Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 33 Lionessuklúbbur stofnaður í Neskaupstað Lionessuklúbbur var stofnaður hér fyrir skömmu og var honum gefið nafnið ósk. Stofnfélagar eru nítján ungar og bráðhressar konur og er þetta fyrsti „Lionessuklúbburinn" á Austurlandi og sá sjöundi, sem stofnaður er hérlendis. Signrfojtfrg. Gangstéttir lagðar í Stykkishólmi Kramhúsið: Bumbusláttur og afríkudansar UM ÞESSAR mundir er ýmislegt um að vera í Kramhúsinu við Bergstaða- strKti. 20. júlí til 1. ágúst mun Adri- enne Hawkins halda námskeið í djassdansi og afródansi. Adrienne hefur verið listrænn ráðunautur við Impulse Company í Boston, en hún kennir einnig víða um Bandaríkin mætti þar nefna djassdeild „Joy of Movement Cent- er“ í Boston, American Dance Festival í Norður-Karólínu, Jacobs Pillow í Connecticut og víðar. Mörg undanfarin sumur hefur Adrienne nýtt krafta sína í þágu Evrópubúa og ber þar hæst Frakka, Hollendinga og Skandinava. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kennir hér á landi og er námskeiðið opið jafnt dönsurum sem öðru áhuga- fólki. Á sama tíma og Adrienne kennir verða einnig haldin námskeið í afr- íkudans og áslætti á bongótromm- ur. Kennararnir eru Keyssi Bousso og félagar sem koma alla ieið frá Senegal. Þeir munu standa fyrir dans- og leiksmiðju dagana 23., 24., 30. og 31. júlí og 1. ágúst. Hópurinn kennir þrjá tíma dag hvern og geta þátttakendur keypt kort fyrir alla dagana eða komið f einstaka tíma. Milli þess sem piltarnir halda uppi fjörinu í Kramhúsinu, ætla þeir að skemmta með Stuðmönnum úti á landsbyggðinni en einnig skemmta þeir á Hótel Sögu 19. júlí. { lok námskeiðanna er áætluð sameiginleg sýning, þar sem Adri- enne Hawkins og Keyssi Bousso og félagar munu leika og dansa. (ÍJr fréttatilkynningu.) Gildtíjúlí og ágúst í öllum góöum verslunum Stykkishólmi 4. júlí. FRAMKVÆMDIR á vegum Stykkishólmshrepps eru miklar í ár. Til dæmis hefir mikið verið lagt af gangstéttum og er enn unnið að viðbótum þeirra. Eru þær steyptar og því varanlegar. Þetta setur mikinn svip á umhverfið, sannarleg bæjarprýði. Þá er mikiö unnið að útivistarsvæðum. Eitt er nú verið að vinna að og er það skammt frá trésmiðjunni og verður þar fagurt um að líta þegar lokið verður við að klæða það gróðri. Þegar fréttaritari Mbl. kom þarna að var verið að slétta svæðið með vélum og vörubifreiðar komu með moldarfarm sem fór í undirjarðveginn. Flokkur manna vann svo að gangstéttum og tók fréttaritari mynd af þeim og einnig af verk- stjóra Stykkishólmshrepps, Högna Bæringssyni, sem hefir allan veg og vanda af verkinu. Hann hefir nú um árabil verið verkstjóri hreppsins og á þeim tíma hafa aldrei verið eins miklar framkvæmdir. Má segja að farið sé úr einu verkinu í annað og stundum mörg verk undir í einu. Kjörorðið er ábyggilega fagur bær, fegurri en í gær. Það fer ekki milli mála að hreppsbúar voru heppnir þegar Högni var ráðinn til starfa. Fólkið sér framkvæmdirnar og nú heyrir maður aldrei kvartað undan of háum útsvörum og við hver áramót reyna allir eftir getu að vera skuldlausir við sveitina, þeir finna eins og allir að þetta er sameiginlegt átak og vita að eftir því sem meira fé kemur í hrepps- sjóð, þeim mun betri bæ fá menn í staðinn. Áhugi Högna og hans manna er þannig að lítið vildu þeir rninnast á sumarfrí. Það virtist aukaatriði. Þegar ég ræddi við Högna einn daginn kom fram að það eru næg framtiðarverkefni. Baerinn þenst út, ný hverfi skipulögð og í þau þarf vitaskuld bæði vatns- og skolplagn- ir og nýtísku þægindi. Það hefur sína kosti og galla að þenja bæjar- stæðið út og enn er verið að byggja. Arni GERÐU ÞÉR GLAÐÆY DAG. • • • • J\T* / i • • • • ••••« /y/orni •»•••• kunninqawerös á qóöu kexi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.