Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
29
SéA heim að Laugum í Dalasýslu.
f
Listaverk Ásmundar Sveinssonar, „í minningu óþekkta höf-
undarins“ reist á Laugum í samráöi við listamanninn árið
1977.
Laugar í Sælingsdal:
40 ára skólastarfs minnst í haust
Hvoli, Saurbæ, 15. júlí.
Á ÞEIM sögufræga stað, Laugum í Dalasýslu, hefur nú um fjögurra
áratuga skeið starfaö barna- og unglingaskóli fyrir alla Dalasýslu að
Búðardal undanteknum. Þó hafa
einnig.
Skólastarf á Laugum hófst ár-
ið 1944 og var sr. Pétur T.
Oddsson, prófastur í Hvammi,
fyrsti skólastjóri skólans, en alls
hafa þeir verið 8 þessi 40 ár. Nú-
verandi skólastjóri er Guðjón
Sigurðsson. Fjörutíu ára afmæl-
isins verður nánar minnst er
skólinn verður settur á hausti
komanda.
Þó skóli hæfist á Laugum
1944, var hann fámennur fyrstu
unglingar þaðan stundað þar nam
árin, og kennt var í sundlaug-
arhúsinu lengi vel, en árið 1955
var hafist handa um byggingar-
framkvæmdir á staðnum, og má
segja að þær hafi staðið yfir með
stuttum hléum allt til þessa
dags, enda skólamannvirki orðin
góð og aðstaðan ágæt, ef frá er
talið íþróttahús, sem er í bygg-
ingu.
Á sumrin starfar Eddu-hótel á
Laugum og hefur það fengið
góða aðsókn. Hótelstjóri er nú
Sólborg Steinþórsdóttir og svo
var einnig í fyrra. Þar áður hafði
verið rekið þar sumarhótel undir
stjórn Óla J. Ólasonar með góð-
um árangri. Á Laugum er gott
að dvelja, staðurinn er nokkuð
úr alfaraleið, þó stutt sé frá
þjóðvegi, þar er veðursæld mikil
og friðsæld og Sælingsdalurinn
blasir við, þegar ekið er heim að
staðnum, með Tungustapa í
miðjum dalnum, sem frægur er
af sinni alkunnu þjóðsögu um
Svein prest, sem handgenginn
varð álfum í Tungustapa og Arn-
ór bróður hans, sem leit sam-
skipti bróður síns við álfana öðr-
um augum og fjallar sagan um
dapurleg örlög þeirra bræðra og
hugmyndaheim þjóðsögunnar
um íslensku álfatrúna.
Á Laugum er byggðasafn
Dalamanna og hefur Magnús
Gestsson, safnvörður, unnið þar
merkilegt starf með söfnun gam-
alla muna, uppsetningu þeirra
og umönnun og er safnið mjög
áhugavert og merkilegt á marga
grein. Það er til húsa í húsa-
kynnum Laugaskóla í góðu kjall-
arahúsnæði, sem átti í upphafi
að fyllast upp og verða þannig
engum til gagns. Má segja að sú
ákvörðun framkvæmdanefndar
skólans og oddvita sveitarfélag-
anna á sínum tíma að nýta sér
þennan möguleika, þótt dýrari
yrði, hafi þarna skapað ákjós-
anlega aðstöðu fyrir stofnun og
uppgang byggðasafnsins undir
farsælli handleiðslu og góðri út-
sjón Magnúsar safnvarðar.
Á Laugum er jarðhiti, og því
hagkvæmt að reka þar skóla og
hvers konar starfsemi og er
vafalaust, að þar mætti auka
búsetu og uppbyggingu, ef þann-
ig væri að hlutum staðið.
Á meðan á uppbyggingu
Laugaskóla stóð, var reist á
staðnum listaverk, sem hluti af
listskreytingu í tengslum við
skólamannvirkin, eftir lista-
manninn Ásmund Sveinsson.
Ásmundur var Dalamaður að
uppruna, frá Kolstöðum í Mið-
dölum, þar sem hann ólst upp.
