Morgunblaðið - 26.07.1985, Page 7

Morgunblaðið - 26.07.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 7 Forstjóri Philips staddur hér á landi FORSTJÓRI hollenska fvrirtækisins Philips, dr Wisse Dekker, er staddur hér á landi á vegum landsnefndar AlþjóAaverslunarráósins. í gærmorgun flutti hann erindi í Átthagasal Hótels Sögu um byltingu í fjarskiptum og áhrif hennar. Fundurinn var fjölmennur og var Hörður Sigurgestsson forstjóri, fundarstjóri. Um kvöldið flutti dr. Dekker einnig erindi um alþjóðlegar fjárfestingar og fjölþjóðafyrirtæki. I>á heimsótti hann Heimilistæki hf. sem hefur umboð fyrir Philips á íslandi. Dr. Wisse Dekker heldur af landi brott í dag. Nánar verður sagt frá erindum hans í viðskiptablaði Morgunblaðsins næstkomandi fimmtu- dag. Morgunblaöið/ölafur K. Magnússon Dr. Wisse Dekker, forstjóri Philips, skoðar gömul viðtæki af Philips- gerð í húsakynnum Heimilistækja í gær. Með honum á myndinni eru Arni Árnason, t.v. og Rafn Johnsen til hægri. Engin ákvæði í lögum heimila 80 % lán til Búseta EINSTÖK SPARNEYTNI í SPARAKSTURSKEPPNi BIKR OG DV 9.685 SIGRAÐIESCORT LASER í SÍNUM FLOKKI. BENSÍNEYÐSLA REYNDIST AÐEINS VERA 4.55 LÍTRAR Á 100 KM. NÆSTU DAGA FÁUM VIÐ NÝJA SENDINGU AF ESCORT LASER, SEM LENGI HEFUR VERIÐ BEÐIÐ EFTIR. ÞAR SEM AÐEINS FÁEINUM BlLUM ER ÓRÁÐ- STAFAÐ BENDUM VIÐ VIÐ- SKIPTAVINUM OKKAR Á AÐ HAFA SAMBAND VIÐ KRISTÍNU EÐA ÞORBERG í SÖLUDEILD OKKAR STRAX, EF ÞEIR VIUA TRYGGJA SÉR BÍL. SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 685100 Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugascmd frá Magnúsi Ármann fyrir hönd Gunnars Guðjóns- sonar sf., umboðsmanna Rainbow Navigation Inc. á íslandi: „Vegna ummæla Harðar Sigur- gestssonar, forstjóra Eimskipafé- lags íslands í Morgunblaðinu 23. júlí sl., varðandi þreifingar um los- un á Rainbow Hope í Reykjavik, vill undirritaður hér með lýsa yfir, að engar slíkar þreifingar eða samningaviðræður varðandi losun á Rainbow Hope hafa átt sér stað síðan siglingar skipsins hófust í maí 1984. Hlýtur því að vera um einhvern misskilning að ræða hjá forstjóra Eimskipafélagsins." — segir Halldór Blöndal, alþingismaður „ENGIN ákvæði í lögum heimila að menn geti fengið betri fyrirgreiðslu en aðrir úr húsnæðislánakerfinu með því að stofna félög um byggingu íbúða, hvort sem það er með kaupleigukjörum eða svokölluðum búsetarétti, sem ekki hefur verið skilgreindur í lögum,“ sagði Halldór Blöndal, alþingismað- ur, sem sæti á í milliþinganefnd um húsnæðismál, er Morgunblaðið bar undir hann frétt í NT í gær þess efnis að Búseti fengi lán frá Húsnæðisstofn- un ríkisins er nemi 80% byggingarkostnaðar. „Sannleikurinn er sá að við höf- að kasta verkamannabústaðakerf- um mjög takmarkað fé til hús- inu fyrir róða fyrir leiguíbúðir. næðislána og urðum að efna til Sjálfseignarrétturinn hefur verið sérstakrar skattheimtu á þessu einkenni íslensks þjóðfélags og ég ári og því næsta til þess að mæta brýnasta vandanum. I mínum huga kemur ekki til greina að þrengja kosti þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð fyrir ein- hvern óskilgreindan hóp fólks og það kemur heldur ekki til greina Staðgreiðsla búvara til bænda: Enn óleyst með fjár- mögnun 9% mjólkurverðs