Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 ~á Útfjcrö og tiskvinnsla ú Suðurnesjum ÁSTAND útgeröar og fiskvinnslu á Vestfjöröum og Morgunblaðsins og ræddi við nokkra útgerðar- á Norðurlandi hefur verið til umfjölhinar að undan- menn í Keflavík, Grindavík og Garði. Hér á eftir Törnu. Því þótti ástæða til að heyra hljóðið í útgerð- fer síðari hluti viðtalanna og eru þau við útgerðar- armönnum á Suðurnesjum og fór blaðamaður menn í Grindavík og Garði. Ljóamynd/Einar Falur Versta tímabil sem ég hef upplifað — segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Gauksstaðar hf. í Garði „ÞETI'A er alit í kalda koli og búið að vera lengi,“ sagði Þorsteinn Jó- hannesson framkvKmdastjóri Gauksstaðar hf. í Garði þegar hann var spurður um hvernig útgerðin gengi. „Ég held að frá árinu 1981 hafi verið versta tímabil sem ég hef upplifað í útgerð þó að þá hafi verið farið að halla undan fæti, en ég byrj- aði sem alvöru útgerðarmaður árið 1939. Ástandið í dag er ekkert líkt neinu því sem ég hef áður upplifað þó oft hafi gefið á bátinn. Við verkum aðallega í salt og skreið. Verðið á saltfiski hefur verið gott en er það ekki lengur og þakka má fyrir ef endar ná saman með fisk í fyrsta flokki, sem er ekki nema hluti af framleiðslunni. Ástaeðan fyrir því að saltfiskverð- ið er okkur óhagstætt er meðal annars sú að það er fátækt fólk á Spáni og í Portúgal, sem eru okkar helstu kaupændur og okkur hefur gengið erfiðlega að selja þeim okkar eigin vitleysu, verðbólguna, úr landi." Selormurinn var óþekkt fyrirbæri — Hvernig gengur fiskvinnsl- an? „Vinnslan á saltfiski hefur færst í betra horf þrátt fyrir að selormurinn valdi miklum töfum í vinnslu, en hann var óþekkt fyrir- bæri á árum áður og veldur kostn- aðarauka við vinnsluna. Á vissum árstímum er alltaf erfitt að afla hráefnis í saltfiskvinnslu og má rekja það til ferskfiskmatsins, sem að mínu mati er oft bágborið og neyðir okkur til að greiða of hátt verð fyrir ferskfisk. Um skreiðina er það að segja að hún hefur ekki selst í tvö ár og hafa safnast upp birgðir við það sem fyrir var á meðan hægt var að flytja eitthvað til Nígeríu. Verð- mæti skreiðabirgða, sem eru í húsum í dag, er um 18 hundruð milljónir króna og liggja birgðirn- ar undir skemmdum og það á há- um vöxtum. Að vísu hefur sjávar- útvegsráðherra lofað útgerðinni vaxtafrádrætti en ég hef ekki orð- ið var við það ennþá.“ — Hvað gerir þú út marga báta? hausinn með einn bát. Báturinn sem ég er með núna er frá 1982 og er norskur að hálfu leyti. Þegar samið var um kaupverð hans 1981 átti hann að kosta fullbúinn 18 „Ég hef alltaf haft einn bát í einu. Tel það nægja að fara á Þorsteinn Jóhannesson framkvæmdastjóri Gauksstaða hf. milljónir kr. Hluti kaupverðsins var í norskum krónum en íslensk iðnfyrirtæki tóku að sér að ganga endanlega frá honum. Einu ári seinna, í júní 1982, kostaði hann ekki lengur 18 milljónir heldur 28 milljónir vegna gengisbreytingar og í dag er hann kominn í 65 millj- ónir.“ Gengisfellingar drepa útgerðina „Gengisfellingar eru að drepa alla útgerð í dag því þær hafa lent illilega á þeim sem hafa farið út í endurnýjun á atvinnutækjum og viljað gera það á skaplegan hátt. Margir útgerðarmenn hafa hug á endurbótum og að fá betri afla á land. Til þess að ná því hafa þeir lagt fram margar milljónir en ekki fengið neitt í staðinn. Auk þess sem fiskverð hefur aldrei hækkað til samræmis við geng- isbreytingar. Einnig má minna á olíukostnað- inn við úthald á skipum, sem allt- af hefur verið að síga á ógæfuhlið- ina með, þrátt fyrir verðlækkanir erlendis. Hér hækkar olíuverðið til fiskiskipa um 2 til 3% á ári umfram vísitölubætur. Það má segja að vandræði út- gerðarinnar séu alveg sambærileg við þau vandræði, sem húsbyggj- endur eiga við að stríða og allir tala um. Eini munurinn er að út- gerðarmenn hafa þagað, því þeir eiga ekki vísa þá samúð sem hús- byggjendur hafa fengið. Nú má ekki skilja það svo að ég sé á móti húsbyggjendum, öðru nær, ég vorkenni þessu fólki. Og nú er reynt að telja mönnum trú um að verðbólgan hafi minnk- að um 10 til 12% en það er ekki rétt. Matvara og öll þjónusta hef- ur hækkað. Ef stjórnvöld hafa haldið að hægt væri að breyta kerfinu með launalækkun laun- þegunum í hag, þá hafa þeir mis- reiknað sig illilega." Flugvöllurinn harður samkeppnisaðili — Hvernig gengúr þér að fá fólk til vinnu? „Hjá mér hafa ekki verið