Morgunblaðið - 26.07.1985, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985
fclk í
fréttum
AFTENPOSTEN
Einar Vilhjálmsson
Krónprinsinn í spjótkasti
r
Iviðtali við Aftenposten fyrir
skömmu er Einar Vilhjálmsson
spurður um líkur á að Hohn,
heimsmeistarinn í spjótkasti, nái
slíkum árangri vegna pilluáts og
svaraði hann þá. „Tilhlaup hans er
ekkert sérstakt og líkamlegt at-
gervi tæpast óvenjulegt en tækni
hans er aldeilis frábær og tækni
verður hvergi náð eða bætt með
pillum."
Aftenposten sem gengur út frá
Hohn sem konungi spjótkastsins
telur Einar vel verðugan og líkleg-
an krónprins enda nokkru yngri
en heimsmethafinn og eigi mögu-
leika á að taka við af Hohn nú
þegar.
Einar segist harla ánægður með
árangur sinn í Grand Prix-mótun-
um, en bætir þó við að þó vænleg
peningaverðalaun séu í boði í loka-
mótinu, þá séu þeir fjármunir ekk-
ert takmark í sjálfu sér hjá sér,
heldur það eitt að ná fullkomnu
valdi á spjótkastinu, draumurinn
um hið „fullkomna"!
Það kann að virðast ótrúlegt, en undanfarin ár hafa karlmenn um
víða veröld sést á götum úti klæddir pilsum af ýmsum gerðum.
Þessi tískubylgja er sögð eiga rætur sínar að rekja til enska hannað-
arins Vivienne Westwood sem kynnti þessa línu árið 1978.
Það er ekki einungis að menn séu farnir að mæta pilsklæddir til
vinnu heldur sjást pilsin einnig á
síðum tískutímarita og blaða
eins og New York Times.
En nú er bara að fylgjast
gaumgæfilega með þessu hérna
heima hvort við eigum eftir að
sjá forstjórann mæta í pilsi á
næstunni eða hvort afgreiðslu-
maðurinn í kjötbúðinni Iyftir að-
eins upp pilsfaldinum til að auka
söluna á nautahakkinu.
Víða eru „stjörn-
urnar“ farnar að
gefa eiginhandarárit-
anir svo ekki sé nú
meira sagt. Þetta er
enginn annar en Lam-
anzo úr Falcon Crest
sem hér er staðinn að
verki.
Tja,
það eru
breyttir tímar
Ætli karlarnir fari
nú að mæta í pilsum???