Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖ8TUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
✓
■J-
Eskifirdi, 18. júlí. Frá Astu Hrönn
Maaek, bUAamanni MorgunblaAHÍrw.
SJÖTTI dagur opinberrar heim-
sóknar Vigdísar Finnbogadóttur
hófst þannig að ekid var í bítið fri
Hallormsstað þar sem gestirnir
höfðu dvajið í góðu yfirlæti á mið-
vikudegi. f ferð um skóginn kynnti
Jón Loftsson, skógarvörður á Hall-
ormsstað, ræktina og dvöldu gestir
þar lengi dags. Frá Hallormsstað
var haldið að hreppamörkum
Mjóafjarðar, þar sem hrepps-
nefndin tók á móti gestunum.
Úti á Dalatanga var rigning
og þoka þegar forseti og fylgd-
arlið bar að, en fljótlega stytti
upp. Eriendur Magnússon og
Elfríður Pálsdóttir, sem gæta
vitans ásamt Vilhjálmi Vil-
hjálmssyni á Brekku, röktu sögu
vitans. Vitavarðahjónin búa
rausnarbúi á Dalatanga og eru
þar ræktaðar perur, plómur,
stikilsber, jarðarber og fleira í
þeim dúr. I garðinum vaxa fjöl-
margar tegundir plantna og
sagðist Elfríður spúla gróðurinn
til að hreinsa af honum sjávar-
seltuna, svo hann yxi.
Hádegisverður var snæddur í
félagsheimili Mjófirðinga, Sól-
brekku, ásamt heimamönnum
sem nú fylla þriðja tuginn. Alda-
mótin voru uppgangstimar á
Símamynd/Þorkell
Forseti fslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ásamt unga Norðfirðingnum í Norðfjarðarkirkju í gær hlýðir á messu
er séra Svavar Stefánsson söng.
Heímsókn forseta íslands um Austfirði:
Tólf ára hnáta á Dala-
tanga orti tU forsetans
Símamynd/Þorkell
Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, í brú yarðskipsins sem fhitti
hana frá Mjóafirði til Norðfjarðar í gær. Hér eru forsetinn og Halldór
Reynisson, forsetaritari, á tali við skipherrann, Friðgeir Olgeirsson.
Brekku. Þaðan voru stundaðar
hvalveiðar og á tímabili bjuggu
þar á fjórða hundrað ibúar.
Frá Brekku var siglt með
varðskipinu Ægi til Neskaup-
staðar á ládauðum sjó. Skipverj-
ar færðu Vigdisi forláta nálar-
hús úr íbenholti, sem Gisli Jóns-
son yfirvélstjóri hafði smíðað af
stakri snilld. Á bryggjunni á
Neskaupstað heilsaði Þorsteinn
Skúlason bæjarfógeti og bæjar-
stjórnin forsetanum. Þaðan var
gengið upp í skrúðgarðinn þar
sem Ásgeir Magnússon bæjar-
stjóri hélt ræðu. Forsetinn gróð-
ursetti þrjár birkihríslur að
venju. Skólalúðrasveitin lék
nokkur lög undir stjórn Jóns
Lundbergs. Neskaupstaðar-
kirkja var skoðuð og færði séra
Svavar Stefánsson forsetanum
Ijóðabókina Ljóðþrá eftir Valdi-
mar Snævarr. Sá var athafna-
maður mikill á Norðfirði, stjórn-
aði meðal annars símstöðinni og
starfaði ötullega fyrir æskulýð-
inn. Næst var sjúkrahúsið heim-
sótt þar sem elliheimili, heilsu-
gæslustöð, endurhæfingar- og
sjúkradeild eru starfræktar und-
ir sama þaki. Spunnust fjörlegar
samræður milli gesta og heima-
manna og kom meðal annars í
ljós að Einar Jónsson vistmaður,
sem nú fyllir nítugasta og annað
aldursárið, lærði að synda
seinna en flestir aðrir, reyndar
89 ára. Eftir stutta samveru-
stund með eldri bæjarbúum var
ekið sem leið lá að Síldarvinnsl-
unni hf. og litið á saltfiskverkun,
en við hana vinna um 40 menn.
