Morgunblaðið - 26.07.1985, Síða 12

Morgunblaðið - 26.07.1985, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 Stóra-Núpskirkja og gamli bærinn Kirkjan i Hruna « Fimm dagar í biskupsfylgd — eftir Gísla Brynjólfsson Dr. Jón Helgason var biskup yfir íslandi rúmlega 20 ár. í samtali við Valtý Stefánsson í Lesbók, 29. janúar 1939, segir biskup frá því, að á 12 árum (1917—29) hafi hann visiterað um 270 kirkjur, þ.e. allar kirkjur landsins nema 4. Það voru kirkj- urnar á Asmundarstöðum, Þönglabakka, Húsavík, N-Múl. og bænahúsið í Furufirði. Á yfir- reiðum sínum predikaði dr. Jón í 220 kirkjum, og 20 sinnum messaði hann í 19 daga ferð um Húnavatnssýslur. Yfirleitt ferðaðist dr. Jón mest á hestum og í 7 sumur hafði hann Guðmund Theódórs- son í Stórholti í Saurbæ að fylgdarmanni. „Það var í Árnes- sýslu aðallega, sem ég fór með bíl enda vísiteraði ég hana einna seinast," segir biskup í fyrr- greindu spjalli við Valtý Stef- ánsson. í meðfylgjandi grein segir m.a. frá vísitazíu dr. Jóns á tveim prestsetrum í uppsveitum Árnessýslu. Þá var biskup á hestum og var því á sannkall- aðri yfirreið. Fylgdarmaöur tveggja biskupa Sumurin 1924—26 var sá er þetta ritar í „kaupavinnu" á Stóra Hrauni við Gyrarbakka. Þá var þar prestssetur. En prestshjónin sr. Gísli Skúlason og frú Kristín ísleifsdóttir, stunduðu ekki bú- skap. Jörðina hafði sonur frú Kristínar af fyrra hjónabandi — Hálfdán Ólafsson. Hann var bróð- ursonur Jóns biskups Helgasonar. Svo var það seint á túnslætti síðasta sumarið mitt á Hrauni, að Hálfdán bóndi var kallaður í sím- ann til tals við frænda sinn bisk- upinn. Biskup hafði þetta að segja: „Hjá mér dvelur sem stendur, embættisbróðir minn í Björgvin, íslandsvinurinn — Peter Hogne- stad. Ég hef hug á að sýna honum svipmynd af íslenskum sveitum, kirkjum og prestssetrum og hef því í hyggju að taka hann með mér í yfirreið um ofanverðar sveitir Suðurlands. Getur þú ekki, frændi minn góður, útvegað mér eina 5—6 þýða og þægilega hesta í nokkra daga ferðalag um miðjan ágúst.“ Hálfdán bóndi tók biskupserindi vel og spurði: „En, vantar þig ekki fylgdarmann líka?“ „Hann get ég sparað mér, ef Hálfdán sonur minn verður með í ferðinni, sem ég vona. Annars nægir mér einhver sveinstauli til að passa hestana.“ Svo fór, að Hálfdán biskupsson gat ekki farið þessa ferð, og sú varð niðurstaðan, að ég var ráðinn biskupssveinn á þessu ferðalagi um miðsumar 1926. Þeir komu — biskuparnir — i bíl austur að Sandlæk í Eystri- Hrepp. Lengra náði bílvegurinn ekki þá. Þangað var ég þá kominn með hestana sex, sem Hálfdán hafði útvegað. Var nú í snatri skipt um fararskjóta, einn hestur var undir þverbakstöskum, hina höfðum við til reiðar. Voru það allt góðir ferðahestar. Þó var ekki nema einn þeirra nógu þýður að dómi Jóns biskups. Samt var ekki hægt að segja að hann væri óánægður og mikið var hann ljúf- ur og góður við sinn unga hesta- svein, sem hann tók í þessa ferð í staðinn fyrir fullgildan fylgdar- mann, eflaust til að spara því op- inbera útgjöld. Þetta var — eins og fyrr segir — sumarið 1926. Dr. Jón biskup var þá sextugur að aldri og hin ern- asti, alvanur ferðalögum á hestum enda vísiteraði hann s.a.s. allar kirkjur landsins um Islands breiðu byggðir. Þetta ferðalag um góðsveitir Suðurlands var því fyrir hann nánast eins og smáút- reiðartúr. Og það var ekki laust við að hann gerði létt gaman að sínum lítt reynda meðreiðarsveini: Ja, það er bærilegur fylgdarmað- ur, sem ekkert ratar(!!) sagði hann stundum þegar við komum að vegamótum. Gott er aö koma á pófastsbú Við riðum í kvöldkyrrðinni upp eftir blómlegri byggð Hreppanna — að Hruna — því landskunna myndar- og menningarheimili hjá sr. Kjartani og frú Sigríði. Ekki var að spyrja að móttökunum. Enda þótt ég vaknaði sæmilega snemma morguninn eftir var Jón biskup þegar tekinn til starfa. Hann stóð úti á túni við sitt Staff- elí og teiknaði mynd af Hruna- kirkju. Þessi morgunn í Hruna rifjaðist upp