefði tekið við starfi Yepishevs. Yepishev er 77 ára og hefur verið yfir stjórnmáladeildinni frá árinu 1%2. Austur-þýzka fréttastofan ADN skýrði frá því sl. laugardag að Lizichev væri farin frá Austur- Þýzkalandi, en þó ekki hvert. ADN sagði einnig að Mikhail M. Zaitsev, yfirmaður sovézku herjanna í Austur-Þýzkalandi, sem telja 380.000 hermenn, hefði hætt starfi. Sagði fréttastofan hvorki hvert Za- itsev færi né hverjir yrðu eftir- menn hans og Lizichevs. Fá Bandaríkjamenn að skoða „Hind“-þyrlurnar? Islamabad, 18. júlí. AP. Bandaríkjamenn eru bjartsýnir á að þeir fái að rannsaka tvær mjög fullkomnar árásarþyrlur, sem liðhlaupar í afganska stjórnarhernum flugu til Pakistan. Handtaka tveggja pakistanskra sendifulltrúa í Afganistan í gær kann að flækja það mál. Vestrænir sendifulltrúar segja engan vafa á því að handtaka mannanna standi í tengslum við þyrluflóttann til Pakistan. Væri um viðvörun til Pakistana að ræða. Mennirnir eru sakaðir um njósnir. Hafa Afganir gefið í skyn að þeir séu tilbúnir til að skipta á þyrlunum og sendifulltrúunum. Pakistanir mótmæla handtökunni og segja hana brot á reglum um friðhelgi sendiráða. Þyrlurnar tvær eru af gerðinni MI-24, nefndar „Hind“ á Vestur- löndum. Er þetta í fyrsta sinn sem þær falla í hendur ríki, sem hefur gott samband við Vesturlönd. Pakistanir kaupa flest sín vopn af Bandaríkjamönnum og Bandarík- in hafa ákveðið að veita Pakistan 3,2 milljarða dollara hernaðar- og efnahagsaðstoð á fimm ára tíma- bili. Þyrlurnar sovézku eru mjög vel vopnum búnar og hafa reynst bezta vopn sovézka innrásarliðs- ins i Afganistan gegn frelsis- sveitunum. Þær bera jafnan fjög- ur laser-stýrð flugskeyti, sem ætl- að er að granda skriðdrekum, 150 öflugar eldflaugar, fallbyssur og vélbyssur. Þessa mynd af sovéska flugmóðurskipinu Kiev sendi AP-fréttastofan í London frá sér f byrjun þessarar viku. f texta sem henni fylgir frá fréttastofunni segir, að það hafi komið til heimahafnar á Kóla-skaga 4. júlí síðastliðinn. A miðvikudaginn taldi breska blaðið Daily Telegraph, að Kiev tæki þátt í sovéskum flotaæfingum á Norður-Atlantshafi. Flotaæfingar Sovét- manna beinast nú að GIUK-hliðinu TALSMLNN flotastjórnar NATO á Atlantshafi í Norfolk í Bandaríkj- unum og Northwood í Bretlandi höfðu ekki nákvæmar fréttir að segja um llotaæfingar Sovétmanna á Norður-Atlantshafi síðdegis í gær, þegar Morgunblaðið hafði samband við þá. I Norfolk er það mat manna, að þetta sé ein umfangsmesta æfing sem sovéski flotinn hefur efnt til hin síðari ár. Blaðafulltrúinn i Northwood sagði, að um 50 sov- ésk skip væru nú á æfingasvæð- inu, sem nú næði til GIUK-hliðs- ins, það er að segja hafsvæðanna á milli íslands og Bretlands. Blaðafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sagði, að P-3C Orion, kafbátaleitarvélar varnar- liðsins, og AWACS, ratsjár- og eftirlitsvélar liðsins, fylgdust með því sem gerðist innan ís- lenska varnarsvæðisins, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, voru þá engin sovésk skip á því eftirlitssvæði, sem varnarlið- ið hér gætir. Blaðafulltrúinn í Northwood sagði að 17 bresk herskip auk eft- irlitsflugvéla hefðu fylgst með ferðum Sovétmanna. Hann sagði flest benda til þess, að æfingarn- ar væru með hefðbundnu sniði, það er að segja beindust að þvi að geta hindrað ferðir NATO-skipa norður í gegnum GIUK-hliðið og truflað siglingar á Atlantshafi. Enginn þeirra sem Morgun- blaðið talaði við svaraði því, hvort sovéska flugmóðurskipið Kiev tæki þátt í æfingunum. Það var haft eftir breska blaðinu Dai- ly Telegraph á miðvikudaginn, að Kiev hefði sést á siglingu vestur Miðjarðarhaf eftir að hafa verið til viðgerðar og endurnýjunar í skipasmíðastöð við Svartahaf i tvö ár. Áður höfðu birst um það fréttir, að Kiev hefði fyrir nokkr- um dögum siglt norður með strönd Noregs til heimahafnar á Kóla-skaga. Myndatexti Kvennaráðstefnan: Sovésku fulltrúarnir mót- mæla andsovéskum áróðri Nairobi, Kenya, 18. joli. AP. SOVÉTMENN mótmæltu í dag dreifingu á því sem þeir telja vera and-sovéskan áróóur í aöalfundarsal og nefndarherbergjum opinberu kvennaráóstefnunnar í Nairobi. Embættismaður soveáka utan- ríkisráðuneytisins, B.G. May- orsky, flutti ræðu þar sem hon- um var tiðrætt um plagg, sem dreift hafði verið í fundarsal og nefndarherbergjum ráðstefn- unnar. Hann sagði að skjalið hefði að geyma „rógburð sem beint væri að