Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
25
flfotgtuiliffliftife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Arni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö.
Ríkir lýðræði
í Mexíkó?
Endanleg úrslit liggja nú
fyrir í þingkosningunum
sem fram fóru í Mexíkó 7. júlí
síðastliðinn. Svo fór að stjórn-
arflokkurinn, sem ráðið hefur
lögum og lofum í landinu í 56
ár, sigraði og hlaut 292 þing-
sæti af 300. Á síðasta kjör-
tímabili átti flokkurinn 299
þingmenn af 300. Vafalaust
eru einhverjir þeirrar skoðun-
ar, að það sé til marks um að
lýðræði ríki í Mexíkó, að þing-
mönnum stjórnarflokksins
fækkar um 7.
Af frásögnum blaðamanna,
sem fylgdust með kosningun-
um, má ráða, að stjórnarsinn-
ar í Mexíkó hafi síður en svo
beitt lýðræðislegum aðferðum
í baráttu sinni við stjórnar-
andstöðuna. Fréttaritari
breska vikuritsins The Econ-
omist segir, að hvarvetna þar
sem PAN-flokkurinn, helsti
flokkur stjórnarandstæðinga,
þótti sigurstranglegur hafi
stjórnarsinnar beitt svikum og
brögðum. Segir hann til dæm-
is frá því, að stuðningsmenn
stjórnarinnar hafi verið hvatt-
ir til þess að morgni kjördags
að kjósa eins oft og þeir frek-
ast gætu. Þeir hafi fengið
mörg nafnskírteini og kjör-
skrár hafi verið falsaðar; í
sumum tilvikum voru kjör-
kassar fullir af seðlum í upp-
hafi kjörfundar og stjórnar-
andstæðingum var hreinlega
haldið utan kjörstaða með
valdi.
Fyrir því er ekki unnt að
færa rök, að stjórnarflokkur-
inn hefði tapað meirihlutan-
um á Mexíkó-þingi, ef hann
hefði virt eðlilegar leikreglur
við framkvæmd lýðræðislegra
kosninga. Hitt er ljóst að
vegna þeirra aðferða sem
flokkurinn beitti geta forvíg-
ismenn ekki fagnað sigri með
góðri samvisku. Framkvæmd
kosninganna hefur verið taiin
staðfesting á því, að ekki sé að
vænta neinna breytinga á
stjórnarfari í Mexíkó í for-
setatíð Miguels de la Madrid,
sem kjörinn var til sex ára
1982. Hann lofaði að ráðast
gegn spillingu og sagðist ætla
að stuðla að „siðferðilegri
endurreisn". Nú hefur stjórn
hans fengið á sig hefðbundið
yfirbragð þeirra sem hugsa
ekki um annað en eigin völd og
áhrif og eru tilbúnir að fórna
öllu fyrir þau.
Stjórnarflokkurinn í Mexíkó
sækir hugsjónir sínar til
þeirra vinstrisinnuðu hug-
mynda sem settu svip á bylt-
inguna í landinu 1911. Á milli
yfirlýsinga ráðamanna og
gjörða þeirra heimafyrir er oft
hyldýpi. Luis Echeverria, sem
var forseti Mexíkó 1970 til
1976, og sagður var „vinstri-
sinnaðastur" allra forseta
landsins og talaði hvað mest
um alþýðuna og ágæti hennar
í ræðum sínum, greip til þess
ráðs þegar hann var innanrík-
isráðherra 1968 að láta lög-
regluna skjóta á stúdenta sem
voru að mótmæla í höfuðborg-
inni, 100 féllu. í utanríkismál-
um skipa fulltrúar Mexíkó-
stjórnar sér vinstra megin við
miðju, þeir lýsa yfir stuðningi
við markmið marxistanna eða
sandínistanna í Nicaragua og
telja Sovétmenn fylgja frið-
arstefnu á alþjóðavettvangi.
Mexíkanska þjóðarbúið á allt
sitt undir Bandaríkjunum en
andbandarísk sjónarmið setja
sterkan svip á stjórnmálalíf
Mexíkó.
