Morgunblaðið - 26.07.1985, Page 18

Morgunblaðið - 26.07.1985, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 18 Múgurinn og valdið Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson ELias Canetti: Crowds and Power. Þýtt úr þýsku af Carol Stewart. Peregrine Books 1984. Elias Canetti fæddist í Rust- chuk í Búlgaríu 1905, foreldrar hans voru spænsk-júðsk. Hann ólst upp í Búlgaríu, stundaði fyrst nám í Englandi og síðar í Zúrich, Frankfurt og Vínarborg þar sem hann settist að og dvaldi þar til hann flutti til Englands 1938. Hann varð kunnur hðfundur þeg- ar „Die Blendung" kom út 1935. Þessi bók, „Masse und Macht", kom fyrst út í Hamborg 1960. Can- etti hlaut Nóbelsverðlaunin 1981. Sálfræöi múgsins Canetti heldur áfram rannsókn- unum á fyrirbrigðinu massanum, sem hafnar voru af Gustave le Bon og José Ortega y Gasset. Le Bon (1841—1931) skrifaði „Psychologie des foules", kom út 1895 og Ortega y Gasset (1883—1955) gaf út rit sitt „La rebelion de las masas" 1930. Bæði ritin fjalla um múgsál- fræði. Sálfræði múgsins eftir le Bon er rannsókn á áhrifum múgs- ins á gang veraldarsögunnar „sem hefur aldrei verið jafn mikil og á vorum dögum". Hann áleit að senn hyllti undir veldi múgsins og að þá rynnu upp dagar hinnar óheftu sjálfshagsmunahyggju, þrengstu efnishyggju og óheftrar græðgi. Þar með slitnuðu öll tengsl við menningararfleifð fortíðarinnar Bardagar harðna milli Rauðu khmeranna og Víetnama Aranyaparthct, Thailand, 25. júlí. AP. SKÆRULIÐAR Rauðu khmeranna hafa hrakið víetnamska herflokka frá ýmsum mikilvægum stöðvum þeirra í grennd við landamæri Thai- íands og Kambódíu í mjög hörðum bardögum upp á síðkastið. ónafngreindur heimildarmaður sagði að Rauðu khmerarnir hefðu meðal annars náð stöðvum Víet- mana rétt hjá Phon Mailai sem er frumskógarstöð og Víetnamar hafa lagt mikið kapp á að verja. Allra síðustu daga virðist svo sem víetnömskum herflokkum hafi vaxið ásmegin á ný og hafa þeir haldið uppi harðri hríð að stöðinni og nærliggjandi stöðum sem Rauðu khmerarnir hafa lagt undir sig. Um mannfall er ekki getið. 40 % aukning á bílakaupum Norðmanna Osló, 25. júlí. AP. FYRSTU sex mánuði ársins keyptu Norðmenn 40% fleiri nýja einkabíla en á síðasta ári. Voru þá fluttir inn 75.414 bílar, en voru 53.852 á sama tímabili 1984. Júnísalan ein jókst um fjörutíu og sjö prósent. Ein meginástæðan fyrir aukn- um bílakaupum Norðmanna er sögð vera sú að hagstæðari lán eru nú í boði en fyrr. Vöruflutninga- bílar og fólksflutníngabilar sem voru fluttir nýjir til Noregs þenn- an sama tíma voru nú 93.672 en voru 66.549 árið 1984. og mannkynið dagaði uppi sem framleiðslu- og neyslufyrirbæri. Ef le Bon væri nú á lífi myndi hann e.t.v. álíta að nú væri mannkynið að drabbast niður í að ummyndast í tölvustýrða dýrateg- und. Freud hélt fram kenningum le Bons og jók við þær í „Massen- psychologie und Ich-Analyse“ frá 1921. Uppreisn múgsins — „La rebel- ion de las masas — er ásamt „Die geistige Situation der Zeit“ frá 1931, eftir Karl Jaspers merkasta rannsókn á pólitískum og menn- ingarlegum fyrirbrigðum þriðja áratugar þessarar aldar með til- vísunum til undanfarandi breyt- inga í fortíð og líkindum á fram- haldinu í náinni framtíð. Ortega y Gasset telur að þýðingarmesta breytingin á samfélögum Evrópu á 20. öld sé „uppkoma múgsins sem samfélagsafls. Hann telur augljósustu dæmin í Evrópu vera uppkoma fasismans og kommún- ismans „það er í fyrsta sinn í sögu Evrópu, sem pólitísk öfl réttlæta ekki tilveru sína með „rétti" held- ur telja sig hafa fulla og ótvíræða kröfu til valdsins með grófustu valdbeitingum og afneita rétti andstæðra skoðana til áhrifa og útiloka þær.