Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985
Einarbjörg Böðvars-
dóttir - Minning
Fædd 23. október 1903
Dáin 12. júií 1985
„Að deyja ungur eins seint og
hægt er“ eru orð sem vel eiga við
um hana ömmu, því þótt líkaminn
væri farinn að gefa sig var hún
andlega mjög hress kona, minnug
með afbrigðum, eftirtektarsöm og
skemmtilegur viðræðufélagi.
Mig langar til að minnast henn-
ar hér með örfáum orðum og
þakka henni allar þær yndislegu
stundir sem við höfum átt saman.
Það er ótrúlegt að aldrei framar
skuli maður sitja við eldhúsborðið
hjá henni í ilmandi bökunarlykt
og bíða eftir heitum pönnukökun-
um. Eitt var víst að pönnukökurn-
ar náðu aldrei að kólna á disknum,
fyrr lentu þær í maga okkar
barnabarnanna og langömmu-
barnanna sem öllum kom saman
um að pönsurnar hennar ömmu
væru þær bestu í heimi. Varla var
maður stiginn inn úr dyrunum
þegar pannan var tekin upp og
meðan amma bakaði var gjarnan
skrafað margt og mikið, einkum
um lífið í „gamla daga“ þegar allt
var öðruvísi en í dag. Eða þá að
kassetta var sett í gang og hlustað
á Mahalíu Jackson, Mario Lanza
eða Örvar Kristjánsson, því amma
var bæði lagviss og söngelsk.
Margar góðar minningar á ég
frá því að amma bjó í Kleppsholt-
inu, á Bergi, og síðar á Grensás-
veginum.
Gestkvæmt var alltaf hjá ömmu
og mörg eru börnin sem dvalið
hafa hjá henni um lengri og
skemmri tíma og notið þar hlýju
hennar og umhyggjusemi og er ég
þar á meðal. Það þóttu mér alveg
sérstakar stundir að fá að dvelja
hjá ömmu í nokkra daga og vera
virkur þátttakandi í heimilislífinu
hjá henni, eða kíkja í sunnudags-
heimsókn, eins og alloft var gert.
Amma var síbakandi flatkökur,
kleinur eða pönnukökur, en oft
gafst þó tími inn á milli til að
spila lönguvitleysu við litlu
ömmustelpuna og gætti amma
þess þá alltaf vandlega að tapa því
ömmubarnið var afar tapsárt. Og
þó veraldleg auðæfi væru af
skornum skammti kom það æði
oft fyrir að amma laumaði ein-
hverju lítilræði í Iítinn lófa áður
en haldið var heim.
Amma hafði alveg sérstaklega
gott minni, eins og minnst var á
hér að framan, og var vel hress
andlega allt fram á síðasta dag.
Hún las mikið, hennar upp-
áhaldshöfundur var Ingibjörg Sig-
urðardóttir, en bækurnar hennar
las amma spjaldanna á milli og
aftur og aftur. Hún prjónaði líka
alveg kynstrin öll, einkum vettl-
inga og sokka, og óhætt er að
segja að hún hafi séð barnabörn-
unum og langömmubörnunum
fyrir hlýjum sokkum og vettling-
um marga veturna. Og ófá eru þau
langömmubörnin sem eiga fallega
prjónuð eða hekluð teppi eftir
langömmu sína.
Amma hafði sérstakt dálæti á
blómum og báru gluggarnir henn-
ar þess ótvíræðan vott, þar
blómstruðu blómin hvert í kapp
við annað og uxu hratt. Margan
afleggjarann hefur hún gefið en
fáum tekist að koma þeim eins
fljótt og vel til og ömmu.
Amma og afi, Gísli Jónsson
listmálari, eignuðust átta börn,
sex komust á legg en tvo drengi
misstu þau unga og afa missti hún
rétt rúmlega fertug. Nú mun
amma eignast sinn hinsta hvíld-
arstað við hlið þeirra þriggja t
gamla kirkjugarðinum þar sem
þeir eru jarðsettir.
Mig langar svo að lokum að
þakka ömmu minni allar okkar
dásamlegu stundir saman og bið
Guð að blessa hana að eilífu.
Fríða Björg
maður Garðyrkjufélags íslands, í
hans tíð var mikill kraftur í félag-
inu og aukning félagsmanna
geysileg, en Jón talaði um það við
mig, að á skrifstofu félagsins og í
stjórn með honum væri stórkost-
legt fólk, eins og hann orðaði það,
sinn hlut vildi hann ekki mikla.
Við sem unnum með honum ár-
um saman á vaktinni hans kveðj-
um og þökkum með alúð fyrir
samveruna, við kveðjum vin og
vinnufélaga með miklum söknuði.
