Morgunblaðið - 26.07.1985, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985
Davíð Sch. Thorsteinsson um athugasemd Iðntæknistofnunar:
Höfum dreift niðurstöð-
um þeirra í tugum
þúsunda eintaka áður
„VIÐ HÖFUM notað þjónustu IðnUeknistofnunar á annan áratug og fyrir-
tseki mitt hefur dreift athugasemdalaust niðurstöðum þeirra rannsókna sem
stofnunin hefur gert fyrir okkur í tug- og jafnvel hundruðum þúsunda
eintaka," sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, forstjóri, er hann var spurður álits
á athugasemd frá IðnUeknistofnun um mælingar stofnunarinnar á magni
c-vítamíns og sykurs í nokkrum tegundum svaladrykkja.
„Við báðum um að það væru
rannsakaðar þrjár tegundir af
svaladrykk og afhentum Dag-
blaðinu-Vísi niðurstöðu þessara
rannsókna. Við vitnum síðan í þá
grein í Dagblaðinu, sem birtist um
niðurstöðu athugunarinnar, i
auglýsingu í nokkra daga og þá
kemur skyndilega athugasemd frá
einum starfsmanni Iðntækni-
stofnunar, þar sem hann segir að
þetta sé ekki marktækt og það
megi ekki vitna í þetta í auglýs-
ingum og svo framvegis. Ég skil
ekki hvers vegna skyndilega, eftir
svona langan tíma, kemur fram
þessi athugasemd og ég get ekki
annað en undrast hvað veldur,"
sagði Davíð.
„Svo er annað — við hvað er
gerð athugasemd. Forstjóri
Mjólkursamsölunnar staðfesti það
í Þjóðviljanum á þriðjudaginn að
það væri ekki rétt magn af c-víta-
míni í Gosa. Síðan staðfestir Víf-
ilfell hf. í blaðaauglýsingum, einn-
ig á þriðjudaginn, að niðurstaða
Iðntæknistofnunar sé rétt. Samt
er bannað að vitna í þessa niður-
stöðu, þó að báðir þeir framleið-
endur, sem reyndust ekki geta
staðið við það að varan innihéldi
það sem á umbúðunum stæði,
hefðu viðurkennt niðurstöðu Iðn-
tæknistofnunar,” sagði Davíð
ennfremur.
Iceland Crucible:
Erlendir aðilar hafa
sýnt bókinni áhuga
ÍJT ER KOMIN bók í tengslum við
kynningarátak fyrirtækisins Hildu
hf. og útgáfufyrirtækisins Vöku.
Hún nefnist „Iceland Cnisible“ og
fjallar um nútímalistir á íslandi.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti fs-
lands, ritar formála Sigurður A.
Magnússon, rithöfundur, hefur tekið
saman efnið og bókina prýða um 170
Ijósmyndir af íslenskum lista-
mönnum eftir heimskunnan Ijós-
myndara, Yladimir Sichow.
Að sögn Ólafs Ragnarssonar út-
gefanda hjá Vöku er ritinu skipt í
fimm meginhluta, bókmenntir
leiklist, tónlist, myndlist og ijós-
myndun og kvikmyndagerð. Rakin
er þróun hverrar greinar frá önd-
verðu til líðandi stundar og getið
hundruða listamanna og helstu
verka þeirra. „Megináhersla er
lögð á listgreinarnar sjálfar og
hér er ekki tæmandi heimildarrit
um alla íslenska listamenn eða
myndasafn af þeim. Fyrst og
fremst er leitast við að veita inn-
sýn í lista- og menningarlíf fá-
mennrar þjóðar sem hefur sýnt og
sannað að á þessu sviði stendur
hún jafnfætis mörgum mun fjöl-
mennari þjóðum og hefur eignast
allmarga listamenn á heimsmæli-
kvarða."