fyrir mér löngu seinna, þegar sr. Bjarni fór með eftirfarandi hendingar við útför Jóns biskups: Starfa, því nóttin nálgast, notaðu dag hvern vel. Sr. Kjartan og biskup Hognstad sátu inni í stofu og virtust hafa nóg um að tala, enda munu þeir, þrátt fyrir ólikar trúarskoðanir, hafa átt margt sameiginlegt. Báð- ir voru þjóðlegir fróðleiksmenn og kristnir mannvinir. ^Eins og gefur að skilja kynntist ég Hognestad lítið þessa samvist- ardaga. En hann var mjög nær- gætinn og vingjarnlegar í allri framkomu. Og 10 kr. gaf hann mér að skilnaði án þess aðrir vissu — drjúgur skildingur í þá daga. Löngu seinna sá ég í norsku tímariti frásögn Björgvinarbisk- ups af þessu ferðalagi. Þar er nafngreindur fölgesvenden Gymnasiast Brynjólfsson. Um hádegið var virðulegur miðdegisverður í Hrunastofu. Þar var ekki farið í manngreinarálit — ekki verið að gera sér manna- mun. Hestadrengurinn var settur til borðs með biskupunum. Það kom heim og saman við það, sem sagt var um prófastssetrið í Hruna í tíð sr. Kjartans og frú Sigríðar. „Á heimili þeirra hjóna voru allir jafnir." Eftir hádegið hóf biskup visit- azíu sína með messugerð í kirkj- unni þar sem mættur var all- drjúgur söfnuður — einkum kon- ur. Síðan fór fram biskupsvisit- azía að hefðbundnum hætti og í lok hennar skiptust þeir á nokkr- um hlýjum ávarpsorðum sr. Kjartan og Björgvinjarbiskup. Allir þáðu góðgerðir í Hruna eftir að kirkjuathöfninni lauk. En nú var ekki til setunnar boðið. Daginn eftir átti að vizitera á Stóra-Núpi. Var haldið þangað í fylgd með sr. Kjartani og komið að Núpi um kvöldmatarleytið. Iðulega hefur sá, sem þetta rit- ar, minnst þess síðan, að aldrei hafi hann verið í virðulegri kenni- mannakvöldverði en síðan síðsum- araftan á Stóra-Núpi. Því að þar var hann settur til borðs með 2 biskupum, vígslubiskupi, hér- aðsprófasti og sóknarpresti. Eftirminnilegastur af þessum ágætu kennimönnum verður vígslubiskupinn, sr. Valdimar Briem, þar sem hann sat við þetta kveldverðarborð virðulegur og fal- legur, virtur og elskaður af öllum lýð, enda átti hann 142 sálma í sálmabókinni og Biblíuljóðin í tveim skrautbindum í bókahillum á mörgum helstu heimilum lands- ins. Um vinsældir sr. Valdimars má nefna sem dæmi að eitt sinn var sá, er þetta ritar, staddur á samkomu austur á Síðu. Þar voru fjórir menn sem hétu Valdimar. Þrír af þeim höfðu verið skírðir í höfuðið á Valdimar Briem. Það er engu líkara en myndin af sr. Valdimar yfirskyggi annað í sambandi við heimsóknina að Stóra-Núpi. Þar fór fram messu- gerð og visitazía eins og í Hruna daginn áður. Og þar voru móttök- ur höfðinglegar og innilegar og allt var gert til þess að gera kom- una á þetta fríða og fallega prestssetur sem ánægjulegasta. Þennan dag — miðvikudaginn 18. ágúst 1926, var sólfar mikið um Suðurland — landnyrðingur nokk- uð hvass. Eftir vísitazíuna var Stóri-Núpur kvaddur. Nú skyldi halda áleiðis austur yfir Þjórsá — að Fellsmúla. Prófastur Árnes- inga, sr. Kjartan, varð eftir á Stóra-Núpi, en sr. Ólafur fylgdi biskupunum úr hlaði og reið með okkur áleiðis austur að ferju- staðnum við Þjórsárholt. Þar heit- ir á Hrosshyl. „Þar er allörðugt sund fyrir hesta“, segir f lýsingu Ferðafél. íslands árið 1956. Nú bættist norðanstormurinn við, svo að ferjubóndinn, Jón í Þjórsár- holti, taldi ekki fært að sundsetja hestana í ána vegna þess hve hvasst var. En hann bjóst við að lygna mundi með kvöldinu. — Nú var úr vöndu að ráða og því réð Jón biskup þannig, er hann sagði við ferjubóndann: „Ef þér teljið fært að róa með mig og bisk- up Hognestad yfir ána tek ég því með þökkum. Við höldum síðan heim að Fellsmúla. Drengurinn verður eftir og kemur með hest- ana í kvöld eða á morgun ef veður leyfir." Þetta varð að ráði og reyndist vel ráðið. — Svo lögðu þeir austur yfir ána og gekk vel. En varla voru þeir biskuparnir horfnir úr aug- sýn og ferjumenn komnir aftur til sama lands en veðrið tók að lægja. Reyndist bóndi sannspár um það