Vegna þess að vinstrisinn-
um um víða veröld er fremur
hlýtt til þeirra viðhorfa sem
ráðamenn hins alráða flokks í
Mexíkó prédika á alþjóða-
vettvangi beinist athygli
þeirra, sem telja sig vera í
mesta rétti til að fella sið-
ferðilega dóma um stjórnarfar
einstakra þjóða, ekki svo mjög
að Mexíkó — að minnsta kosti
ekki til að gagnrýna stjórn-
arherrana. En hvað sem því
líður er fyllsta ástæða til að
hafa áhyggjur af því, sem
kami að gerast í Mexíkó. Þetta
er mannflesta ríki Mið-
Ameríku og spenna í þeim
heimshluta magnast jafnt og
þétt vegna undirróðurs komm-
únista.
Stjórnarfar eins og það sem
ríkir í Mexíkó er ekki aðeins
gró&rarstía fjármála- og
vaidaspillingar, öfgaöfl til
vinstri og hægri geta ekki
fengið betri akur til að rækta
en þar sem stundaðar eru
blekkingar og svik í nafni lýð-
Tæðis. Dæmi um afleiðingar
slíkrar blekkingariðju má sjá í
Zimbabwe, þar sem nýlega var
kosið til þings. Skilja verður
orð marxistans Roberts Mug-
abe, forsætisráðherra og sig-
urvegara í kosningunum, á
þann veg, að fólkinu sé fyrir
bestu að hætta þessu kosn-
ingastússi, hann ætli að sjá
um stjórnmálin með því að
banna alla flokka nema sinn
eigin. Vinstrisinnar um víða
veröld rísa auðvitað ekki upp
gegn pólitísku ofbeldi af þessu
tagi.
Helgur dómur heilags
Þorláks í Gullskápnum
Magnúsar-kirkja („Múrinn") f Kirkjubc
— eftir Kolbein
Þorleifsson
Helgur dómur heilags
Þorláks í Gullskápnum
Sú frétt birtist í Morgunblaðinu
fyrr á þessu ári, að Jóhannes Páll
II páfi hefði lýst Þorlák helga
verndardýrling íslands. Þessi
frétt byggðist á páfabréfi útgefnu
í Páfagarði 14. janúar 1984, en það
var formlega birt í tímariti kaþ-
ólskra manna á íslandi Merki
krossins 1. hefti 1985. Fyrir íslend-
inga eru þetta vitaskuld stórtíð-
indi, einkum þegar það er haft i
huga, hvað saga hins kaþólska ís-
lands og bókmenntir hinnar kaþ-
ólsku menningar á íslandi hafa
skipað mikið rúm í íslensku
menntakerfi á þessari öld. Miðald-
ir fslands eru enn sífelld upp-
spretta umræðu lærdómsmanna
og alþýðufólks. Þessi umræða
væri óhugsandi án þess mikla bók-
menntaarfs, sem kaþólska mið-
aldakirkjan skildi eftir og enn er
ausið af, því að sá arfur virðist
vera óþrjótandi.
Áðurnefnt bréf Jóhannesar Páls
II páfa hlýtur að vekja menn til
umhugsunar um þann arf, sem
heilagur Þorlákur og kanúkaregl-
an hefur skilið eftir sig hér á
landi, og ekki síður um það, hvað
sé orðið af helgum dómum hans.
Grein mín nú er skrifuð til að
benda mönnum á það, að enn þann
dag í dag á að vera varðveittur
helgur dómur verndardýrlings ís-
lands í múr Magnúsar-kirkju í
Kirkjubæ í Færeyjum
Gullskápurinn
í Kirkjubæ í Færeyjum stendur
múr hinnar svonefndu Magnús-
arkirkju, sem reistur var á mið-
öldum. Smíði hennar var aldrei
lokið, en veggirnir komust upp og
ýmis merki þess sjást, að kirkjan
hafi verið vígð, svo sem vígslu-
krossar og helgimyndir úr blýi. Á
veggnum bak við altarið er varð-
veitt krossfestingarmynd úr blýi
með áletrun á latínu umhverfis.