Ólafur sagði ennfremur að bók-
in yrði kynnt í tengslum við ljós-
myndasýninguna „Iceland Crusi-
ble“ og sýningar kvikmyndar með
uama nafni. „Bresk, bandarisk og
kanadísk útgáfufyrirtæki hafa
sýnt ritinu áhuga og viðtökur hafa
farið fram úr öllum vonum. Samn-
ingar eru enn á viðræðustigi en
frekari svör erlendis frá bíða þess
að endanlega verði kveðið hvernig
för ljósmyndasýningarinnar og
kvikmyndarinnar verður háttað
um heiminn.
Nokkuð hefur verið rætt um
hvers kyns landkynningu í tengsl-
um við sýningarnar og mætti þar
nefna að íslenskir listamenn komi
fram og kynni verk sín. Það er
fyrirsjáanlegt að fjölmargir ís-
lenskir aðilar hafa áhuga á að
tengjast þessu átaki og bókin er
aðeins einn þáttur þess.“
Að sögn Ólafs hafa Arabar
áhuga á að sýna kvikmyndina á
Íslandskynningu í Abu Dabi á
næstunni og standa samningar nú
yfir.
Bókin „Iceland Crusible“ er tekin saman af Sigurði A. Magnússyni og prýdd
Ijósmyndum eftir Ijósmyndarann Vladimir Sichov.
Sumartónleikar Skálholtskirkju:
Þriðja hátíðarhelgin 27.-28. júlf
ÞRIDJA hátíðarhelgi sumartónleik-
anna í Skálholtskirkju verða nú um
um helgina og hefst tónleikahald
klukkan 15.00 á morgun, laugar-
dag.
Fyrst gefur að heyra sembal-
verk, Goldberg-tilbrigðin. Þau
voru samin á tíu ára tímabili og
lauk Bach við þau 1741, niu árum
fyrir andlát sitt. Ketil Haugsand
frá Noregi leikur tilbrigðin.
Klukkan 17.00 verður flutt
heildarverk Bachs fyrir viola da
gamba og sembal. Bandaríski
gömbuleikarinn Laurence Dreyf-
us leikur verkin ásamt Ketil
Haugsand, semballeikara. Dreyf-
us, sem kennir við Yale-háskóla,
hefur skrifað um tónlist Bachs í
ýmis tónlistartímarit. Hann
vinnur nú að útgáfu á gömbusón-
ötum hans.
Á sunnudag hefjast tónleikar
aftur klukkan 15.00 með því að
endurtekinn verður flutningur á
verkum hans fyrir gömbu og
sembal. Klukkan 17.00 verður síð-
an messa þar sem séra Sigfinnur
Þorleifsson, prestur við Borgar-
spítalann í Reykjavík, predikar,
en listamenn annast tónlistar-
flutning. Sóknarpresturinn í
Skálholti, séra Guðmundur Óli
Ólafsson, þjónar fyrir altari.
Aðgangur er ókeypis að tón-
leikunum. Áætlunarferðir eru
báða dagana í Skálholt og er farið
klukkan 13.00 frá BSÍ báða dag-
ana.
16767
Fokh. einb. — raöh.
Esjugrund, Kjalarnes,
Arnargata, Laxakvísl.
Vantar einbýli
i Hólahverfi og Seltjarnarnesi,
fyrir fjársterkan kaupanda.
Einbýli — raöhús
Sunnubr. Kóp. 180 fm,
sjávarlóö, bátaskýli, bílsk.
Dalsbyggð. 180 fm efri hæð,
100 fm neðri hæð. 2 bílg.
Fljótasel. 235 fm, 2 stofur, 6
herb., má gera aö 2 íb., 145 fm
íb. + 90 fm í kj.
Bollagarðar. Endaraöh. 220
fm. Má gera séríb. á neösta palli
með sérinng.
Háagerði. Endaraöh., hæö
og ris.
Efstasund. 2x130 fm. Byggt
68. 2 íb. Bilg.
Lindargata. 3x60 fm. 2
hæöir + kj.
4ra-5 herbergja
R.víkurv. Hafnarfirði. 140
fm efri hæö.
Fálkag. 2x93 fm. Hæð og kj.
Laufbrekka Kóp. 125 fm.
2. hæö.
