Morgunblaðið - 08.08.1985, Page 15

Morgunblaðið - 08.08.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGCST 1985 15 ÆSÍ og „Heims- mót æskunnar“ eftir Guðmund Magnússon Halda mætti, að fulltrúar í framkvæmdaráði Æskulýðssam- bands íslands væru ekki læsir. í athugasemd frá þeim hér í blað- inu miðvikudaginn 7. ágúst er fullyrt, að í grein undirritaðs um „Heimsmót æskunnar" í Moskvu í Morgunblaðinu 21. júlí hafi ver- ið gefið í skyn að „Sovétmenn hafi boðist til að greiða ferða- kostnað [þátttakenda] að hluta eða öllu leyti". Þetta er með öllu ósatt. í grein minni var vitnað til Árna Bergmann um það, að 20 fslendingar sæktu mótið á vegum ÆSÍ og síðan sagt orðrétt: „Þar [í grein Árna] kemur ekki fram hver greiðir kostnað af mótinu." Hér er hvorki eitt né annað gefið í skyn, eins og læsir menn sjá að bragði. Framkvæmdaráð ÆSÍ sér ástæðu til þess að verja aðild sína að mótinu í Moskvu og gerir gys að undirrituðum fyrir að vekja athygli á því hér í blaðinu, að um sé að ræða þrautskipu- lagða áróðurssýningu Sovét- stjórnarinnar. Orðin „áróðurs- sýningar Sovétríkjanna" eru höfð innan gæsalappa í athuga- semdinni, væntanlega til að sýna hversu fyndin og fjarstæðukennd hugmyndin sé. Um skopskyn ÆSÍ-manna ætla ég ekki að hafa nein orð. Ég leyfi mér hins vegar að benda á, að dómur minn um mótið var byggður á mjög traust- um upplýsingum um undirbún- ing þess og fyrri mót af sama tagi. Og það hefur nú komið í ljós, að ég hafði rétt fyrir mér, eins og t.d. hefur mátt lesa í er- lendum fréttum Morgunblaðsins undanfarna daga. Það er enn- fremur samdóma álit vestrænna stjórnarerindreka og frétta- manna í Moskvu, að mótið hafi fyrst og fremst verið áróðurs- sýning Kremlverja. Það er einber barnaskapur ÆSÍ-manna, að halda að það hafi verið hugsað sem saklaus vettvangur „fyrir jafnaldra frá sem flestum Iönd- um og menningarsvæðum heims" til að hafa samskipti sin á milli. Mótatimbur óskast Óska eftir aö kaupa mótatimbur 1x6 ca. 1000—1200 metra. Uppl. í síma 84924 eftir kl. 18.00. Eftir nokkur ár finnst þér þetta sófasett ennþá fallegra MINK Vandaður þýskur sófi. Æ fj^ I Leður eða tauáklæði. Grind úr beyki. B r /Æ Einn margra sófa frá Leolux sem W A \ ! við seljum. Gæði fara aldrei úr tísku. ^ y <RISTJÓn SIGGEIRSSOn HF. .AUGAVEGI 13. REYKJAVIK. SIMI 25870 Gódan daginn! i HINN FULLKOMNI HONDA ACCORD SEDAN EXS ER SVO SANNARLEGA PENINGANNA VIRÐI. EFTIRFARANDI HLUTIR FYLGJA ÞESSUM STÓRGLÆSILEGA BÍL: Vökvastýri — plussklæðning — rafdrifnar rúöur — mið- stýrð hurðalæsing — útvarp/segulband — klukka/daga- tal — litaðar rúður — útispeglar, stillanlegir innanfrá — bensín — og skottlok opnað inni — 440 lítra farangurs- rými og margt fleira. Komið og kynnið ykkur bíl hinna vandlátu. Vatnagörðum 24, s. 38772 39460.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.