Blessuð sé minning hans. Sigur-
laugu, Páli, Ásdísi, barnabörnum
og öllum öðrum aðstandendum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Vilhjálmur Sigurðsson
Jón Pálsson póst-
fulltrúi - Kveðjuorð
Fæddur 28. september 1914
Dáinn 29. júní 1985
Síðdegis laugardaginn 29. júní
andaðist á Landakotsspítala Jón
Pálsson póstfulltrúi eftir langa og
erfiða sjúkdómslegu. Háð var
hetjuleg barátta við hræðilegan
sjúkdóm, sem læknavísindin
standa ráðþrota yfir. En trúin á
að allt færi vel að lokum var svo
sterk, að dauðinn var aldrei rædd-
ur, heldur hvað ætti að gera í
framtíðinni, það var svo margt
ógert og viljinn svo sterkur að
aldrei kom til greina að gefast
upp. Síðast en ekki síst var það
vinnan á Póststofunni, enn Jón
heitinn hóf störf á aðalpósthúsinu
árið 1946, og var lengst af í póst-
hólfadeild sem varðstjóri. Aldrei
naut Jón sín betur en þegar allt
var yfirfullt af pósti, enda maður-
inn hamhleypa til allra verka,
honum líkaði ekki ef þessi eða
hinn starfsmaðurinn var daufur
eða óstundvís, enda maðurinn
sjálfur óvenju stundvís og vinnu-
samur, má segja með sanni, að það
hafi enginn munað eftir því að Jón
hafi vantað í vinnu frá árinu 1946
þar til hann veiktist fyrir tveim
árum, eftir mikla skurðaðgerð, var
Jón um það bil ár á Landakots-
spítala. Strax þegar hann gat
komið til starfa á ný, þó hann væri
búinn að vera mikið veikur, vann
hann af sama dugnaði og áður og
örugglega betur en margir aðrir,
en uppskurðirnir urðu fleiri, þrátt
fyrir að bjartsýni hans og orka
væri með eindæmum fram á síð-
ustu stundu. Síðustu árin var Jón
heitinn fulltrúi á bréfberadeild
Póststofunnar og sá um flokkun á
pósti, einnig hafði hann yfirum-
sjón með útburði í Reykjavík og
leysti það starf, sem önnur, af
hendi með mikilli prýði. Árum
saman sá Jón um alla jólavinnu í
kjallara Póststofunnar við erfið
skilyrði og þó póstmagnið væri oft
hrikalegt lék Jón á als oddi og
dreif allt áfram með hörkudugn-
aði og geysilegri vinnugleði, svo að
við sem vorum stundum þreytt eða
löt hrifumst ósjálfrátt með þess-
um mikla atorkumanni. Það má
með sanni segja að Jón hafi unnið
frá upphafi betur enn flestir aðrir
til þess dags er hann veikt. Það
var með ólíkindum að horfa upp á
hörkuna og dugnaðinn, sem ein-
kenndi allan hans starfsferil, en
allra harðastur var hann við sjálf-
an sig. Jón var árum saman for-
t
Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
JÓNA HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Breiöavíkurkirkju laugardaginn 20. júlí kl.
14.00.
Ásgeir Erlendsson, Gróa Sigurveig Ásgeirsdóttir,
Guóbjörg Þórdfs Erlendsdóttir, Einar Jónsson,
Krístinn Guömundsson, Margrét Ingvadóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö viö andlát
og útför
PÁLS KRISTJÁNSSONAR
byggingameistara,
Njálsgötu 6,
og vottuöu minningu hans viröingu.
Áslaug Zoega,
Ása Pálsdóttir, Gústaf Sigvaldason,
Jón Pálsson, Guóbjörg Guömundsdóttir,
Haraldur Pálsson, Þórdfs Siguröardóttir
og barnabörn.
t
Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og
útför fööur okkar, tengdafööur og afa,
GUOMUNDAR JAKOBSSONAR,
bókaútgefanda.
Arnar Guðmundsson,
Valgeröur Bára Guömundsd.,
Theodór Guómundsson,
Soffía Guömundsdóttir,
Gíslína Guömundsdóttir,
Sólveig Kristjánsdóttir,
Jón Oddsson,
Halldóra Guömundsdóttir,
Ásgeir Elíasson,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og hlýhug viö
andlát og útför móöur minnar, ömmu og langömmu,
GUDRÚNAR B. DANÍELSDÓTTUR,
frá Hvammstanga,
Dalbraut 27.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki deildar 11 B Landspitalan-
um fyrir mjög góöa umönnun i veikindum hennar.
Hlff Svava Hjálmtýsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug
viö andlát og útför eiginmanns míns,
FREYS HAFÞÓRS GUDMUNDSSONAR,
Hjallabrekku 7, Ólafsvfk.
Sérstakar þakkir færum viö félögum í björgunar- og slysavarna-
deildum, svo og öllum öörum er lagt hafa liö viö mikið og fórnfúst
starf. Guö blessi ykkur öll. Fyrir hönd barna, foreldra, tengdafor-
eldra, systkina og annarra aöstandenda,
Margrét Rögnvaldsdóttir.
VORULOFTIÐ, Sigtúni 3, sími 83075.