Sovétrikjunum". Hann fjölyrti ekki nánar um innihald skjalsins og siðdegis hafði enn ekki fundist eintak af skjalinu. Mayorsky, eini karl- fulltrúi Sovétríkjanna á ráð- stefnunni, sagðist ekki trúa að aðstandendur ráðstefnunnar hefðu dreift skjalinu, en bað um að málið yrði rannsakað. Hann bar fram formlega mót- mæli fyrir hönd þjóðar sinnar og bað um að skjalið yrði gert upp- tækt og komið yrði í veg fyrir að slík plögg bærust framar inn í fundarsalina. Töluvert hefur verið um árekstra milli sovésku og banda- rísku fulltrúanna á báðum kvennaráðstefnunum og i dag gagnrýndi bandaríska sendi- nefndin afskipti Sovétmanna i málefnum Afghanistan og ásak- aði einnig rikisstjórn Vietnams um að orsaka mikinn fólksflótta frá Kambódiu. Róttækur starfshópur á hinni óopinberu kvennaráðstefnu, For- um, iagði fram þá tillögu i dag að konur legðu niður vinnu 24. október nk. einn dag til að vekja athygli á þeim kröfum þeirra að störf húsmæðra verði launuð, en þá verða tíu ár liðin frá íslenska kvennafrideginum. Annað umræðuefni á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna i dag voru hugleiðingar kvenna frá 12 þjóðum, um hvernig ver- öldin liti út ef konur réðu þar einar ríkjum. Þátttakendur á óopinberu ráðstefnunni Forum ’85, sem lýkur á morgun, tóku einnig þátt í umræðunum og voru hugmyndir kvennanna með ýmsu móti. „Ef konur réðu ríkjum myndu líkur á friði í heiminum vera meiri,“ sagði Karin Ahrland*, þingmaður frá Sviþjóð, og virt- ust flestar konurnar sem hlýddu á umræðurnar vera á sama máli. Þær voru einnig sammála um að konur ættu ekki að taka karl- menn sér til fyrirmyndar í stjórnmálum og að þær konur, sem náð hefðu langt i stjórn- málaheimi karla, líkt og Margrét Thatcher og Golda Meir, hefðu ekki gert mikið fyrir baráttu kvenna. „Ef konur fara að líkjast körl- um og starfa líkt og þeir, þá töp- um við baráttunni," sagði Mar- grét Papandreou, eiginkona gríska forsætisráðherrans, And- reas Papandreou. Einnig kom fram sú skoðun að „konur væru konum verstar“ og ættu því konur um allan heim að stuðla að meiri samvinnu og stuðningi við kynsystur sinar í þeim málefnum sem varða kven- þjóðina. Skelfisk- verksmiðja hvarf — dular- fullur at- burður við Noreg Osló, 18. júlí. Frá frétUriUra Morgunblaó.sin.s, J.E. Laure. GETUR þaó verió, aó útlendur kaf- bátur hafi sökkt stæróar skelfísk- vcrksmióju í Sognfírði í Noregi? Háttsettir menn í norsku lögregl- unni leita nú svars við þessari spurn- ingu, en verksmiöjan sökk til botns meó dularfullum hætti 15. júní sl. Er nú unnið aó rannsókn málsins á veg- um lögreglunnar, en ekki er gert ráö fyrir aó skýrsla hennar um málió liggi fyrir fyrr en eftir tvo til þrjá mánuði. Stór flothylki héldu verksmiðj- unni uppi, svo að hún flaut ofan á sjónum. Jafnframt var hún föst við land með sterkum stálvírum. En eina nóttina hvarf hún ger- samlega með 140 tonnum af skel- fiski, sem selja átti til útlanda. Eigandi stöðvarinnar lét vá- tryggingafélagið strax vita, en það sendi niður ómannaðan dvergkaf- bát. Sá fann verksmiðjuna á hafs- botni, en festist sjálfur í skel- fiskhrúgunni. Síðan var mannaður kafbtur sendur niður, en þá var dvergkafbáturinn horfinn. Löigregluyfirvöld segjast ekki telja að þarna hafi verið um skemmdarverk að ræða. Hafa bút- ar af sundurslitnum vírunum nú verið sendir sérfræðingum lög- reglunnar i Osló til rannsóknar. Engir norskir kafbátar voru á þessu svæði, er skelfiskverksmiðj- an hvarf. Veður víða um heim Lflftgftt Hftftftt Akureyri 8 sltkýjaó Amtlerdam 13 20 skýjað Aþens 19 24 heióskírt Barcetona 26 hálfskýjaó Berlin 14 28 heiðskirt BrOssel 11 24 skýjaó Chicago 11 26 skýjaó Dublin 7 16 skýjaó Feneyjer 27 heióskírt Franklurt 12 26 heíðskirt Qenf 14 26 •kýjaó Helsinki 13 18 skýjaó Hong Kong 25 28 rigning Jerusalem 16 25 heióskfrt Kaupmannah. 12 20 heióskfrt Las Pshnas 26 léttskýjaó Líssabon 18 27 léttskýjaó London 15 18 tkýjað Los Angeles 20 30 skýjaó Lúxemborg 23skýjað Malaga 28 heióskirt Mallorca 29 Mttskýjaó Miami 21 31 skýjaó Montreal 15 27 heióskirt Moskva 14 25 heióskfrt Mew Vork 20 30 heióskfrt Osió 13 20 skýjaó París 17 27 heióskirt Peking 20 32 heiöskirt Reykjavík 11 rfgning Rió de Janeiro 14 25 skýfaó Rómaborg 18 34 heióskirt Stokkhóimur 12 16 skýjaó Sydney 8 12 rigning Tókýó 25 31 ÉkÝfö Vinarborg 18 31 hftiöftkírt Þórshöfn 11 rigning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.