Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 3 Á að draga úr opinberum afskiptum af atvinnulífi: Þrír af fjórum telja mátulega eða of skammt gengið SJÖTÍU og fimm af hverjum hundr- að aðspurðum telja mátulega langt eða of skammt gengið í því að draga úr opinberum afskiptum af íslenzku atvinnulífi. Þetta er meginniður- staða í skoðanakönnun, sem Hag- vangur hf. vann fyrir Verzlunarráð íslands í maímánuði síðastliðnum. Spurt var: „Að undanförnu hefur verið unnið að því að draga úr opin- berum afskiptum af atvinnulífinu. Finnst þér að gengið hafi verið of langt eða of skammt í þessu efni?“ Úrtakið var 1000 manns. 80% svör- uðu. Fimmtíu og sex af hundraði, sem spurðir voru, töldu mátulega langt eða of skammt gengið í að draga úr opinberum afskiptum af atvinnulífi í landinu. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra, sem afstöðu tóku, telja þrír af hverjum fjórum (75%) mátulega eða of skammt gengið í þessu efni. Svör þáttakenda voru þannig: Of langt gengið 19%, of skammt 37,4%, mátulega 18,5%, veit ekki 23,9%, neita að svara 1,3%. Þeir sem telja of langt gengið eru hlutfallslega flestir í strjábýli (42%); þó telur um þriðjungur þess hóps of skammt gengið. Ná- lægt helmingur höfuðborgarbúa og íbúa í þéttbýli úti á landi telur of skammt gengið; fjórðungur of langt. 46% bænda og 60% lífeyrisþega telja of langt gengið. Um og yfir helmingur annarra stétta telur hinsvegar of skammt gengið. 56% karla telja of skammt gengið en aðeins 43% kvenna. Hlutfallslega fleira af þeim yngstu telja of langt gengið í því að draga úr opinberum afskiptum. 53% 18 og 19 ára eru þessarar skoðunar og 32% 20 til 24 ára, en þetta hlutfall er frá 17—30% hjá öðrum aldurshópum. (Heimild Viðskiptamál/Fréttabréf Verzlunarráðs íslands). Frá undirritun samkomulags við Alusuisse Samkomulag um viðmiðan- ir við skattlagningu ÍSALS SAMKOMULAG hefur tekist um öll meginatriði í deilu íslendinga við svissneska álfyrirtækið Alusuisse sem lutu að útreikningi á verði aðfanga og framleiðslu ÍSAL í skattalegu tilliti. Nýjar reglur verða teknar upp við útreikninginn, sem styðjast við sérstök viðmiðunarverð til að ákvarða sölu- verð á áli og kostnaðarverð á súráli og rafskautum til álbrsðslunnar. Þá er í samkomulaginu kveðið á um að Alusuisse muni leggja fé til ÍSALs, upphæð sem nemur 30—40% af langtímaskuldum fyrirtækisins. Kemur það til með að minnka vaxtakostnað til muna og bæta stöðu fyrirtækisins, en tap er á því nú og verður svo fyrirsjáanlega í ár. Samkomulagið mun ekki gefa íslendingum meira í aðra hönd eins og afkomu tSALs er nú hátt- að, en strax og það fer að skila hagnaði mun svo verða að sögn iðnaðarráðherra Sverris Her- mannssonar, þar sem skýrara er kveðið á um alla hluti er varða skattlagningu þess. Talið er að ál- verð sé nú i lágmarki, en spáð er að það tvöfaldist á næstu fjórum árum. Að sögn samningamanna fyrir tslands hönd, gefur sam- komulagið aldrei minna af sér, en við fáum nú í aðra hönd. ÍSAL greiðir áfram sem svarar 20 doll- urum af hverju tonni af áli frá bræðslunni, án tillits til þess hver afkoma fyrirtækisins er og skatt- ur umfram það er greiddur árlega af hagnaði þess frá fyrra ári. Það kom fram á blaðamanna- fundi þar sem samkomulagið var kynnt, að deilur sem þessar milli ríkisstjórnar og fjölþjóðafyrir- tækis, eiga sér ekki hliðstæðu og hafa aldrei komist á það stig, sem þær voru komnar á í þessu tilviki. Sérfræðingar Aiusuisse og rík- isstjórnar Islands munu áfram vinna að gerð samningsins í smá- atriðum, en gert er ráð fyrir að hann verði lagður fyrir Alþingi í haust er það kemur saman. Sverrir kvað nú vera hægt að hefja viðræður um 50% stækkun álversins af fullum krafti. Þar hefur verið rætt um að nýir eign- araðilar komi til, en þessar við- ræður eru á byrjunarstigi og ekki hægt að skýra frá þeim að svo stöddu. „Með þessu samkomulagi vonast ég til að í framtíðinni þurfi ekki að koma til deilu eins og þéirrar sem við höfum staðið i. Auk þess er rekstrargrundvöllur fyrirtækis- ins bættur til muna með þessari eiginfjáraukningu og eykur lík- urnar á að ÍSAL geti skilað hagn- aði,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra. Hannekur hvemveg áenda... Nybylavegi8 200Kópavogi S 91-44144 essemm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.