Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 23 Tveggja hreyfla skrúfuþota nauðlenti á Interstate 65 hraðbrautinni í Louisville í Kentucky í vikunni vegna hreyfilbilunar. Þegar flugvélin klifraði frí flugvelli í grennd við lendingarstaðinn drapst skyndilega í hreyflunum. Flugmaðurinn átti ekki um það að velja að snúa aftur til flugvallarins og lenti því á veginum. Hann sakaði ekki, en flugvélin, sem ber 15 farþega, er mjög illa farin. Engan sakaði heldur á hraðbrautinni, en gífurleg röskun varð á umferð um brautina og myndaðist allt að 13 kílómetra löng bflalest. Kúrdar felldir Bitlis, Tyrklandi. 18. júlí. AP. TYRKNESKIR öryggisverðir felldu fimm Kúrda í suðaustur Tyrklandi í gærkvöldi, að því er lögregla sagði. Það fylgdi sögunni, að mennirnir fimm hefðu verið grunaðir um að vera í aðskilnaðarsveitum Kúrda. Skotbardaginn brauzt út í fjalla- þorpi eftir að Kúrdarnir höfðu ver- ið umkringdir, en neituðu að gefast upp og byrjuðu að skjóta á öryggis- verðina. Allmikið af vopnum, sem eru sögð framleidd í Sovétríkjun- um, fannst eftir að bardaganum lauk. Að sögn yfirvalda hafa 42 örygg- isverðir eða hermenn og um fjöru- tíu óbreyttir borgarar verið drepnir á þessu svæði síðustu tiu mánuði, og hafa Kúrdar oftast verið þar að verki. Samkvæmt sömu heimildum hafa 82 skæruliðar Kúrda verið felldir. Feneyjar: Nicaraguæ Fimm ára byltingar- afmælis minnst í dag Managua, 18. júlí. AP. STJÓRN Sandinista í Nicaragua efnir á morgun, fóstudag, til mikilla hátíðahalda í tilefni þess að þá eru flmm ár liðin frá valdatöku hennar. Slagorð dagsins verða: „Nicar- agua er sigursæl, bregst ekki, gefst ekki upp.“ Ríkisstjórnin býst við að um 400 þúsund manns komi til Carlos Fonseca- torgsins í Managua til þess að láta í ljós stuðning við stjórnina Bandarískum hermönn- um í leyfi bannað að fara um Helenikon Washington, 18. júlí. AP. FORSVARSMENN bandaríska flot- ans hafa í starfsmannablaði flotans harðbannað starfsliði í herstöðvum í Grikklandi á leið í leyfi eða úr, að nota Aþenuflugvöll í almennu far- þegaflugi. Þetta kom fram fljótlega eftir að TWA-vélinni var rænt þar og bannið stendur enn. í starfs- mannablaðinu er kveðið fastar að orði, en í þeim ráðleggingum sem talsmaður bandarísku ríkisstjórn- arinnar gaf út var bandarískum ferðamönnum ráðið frá að fara um Aþenuflugvöll, vegna þess að öryggisgæzlu væri þar ábótavant. í nefndu fréttabréfi er sagt að allar ferðir milli meginlands Evr- ópu og Bandaríkjanna skuli farn- ar frá Þýskalandi, annað hvort frá Frankfurt ellar herflugvellinum við Rhein Main. þrátt fyrir að við mikla efna- hagsörðugleika sé að glíma og aukinna umsvifa skæruliða sem njóta stuðnings Bandaríkja- manna. Stjórnmálaráðgjafi stjórnar- innar, Bayardo Arce, sagði í dag að Ronald Reagan Bandaríkja- forseti hlyti þá að skilja styrk byltingarinnar og hverfa frá öll- um hugmyndum um íhlutun um málefni landsins, ef svo mikill fjöldi safnaðist saman í einhug og fögnuði. Hann viðurkenndi að stjórnin glímdi við ýmis vandamál, en sagði að Nicaraguabúar ættu að mynda fylkingu til að afsanna í eitt skipti fyrir öll staðhæfingar Bandaríkjamanna um að stjórn- in standi höllum fæti. Daniel Ortega, leiðtogi Sandínista- stjórnarinnar í Nicaragua. Skemmdar- yerk á flugvelli Feneyjum, 18. júlí. AP. LÖGREGLAN í Feneyjum er nú að rannsaka atvik, sem varð á Marco Polo-flugvellinum við Feneyjar á sunnudag er skipt var um lit á Ijósa- perum á lendingarbraut þar. Segir lögreglan að allt bendi til að skemmdarvargar eða þaðan af ófyrirleitnari menn hafi verið að verki. Starfsmenn flugvallarins veittu því athygli árla sunnudags að grænar perur höfðu verið settar í stað rauðra við enda aðalflug- brautar vallarins. Lögreglan er þeirrar skoðunar að þetta hafi verið gert í skjóli myrk- urs, aðfaranótt sunnudags. Engar lendingar voru á vellinum þá um nóttina. England: Eldur í olíuhreinsunarstöð Fawley, Englandi, 17. júlí. AP. ELDUR kom upp í einni helstu olíu- hreinsunarstöð Breta í Fawley í dag. Talsmaður Esso-olíufélagsins í Bretlandi skýrði frá því að komið hefði verið í veg fyrir að