Þessi staður hefur öldum saman
gengið undir nafninu „Gullskápur-
inn“, og þessum skáp hefur fylgt
sú þjóðtrú, að illa færi fyrir hverj-
um þeim manni, sem flytti inni-
hald hans úr stað. Vegna þjóð-
trúarinnar hefur staður þessi því
fengið að vera f friði, utan einu
sinni, að skápurinn var opnaður
til þess að kanna það, hvort nokkr-
ir helgir dómar væru varðveittir
þarna. Þetta gerðist 9. júní árið
1905. Þá héldu fjórir menn af stað
heiman frá Kirkjubæ og gengu inn
í Múrinn. Þetta voru þeir Jóhann-
es Patursson kóngsbóndi í Kirkju-
bæ og vinnumaður hans, Kristján
Berentsen amtmaður og Kofoed-
Jensen, ungur arkitekt frá danska
þjóðminjasafninu.
Ætlunin var að biðja vinnu-
manninn um að taka niður blý-
plötuna og steininn á bak við, en
hann þverneitaði að vinna verkið
og bar fyrir sig áðurnefnda þjóð-
trú. Engu að síður héldu hinir
áfram verkinu, og fór svo að lykt-
um, að þeir drógu fram blýkistil
með fimm skinnpokum. Opnuðu
þeir síðan einn pokann og fundu
þar tréflís. Lögðu þeir síðan allt á
sinn stað aftur, þvi að nú höfðu
þeir fengið það staðfest, að f
Gullskápnum væru geymdir helgir
dómar. Það segja mér fróðir
menn, að Gullskápurinn hafi verið
óhreyfður síðan.
Úr skríni heil-
ags Þorláks
Af áletrun þeirri, sem er á
Gullskápnum, lásu mennirnir um
það, sem á bak við var geymt. Þar
væri að finna flís úr krosstré
Krists, hluta af Guðslambinu
(hostíunni), hluti af klæði Mariu
meyjar, leggur af Magnúsi Eyja-
jarli og (eitthvað) úr skríni heilags
Þorláks (de tumulo Sancti Þor-
laci).
Sá sem hefur reist Magnúsar-
kirkju í Kirkjubæ, hefur augsýni-
lega lagt f mikinn kostnað við að
gera helga dóma kirkjunnar sem
virðulegasta. Það hefur ekki verið
lftið verk að útvega flís úr
krosstré Krists. Annálar segja frá
því, að það hafi verið flutt til Krft-
ar árið 1292, svo að þá hefur gefist
tækifæri til að fá helgan dóm
hans. Og auðvitað átti helgur
dómur Magnúsar Eyjajarls heima
í dómkirkju hans. Dýrasti fjár-
sjóðurinn hefur vitaskuld verið
helgur dómur Maríu meyjar.
Allir sem kunnugir eru íslensk-
um miðaldabókmenntum vita, að
þær hafa að geyma helgisagnirnar
sem fylgja þessum helgu dómum.
Við höfum ennþá Maríukvæðið
Lilju mjög í hávegum, og gefum út
Þorláks sögu og Orkneyinga sögu.
Kannske von sé á Maríu sögu f
náinni framtið? En fáir þekkja nú
söguna af krosstrénu, sem átti
sínar merku kirkjur í Kaldaðar-
nesi á Flóa og á Setbergi í Eyrar-
sveit: söguna um sendiför Sets
Adamssonar til paradísar og allt
sem af henni leiddi fram á daga
Konstantínusar keisara.
Hver skyldi hafa útvegað Magn-
úsarkirkju þessa gripi? Ég held,
að hægt sé að geta sér þess til með
nokkurri vissu. Það var Færeyja-
biskupinn Erlendur, biskup
1268—1308.
Erlendur biskup
Þegar Árna biskups saga segir
frá vígsjudegi Árna Þorlákssonar
(Staða-Árna) biskups í Skálholti,
getur hún þess um leið, að á sama
ári hafi vígst Erlendur biskup til
Færeyja. Auk þess endar sagan,
eins og hún er nú varðveitt, á frá-
„Grein mín nú er skrif-
uö til aö benda mönnum
á það, aö enn þann dag í
dag á aö vera varðveitt-
ur helgur dómur vernd-
ardýrlings íslands í múr
Magnúsar-kirkju í
Kirkjubæ í Færeyjum.“
sögu af kraftaverki í Magnúsar-
kirkju í Kirkjubæ, og mun sá at-
burður hafa átt sér stað árið 1290.