FlÚðasel. 110 fm 4 herb. + 2
ikj.
Vesturberg. 100 fm. 4 hæö.
Háaleitisbr. 117 fm, blokk,
bílsk.
2ja-3ja herbergja
Sólvallag. 140 fm óinnréttaö
loft, 80 fm góö íb. á 2. hæð, 68 fm
íb. í kj., nýstands., sérinng.
Njálsgata. 90 fm, 80 fm og
55 fm íb. í kj.
Furugrund. 3 herb. Lyftu-
blokk. 5. hæö.
Stóragerði. Hægt aö bæta
viö herb.
Vesturberg. 45 fm. 1. hæö.
Grettisgata. 60 fm hæö og 3
herb. + baö í kj.
50 fm hæð nýstandsett.
Háaleitisbr. 75 fm í k).
Lóöir
Skerjafirði, Seltjn., Álfta-
nesi og Þrastask.
Sumarbústaóir í Þrastaskógi.
Helgars. 42068 — 12298.
Einar Sigurösson, hrt.
Laugavegi S6,'sími 16767.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Garðastræti 45
Símar 22911—19255.
Ákv. í sölu m.a.:
Gistihótel
Af sérstökum ástæöum er til sölu
gistihótel í fullum rekstri miösvæö-
is i Reykjavík. Nánari uppl. á skrif-
stofu vorri.
2ja herb.- Garðabær
Um 63 fm nýleg íb. á 2. hæö viö
Lyngmóa. Björt og skemmtileg
eign. Laus fljótlega.
Kóp./3ja herb. sérh.
Mjög vönduö 3ja herb. sérh. í fjórb.
í austurbæ Kópavogs. Bílsk.
Hf. - 3ja herb. sérh.
Um 100 fm efri hæö í tvíb. viö
Grænukinn. Allt sór. Laus nú
þegar.
Kópavogur - 4ra
Um 100 fm vönduö ibúö í háhýsi.
Miklar svalir, mikiö útsýni.
Fossvogur 5-6 herb.
Um 117 fm ný ib. á 2. hæö. Bilsk.
Sólrik og vönduö eign með miklu
úts. Mögul. á skiptum á minni elgn
á svipuöum slóöum.
Fossvogur — einbýli
Vorum aö fá í sölu skemmtil. og
vandaö einb. í Fossvogi. Mögul. aö
taka ib. uppi söluveró. Nánari
uppl. á skrifst.
Seltj.nes — raðh.
Um 220 fm nýlegt pallaraöh. i mjög
góöu ástandi. Innb. bílsk. Veö-
bandalaust. Mögul. á 2ja herb.
íb. í kj. Laust nú þegar.
Raöh. — Austurbær
Um 190 fm raöh. meö 4 svefnherb.
og innb. bilsk. v/Langholtsveg.
Viðbyggt glerhýsi. Veöbandalaust.
Kópavogur
versl./skrifst.húsn.
Vorum aö fá í sölu verslunar- og
skrifstofuhúsn. (jaröhæö + efri
hæð. Stærö 560 fm + 140 fm) í
mjög góöu ástandi á góöum versl-
unarstaö í Kóp. Selst sár eða
saman. Ákv. sala.
Vesturbær/Skrifst.
Um 100 fm húsnæði á jaröh. í
Vesturbænum. Mjög hentugt sem
skrifstofuhúsn. Laust eftir sam-
komulagi.
Jón Arason lögmaöur,
málflutninga- og lasteignasala.
Sölumenn: Lúövfk Ólafsson og
Margrét Jónadóttir.
[7T1FASTEIGNA
LlLJholun
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT 58-60
SÍMAR 35300& 35301
Höfum allar stæróir
eigna á söluskrá
Agnar Öiafason.
Amar Sfgurðeaon,
35300 — 35301
35522
Til sölu
húsiö Vallholti 11, Ólafsvík. Sklpti koma tll greina á
íbúö á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Allar nánari upplýs-
ingar gefur Páll í síma 93-6490 eöa Jana í 93-6308.