“ Þar með afneita þessi öfl grundvelli þingsræðis- hugmynda 19. aldar, andstæðing- urinn er réttlaus, „massinn hatar allt sem er honum frábrugðið". Og hann segir ennfremur: „Vísinda- maðurinn, tæknikratinn og verk- fræðingurinn eru hetjur massans og fyrirmynd, manngerðir sem eru menningarlega rótslitnar eins og nú hagar til, hinir nýju barbarar, sem massinn samsamar sjálfum sér ... “ Múgur og vald Canetti fetar slóð le Bons og y Gassets að vissu leyti, en tengir hugtakið valdinu, svo rit hans er um tengsl og múgs og valds, án múgs ekkert vald. Canetti flokkar múginn í tegundir og hann lýsir einnig höfuðeinkennum múgsins með því að rekja upphaf þeirra aftur til frumstæðustu lífsþarfa frummannsins og notar samskon- ar aðferð þegar hann lýsir eink- unnum valdsins og valdsmanns- ins, frumgerðir græðginnar og ótti valdsmanna við keppinautana um völdin eru samskonar meðal frum- stæðustu negrakónga svörtustu Afríku fyrir mörgum öldum og meðal sléttmálgra valdapotara nútímans í iðnþróuðustu samfé- lögum. Frumþörf mannsins er æti, að dómi Canettis, að elta uppi bráð- ina og drepa hana og éta. Hann dregur upp mynd af veiðimanna- hópnum, sem skipta bráðinni eftir vel heppnaða veiðiferð, samstöðu hans, ótta og græðgi og þörf hans fyrir öryggi, sem fæst með marg- földun hópsins, jöfnuður ríkir meðal hópsins og það er eitt ein- kenni múgsins, enginn öðrum betri, allir jafnir og kröfurnar til ætisins svipaðar. Hópurinn verður að vera samstilltur, „ekkert má sundra hópnum", allir verða að standa þétt saman og vinna að sama markmiði, drápi bráðarinn- ar. Canetti lýsir öðrum hópum, byltingamúgi, skipulögðum múgi, sem gargar á leiðtogann og fer eft- ir minnstu bendingu hans. Hann lýsir múgsefjun trúarbragðanna og afstöðu kaþólsku kirkjunnar til múgsins, en Canetti telur að sú afstaða beinist algjörlega gegn múgsmyndun og að kirkjan hafi lang oftast unnið gegn trúarlegri múgsefjun. Múgsefjunin er í raun- inni andkristin meðan sú kenning er ríkjandi að maðurinn hafi ódauðlega sál og sé skapaður í Guðs mynd. Hópurinn einkennist af lakasta einstaklingi hvers hóps, þvi verða öll verk múgsins ill. Canetti leitast við að finna frum- gerðirnar að valdsmanninum og ætlan hans. Eins og áður segir lýs- ir hann viðbrögðum negrakónga og hann lýsir einnig aðferðum voldugra þjóðhöfðingja, t.d. á Ind- landi á dögum Mongóla. Síðan tek- ur hann dæmi úr merkri heimild, sögu Daniels Pauls Schreber sem setti saman minningar um geðbil- un sína. Schreber þessi taldi sig vera nafla heimsins og hann væri yfirbjóðandi allrar jarðarinnar. Canetti sýnir fram á að hugarfóst- ur þessa geðbilaða manns sé sams- konar og hugmyndir einræðis- herra og valdamanna og byggist á samskonar forsendum, að lifa alla. Að ríkja yfir öllum og fyrst og fremst að lifa þá. Vopn valdsins er skipunin og hver skipun særir þann, sem skipað er. Valdsmaður- inn hrærist í stöðugum ótta um að honum verði ekki hlýtt, þessi ótti eykur grimmd hans og skipanir hans verða grimmúðlegri með vaxandi kvíða og skelfingu. Höf- undurinn tekur dæmi um afleið- ingar þessarar stöðugu skelfingar valdsmanna, m.a. af sumum Róm- verjakeisurum sem urðu brjálaðir sökum þessa nagandi ótta. Til þess að halda aga á þegnunum varð að drepa alla þá sem sýndu minnstu merki um vanþóknun og alla mögulega keppinauta, valdið yfir dauðadómnum var sterkasti mátt- ur valdsmannsins. Skipanirnar sem tryggðu völd hans voru dauðadómar, líkhrúgan var vottur um vald hans. Frumgerð mannkyns Canetti seilist nokkuð langt í út- listunum sínum um tegundir múgsins þegar hann fer að ræða um hinn ósýnilega múg og einnig í umfjöllun sinni um múgstáknin. Alhæfingarnar eru einnig oft vafasamar, vegna þess að hann bindur sig við ímyndaða frumgerð mannsins, krafsandi villidýr, sem ekkert er heilagt. Þótt ýmsa at- burði 20. aldar megi nota sem staðfestingu á skoðunum Canettis um dýrseðli mannsins og algjöra glötun þá lýkur hann umþenking- um sínum þó með því að von geti verið um að yfirbuga „valdið" með því að svipta það skipunarvaldinu. Skoðanir Canettis minna mjög á formgerðaleit Levi-Strauss, hann telur sig hafa fundið frumgerðina að hegðunarháttum manna og þrátt fyrir hina löngu sögu og þróun mannkynsins, haldi þessi frumgerð gildi sínu nú. Morðóðir einræðisherrar og hershöfðingjar og valdagráðugir pólitíkusar nú á dögum falla vissulega