Starfsfólk færði Vigdísi afurðir
fyrirtækisins, tilbúna síldar-
rétti, siginn fisk, útvatnaðan
saltfisk og ýmislegt fleira.
Kvöldverður var snæddur í
Egilsbúð í boði bæjarstjórnar og
síðan var opið hús þar sem fjöl-
margir heilsuðu upp á forsetann
og var glatt á hjalla.
Að lokum má geta þess að tólf
ára hnáta, Karen Jenny Heið-
arsdóttir, gaf forseta Islands
vísu þegar hún kom til Dala-
tanga í gærmorgun á leið sinni
um Austfirði:
Þann átjánda júlí ’85,
nóttin var þá ei dimm,
forseti íslands kemur nú
að heimsækja okkar bú.
Dalatanga hún augum leit
og vonandi líkar okkar sveit.
Ökumenn
töfðu um-
ferðina
„ÞAÐ ER sjaldan sem eitthvað
svipað þessu kemur fyrir hjá okk-
ur. Yfirleitt reynum við að láta
vinna svona verk að nóttu til,“
sagði Rögnvaldur Jónsson hjá
Vegagerð ríkisins, en í gærmorgun
var verið að vinna við endurbætur
á Hafnarfjarðarvegi og Kringlu-
mýrarbraut við Kópavog og skapað-
ist þar mikið umferðaröngþveiti
um tíma.
Verið var að fræsa akreinarn-
ar með sérstökum fræsara áður
en þær verða malbikaðar og eru
það sænskir verktakar sem hér
eru staddir á vegum Vegagerðar
ríkisins og Reykjavíkurborgar,
sem tekið hafa það verk að sér.
Að sögn Rögnvaldar er stefnt að
því að nýta fræsarann sem best
þennan tíma sem hann er á land-
inu og í þessu tilfelli var fyrir-
varinn sem Vegagerðin fékk
mjög stuttur. Reynt verður að
malbika þennan vegarkafla sem
fyrst og verður það að öllum lík-
indum gert á laugardaginn og má
þá búast við umferðartöfum á ný.
Hjá Kópavogslögreglunni
fengust þær upplýsingar að um-
ferðartafirnar sem þarna urðu
mætti rekja til þess að margir
ökumenn hægðu á sér og töfðu
umferðina. Lögreglan hefði með
tilliti til aðstæðna reynt að liðka
eins mikið til og hægt var og
beint allri umferðinni á eina ak-
rein eins og alltaf væri gert þeg-
ar unnið væri við malbikunar-
framkvæmdir.
Góð laxveiði í
Skjálfandafljóti
ÓVENJU góð laxveiði hefur verið í
Skjálfandafljóti undanfarið og hafa
verið nokkur brögð að því að menn
hafi veitt upp í kvótann, sem er 8
laxar á stöng, á 2—3 tímum. Rösk-
lega 100 laxar eru komnir á land
það sem af er veiðitímanum, en allt
sumarið í fyrra fengust aðeins 150
laxar.
Þorsteinn Vésteinsson, sonur
bóndans á Vaði, sem er einn
þeirra sem eiga land að Skjálf-
andafljóti, sagði að fljótið hefði
verið mjög hreint í sumar, aldrei
skitnað, og kannski væri það
ástæðan fyrir þessari góðu veiði.
Þorsteinn sagði að meðalþungi
laxanna væri 7—8 pund, sá
stærsti hefði verið 16 punda, en
sá minnsti þriggja punda. Veitt
er á fjórar stangir allan daginn,
tvær á austurbakkanum og tvær
á vesturbakkanum, en eina stöng
hálfan daginn við Barnafell.
