Morgunblaðið - 26.07.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 26.07.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1986 Síðari hluti Hunda- dagahátíðar á Akur- eyri um helgina SÁ HLUTI Hundadagahitíðarinnar, sem ráðgert hafði verið að halda í Akureyrarbe dagana 8.—14. þ.m., en var frestað vegna veðurs, verður haldinn nú um helgina. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengust hjá Haraldi ínga Haraldssyni, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er nú bjartara yfir þar nyrðra. Veðurstofan spáir blíðviðri um helgina og var því ákveðið að láta loks til skarar skríða. Hefst hátíðin á föstudeginum með útsendingum útvarpsstöðvar- innar „Síríus“, sem mun útvarpa alla helgina. Útimarkaður verður einnig settur á fót þennan dag og munu hinir ýmsu tónlistarsnill- ingar bæjarins skemmta gestum og gangandi með hljómlistarflutn- ingi sínum undir berum himni. Kraftakonungar Norðurlands munu einnig láta til sín taka og standa fyrir svokölluðu Akureyr- armóti í þeirri kraftaíþrótt sem kennd er við sjómenn, auk þess Vinsældalisti rásar 2: „Frankie“ datt í ann- að sætið 1. (2) There must/angel Eurythmics 2 (1) Frankie Sisters Sledge 3 (7) Live in one day Howard Jones 4 (12) Keyleigh Marillion 5 (-) Life is life Opus% 6 (3) A view to a kill Duran Duran 7 (-) Ung og rík P.S. og Co. 8 (4) Icing on/cake ,Tin Tin* Duffy 9 (6) Get it on Power Station 10. (15) History Maitai sem almenningi gefst kostur á að spreyta sig á aflraunum ýmiss konar. Á laugardeginum hefst dag- skráin kl. 13 með því að gengið verður fylktu liði frá Laxdalshúsi að útihátíðarsvæðinu, sem verður á flötinni fyrir neðan leikhúsið. „Verður skrúðganga þessi bæði litrík og hávaðasöm," upplýsti Haraldur Ingi, „þar sem grímu- klæddum göngugörpum verða af- hent sérhönnuð sambahljóðfæri, sem niðursuðuverksmiðjan K. Jónsson hefur hannað. Efniviður töfratækjanna eru steinar sem soðnir hafa verið niður í dósir, rétt eins og grænar baunir og gefa dósirnar frá sér hin ægilegustu hljóð, eins og nærri má geta,“ bætti hann við. Á hátíðarsvæðinu munu lyft- ingakapparnir halda kraftasýn- ingu í miðaldastil, leikklúbburinn Saga stendur fyrir ýmiss konar leikjum og uppátækjum fyrir yngri kynslóðina og slökkvilið staðarins leikur vatnsknatt- spyrnu. „Dansað verður síðan í tunglsljósinu á laugardagskvöld og fram á rauða nótt,“ sagði Har- aldur, „en dagskrárliðir sunnu- dagsins munu að miklu leyti ráð- ast af þeirri stemmningu sem rík- ir á svæðinu, eftir þessa helgar- hátíð." INNLENT Morjfunblaöið/Þorkell Það var í mörgu að snúast hjá krökkunum í Vinnuskóla Hafnarfjarðar þegar Ijósmyndara Morgunblaðsins bar að við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í blíðviðrinu í síðustu viku. Lokahátíð Vinnuskóla Hafnarfjarðar: Hafa lagt 20.000 m2 af túnþökum VINNUSKÓLI Hafnarfjarðar lýk- ur sumarstarfi sínu í dag með loka- hátíð. Að sögn Ingvars Viktorsson- ar forstöðumanns skólans unnu tveir árgangar við fegrun og snyrt- ingu bæjarins í sumar, unglingar fæddir 1970 og 1971, en einnig starfrækir skólinn leikjanámskeið fyrir yngri börn og starfsvelli eða svokallaðar kofaborgir. „Flest voru börnin 220, öll úr Hafnarfirði og í hverjum vinnu- flokki eru 8 til 10 unglingar. í byrjun sumarsins hreinsuðum við bæinn og síðan voru snyrt einstök svæði, svo sem Lækj- arsvæðið og nýju hverfin. Þar eru lagðar túnþökur og í allt hafa verið lagðir rúmlega 20.000 fermetrar af túnþökum í Hafn- arfirði þetta sumar, sem er met- ár.