Þetta tvennt bendir til þess, ásamt
mörgu öðru, að ísland og Færeyj-
ar voru hluti af stærri heild, sem
var norska erkibiskupsdæmið, eða
ef menn vilja heldur nota verald-
lega skilgreiningu, norska kon-
ungsríkið. Hér er hentugast að
nota erkibiskupsdæmið sem við-
miðun.
Á þrettándu öld er Björgvin
blómlegasta borgin í erkibisk-
upsdæminu, og þaðan koma marg-
ir duglegir kirkjunnar menn, og á
seinni hluta 13. aldar komu þaðan
biskupar sem reyndust hörkudug-
legir kirkjusmiðir, svo sem Árni
biskup f Stafangri, sem lét reisa
dómkirkju í Stafangri sem fræger
orðin. Erlendur biskup var einn af
kunningjum Árna, enda voru þeir
báðir kanúkar af Ágústfnusar-
reglu, rétt eins og Árni Þorláksson
í Skáíholti.
Svo einkennilega vill til, að
ævisaga Erlends biskups hefur
varðveist. Hún var rituð með rúna-
letri á blýplötu, sem lögð var í
kistu hans árið 1308. Ævisagan
var á latínu, svo að þegar kistan
var grafin upp árið 1420 þurfti að
fá sérfræðinga í rúnum til að um-
rita textann á latinuletur. Líkleg-
ast hefur fræðimönnum um alda-
mótin 1900 þótt það kyndug frá-
sögn, að ævisaga biskups hafi ver-
ið rituð á latínu með norrænu
rúnaletri árið 1308, því að aldrei
hefur þessu verið haldið á loft í
fræðiritum. En nú hefur fornleifa-
gröftur í Björgvin staðfest svo
ekki verður um villst, að notkun
rúna hefur verið hluti af hvers-
dagslegri menntun Björgvinj-
arbúa á þessum árum.
Ævisaga þessi er rituð sem
ævisaga heilags manns, þvf að
ekki verður betur séð en að mað-
urinn hafi verið skyggn eins og
Emmanuel Swedenborg, því að
Erlendur biskup gat lýst bruna
staðs og kirkju í Kirkjubæ, þegar
hann var staddur í Björgvin í
embættiserindum. Það var eftir
þennan bruna (1270), sem hann
hóf byggingu steinkirkjunnar.
Hann virðist einnig hafa átt í
harðri baráttu um eignarhald á
kirkjustöðum í Færeyjum, rétt
eins og samtímamaður hans i
Skálholti. Höfuðandstæðingur
Erlends biskups hét Hergeir
(Hergerus), sem í ævisögunni er
nefndur „Belíals sonur“ eins og
Hrafn Oddsson lögmaður í Árna
biskups sögu. Það var í erinda-
gerðum vegna staðamála i Björg-
vin sem Erlendur biskup veiktist
eftir að hafa borið sigurorð af
andstæðingi sínum með aðstoð
„eldingar Krists", þ.e. bannfær-
ingarvopnsins, og dó hann 13. júní
1308.
Erlendur skírði Hákon konung
Magnússon lagabætis, og beitti
áhrifum sínum til að fá setta
löggjöf um sauðabúskap í Færeyj-
um, svokallað „Sauðarbréf".
Menntun Erlends
Erlendur biskup var kanúki af
reglu heilags Ágústínusar og er
þvf reglubróðir margra þeirra
manna sem hæst bar i sögu erki-
biskupsdæmisins á þessum árum.
Þess vegna hafði hann ærna
ástæðu til að halda upp á heilagan
Þorlák og hann virðist hafa iðkað
sams konar meinlæti og heilagur
Þorlákur, þar eð ævisagan segir
Erlend hafa borið gróft klæði
næst sér.
Áður en hann var kallaður til
biskups, var Erlendur skólameist-
ari við dómskólann í Björgvin. Það
leiðir hugann að því, með hvaða
menntun hann lagði út í ævistarf
sitt. Ágústínus kirkjufaðir hafði
hvatt alla sem lifðu samkvæmt
reglu sinni til að iðka bóklestur.
