Morgunblaðið - 26.07.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 26.07.1985, Síða 16
16 MORGUNBLAPIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 Bindindismótið í Galtalæk 25 ára: MMASTABAHRgm/ft MMtt ABAÍJWPUÍ.AÖ iM4‘MH mim ÍBÚÐARSWEÐI, EINBÝLISHÚS OG RAÐHÚS ÍBÚÐARSVÆÐI, ÞÉTT BYGGÐ IÐNAOAR- OG ATHAFNASVÆOI STOFNANIR VERSLUN OG ÞJÓNUSTA ÚTIVISTARSVÆDI, OPIN ÓBYGGO SVÆÐI jtem OPIN SVÆDITIL SÉRSTAKRA NOTA f j LANDBUNAOARSVÆÐI nmi SVÆÐI TIL NOTKUNAR EFTIR LOK SKIPÚLAGSTiMABILSINS FORSETASETUR, KIRKJA HREPPSSKRIFSTOFUR, FÉLAGSHEIMILI LEIKSKÓLI SKÓLI, SUNDLAUG, ÍÞRÓTTAHÚS Ét PÓSTUR, SÍMI, UMFEROARMIÐSTðO |» LEIKVÖLLUR tíl ÍÞRÓTTASVÆÐI / ÚTIVIST ýf KIRKJUGARÐUR th friolYsing ú( HESTHÚS „iirwm GÖNGUSTlGAR Stóraukin dagskrá og bætt aðstaða BINDINDISMÓTIÐ í Galtalækj- arskógi er orðið rótfastur liður í skemmtanalífínu um verslunar- mannahelgina. Það verður nú haldið í 25. sinn dagana 2.—5. ág- úst. Vegna þessara tímamóta verður boðið upp á stóraukna dagskrá frá því sem verið hefur. Föstudagskvöldið 2. ágúst verða tveir dansleikir með hljómsveit- unum Nátthröfnum og Special Treatment. Síðan bætast 7 aðrar söng- og hljómsveitir með í leik- inn, allt frá þungarokkshljóm- sveitinni Gypsy, sigurvegurum i hljómsveitakeppni SATT 1985, til djasssveitarinnar vinsæiu, Jassg- auka, og allt þar á milli: Popp, rokk, nýbylgja, dixieland, gömlu dansarnir, nýju dansarnir o.s.frv. Alls verða 14 dansleikir og hljómleikar á Bindindismótinu í Galtalækjarskógi um verslun- armannahelgina. Að auki verður boðið upp á ara- grúa annarra skemmtiatriða, s.s. ökuleikni BFÖ, kvöldvökur með Jörundi, Pálma Gestssyni, Erni Árnasyni og Guðmundi Ölafssyni, flugsýningu fjarstýrðra flugvéla, gamanvísur og gamanmál með Sigríði Hannesdóttur og Sigur- geir Björgvinssyni, reiðhjóla- keppni, varðeldar, flugeldasýn- ingar o.m.fl. Nýjar tillögur að aðalskipu- lagi í Bessastaðahreppi Á SKRIFSTOFU Bessastaðahrepps hanga uppi tillögur að aðalskipulagi fyrir hreppinn og er íbúum hreppsins gefinn kostur á að koma skriílegum athuga- semdum á framfæri til sveitarstjórnar Bessastaðahrepps fyrir 10. september eins og lög gera ráð fyrir. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem farið verður fram á staðfestingu ráðherra á aðalskipulagi fyrir hreppinn. Árið 1971 var búið að gera tillögur að aðalskipulagi, sem ekki voru staðfestar vegna mótmæla frá íbúum hreppsins og í nágrannabyggðum en skipulagstillagan gerði ráð fyrir flugvelli yfir Bessastaðanes. íbúar hreppsins í dag eru rúm- lega sjö hundruð, en í skipulags- tillögunum sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir rúmlega tvö þúsund íbúum eftir tuttugu ár og þrjú þúsund árið 2004 í lok skipu- lagstímabilsins. Á árunum 1982 til 1983 varð fjölgun íbúa mest í Bessastaðahrepp miðað við aðra staði á landinu. Á síðustu árum hefur hinsvegar dregið úr fólks- fjölgun í hreppnum. Að sögn Erlu Sigurjónsdóttur oddvita Bessastaðahrepps er í skipulagstillögunum eingöngu gert ráð fyrir lágum einbýlis- og raðhúsum í íbúðarhverfum og lág- um byggingum í þjónustu- og smáiðnaðarhverfi, sem ráðgert er að verði við miðbæjarkjarnann miðsvæðis á nesinu. „Það er mikils virði fyrir hreppinn að fá staðfest aðalskipulag meðal annars til þess að hægt verði að þétta þá byggð sem nú er í hreppnum. Byggða- kjarnarnir sem þegar eru komnir hafa verið skipulagðir að frum- kvæði landeigenda á hverjum stað og er það megin ástæðan fyrir því hvað byggðin er dreifð," sagði Erla. „Eins má nefna að ekki hef- ur verið unnt að úthluta lóðum fyrir smáiðnað eða fyrir annað at- vinnuhúsnæði fyrr en nú með aðalskipulaginu." í greinargerð með aðalskipulag- inu kemur fram að helstu mark- miðin séu: Að byggðin verði tiltölulega dreifð, með einbýlishúsum á stórum lóðum. Að stefnt verði að því að fækka þeim svæðum, sem eru í bygg- ingu hverju sinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Erla Sigurjónsdóttir oddviti Bessa- staðahrepps. Að útivistarsvæði og friðuð svæði verði tiltölulega stór, og þannig meðal annars komið til móts við óskir Náttúruverndarráðs. Þessi svæði eru til dæmis Bessastað- anesið allt, umhverfi Bessa- staðatjarnar, umhverfi Kasthúsatjarnar, umhverfi Skógtjarnar og öll strandlínan. Að atvinnutækifæri