eldurinn næði til olíubirgðatanka. Samt náði eldurinn að breiðast talsvert út, og sást hann úr sex kílómetra fjarlægð. Ekki er enn vitað um eldsupp- tök, en talsmaður olíufélagsins sagði að rannsókn mundi hefjast í dag. Kínverjar biðja trúboð að reisa og reka háskóla llong Kong, 18. júlí. AP. KÍNVERJAR hafa farið þess á leit við norskt trúboð að það reisi og fjár- magni háskóla í Kína, er sérhæfi sig í lagmetisvísindum, tölvuvísindum og þeim vísindum er koma olíuleit og -vinnslu við. ERLENT Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Kínverjar biðja útlent trúfé- lag að stofnsetja skóla í Kína frá því kommúnistar komust til valda 1949, að sögn prestsins Egil Torp, sem er leiðtogi trúboðsins í Hong Kong. Kínverjar hafa lagt til að há- skólinn taki við 12.000 náms- mönnum, og að sögn Torp mundi skólinn kosta fullbúinn um 282 milljónir dollara. Þyrfti trúboðið aðstoð alþjóðafyrirtækja og norskra stjórnvalda til að skólinn verði að veruleika. Ákveðið verður fyrir árslok hvort ráðist verður í verkefnið. Kínverjar leggja til að skólinn verði á hinum svokölluðu efna- hagssvæðum, annað hvort í Zhu- hai, sem liggur að Macao, portú- gölsku nýlendunni, eða Zhanjiang, nærri Hainaneyju, en á þeim slóð- um leita mörg útlend olíufyrir- tæki olíu á kínverska landgrunn- inu. Kínverjar kveðast munu tryggja nemendum og starfsfólki skólans trúfrelsi, en trúboðinu yrði þó ekki leyft að stunda innan veggja hans „skipulega trúarbragðaiðkan". Ætlast Kínverjar til að í fyrstu verði ráðnir kennarar frá útlönd- um, og þá einkum Kinverjar, sem stunda kennslustörf í háskólum f öðrum löndum. Svíadrottning aðstoðar björgunarmenn við leit Stokkhólmi, 18. júlí. AP. ÞÝSKUKUNNÁITA Silvíu Svíadrottningar kom að góðum notum á þriðjudag, þegar mikil leit var gerð að vestur-þýskum pilti, sem sakn- að var á hafsvæðinu milli eyjunnar Öland í Eystrasalti og Svíþjóðar. Vestur-þýsk hjón voru stödd á eyjunni og áttu þau von á að 17 ára gamall sonur þeirra kæmi til eyjarinnar á kanóbáti. Þau töldu sig hafa séð bátnum hvolfa og son þeirra fara í sjóinn. Þau til- kynntu sænsku strandgæslunni um atburðinn og voru tvær þyrl- ur og varðskip send til leitar. Tungumálaörðugleikar ollu því hins vegar að björgunarsveitirn- ar leituðu á alltof stóru svæði og varð því leit þeirra árangurs- laus. Silvía, sem fæddist í Þýska- landi, dvaldist ásamt öðrum úr konungsfjölskyldunni í sumar- húsi sínu á Öland og fylgdist hún grannt með atburðarásinni af bryggju við sumarhúsið. Tók hún þá til við að túlka staðar- ákvarðanir og fyrirskipanir til björgunarsveitanna úr þráðlaus- um síma og var hún einnig í stöðugu sambandi við móðurv piltsins. Leitin stóð yfir í fjórar klukkustundir, en þá fannst pilt- urinn heill á húfi í kænu sinni. Hafði foreldrunum missýnst og talið seglbretti, sem flaut mann- laust í sjónum, vera son þeirra. Ekki var greint frá nöfnum vestur-þýsku hjónanna, en þau báðu björgunarmenn fyrir kær- ar kveðjur og þakklæti til Svía- drottningar fyrir aðstoðina. Silvía drottning er altalandi á a.m.k. sex tungumálum og hefur hún réttindi sem túlkur. Tungu- málakunnátta hennar hefur áð- ur komið henni að miklum not- um, m.a. þegar hún starfaði á Ólympíuleikunum í Múnchen ár- Silvía Svíadrottning ið 1972, þar sem hún kynntist núverandi eiginmanni sínum, Gústaf Svíakonungi. Stuðningur við EUREKA París. 18.júll. AP. FULLTRUAR á ráðstefnu um tækni- sam.starf Evrópuríkja lýstu stuðningi við hugmyndir Mitterrands Frakk- landsforseta um samstarf á sviði vís- inda og tækni, svokallaða EUR- EKA-áætlun. Fulltrúarnir lögðu útlínur að hugsanlegum samstarfsmöguleik- um, sem ræddir verða nánar á ráðherrafundi í Bonn í nóvember. Fulltrúar 17 Evrópuríkja sátu ráðstefnuna, fulltrúar allra ríkja Evrópubandalagsins, Portúgals, Spánar, Sviss, Austurríkis, Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands. Hugmynd Mitterrands með EUREKA-áætluninni er að Evr- ópuríkin leggi saman krafta sina á vísinda- og tæknisviðinu til að þau dragist ekki aftur úr Japan og Bandaríkjunum á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.