að kenning- um Canettis, en meðan önnur öfl neita að hlíta skipunum þeirra þá fellur hin einfalda frumgerð Can- ettis um manninn. Og ef menn forðast að heillast af sefjun og öryggiskennd sem býr í samstillingu hins „marghöfðaða óskapnaðar“ — múgsins — þá vinnst sigur á „hinu djöfullega valdi“. Trúin á framleiðsluna Canetti lýsir tíðarandanum um það leyti sem hann var að setja saman ritið. Hann talar um hvöt- ina til að aukast og margfaldast og veiða og ræna sem mestu meðal frumstæðra manna. Hann segir að nú sé stefnan sú sama. Nútíma iðnaðarframleiðsla eykst stöðugt. „Ef einhver trú er lengur þá er það trúin á framleiðsluna, framleiðn- ina og hagvöxtinn og hver þjóðin eftir aðra undirgengst þessa skil- yrðislausu framleiðslukröfu ... aukning framleiðslunnar krefst fleira fólks, því meira magn vara, sem er framleitt því fleira fólk þarf til þess að kaupa og nota vör- una... Framleiðslan gengur á friðartímum, styrjöld er andstæð framleiðslunni og nú vinna bæði austur- og vesturblokkin að því sama, framleiðslu aukningu ... þessar blokkir hafa ekki lengur áhuga fyrir að eyða hvor ann- arri.. “ Höfundur talar síðan um að styrjöld sé vafasöm, í staðinn sé framleiðslukeppni, en hann segir jafnframt að nú geti valdsmaður- inn þurrkað út allt líf á jörðinni og að sú staða hafi aldrei áður verið bláköld staðreynd. Nú geti hann lifað ekki aðeins eigin þjóð heldur allar þjóðir veraldar og allt líf í e.t.v. nokkrar mínútur eða klukku- stundir. Á þann hátt getur síðasti brjálaði valdsmaðurinn „losast undan skelfingarkvíða skipunar- innar, óttann um keppinautana og kvíðanum um að verða ekki hlýtt." Hugvekja og aðvörun Canetti fjallar um þá einstakl- inga sem ná völdum skyndilega og sem bera með sér einkenni hins frumstæða múgs, menn sem flokka má til stéttarskiptinga eða einhverskonar umskiptinga. Hann telur þá manngerð mjög varhuga- verða, því að umskiptin við að „hefjast" skyndilega til algjörra valda magnar með þeim hinn nag- andi ótta um að missa völdin og þessi ótti er að dómi Canettis kveikja þess sem gerir sömu menn hættulega umhverfi sínu og sam- félagi. Eins og nú er ástatt í heim- inum er mikið um slík fyrirbrigði meðal áhrifamanna. Þessi fyrir- brigði neyta allra ráða til þess að halda í valdaaðstöðu sína, hvort heldur er innan ríkja eða innan áhrifamikilla alþjóðlegra fyrir- tækja og stofnana. Þeir hafa engin tengsl við menningararf fortíðar- innar, hrærast í tómarúmi einnar saman græðginnar og óttans. Gildi arfhelgi og trúarbragða er þeim lokuð bók. Það er þessi teg- und sem grípur til skammbyss- unnar þegar menning er nefnd. En þrátt fyrir allar útlistanir Canettis á þessum „sorplýð græðginnar“, þá er andstæða hans sterkari, þau einkenni sem eru að- all mannsins skynjun hins yfir- skilvitlega, skáldskapur og listir. Sú mynd sem höfundurinn dreg- ur upp af manneðlinu er önnur hliðin og hún hefur e.t.v. verið augljósari á 20. öld af ýmsum ástæðum. Canetti skrifar þetta rit sem hugvekju og aðvörun á tímum þegar tæki til múgsefjunar hafa aldrei verið jafn mögnuð og ráð- andi öfl virðast leitast við að móta einstaklinginn til þeirrar múgs- gerðar sem þeim hentar best, í gerð æpandi neyslu- og vinnudýrs, staðlaðs, sljós og orðvana. MorgunblaSið/Bjarni Innandvra í nýrri vershin Harðviðarvals á Krókshálsi 4, Reykjavík. Harðyiðaryal hf. flytur Harðviðarval hf. hefur flutt verslun sína úr Kópavogi að Krókshálsi 4 í Reykjavík. Verslunin sérhæfir sig í vegg, loft og gólfkiæðningu. Harðvið- arval hf. hefur m.a. umboð fyrir Tarkett, sem er parkett verk- smiðja í Svíþjóð og framleiðir Tarkett parkett í yfir 20 tegund- um. Einnig hefur Harðviðarval hf. umboð Jabopanel, einnig frá Svíþjóð og Svenska-Dörr, sem er eitt af stærstu hurðarfyrirtækj- um Svíþjóðar. Harðviðarval getur nú boðið upp á franskan lúxuspanel auk þess að selja límtré í innrétt- ingar, borðplötur og fleira. Nýj- asta umboð verslunarinnar er Jura Jura-marmari frá Þýska- landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.