Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1985
Bjarni Áskelsson fískeldismaður á Laxeyri í Hálsasveit:
Væri ekki í þessu nema
af því að þetta er gaman
Bjarni Askelsson fiskeldismaður vló litikerin.
Borgarfiröi, 29. júní.
f LANDI Stóra-Áss í Hálsasveit hefur verið byggö fiskeldisstöð, sem nefnd
hefur verið Laxeyri. Hefur það verið lengi á dagskrá hjá veiðifélögunum í
Borgarfirði að stofnsetja slíka stöð. Komst skriður á þetta mál á árunum
1981 til 1982. Veiðifélögin á Borgarfjarðarsvæðinu eiga 2/s, Sambandið '/>,
Kaupfélag Borgfirðinga '/5 og einstaklingar og hreppar afganginn ásamt
fiskeldisstöðinni í Lárósi á Snæfellsnesi. íbúðarhús hefur verið byggt, útiker
og 1000 m2 skáli, sem að mestu mun hýsa fiskeldisker, ásamt annarri
starfsemi sem til þarf.
Laxeyri f HálsasveiL
Forstððumaður fiskeldisstöðvar-
innar á Laxeyri er Bjarni Áskelsson
fiskeldismaður. Sagði Bjarni, að
kalda vatnið væri tekið úr Gils-
bakkalandi I Hvítársíðu og heita
vatnið úr Áslaug í landi Stóra Áss.
Hversu mikil mun framleiðslugeta
stöðvarinnar verða?
— Áætluð framleiðslugeta er 250
þúsund gönguseiði og 300 þúsund
sumaralin seiði. Ætti að vera hægt
að selja 200 þús. gönguseiði næsta
vor og 100 þúsund gönguseiði verða
seld í sumar. Er þetta fyrsta
sumarið, sem er sleppt einhverju að
ráði frá stöðinni.
Fiskurinn, sem kreistur er, kem-
ur syðst frá Laxá í Leirársveit og
vestast úr Hítará á Mýrum. Er
þetta í fyrsta sinn, sem alin eru
seiði í vatni af vatnasvæði Borg-
arfjarðar. Engin utanaðkomandi
hrogn annars staðar frá eru tekin
inn í stöðina eða seiði. Aðeins úr
. hráðsker«'nl,,Ci’
An**
hva' tórMlM‘nSein»
' 9n*US»«"“n’
surTia ótrúl69a
AHt I Í-J&Í
ódyrum’ p
’ífe.
tsso
m W
OLIUFELAGIÐ HF
fiskum af Borgarfjarðarsvæðinu.
Hefur engin veiki komið upp í stöð-
inni?
— Nei. Við höfum verið lausir
við áföll hingað til. Við höfum
tryggt okkur gegn óhöppum og
sjúkdómum. Munar það miklu, þótt
iðgjöld séu há, að vera vel tryggður,
því það er ekki gaman að verða
fyrir áföllum eins og átt hafa sér
stað undanfarið.
Fisksjúkdómaeftirlit er í lág-
marki. Ekki næg fjárveiting sem
fæst til þess. Sá sem er í starfinu
gerir sitt bezta, en hann kemst ekki
yfir svo mikið. Þá má minna á, að
engin ráðgjafarþjónusta er í fisk-
eldi. Helzt, að menn afli sér vitn-
eskju með því að leita hver til ann-
ars. Þeir, sem hafa verið í þessu,
hafa þurft að treysta á sjálfa sig og
áföllin því e.t.v. verið meiri þar sem
menn voru að fikra sig áfram í
ónuminni búgrein.
Það er þó að vænta fólks, sem
hefur fengið þjálfun í þessum fræð-
um frá Hólaskóla vorið 1986 og mun
það vissulega verða mikið til bóta.
í hverju er starf fiskeldismanns
fólgið?
— Helzt í því að þrífa hvert ker
daglega, gefa mat og almennt eftir-
lit. Þá koma tarnir við sleppingu og
klakfisktöku. Jafnhliða er unnið að
grisjun og flokkun á seiðunum.
Þar sem þetta er ný búgrein,
koma margir til þess að fræðast um
fiskeldi og aðrir hringja. Hef ég
orðið var við geysilegan áhuga
manna á þessari grein. Þetta er lif-
andi starf og mun betra en slorið,
þótt ég sé alinn upp við það, enda
væri maður ekki í þessu starfi nema
af því að þetta er gaman. Lítið er
um þetta vitað og þess vegna verður
að treysta meira á sjálfan sig en
ella.
Hvaó um framtíð stöðvarinnar?
— Hún á að vera tryggð ef þetta
gengur óhappalaust og við náum
upp 200 þúsund seiðum fyrir næsta
vor, að þá ætti þetta að ganga.
Rekstrarkostnaður er í lágmarki,
þar sem ekki þarf að dæla vatninu
að stöðinni og við því óháðir raf-
magni. Áætlað er, að 2!á — 3 menn
starfi við stöðina, og fyrir utan
mannahald er fóðurkostnaður
helzti liðurinn. Þetta ætti því að
vera nokkuð tryggt.
— pÞ
Margeir
stigahæstur
íslenzkra
skákmanna
MARGEIR Pétursson, alþjóðlegur
meistari, er stigahæsti íslenzki skák-
maðurinn samkvæmt nýjum Elo-lista
FIDE, Alþjóðaskáksambandsins.
Margeir befur 2550 Elo-stig. Helgi
Ólafsson, stórmeistari, er í öðru sæti
með 2515 Elo-stig. Jóhann Hjartar-
son, alþjóðlegur meistari, er í þriðja
sæti með 2505 stig og Jón L. Árnason,
alþjóðlegur meistari, hefur 2500 Elo-
stig.
Margeir er í 35-39. sæti á stiga-
lista FIDE og er stigahæsti alþjóð-
legi skákmaðurinn í heiminum
ásamt þeim Miso Cebalo, Júgóslav-
íu, Kiril Georgiev, Búlgaríu og Kev-
in Spraggett, Kanada. Allir hafa
þeir 2550 Elostig ásamt sovéska
stórmeistaranum Lputian. Helgi
ólafsson er í 75. sæti yfir stiga-
hæstu skákmenn heims, Jóhann
Hjartarson í 91. sæti og Jón L.
Árnason í 98. sæti.
Tíu stigahæstu skákmenn Islands
á eftir fjórmenningunum eru; Guð-
mundur Sigurjónsson, stórmeistari,
2490, Friðrik Ólafsson, stórmeist-
ari, 2485, Karl Þorsteins, alþjóðleg-
ur meistari, 2415, Ingi R. Jóhanns-
son, alþjóðlegur meistari, 2410.
Ingvar Asmundsson 2400 og Sævar
Bjarnason, alþjóðlegur meistari,
2385.