að norðanáttin mundi ganga niður Jón biskup Helgason með kvöldinu, eins og ekki er óal- gengt á Suðurlandi í þurrkatið. Leið nú fram undir miðaftan. Var þá farið að lygna og ákvað ferjubóndi að sundleggja hestana austur yfir ána. Gekk það ákjós- anlega og hélt ég síðan heim að Fellsmúla með hestana, hitti þar fyrir húskarl einn, sem kom þeim í haga. Síðan var ég leiddur til stofu þar sem biskupar sátu í góðu yfirlæti hjá þeim merka og lærða kennara og kennimanni sr. Ófeigi, sem fjórum dögum fyrr hafði ver- ið settur prófastur Rangæinga eft- ir lát sr. Eggerts á Breiðabólsstað. Um þessa komu mína að Fells- múla, man ég nú ekki í smáatrið- um að öðru en því, að gæruklædd- ar mublurnar settu svip sinn á stofuna en andrúmsloftið angaði af ilmi hinnar sönnu menntunar, og því kristna sjónarmiði að prest- urinn á ekki að drottna yfir trú safnaðar síns heldur vera sam- verkamaður að gleði hans. Ekki sá ég aðstoðarprestinn, sr. Ragnar, fyrr en seint um kvöldið. Hann stóð snöggklæddur úti á hlaði, studdist við hrífu sína. Var að koma af teignum. Ekki var mér ljóst að hve miklu leyti hann sinnti hinum vígðu gestum. Á heimili sr. Ófeigs og md. Ólafíu gistum við í góðu yfirlæti. AÖ Barkarstöðum Næsta dag var lengsti og eigin- lega síðasti áfangi þessa „háklerk- lega“ ferðalags. Hann var frá Fellsmúla og alla leið að næst innsta bænum í Fljótshlíð, Bark- arstöðum. Þar átti Jón biskup frændur að finna og venslamenn. Þar bjó þá með börnum sínum Margrét ekkja Tómasar Sigurðs- sonar, sem var systursonur sr. Tómasar Sæmundssonar og því stórfrændi biskups Jóns. Við riðum austur Rangárvöllu hið efra, ekki eftir þjóðveginum — um Ijótt land, sanda, flög og rofa- börð — og okkur létti, bæði mönn- um og hestum, þegar komið var í grösugt valllendið í Hvolsvelli. Síðan var haldið inn Fljótshlíðina fögru. Prestssetrið Breiðabóls- staður drúpti í sorg. Prófasturinn sr. Eggert Pálsson, hafði látist fyrir hálfum mánuði eftir upp- skurð í Kaupmannahöfn. Við fór- um í hægðum okkar inn Hlíðina í björtu og blíðu veðri. Jón biskup þurfti að fræða embættisbróður sinn um landslagið, bæina og sög- una í þessari Njálusveit. Á Barkarstöðum var Jóni bisk- upi innilega fagnað af Margréti húsfreyju og börnum hennar og var auðfundið að hann var þeim mikill aufúsugestur. Var þó í mörgu að snúast á þeim bæ, enda var þar mikill gestagangur í sam- bandi við Þórsmerkurferðir o.fl. Vel virtist Hognestad biskup njóta þess að gista þennan bóndabæ ekki síður en á prestssetrunum undanfarnar nætur. En nú var sagt: Hingað og ekki lengra. Hér skyldi aftur snúið. Daginn eftir, þann 20. ágúst, var haldið til baka eftir góða hvíld og ágæta næturgistingu á Barkar- stöðum. En okkur lá ekkert á. Biskup hafði pantað bíl frá Reykjavík austur að Efra-Hvoli og þaðan var ekki nema mátuleg kvöldferð suður. Ennþá hélst sama veðurbliðan og gafst nú enn betra tækifæri til að virða fyrir sér fegurð landsins og búsæld sveitarinnar.— Á Efra-Hvoli var okkur fagnað af miklum innileik hinnar sönnu gestrisni, sem ekki þarf að lýsa nánar fyrir þeim sem eitthvað þekkja til gamla sýslumannsset- ursins. — En þar hafði hesta- sveinninn ekki langa viðdvöl, enda ekki til setunnar boðið. Ég vildi hraða mér af stað, því að heim að Hrauni skyldi haldið þennan dag sem og varð. Heimferðin gekk eins og í sögu. Hestarnir runnu heim- fúsir rakleiðis eftir umferðalitlum veginum og höfðu meiri hug á að komast heim heldur en grípa niður og næra sig á loðnu grasinu meðfram veginum, enda ekki lang- soltnir í þessu rólega ferðalagi með stuttum dagleiðum um grös- ugar sveitir. Samt var langt liðið á nótt og allir vitanlega í fasta- svefni, þegar heim var komið. Endar svo þessi ferðasaga, sem í huganum hefur lifað sem björt og fögur minning um góð og gagnsöm kynni af þessum mætu mönnum og kunnu kirkjuleiðtogum. Höfundur er fyrrverandi sóknar- prcstur á Kirkjubæjarklaustri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.