Fiskeldislán Framkvæmdastofnunar:
Fiskeldi Grindavíkur
og Árlax fá hæstu lánin
FISKELDI Grindavíkur hf. og Ár-
lax hf. í Kelduhverfi fengu hæstu
lánin í lánaúthlutun stjórnar
Framkvæmdastofnunar ríkisins,
sem ákveðin var á fundi hennar á
Akureyri í vikunni. Alls samþykkti
stjórnin lán og lánsheimildir til 23
fiskræktarfyrirtækja úr Fram-
kvæmdasjóði og Byggðasjóði,
samtals að fjárhæð 92,1 milijón
kr. Alls hefur stofnunin 117 millj-
ónir til ráðstöfunar til fiskeldis í
ár, eins og fram hefur komið, og
lánar hún 50% af framkvæmda-
kostnaði.
Eftirtalin fyrirtæki fengu lán
að þessu sinni: svigatölurnar eru
lánsheimildir og geta þær tölur
breyst:
v 1. Fiskeldisfélagið Strönd hf.,
Hvalfirði, kr. 750.000 2. Fisk-
ræktarstöð Vesturlands hf.,
Hálsahreppi, kr. 3.000.000 , 3.
Guðmundur Runólfsson hf.,
Grundarfirði, kr. 1.000.000, Lax
hf„ Tálknafirði, kr. 700.000, 5.
íslax hf„ Nauteyrarhreppi, kr.
8.000.000,6. Hólalax hf„ Hólum í
Hjaltadal, kr. 1.300.000, 7. Óslax
hf„ Ólafsfirði, kr. 4.000.000, 8.
Laxeldisstöðin Ölunn hf„ Dal-
vík, kr. 200.000, 9. Þorvaldur
Vestmann og Þórhallur Óskars-
son kr. 1.250.000, 10. ísnó hf„
Lóni, Kelduhverfi, kr. 3.700.000,
11. Árlax hf„ Kelduneshreppi,
heimild (10.000.000), 12. Gylfi
Gunnarsson, Neskaupstað, kr.
800.000, 13. Laugarlax hf„ Eyj-
arlandi, Laugardalshr., kr.
2.000.000, 14. Snorri ólafsson,
Selfossi, kr. 3.500.000, 15. Silf-
urlax hf„ Ölfushreppi, kr.
9.000.000,16. Smári hf„ Þorláks-
höfn, kr. 2.500.000, 17. ísþór hf„
Þorlákshöfn, kr. 7.000.000, 18.
Laxalón hf„ Ölfusi/Kjós, kr.
3.400.000, 19. íslenska Fiskeldis-
félagið hf„ Ölfushreppi, kr.
2.500.000, 20. íslandslax hf„
Grindavík, heimild (8.000.000),
21. Fiskeldi Grindavíkur hf„
Grindavík, 10.000.000, 22. Eldi
hf„ Grindavík, kr. 6.500.000, 23.
Sjóeldi hf„ Hafnarhreppi, Gull-
bringusýslu, 3.000.000. Samtals
kr. 92.100.000.
Lánin eru veitt til 12 ára, af-
borgunarlaus þar til 1989. Þau
verða í erlendri mynt, en
óákveðið er með lánskjör að
öðru leyti.
Nýir kartöfluréttir
úr Þykkvabænum
KARTÖFLUVERKSMIÐJA Þykkvabæjar hefur hafið framleiðslu á þremur
tegunum af forsoðnum kartöflum í neytendaumbúðum. Eru það bökunar-
kartöflur, skyndikartöflur og kartöfluteningar.
Á umbúðum vörunnar eru matreiðsluleiðbeiningar. Bökunarkartöfl-
urnar eru sagðar tilvaldar á útigrillið, þar sem þær geta verið tilbúnar
eftir 8—10 mínútur, og mælt með kartöfluteningunum í pönnumat og
kartöflusalöt, svo dæmi séu tekin. Tekið er fram að mjög mikilvægt sé
að fylgja nákvæmlega öllum leiðbeiningum á umbúðunum til að mat-
reiðslan geti tekist fullkomlega. Allt eru þetta kælivörur og spara tíma
við matreiðsluna.