Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 1

Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 190. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skýrsla um Rainbow Warrior-málið: Frönsk stjórnvöld saklaus af spreng- ingunni P»rÍ8, 26. í(fúst AP. f SKÝRSLU, sem franska ríkis- stjórnin birti í dag, segir að franskir embættismenn og njósnarar hafi ekki ítt þátt í að sökkva Rainbow Warrior á Nýja-Sjálandi, en þar kom ekki fram hverjir hefðu staðið að árásinni eða hvers vegna. í skýrslunni eru niðurstöður rannsóknar, sem franska stjórnin skipaði að yrði gerð fyrr í þessum mánuði á því hvort franska leyni- þjónustan, DGSE, stæði bak við árásina á Greenpeace-skipið. Gaullistinn Bernard Tricot, sem stjórnaði rannsókninni, sagði að ekkert sem hann hefði séð eða heyrt gæfi tilefni til þess að ætla að einhver ráðherra landsins hefði tekið ákvörðun um að valda tjóni á Rainbow Warrior. Tricot sagði einnig að sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem hann hefði haft aðgang að, væri enginn frönsku njósnaranna sex, sem hefðu verið bendlaðir við mál- ið, sekur um að hafa komið sprengjunum fyrir á kili skipsins. í skýrslu sinni viðurkennir Tric- ot að verið geti að þeir sem hann yfirheyrði hafi ekki sagt allan sannleikann. Hann tekur fram að hann hafi aðeins getað kynnt sér skriflegar fyrirskipanir, en viti að sjálfsögðu ekkert um munnlegar skipanir, sem kunni að hafa fylgt þeim. Hann bætti við að rannsaka þyrfti málið frekar. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsti furðu sinni á niðurstöðum Tricots og sagði að hann tryði því ekki að hæfur rannsóknarmaður gæti komist að þessum niðurstöðum. Morgunblaðið/Friðþjófur Metþátttaka í Reykja víkurmaraþoni Keykjavíkurmaraþonhlaupið sem fram fór síðastliðinn sunnudag er fjölmennasta götuhlaup sem fram hefur farið á íslandi. Fimm hundruð og tveir þátttakendur luku keppni. Fólk á öllum aldri mætti til leiks svo og fatlaðir íþróttamenn. Mjög margir hlupu sér til ánægju og skemmtunar en svo voru aðrir sem tóku hlutina alvarlega og lögðu hart að sér. Sjá nánar á íþróttasíðum. Fyrsta handtakan í njósnamálinu: Yfirmaður y-þýsku leyni- þjónustunnar settur af? Bonn, 26. ágúst AP. EMBÆTTISMENN í vestur-þýska innanríkisráðuneytinu hafa farið fram á að Heribert Hellenbroich, yfirmaður vestur-þýsku leyniþjónustunnar, segi af sér, að sögn heimildarmanns úr stjórn- inni. Hellenbroich neitaði að krefjast afsagnar Hans Joach- ims Tiedge, sem flúði til Austur-Þýskalands fyrir viku, þótt yfirmenn gagnnjósnarans vissu að hann hefði átt við drykkjuvandamál að stríða og fengið þunglyndisköst eftir að kona hans lést af höfuðhöggi fyrir þremur árum. Nú hefur verið skipuð rannsókn á því hvort Tiedge hafi verið valdur að dauða hennar. Ritari forseta Vestur-Þýska- lands, Margarete Höke, var handtekin á laugardag, grunuð um njósnir í þágu Austur- Þjóðverja. Hún hafði aðgang að mikilvægum leyniskjölum. Talsmaður innanríkisráðu- neytisins sagði í dag þegar handtaka Höke var tilkynnt að hún gæti hafa valdið miklu tjóni, en það jafnaðist þó ekki á við skaðann sem Tiedge gæti valdið. Forseti Vestur-Þýskalands, Richard von Weizsácker, gegn- ir valdalitlu virðingarembætti, en fær upplýsingar um öll mál- efni ríkisstjórnarinnar. Rannsókn var hafin í dag vegna gruns, sem hefur fallið á starfsmann skrifstofu vestur- þýska hersins í Koblenz, en sá annast innkaup á fullkomnum tækjum og búnaði. Njósnamálið kemur upp á slæmum tíma fyrir Helmut Kohl, kanslara, en stjórn hans hefur aldrei átt jafnlitlu fylgi að fagna og nú vegna þess að ekki hefur tekist að draga úr atvinnuleysi eða greiða úr öðr- um innanríkismálum. Noregur: Tvísýnum kosning- um spáð Ósló, 26. ágúsL Frá OélUrtUr* MorKunblaúsiiis, J.E. Lsure. Þingkosningamar í Noregi 9. sept- ember verda hnífjafnar, ef marka má fyrstu skoðanakönnun, sem birt hefur verið um fylgi norskra stjórn- málaflokka í yfirstandandi kosn- ingabaráttu. Samkvæmt könnuninni hefur stjórnarandstaðan — Verka- mannaflokkurinn, Sósíalíski vinstri flokkurinn og Venstre — 49,9 prósenta fylgi, en stjórnar- flokkarnir þrír — Hægri flokkur- inn, Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn — ásamt Fram- faraflokknum 47,6 prósenta fylgi. Verkamannaflokkurinn og Sósí- alíski vinstri flokkurinn eru á greinilegri uppleið samkvæmt skoðanakönnuninni og haldi svo sem horfir gæti Gro Harlem Brundtland orðið næsti forsætis- ráðherra Noregs í stað Káre Will- ochs. Nú er hiti kominn í kosninga- slaginn eftir daufa byrjun. Stjórn- arflokkarnir hafa gagnrýnt utan- ríkisstefnu Verkamannaflokksins, en utanríkisráðherraefni flokks- ins er Einar Förde og hann er and- vígur aðild Noregs að Atlants- hafsbandalaginu. Hægri flokkurinn hefur einnig gagnrýnt „loforðapólitík" Verka- mannaflokksins og sagt að ætli flokkurinn að efna öll loforð sín verði að auka skattheimtu í land- inu um sem svarar 40 milljónum norskra króna. Loftbelgs- farar heilir á húfi — eftir bað í Atlantshafi Amsterdam, Falmouth, 26. ágúst. AP. ÞREMUR hollenskum ævintýra- mönnum var bjargað heilum á húfi í dag eftir að loftbelgur þeirra, Hollendingurinn fljúg- andi, sprakk í loft upp og karfan hrapaði í mitt Atlantshaf. Hollendingarnir ætluðu að setja hraðamet yfir Atlants- hafið. Loftbelgurinn hrapaði í sjó- inn síðdegis um 1.400 km suð- vestur af ströndum Irlands að því er starfsmaður flugturns- ins á Schiphol-flugvelli í Amst- erdam sagði í dag. Belgurinn var búinn neyðarsendi. Starfsmaðurinn sagði að áhöfn þotu frá Pan Am-flugfé- laginu hefði heyrt neyðarkall frá loftbelgnum. Hollendingurinn fljúgandi lagði af stað frá Nýfundna- landi á sunnudag og var gert ráð fyrir að hann lenti í norð- urhluta Frakklands seint á morgun, þriðjudag, eða snemma á miðvikudag og hefði það verið mettími. Hollendingarnir voru teknir upp í skip, sem átti leið hjá, og voru við bestu heilsu. Tveir karlmenn og ein kona voru um borð í loftbelgnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.