Þetta listaverk mun vera eina
verk Ásmundar í Dölum, fæð-
ingarhéraði hans, og var það
reist meðan listamaðurinn var á
lífi og var það ánægjulegt fram-
tak, að verk eftir hann skyldi
reist í heimahéraði hans. Lista-
verkið heitir „í minningu
óþekkta höfundarins", og fannst
honum það vel hlýða, að það risi
á skólastað, þar sem unga fólkið
kemur og leitar sér menntunar
og fræðslu og byggir þar með
upp höfunda að eigin lífi til
framtíðar. Gæti það orðið
táknmynd um þroska og útþrá
hins unga og þá löngun að afla
sér menntunar og þekkingar á
ókunnum stað, rétt eins og lista-
maðurinn sjálfur, er hann fór að
afla sér menntunar í list sinni,
sem þá var ekki hátt skrifuð eða
talið vænlegt til afkomu, en
reyndist gull í listasjóði þjóðar-
innar er frá leið. Er því ánægju-
legt að þetta listaverk Ásmund-
ar skuli varðveitt á Laugum. IJH
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Kennara vantar
aö Héraösskólanum aö Laugum. Aöal-
kennslugreinar danska og enska. Ódýrt hús-
næöi á staönum. Ókeypis hiti og tækifæri til
aukatekna. Upplýsingar veitir skólastjóri í
síma 96-43112 eöa 96-43113 og formaður
skólanefndar í síma 96-44256.
Kennarar
Kennara vantar viö Grunnskóla Patreksfjarö-
ar. Húsnæöi fyrir hendi.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma
94-7605 eöa formanni skólanefndar í síma
94-1258.
Skólanefnd.
Hrafnista Reykjavík
Lausar stöður
Hjúkrunardeildarstjóri óskast frá 1. sept.
Hjúkrunarfræðingar óskast í 50% starf.
Vinnutími frá kl. 8.00-12.00. Einnig vantar
hjúkrunarfræöinga í sumarafleysinga.
Sjúkraliöar óskast í vaktavinnu, hlutastarf
og fastar vaktir koma til greina.
Starfsmenn óskast í aöhlynningu og ræst-
ingu.
Uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 35262 og
38440.
Tónlistarskóli
Njarðvíkur
Staöa píanókennara er laus til umsóknar.
Um er aö ræöa fullt starf viö píanókennslu og
undirleik viö söngdeild.
Æskilegt aö viökomandi taki einnig aö sér
störf organista viö Ytri- og Innri Njarövíkur-
kirkju, er þaö u.þ.b. 55% starf.
Umsóknarfrestur er til 31. júlí n.k.
Búseta í Njarðvík æskileg frá og meö
september n.k.
Umsóknir sendist skólastjóra, Haraldi Á.
Haraldssyni, Hjallavegi 3c, 260 Njarövík, og
gefur hann nánari upplýsingar í símum
92-3995 eöa 92-2903.
Skólanefnd.
Sjúkraliðar
Hjúkrunarheimiliö Sólvangur í Hafnarfiröi
óskar aö ráöa sjúkraliöa til starfa nú þegar
eöa eftir nánara samkomulagi. Einnig vantar
starfsfólk viö aöhlynningu.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 50281.
Forstjóri.
Laust embætti er
forseti íslands veitir
Prófessorsembætti í tilraunaeölisfræöi viö
eölisfræöiskor verkfræöi- og raunvísinda-
deildar Háskóla íslands er laust til umsóknar.
Einkum er óskaö eftir umsækjendum meö
verulega reynslu í rannsóknum á sviöi þéttefn-
isfræöi (condensed matter physics) eöa Ijós-
fræöi.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1985.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rik-
isins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir
hafa unniö, ritsmíöar og rannsóknir, svo og
námsferil sinn og störf. Meö umsókninni skulu
send eintök af vísindalegum ritum og ritgerö-
um umsækjenda, prentuöum og óprentuöum.
Ennfremur er óskaö eftir greinargerð um
rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda,
veröi honum veitt staöan.
Menn tamálaráöuneytiö,
15. júlí 1985.
Gröfumaður —
bílstjóri
Vanan mann vantar á traktorsgröfu. Einnig
vantar meiraprófsbílstjóra.
Upplýsingar í síma 50877.
Sfciphotti 35. Raykjavik,
». 8 35 22 - 8 35 46