innan hreppsins verði verulega fleiri en nú er. Þó er ekki stefnt að því að flestir íbúanna vinni innan hreppsins fyrir lok skipulags- tímabilsins. Að verslunarþjónusta og þjón- usta á vegum opinberra aðila verði aukin. Tekið er fram að lokum, „að aðal- skipulagið er fyrst og fremst leiðarvísir sem opinber stjórn- völd, félög og einstaklingar hafa til viðmiðunar varðandi upp- byggingu og þróun viðkomandi þéttbýlis. Því er ekki að neita að forsendur og aðstæður breytast oft með tímanum, og þess vegna þarf aðalskipulagið að vera sveigjanlegt til að geta lagað sig að breyttum viðhorfum. Það gefur því að skilja að aðalskipu- lag er ekki nein endanleg ákvörðun eða viðmið, heldur þarf að endurskoða það reglu- lega með 5 ára millibili.“ Skipulagstillögurnar ásamt greinargerð sem þeim fylgja voru unnar hjá skipulagsstjóra ríkisins af Sigurði Thoroddsen arkitekt. Börnum verður að venju gert hátt undir höfði. M.a. mætir á svæðið Brúðubíllinn ásamt Helgu Steffensen og Sigríði Hannesdótt- ur. Tívolí verður starfrækt alla dagana. Sérstakir barnadansleik- ir verða haldnir með lifandi mús- ík, auk leikinna skemmtiþátta o.m.fl. Þá hefur leikaðstaða barna verið stórbætt og fjöldi nýrra leiktækja verið tekinn í gagnið. Eins og venja er verður guðs- þjónusta á sunnudaginn. Vert er að vekja athygli á því að hinn heimsfrægi Samkór frá Tinn í Noregi mun skemmta mótsgest- um. Kórinn hefur starfað við gíf- urlegar vinsældir í 35 ár. Auk frábærs söngs hefur kórinn jafn- framt brugðið fyrir sig sviðsleik: Hann „dramatiserar" þjóðvisur, tekur senur úr Pétri Gaut Ibsens, Fiðlaranum á þakinu o.fl. Undanfarin ár hafa 4.—8.000 manns sótt Bindindismótið í Galtalækjarskógi hverju sinni. Enda er um að ræða einhverja ákjósanlegustu fjölskyldu- skemmtun sem völ er á. Áhersla er lögð á góða umgengni í fögru umhverfi og öflug gæsla er á staðnum. Afengisneysla er að sjálfsögðu bönnuð. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið: Snyrtistaða og rennandi vatn eru víða á mótssvæðinu, verslun, veit- ingasala, 2402 félagsheimili o.s.frv. (Fréttatilkynning) Svíar viðurkenna loks íslenskar nafnvenjur — eftir Pétur Pétursson „Betra seint en aldrei", má segja um afstöðu sænskra yfirvalda varðandi eftirnöfn íslenskra barna sem fæðst hafa hér í Sví- þjóð frá og með árinu 1983. Skrán- ingaryfirvöld þvertóku þá fyrir að börnin gætu fengið nafn föður sem eftirnafn. Lögin kváðu á um að Norðurlandabúar, nýfæddir, skuli fá sama eftirnafn og annað foreldrið. Þetta gekk að sjálfsögðu algerlega á móti íslenskri nafn- venju. En 1. júlí kom til fram- kvæmda lagabreyting varðandi nafnvenjur innflytjenda þar sem íslendingar eru undanþegnir þess- um ákvæðum. Nokkrar ungar fjölskyldur hér í Lundi hafa orðið fyrir óþægindum af þessum lögum — en þau náðu aöeins yfir þau tilfelli að fyrsta barnið fæddist í Svíþjóð. Þegar fornafn föður var einu sinni komið á sem eftirnafn gátu þau börn sem fæddust hér fengið það einnig. í frétt Morgunblaðsins 2. ágúst í fyrra var sagt frá ungum hjónum, Grími Kjartanssyni og Hafdísi Vilhjálmsdóttur, sem ekki sættu sig við að sonur þeirra yrði skráður hér sem Einar Vil- hjálmsdóttir. Stiftsskrifstofan í Lundi (kirkjan sér enn um þjóð- skrána) vísaði kæru þeirra frá með tilvísun í lögin frá 1982. Það gerði einnig næsta dómstig sem er yfirrétturinn (Kammarratten) í Gautaborg rétt fyrir jól í fyrra. Foreldrarnir létu þá skrá Einar Loks fær Einar litli Grímsson að halda nafni sínu samkvemt ís- lenskri málvenju Grímsson heima er þau voru þar í jólafríi. Þeim var bent á að til væri nokkuð sem héti „Patent och registerringsverket" þar sem hægt væri, fyrir nokkur hundruð króna þóknun, að senda inn umsókn um nafnbreytingu í sérstökum tilfell- um. Ekki tóku þau þann kostinn og nú er sem sagt málið leyst með bréfi sem þeim hjónum barst í hendur fyrir nokkrum dögum frá skrásetningarskrifstofu sóknar- innar. Ekki ber á öðru en að Einar litli hafi dafnað vel þrátt fyrir streðið við kerfið. En til minja á hann niðri í skúffu skrásetningarskilti úr málmi, með keðju til að setja um hálsinn, þar sem á stendur Einar Vilhjálmsdóttir. Pétur Pétursson er íréttaritari Morgunblaðsins í Lundi, Svíþjód.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.