Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 Æ ÍJtáyni af Vatnajökli. Horfl til suðausturs. I Qarska sést grilla í Hvannadalshnjúk, 2119 m á h*ð. í Kverkfjöllum. Skilinn i myndinni er í eigu Jöklarannsóknafélagsins. Einnig sést framan i fyrstu bifreiðina sem ók þessa torferu leið. Beltadeild Flugbjörgunarsveitarinnar í æfingaferð á Vatnajökul FÉLAGAR úr Flugbjörgun- arsveitinni fóru í æfinga- ferð á Vatnajökul um helg- ina. Lagt var af stað föstu- daginn 14. júní og komið til baka um miðnætti 17. júní. Ferðin á jökulinn hófst við Jökulheima. Þaðan var haldið á jeppa og vélsleðum í Grímsvötn. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig. Lítið var um svefn meðal leiðangurs- manna. Aðeins var sofið í 2 klst. fyrri nóttina en 3 klst. þá seinni. Frá Grímsvötnum var haldið í Kverkfjöll og enn voru fararskjótarnir jeppi og snjósleðar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem venjuleg bifreið fer þessa torfæru leið. „Þetta var mjög góð æfing fyrir okkur. Blíðviðri var báða dagana og allt gekk eins og í sögu,“ sagði Arngrímur Hermannsson, einn leiðang- ursmanna. Ormar Þór Guðmundsson, Magni Baldursson, Guðmundur Þór Stein- þórsson og Örnólfur Hall við teikningarnar að hinum nýja miðbe SeÞ tjarnarness. 1200 fermetra gler- þak á Seltjarnarnesi í Morgunblaðinu 29. júní sl. var auglýsing frá bejarstjóranum á Seltjarn- arnesi þar sem óskað var eftir tilboðum í 1200 fermetra glerþak á Eiðistorg. Morgunblaðið hafði samband við Ormar Þór Guðmundsson arkitekt vegna þessa, en hann ásamt Örnólfi Hall rekur Arki- tektastofuna er teiknaði mann- virkin í hinum nýja miðbæ Sel- tjarnarnessbæjar. Þeir unnu á sínum tíma fyrstu verðlaun fyrir skipulag á Seltjarnarnesi. Unnið hefur verið að verkefni þessu frá árinu 1979, en framkvæmdir hóf- ust 1982. { framtíðarskipulagi bæjarins er gert ráð fyrir að að- liggjandi hús myndi útveggi torgsins og að ofan á komi gler- þak. Framkvæmdir við húsbygg- ingar eru þegar langt komnar, en gert er ráð fyrir að glerþakið verði sett á næsta sumar. í að- liggjandi húsum eru margvísleg verslunar- og þjónustufyrirtæki, þ.m.t. stórverslun, banki, lyfja- verslun, veitingastaður, íþrótta- vöruverslun, þvottahús og blóma- verslun og á efstu hæðum þeirra eru íbúðir. Húsin eru í eigu ein- staklinga og fyrirtækja, en torgið sjálft verður í eigu bæjarins. AIls er verslunarhúsnæði í nýja mið- bænum um 10.000 fermetrar að flatarmáli. „t sjálfu glerþakinu verður tvö- falt gler þannig að unnt verður að nokkru leyti að stjórna hitastigi. Stefnt er að því að það fari aldrei niður fyrir 10 gráður. Yfirborð torgsins verður úr hertri, litaðri steinsteypu nema miðjan, þar sem gert er ráð fyrir marmara- gólfi. Þar væri jafnvel hægt að stíga dans ef mönnum sýndist svo,“ sagði Ormar. í teikningum er gert ráð fyrir að gólf torgsins verði stallað, og að stallarnir nái niður í kjallara- hæð aðliggjandi verslana. Með því móti geta allmargir gestir fylgst gjörla með öllu því sem fram fer á torginu, enda þótt flat- armál þess sé nokkuð mikið. Breiðar tröppur og skábrautir tengja síðan stallana saman. „Bílastæði verða heldur ekkert vandamál, þau verða bæði sunn- an og norðan við torgið og stór hluti þeirra er þegar fullgerður. Ofan á þau sem fyrir eru kemur síðan plata, þannig að þarna verða bílastæði á tveimur hæð- um. Af annarri hæð mun Iiggja yfirbyggð brú, meðfram Vöru- markaðnum og inn á torgið. Til norðurs tengist svo torgið íbúða- hverfi Seltjarnarness með undir- göngum undir Suðurströnd. Framkvæmdir við göngin eru þegar langt komnar og er reiknað með að þau verði vígð í sumar. Auk þess að vera verslunar- og viðskiptatorg er gert ráð fyrir að á torginu verði aðstaöa til útivist- ar því þar verða tjarnir, gróður og rennandi vatn. Þar gæti skap- ast aðstaða fyrir ýmiss konar uppákomur, skemmtanir og há- tíðahöld," sagði Ormar Þór Guð- mundsson að lokum. Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson Á þessum tveimur myndum sem teknar eru fri sama sjónarhorni, má sji hugmynd arkitekta að hinu nýja torgi og staðinn eins og hann lítur út í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.