Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 ffclK í fréttum BJÖRN BORG Býr sig undir fóðurhlutverkið Sænski tenniskappinn Björn Borg bíður nú í ofvæni eftir að takast á við nýtt hlutverk í líf- inu, föðurhlutverkið. Jannike, heitmey hans, á von á barni um miðjan september og er þá ráðgert að þau hjú flytji sig alfarið til Sví- þjóðar frá Monakó. „Ég vil að barnið mitt alist upp í Svíþjóð og ég hlakka til að verða pabbi," segir Björn í samtali við sænska vikur- itið DAM. Hann segist nú hafa verið æði rótlaus um hríð en kveðst vera feginn að hafa nú loks tekið ákvörðun um að flytja á ný til síns föðurlands. Ekki er talið að hann þurfi að hafa áhyggur af fjármálum næstu áratugina þó hann hafist ekki neit arðvænlegt að. Svo mjög ávaxtaði hann sitt pund þann tíma er hann starfaði sem atvinnuspilari. Nú leitar hann logandi ljósi að hent- ugum bústað fyrir fjölskylduna, sem hann segir auðsynlegt að verði í Stokkhólmi. KATHARINE HEPBURN Hefur löngum þótt eftirtektarverð eir munu margir, a.m.k. á miðjum aldri og yfir, sem minnast leikkonunnar Kathar- ine Hepburn. Hún hefur lengi þótt eftirtektarverður persónu- leiki, auk þess að vera mikilhæf leikkona. Ýmsir munu minnast síðustu „kynna" við hana er hún lék fyrir nokkrum árum í mynd- inni „On Golden Pond“ ásamt Henry Fonda. Katharine verður 76 ára í haust en heldur sér vel. Það eru 50 ár síðan hún varð virt leik- kona, rík og fræg þrátt fyrir freknurnar, sérstakt útlit og ekki síst þótt hún hafi iðulega farið ótroðnar slóðir á lífsleið- inni. Hún er ákaflega jarðbundin segja vinir og eftir að hafa gift sig 19 ára og skilið stuttu síðar ákvað hún að það skyldi vera í fyrsta og jafnframt síðasta skipti og hingað til hefur hún staðið við það og verið ógift. Veislur, næturklúbbar og næt- urlífið yfirleitt hefur aldrei höfðað til hennar og þrátt fyrir að fjöldi ungkarla í Hollywood hafi á sínum tima farið á fjör- urnar við hana var sagt að hún hafi einungis elskað einn mann, Spencer Tracy. Svo lengi sem hann lifði játuðu þau það aldrei opinberlega að þau væru meira en góðir vinir. Síðustu árin sem Spencer lifði var hann sjúkur en náði því samt að leika með Kath- arine í kvikmynd stuttu fyrir andlátið. Hann lést árið 1967. í tómstundum sínum leikur Kath- arine á píanó, les bækur og mál- ar. Hún fer gjarnan út að sigla, leikur tennis og hjólar. „Það er allt á kafi hjá méra Litið inn hjá Heiðu skósmíðameistara Fólk kemur mikið með skó sem það er búið að ganga til og þykir vænt um og lætur gera við þá áður en það fer í sumarfrí en það er alltaf yfirdrifið að gera hjá mér,— sagði Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, skósmiða- meistari, á Skóvinnustofu Heiðu í stuttu spjalli við blaðamann Mbl. nú í vikunni. Heiða var að taka við vöðlum og misjafnlega mikið útgengnum og slitnum skóm til viögeröa og sagöi að vinnudagurinn hjá sér væri langur um þessar mundir. „Það er allt á kafi hjá mér,“ sagði hún hressileg í bragði. Heiða keypti skósmíðavinnu- stofu sína fyrir rúmlega ári síð- an, en hún hafði áður starfað á Laugavegi 21 með tveimur vin- um sínum, en fékkst þá eingöngu við nýsmíði á skóm. Nú er hins vegar svo mikið að gera hjá Verðlaunum hampað Ahestamóti Harðar í Kjósar- sýslu sló hún Þórunn Þórar- insdóttir öllum karlpeningnum ref fyrir rass og hirti knapaverðlaun- in. Verðlaun þessi eru veitt fyrir góða ásetu og taumhald og svona í og með snyrtilegan klæðnað. Hestur Þórunnar, Trausti, hafnaði í öðru sæti í B-flokki gæðinga svo Þórunn getur vel við unað. MorgunblaÖið/Valdimar Útbjuggu afmælistertu í formi Vatíkans fyrir páfa Þeir voru nokkrir bakararnir sem erkibiskuparnir í Belgíu fengu til að útbúa afmælistertu fyrir páfann því hann hélt upp á 65 ára afmælið sitt þar í landi. Bakararnir tóku sig til og bökuðu Vatikan fyrir páfa úr besta fáanlega hráefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.