Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ L985 - 18 Samanburður á raforkufyrirtækjum á Norðurlöndum: Sérstaða Lands- virkjunar mikil Á NÝAFS’TÖÐNUM aftalfundi Sam- bands íslenskra rafveitna hélt Edvard GuAnason, deildarverkfræöingur hjá Landsvirkjun, erindi um raforkufram- leiðslu á Islandi og í Skandinavíu. í erindi sínu bar Edvard saman Lands- virkjun og nokkur systurfyrirtaeki hennar á Norðurlöndunum og skýrði þann aðstöðumun, sem er á raforku- framleiðslu hér á landi og á megin- landi Evrópu. Morgunblaðið leitaði frétta hjá Edvard og bað hann að segja frá niðurstöðum sínum. Hvernig er uppbyggingu þessara systurfyrirtækja Landsvirkjunar háttað? — Fyrst er rétt að geta þess, að mikill stærðarmunur er á fyrir- tækjunum, sem starfa við raforku- framleiðslu á Norðurlöndunum. Landsvirkjun er mjög lítil rekstrar- eining á norrænan mælikvarða og hefur aðeins um 2% af raforkusöl- unni á Norðurlöndunum. Lands- virkjun framleiðir þó um 90% af þeirri raforku sem notuð er hér inn- anlands. Fyrirtækin hafa öll einkarétt til raforkusölu hvert á sinu svæði, en rekstrarfyrirkomulag þeirra er mjög mismunandi og þau eru allt frá því að vera hlutafélög til hreinna ríkisfyrirtækja. Lands- virkjun er eins og kunnugt er sam- eignarfyrirtæki ríkisins, Reykja- víkurborgar og Akureyrarbæjar. Hefur þessi mismunur á rekstr- arfyrirkomulagi einhver áhrif á af- komuna? — Reksirarfyrirkomulagið hefur greinilega áhrif á afkomu fyrir- tækjanna, vegna þess hve mikið að- hald er af hálfu hins opinbera með verðmyndun á raforku. Ríkisfyrir- tækjum í hópnum er sumum bætt úr ríkissjóði það tap sem þau verða fyrir vegna ákvarðana stjórnvalda. Gott dæmi um slíkt er verðstöðvun, sem leiðir til þess að ákveðinn vandi safnast upp. Þar hafa einka- fyrirtækin og sameignarfyrirtækin þá einu lausn á að hækka orkuverð- ið verulega mikið að loknu slíku tímabili. Við erum núna í slíkri stöðu hérna á íslandi. Einnig hefur hagkvæmni stærð- arinnar sitt að segja, en stærsta fyrirtækið, Vattenfall í Svíþjóð, seldi um 20 sinnum meiri raforku á árinu 1983 en Landsvirkjun. Nú hefur hátt raforkuverð hér á landi verið mikið í brennidepli und- anfarið, hvernig stöndum við í sam- anburði við Norðurlöndin? — Samanburður á orkuverði er mjög vandmeðfarinn og sérstaklega milli landa. Þó held ég að meðal- verð ársins til notenda hjá heilum fyrirtækjum gefi nokkra hugmynd um hvar við stöndum. í samanburði við systurfyrirtæki Landsvirkjunar á Norðurlöndunum, á tímabilinu 1970 til 1983, kemur í ljós að meðalverð Landsvirkjunar til almenningsveitna umreiknað í bandaríkjamill (1000 mill = 1 doll- ar) hefur verið með því lægsta á Norðurlöndunum fram til ársins 1981, en á því ári lauk tímabili verðstöðvunar hér á landi. Á árinu 1983 fórum við upp fyrir finnska fyrirtækið Imatran Voima, sem fram að þeim tíma hafði haft hæsta meðalverðið. Raunverð á raforku frá Landsvirkjun náði hámarki í ágúst 1983, en hefur síðan jafnt og þétt farið lækkandi og á eftir að lækka enn frekar á næstu árum. Það er athyglisvert að verðið er lægst í Noregi allan þennan tíma, hafa Norðmenn einhverja sérstöðu umfram aðra? Edvard Guðnason deildarverkfræð- ingur. — Norðmenn framleiða næstum alla sína raforku í vatnsaflsstöðv- um eins og við og ættu því að vera svipað í sveit settir. En þetta lága raforkuverð í Noregi á sér sínar eðlilegu skýringar og má skipta þeim í þrennt. I fyrsta lagi er raf- orkukerfið í Noregi talsvert eldra en okkar kerfi og þeir eru því búnir að afskrifa það að meira marki en við. í öðru lagi eru virkjanir hjá norsku ríkisrafveitunum fjármagn- aðar með hagstæðum lánum frá norska ríkinu, meðan Landsvirkjun hefur þurft að leita á alþjóðlega lánamarkaði. { þriðja lagi geta Norðmenn nýtt sér samtengingu við raforkukerfi annarra landa og selt umframorku úr landi, meðan umframorka hér á landi er seld að hluta sem afgangsorka en afgang- urinn rennur ónýttur til sjávar. Eitt atriði enn er afgerandi þegar við berum okkar verð saman við verðið í Noregi og það er að þegar rekstrarhalli verður á norsku ríkis- rafveitunum er hann greiddur úr ríkissjóði Noregs. Landsvirkjun verður hins vegar að miða sína gjaldskrá við það að eðlilegur af- rakstur fáist af því fjármagni, sem bundið er í rekstrinum. Það segir sig sjálft, að þetta er ekki hægt ef verðstöðvun kemur í veg fyrir eðli- legar hækkanir til að vega upp á móti verðbólgurýrnun, eins og til- fellið var á síðasta áratug. Nú er raforkukerfi í Skandinavíu samtengt, hefur það einhverja