Um þennan Iærdómsáhuga ber
skýrast vitni Guðfreyr í Viktors-
klaustrinu, samtímamaður heilags
Þorláks, sem orti svo um brúar-
smiðinn Ágústínus á Signubökk-
um um árið 1176:
Ágústín á efstu brú
Á sér hefðar sæti;
I huga og verki helgun trú
Hefur gert bílæti;
Þekking hans í þjóðar hug
Þjóðarhallar byggir dug;
Njósnar augu á efstu brá
Yfir líta víða á.
Ofgnótt á af eðla mjöð,
Yfrið nóg af könnum;
Allar gerðir af göfgum seið
Gefa næring mönnum;
Þeir sem drjúgum teyga teyg
Teyga meira en granna veig;
Því að viða vatnsins náð
Vill hann senda heims um láð.
Þó að spurt sé stórt um stund
Stendur hann ei sem þvara;
Gátan öll á eina lund
Á sér fjölda svara;
Þar sem göfgur gumi sést,
Garðinn dyggða græðir best;
Fullkomna gleði frjóvgar hann,
Fögrum sætleik gæða kann.
(Þýðing: K.Þ.)
Hvernig Ágústínus fór að því að
mennta þessa lærisveina sína í
norska erkibiskupsdæminu, er
hægt að sjá af mörgu. Merkilegust
þykir mér þó vera bókaskrá nokk-
ur, sem norskir fræðimenn hafa
viljað eigna Árna Sigurðssyni
Björgvinjarbiskupi, en hjá honum
dó Erlendur Færeyjabiskup. í
þessari skrá sést m.a. að eigand-
inn hefur átt ýmis rit á „nor-
rænu“, m.a. Örvar-Odds sögu og
Þiðreks sögu af Bern, — annað
saga af kristnum helgikappa (Örv-
ar-Oddi), hitt saga af Belías syni
sem óð i Ariusarvillu (Þiðriks
saga af Bern). Þarna er líka „Sál-
arstríð” Prudentíusar meðal bóka
um guðsþjónustuna, en þessi bók
var aðalhandbók miðaldamanna í
andlegri spekt (allegóríu) og lýsti
orrustum á milli kristinna dyggða
og heiðinna lasta. Þarna eru líka
„skriftaboð", gefin af Árna Skál-
holtsbiskupi. (Skyldu þetta vera
skriftaboð Þorláks?). Þarna er
líka bók eftir einhvern Lotharius
um eymd mannanna — þar mun
vera um að ræða Innocentius III,
áður en hann varð páfi. Auk þessa
eru lagaskýringarrit Galfreðs og
Ræmunds, málfræðibækur og
reikningsbækur. Lagaskýringar-
ritin vekja athygli, því að Jón
rauði erkibiskup afhenti biskup-
um sínum slíkar bækur áður en
hann sendi þá heim frá vígslu,
eins og saga Árna biskups vottar.
Árna saga biskups sýnir líka
hvernig biskuparnir notuðu
menntun sína, með því að rekja
bannfæringarræðu biskups yfir
Hrafni Oddssyni lögmanni. Þar er
Hrafni líkt við öll illmenni krist-
innar guðfræði, svo sem Antíokk-
us Epífanes (Gyðinga saga), Þið-
rek af Bern og Gajus Caesar (Gaj-
us Decius). Erlendur Færeyjabisk-
up hefur liklega haldið svipaða
ræðu yfir Hergeiri hinum fær-
eyska.
Sambandið við
Björgvin
Það er kaupstaðurinn í Björg-
vin, sem gerði Erlendi biskupi
kleift að afla dómkirkju sinni
helgra dóma, sem honum þóttu
best sæma svo helgum stað. Mér
sýnist, að þetta hafi gerst á síð-
asta áratug þrettándu aldar. Þá er
ýmislegt að gerast varðandi heil-
agan Þorlák og krosstréð heiga,
sem gerir Erlendi kleift að náigast
þessa helgu dóma. Vegna tiðra
ferða sinna til Björgvinjar hefur
hann haft spurnir af skrínlagn-
ingu Þoriáks á dogum Árna bisk-
ups Þorlákssonar. Það er skaði, að
seinni hluti Arna sögu biskups er
að fullu glataður, svo að enginn
getur sagt lengur frá þeirri hátið,
sem þá var í Skálholti, þegar heil-
agur Þorlákur var lagður í sitt
veglega skrín. Jafnvel skrínið er
týnt! En í Færeyjum er helgur
dómur heilags Þorláks varðveittur
i Gullskápnum.