Á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un lagði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra fram bráða- birgðaskýrslu nefndar sem hann skipaði til að athuga möguleika á staðgreiðslu búvara til bænda. Nefndin gerir ekki beinar tillög- ur, en telur að 9% muni vanta upp á fullt grundvallarverð mjólkur til bænda, þó greiöslum á útflutn- ingsuppbótum og niðurgreiðslum verði flýtt til vinnslustöðvanna. Matthías sagði að næsta skrefið væri að athuga hvað vinnslustöðvarnar gætu fjár- magnað mikinn hluta þess sem upp á vantaði og hvað hægt yrði að leysa með auknum afurða- lánum. Hann sagði að ekkert hefði verið ákveðið í þessu efni, en unnið yrði að málinu áfram. í bráðabirgðaskýrslunni tók nefndin eingöngu á útborgun mjólkurverðs, en ekki á útborg- un sauðfjárafurða sem mun vera erfiðara mál að leysa. í nefndinni áttu sæti: Davið Ólafsson seðlabankastjóri, sem var formaður nefndarinnar, Helgi Bachmann deildarstjóri í Landsbankanum, Stefán Páls- son bankastjóri í Búnaðarbank- anum, Ingi Tryggvason formað- ur Stéttarsambands bænda og Ketill A. Hannesson hagfræð- ingur hjá Búnaðarfélagi fs- lands. Með nefndinni starfaði Ólafur Klemensson hagfræð- ingur í Seðlabankanum. Við- skiptaráðherra skipaði nefnd- ina í apríl í framhaldi af sam- þykkt ríkisstjórnarinnar um staðgreiðslu búvara til bænda. Síðan hefur það orðið að í lög- unum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum eru ákvæði um staðgreiðslu búvara til bænda, en samkvæmt túlkun landbúnaðarráðuneytisins koma þau ákvæði ekki til fram- kvæmda fyrr en við verðlagn- ingu varanna samkvæmt nýju lögunum. held menn sjái ekki fyrir endann á því hvaða afleiðingar það hefur ef ríkið ætlar að byggja yfir alla landsmenn í einu vetfangi. Vænt- anlega vilja menn ekki mismuna fólki og ef ríkið ætlar að kosta húsrými undir einn verður það væntanlega að kosta það undir aðra,“ sagði Halldór. „Það er alveg ljóst að þetta er óheimilt samkvæmt lögum, því bæði þingmenn Framsóknar- flokksins og þingmenn stjórnar- andstöðunnar fluttu sérstök frum- vörp um það á síðustu dögum þingsins að heimila slikar lánveit- ingar til Búsetaréttaríbúða, en þau frumvörp náðu ekki fram að ganga. Milliþinganefnd i húsnæð- ismálum hittist á sínum fyrsta fundi í dag og sú nefnd mun að sjálfsögðu leggja til grundvallar það samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna um stefnuna í húsnæðismálum nú f maímánuði. Ef okkur tekst að bæta láns- kjörin í Byggingasjóði ríkisins fyrir hinn almenna borgara, þá mun að sjálfsögðu draga úr eftir- spurn eftir íbúðum í Verkamanna- bústöðum og auðvitað mun enginn maður vilja skipta á eigin íbúð og leiguíbúð ef hann þarf að borga jafnmikið fyrir hvort tveggja. En þeir sem nú fara inní búseturétt- aríbúðir á þessari stundu, verða auðvitað að borga niður allan byggingarkostnaðinn nema ein- hver gefi þeim fé umfram aðra. Því hefur enn ekki verið svarað hver ætlar að gefa þessú fólki fé til að búa í leiguíbúðum, og Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki fallast á að ríkið gefi sumum stór- ar fúlgur umfram aðra, framyfir það hagræði sem hinir lægstlaun- uðu njóta með Verkamannabú- staðakerfinu," sagði Halldór Blöndal ennfremur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.