“ Ingvar sagði ennfremur að vinnuflokkarnir hefðu tekið að sér að snyrta garða hjá öldruð- um og öryrkjum þeim að kostn- aðarlausu. „Það starf er snar þáttur hjá vinnuskólanum og ánægjulegt hvað unglingarnir samlagast þeim eldri vel. Þessar hreingerningar hafa oft á tíðum endað með veisluhöldum og góð- um kunningsskap." Á hátíðinni, sem hefst í dag kl. 14:00, er Rósa Þórsdóttir leikari kynnir og Jón Páll sterkasti maður heims mætir á svæðið. Gengið er frá Lækjarskóla að Thorsplani í skrúðgöngu og starfsvellirnir standa fyrir kassabílarallii niður Linnetstíg. í keppni vinnuskólans tekur Jón Páll á í reiptogi við lið skólans, farið er í hjólbörurallí og poka- hlaup. Frá kirkjunni á kristniboósstööinni í Konsó. MorgunblaðiS/Jónas Þóriaaon hjálpar- og uppbyggingarstarfs. Tvenn kristniboðahjón til Afríkulanda TVENN kristniboðahjón eru á fór- um til starfa í Afríku í byrjun ágúst á vegum Sambands ísl. kristni- boðsfélaga eftir leyfi á íslandi. Ingibjörg Ingvarsdóttir og Jónas Þórisson starfa í Awasa í næstu tvö árin og Valdís Magnúsdóttir og sr. Kjartan Jónsson veröa í Diani í Kenýa til ársins 1989. Sérstök kveójusamkoma verður næstkom- andi sunnudag 28. júlí kl. 20.30 í húsi KFUM og K að Amtmanns- stíg í Reykjavík, þar sem kristni- boðarnir koma fram. Á vegum SlK starfa þá ytra fern hjón um þessar mundir. í Kenýa starfa auk Valdísar og Kjartans Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnarsson, en þau eru staðsett á kristniboðsstöð er íslendingar hafa rekið í Chepar- eria í norðvesturhluta landsins. Þar búa Pókot-menn og lifa að mestu á akuryrkju, en reglulegt starf er meðal þeirra í nokkrum þorpum í nágrenni kristni- boðsstöðvarinnar. Valdís og sr. Kjartan starfa í Diani, sem er við strönd Indlandshafsins, um 30 km sunnan við Mobasa, en þar eru einkum múhameðstrúar- menn. I Eþíópíu hafa undanfarin ár starfað Valgerður Gísladóttir og Guðlaugur Gunnarsson. Sollamó heitir stöðin sem þau hafa starf- að á undanfarin ár, en í haust flytja þau til Konsó, sem verið hefur mönnuð íslendingum að meira og minna leyti síðustu 30 árin eða frá því henni var komið upp. Skólastarf er rekið í tengsl- um við stöðina og þar er einnig sjúkraskýli. Á sama hátt og í Kenýa fara kristniboðarnir og starfsmenn innlendu kirkjunn- ar, Mekane Yesus, um nálægar byggðir, en það er undir yfir- völdum komið hverju sinni hvaða umfang getur orðið á slíku starfi í Eþíópíu. Starfsemi SÍK heima og er- lendis kostar á þessu ári kring- um 5 milljónir króna og er það borið uppi af frjálsum framlög- um kristniboðsvina. Hætt verði við áform um lokun Hjúkrun- arskólans — segir í ályktun stjórn- ar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri Á FUNDI stjórnar Fjóröungssjúkra- hússins á Akureyri 19. júlí 1985 var samþykkt eftirfarandi ályktun: Stjórn FSA lýsir áhyggjum sín- um vegna þess skorts, sem orðinn er á hjúkrun við sjúkrahús lands- ins. Lokun Hjúkrunarskóla ís- lands mun enn auka þennan skort. Því skorar stjórn FSA á yfirvöld heilbrigðis- og menntamála að af- létta öllum áformum um lokun Hjúkrunarskóla Islands. Framkvæmda- stjóri HP á íslandi í FRÉTT viðskiptablaðs Morgun- blaðsins í gær var farið rangt með nafn framkvæmdastjóra Hewlett Packard á íslandi. Hann heitir Frosti Bergsson. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.