Héfundur er prestur og fræiimnó-
Kaupmannahöfn:
Árnesingakórinn
JónNhÚNÍ, Kaupmannahofn, 11. júlí.
UNDANFARNA daga hefur Árnesingakórinn í Reykjavík verið í söngfor um
Noreg, Svíþjóð og Danmörku. Söngstjóri kórsins er Guðmundur Ómar
Óskarsson, organisti og tónlistarkennarí í Mosfellssveit, undirleikari Guðni
Þ. Guðmundsson, organisti Bústaðakirkju, og fararstjóri Guðmundur Guð-
mundsson, fræðslufulltrúi SÍS.
Flaug hópurinn til Þrándheims,
ók um Guðbrandsdalinn áleiðis til
Osló og hélt söngskemmtun í Otta
við beztu undirtektir. { Osló söng
kórinn, sem telur 35 félaga, í St.
Hans-garðinum í góðu veðri og
átti síðan ánægjulega samvera-
stund með íslendingum í Osló í
félagsheimili þeirra.
Sl. sunnudag lá leiðin til Sví-
þjóðar og i Gautaborg söng Árnes-
ingakórinn úti í Liseberg-garðin-
um og síðan við íslenzka ferming-
arguðsþjónustu í Norsku sió-
mannakirkjunni, þar sem síra Ag-
úst Sigurðsson fermdi og skírði.
Höfðu söngstjórinn og kórfélag-
arnir æft messusvör og sálma sér-
í söngför
staklega fyrir þessa hátíðarstund
við fágaðan undirleik Guðna Þ.
Guðmundssonar. Söngfólk og
stjórnendur þáðu kaffiveitingar
Sænsk-islenska félagsins og að-
standenda fermingardrengsins,
Agnars Eide Agnarssonar, að
guðsþjónustu lokinni i hinu vist-
lega félagsheimili norsku kirkj-
unnar, en þar fara íslenzku guð-
sþjónusturnar ætíð fram. Flutti
formaður félagsins, Britta Gisla-
son, ávarp, og fleiri ávörp voru
flutt og söng kórinn nokkur ver-
aldleg lög.
Þá kom kórinn hingað til Kaup-
mannahafnar og þáði höfðinglegt
boð sendiherrahjónanna, Einars
Ágústssonar og frú Þórunnar Sig-
urðardóttur, ásamt með Kirkjukór
islenzka safnaðarins hér. Sungu
kórfélagar í garðinum við heimili
sendiherrahjónanna í yndislegu
veðri.
f gærkvöldi hélt Árnesingakór-
inn svo tónleika i félagsheimilinu i
Jónshúsi fyrir fullu húsi og við
frábærar undirtektir áheyrenda.
Sungu Árnesingarnir um 30 lög,
lang flest íslenzk og mörg eftir
tónskáld úr Árnessýslu, en einnig
lög eftir Bach og nokkur skand-
inavísk lög.
Að tónleikunum loknum var
gengið til Skt. Pálskirkju, þar sem
Gaðni Þ. Guðmundsson lék á hið
voikla orgel kirkjunnar og var það
railldarlegt. Guðni er kunnugur
þar í kirkjunni, en er hann stund-
aði orgelnám hér i 6 ár, lék hann
standum fyrir íslenzka söfnuðinn i
forföllum Axels Amfjörð organ-
ista, og söng með í íslenzku mess-
mnun. Þá átti Guðni gott samstarf
við prestinn i Skt. Pálskirkjunni,
síra Poul J. Voss, er þeir unnu
saman í Vestra-fangelsinu, þar
sem Guðni stofnaði m.a. kór meðal
fanganna og var mjög vel látinn.
Á morgun halda kórfélagar og
fylgdarlið þeirra áleiðis heim til
Uddevalla í Sviþjóð og Þránd-
heims ánægðir eftir skemmtilega
ferð.
G.LAsg.