neinir erfiðleikar með að fá fólk til vinnu eins og virðist vera í frystihúsun- um. Flugvöllurinn er mjög harður samkeppnisaðili hér á Suðurnesj- Léleg aflabrögð undanfarin þrjú ár — segir Dagbjartur Einarsson framkvæmdastjóri Fiskaness hf. í Grindavík „AFLINN hefur verið afskaplega lít- ill undanfarin þrjú ár og má segja að það sé megin ástæðan fyrir ástand- inu í dag,“ sagði Dagbjartur Ein- arsson forstjóri Fiskaness hf. í Grindavík. „Það heldur í okkur lífinu í dag hjá Fiskanesi að við erum með litlar skuldbindingar. Nýi báturinn, Grindvíkingur, var okkur erfiður en eftir skuldbreytinguna, sem gerð var fyrir áramót er hann ekki í vanskil- um eins og er. Þess vegna tórum við. Eins og staðan er í útgerðinni í dag, er alveg vonlaust að gera út nýja báta.“ Ómögulegt að treysta á eina stoð — Hvað gerið þið út marga báta? „Við erum með fjóra báta, 150 til 200 tonn, og einn stóran loðnu- bát. Bátarnir voru á netum í vetur fram í júní utan einn, sem fór á humar í maí og annar á rækju. Það var svona sæmilegt að hafa á humarnum enda var sérlega góð tíð og nú er kvótinn okkar búinn. Auk aflans úr okkar bát höfum við tekið til vinnslu afla úr fimm öðrum humarbátum og eru þrír þeirra búnir með sinn kvóta. Við komum til með að loka fiskvinnsl- unni nú i lok júlí fram í miðjan ágúst þegar allir fara í frí.“ — Hvert seljið þið ykkar fram- leiðslu? „Frysti fiskurinn fer allur í sölu í gegnum Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Saltfiskurinn fer til miðjarðarhafslandanna í gegnum Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda og síld mest til Rúss- lands. Ég held að það sé ekkert vit í öðru en að geta unnið allt sem á land kemur og sleppa sérhæfing- unni. Sveiflurnar sem verða á markaðsverði mismunandi fisk- tegunda, hafa sýnt að ómögulegt er að hafa ekki fleiri en eina stoð að treysta á.“ Höfðum góðan kjarna — Hvað vinna margir í fisk- vinnslunni hjá ykkur? „Núna eru um 70 til 80 manns hjá okkur, mest unglingar. Það fæst enginn fullorðinn í þessi störf lengur. Þar hafa orðið miklar breytinga á undanförnum tveimur til þremur árum, sem vitanlega hefur haft áhrif á framleiðslu- gæði. Þessi grein á undir högg að sækja hvað vinnuafl varðar. Vinn- an er erfið og kaupið ekki nógu hátt. Fólk hefur ekki lengur áhuga á að vinna þessi störf, vill heldur snúa sér að þjónustustörfum og Ljósmynd/Einar Falur Dagbjartur Einarsson framkvæmda stjóri Kiskanetw hf. í Grindavík. hafa það huggulegt. Fyrstu 10 til 12 árin var maður alltaf með mjög góðan kjarna af fólki úr sveitunum, sem kom til okkar á hverju ári. Það kom til að vinna og vann vel í stuttan tíma fyrir rok tekjum. Þegar möguleik- arnir á tekjum minnka vegna alls- konar banna þá hefur þetta fólk ekki lengur áhuga á að koma. Þetta er nú ein vitleysan í þessari verkalýðspólitík, sem gengur yfir þjóðfélagið í dag. Það mætti halda að eina glóran væri að breyta yfir í frystiskiskip úr því að enginn fæst til að vinna aflann i landi. Með þvi móti fær sjómaðurinn góðar tekjur eins og sannaðist um daginn þegar Akur- eyrin kom til hafnar með afla að verðmæti 22 milljónir og háseta- hluturinn var um 200 þús. Þetta gerist á sama tíma og við verðum að bjóða okkar skipshöfnum upp á 200 til 250 þús. í hásetahlut eða um 50 þús. á mánuði fyrir erfiða vinnu. Ut á miðnætti, fjórir tímar á miðin, inn að kvöldi, uppskipun og stans í þrjá tíma áður en haldið er út aftur og svo eru sumir hissa þótt þeir kvarti. Og ekki tekur betur við í haust. Þá komum við til með að fá 13% lægra verð fyrir síldina en í fyrra þrátt fyrir að tekist hafi að selja Rússum hana á um 20 til 30% hærra verði en samkeppnisaðilar okkar buðu fyrir sína síld. Sjó- menn fá sín laun greidd eftir fisk- verði þannig að þeim verður boðið upp á launalækkun á sama tíma og fólk í landi fær kauphækkun.” Stefnan er alveg út í hött — Ertu svartsýnn á að úr ræt- ist? „Já, stefnan í fiskveiðimálum okkar í dag er alveg út í hött. Það hefur ekki tekist að mæta þeim sveiflum í útflutningsverðmætum sjávarafurða sem orðið hafa á undanförnum árum. Við fluttum út á árunum 1978—79 sjávaraf- urðir fyrir 500 milljónir dollara, sem fer upp í 700 milljónir dollara á árunum 1981—82 og aftur niður í 500 milljónir dollara 1983—84. Þessar sveiflur eiga sér stað á sama tíma og framleiðslu- kostnaður í útgerð eykst jafnt og þétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.