sér- staka kosti í för með sér? — í Skandinavíu og reyndar allri Evrópu er talsvert flutt af raforku milli landa og með því er hægt að nýta orkuverin á hagkvæmari hátt en ella. Þannig geta t.d. Danir með sín olíu- og kolaorkuver keypt rafmagn frá Noregi á mesta álags- tíma á daginn og skilað því aftur á nóttunni. Athugun sem gerð var fyrir nokkrum árum á raforkukerfi meginlands Evrópu leiddi í ljós, að enn frekari samtenging á næstu ár- um gat skilað allt að 5—10% sparn- aði í rekstrargjöldum fyrir heild- arkerfið. Við Islendingar erum enn sem komið er einangraðir frá þessu samtengda kerfi, þó að við höfum sjálfir lokið við að samtengja raf- orkukerfið innanlands. Það eitt sér hefur þó augljósa kosti, þar sem við getum virkjað stærra og hagkvæm- ar en ella fyrir almenna notkun innanlands. Eru einhver áform uppi um teng- ingu raforkukerfis okkar við önnur lönd? — Það var síðast gerð athugun á BM Vallá: Sæbjörg seldi fyrir ágætt verð SÆBJÖRG seldi tæp 64 tonn af þorski og ýsu í Grimsby í gær fyrir rúmar 3 milljónir. Meðalverðið er 48.10 krónur, sem er ágætisverð. Þá seldi Börkur NK í Grimsby í fyrradag tæp 147 tonn af þorski og ýsu fyrir 6.650.282 krónur. Meðal- verð 45.30 kr. Þá var einnig seldur gámafiskur í Hull og Grimsby, meðalverðið krónur 40.57. Umferðaróhapp í Hvoli, Saurbc, 6. júlí. NÝLEGA varð bílslys í Saurbæn- um, á móts við Hvol. Þar fór stór fólksbifreið af Doge-gerð út af veg- inum og hafnaði út í skurði, og stöðvaðist raunar á ræsi, sem þar liggur út frá þjóðveginum og heim að gamla bænum á Hvoli. Öhappið varð um miðjan dag, 3. júlí sl., er hjón frá Vest- mannaeyjum voru á leiðinni til Isafjarðar. Vegur er þarna beinn en nokkuð holóttur og dæld í veginn nokkru áður en komið er á slysstað. Merkilegt er það, að þarna á sama stað átti sér stað bílslys fyrir ári, er jeppabifreið fór út af veginum á nákvæmlega sama stað, aðeins hinum megin við veginn. Hjónin sluppu án mikilla meiðsla, og miklu betur en að- stæður gætu gefið tilefni til, maðurinn meiddist að visu nokk- Saurbæ uð á baki og bæði skárust þau í andliti og víðar, og voru þau flutt í sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina í Búðardal eftir að Gunnar Jóhannsson, læknir þar, hafði hugað að meiðslum þeirra. Þaðan voru þau svo flutt með flugvél til Reykjavíkur þar sem maðurinn var lagður inn í sjúkrahús. Bií- reiðin er mjög mikið skemmd, ef ekki ónýt. IJH. Anægðir með móttökurnar sem nýja framleiðslan hefur fengið hjá fólki — segir Víglundur Þorsteinsson forstjóri „ÞAÐ HEFUR verið mjög lífleg eft- irspurn eftir steinum og hellum sem við framleiðum og erum við verulega ánægðir með móttökurnar sem þess- ar nýjungar hafa fengið,“ sagði Víg- lundur Þorsteinsson forstjóri BM Vallá en fyrirtækið hefur hafið fram- leiðslu á steyptum hellum og stein- um, sem ætlað er í garða og önnur útivistarsvæði. Að sögn Víglundar er alveg á mörkunum að fyrirtækið hafi und- an og anni eftirspurn um þessar mundir. Því hefur ekki verið hægt að hefja framleiðslu á nýrri gerð af steinum, sem ætlunin var að bjóða upp á í júlí. Vonast er til að úr rætist á næstu tveimur vikum og þá verði nýju steinarnir komnir á markaðinn. Byrjað er að framleiða steina og hellur fyrir sumarið í febrúar og salan hefst í apríl. Hún getur staðið allt fram í nóvember eins og í fyrra en það fer eftir tíðar- fari. Vinsælasta framleiðslan eru U-steinarnir svokölluðu, sem gefa möguleika á steinhleðslum og einnig má nefna grassteinana sem eru holóttir og gras vex á milli. „Við verðum varir við að mögu- leikarnir sem framleiðsla okkar Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri. gefur hefur kveikt áhuga fólks á að endurskipuleggja garðinn og að gera nýja. Eg er viss um að okkar kynningarstarf hefur ekki einung- is haft áhrif á söluna hjá okkur heldur einnig aukið eftirspurn hjá öðrum framleiðendum," sagði Víglundur að lokum. Frá slysstað í Saurbæ. Jón Kristleifsson varð fyrstur til að aka yfir nýju brúna. Morgunblaðið/Bernhard Borgarfjörður: Nýja brúin yfir Kljáfoss opnuð Kleppjárnsreykjum 16. júlí: LAUGARDAGINN 20. júlí verður nýja brúin yfir Kljáfoss opnuð fyrir umferð bifreiða. Gamla brúin yfir Kljáfoss var orðin of lítil og varasöm stórum bilum, enda byggð 1920. Umferð var stöðvuð fyrir tveimur mánuð- um og kraftur settur í smíði nýju Karlssonar brúarsmiðs gekk smið- brúarinnar. Hún er 41 metri að in vel og áfallalaust. lengd, steinsteypt. Að sögn Hauks - Bernhard

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.