Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 2

Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Landsbankinn ábyrgist endursölu nýrra skuldabréfa LANDSBANKINN auglýsti í Morgunblaðinu á sunnudaginn skuldabréf til sölu. í auglýsingunni segir að hér sé um að ræða fyrsta flokks verðtryggð skuldabréf sem beri 4%vexti. Þriðjungur útafaksturs og bflvelta tengist ölvun JÓN Helgason dómsmálaráðherra sagði í Morgunblaðinu á sunnudag- inn að þriðjung umferðarslysa á landinu mætti rekja til ölvunarakst- urs, og væri það ástæða þess að hann hefði látið banna sölu bjórlík- is. Vísaði Jón til samantektar um- ferðarráðs, sem m.a. var birt frétt um í Morgunblaðinu 23. júlí sl. í þeirri frétt kemur fram að fyrstu sex mánuði þessa árs hefur bílveltum og útafakstri fjölgað mjög eða úr 56 að meðaltali árin 1981—84 í 104 í ár. f 29 þessara tilvika reyndust ökumenn vera ölvaðir, eða nær þriðjungur. Að sögn Óla H. Þórðarsonar hjá Um- ferðarráði, hefur ekki verið tekið saman hvert hlutfall ölvunarakst- urs er í öðrum umferðarslysum en útafakstri og bílveltum og engar samanburðartölur eru til aftur í tímann. Að sögn Hauks Haraldssonar fulltrúa á Fjármálasviði Lands- banka íslands eru þetta skuldabréf sem Tollvörugeymslan hf. gefur út til verktaka sem byggir fyrir fyrir- tækið, en Landsbankinn tekur að sér sölu bréfanna. Þau eru tryggð með veði í eignum Tollvörugeymsl- unnar við Héðinsgötu og með sjálfsskuldarábyrgð verktakans. Bréfin eru til þriggja ára, með einni afborgun á ári, þannig að þau greiðast upp á þessum þremur árum. Þau bera 4% vexti eins og áður segir. Nafnverð bréfanna er 100.000 krónur, en söluverð þeirra er 83.565 krónur. Ávöxtunarkrafan er u.þ.b. 15%. Haukur sagði að það sem væri sérstakt við þessi bréf væri það að Landsbankinn ábyrgðist endur- sölu á þeim innan eins mánaðar eftir að sölubeiðni berst. Söluverð þeirra verður þá hið sama og á hliðstæðum skuldabréfum. INNLENT Morgunblaðið/Sig. Jóns. Róbert Viöar Hafsteinsson við hina nýju kartöflupökkunarvél sem hann hannaði og smíðaði. Hannaði og smíðaði nýja kartöflupökkunarvél Selfoasi, 24. ágúst. RÓBERT Viðar Hafsteinsson vélfræðingur á Selfossi hefur að fullu hannað og smíðað kartöflupökkunarvél sem er mjög handhæg fyrir kart- öflubændur. Kaupandi þessarar fyrstu vélar Róberts var bóndi í Villinga- holtshreppi sem hyggst pakka framleiðslu sinni sjálfur. Kartöflupökkunarvél Róberts er með stiglausri hraðabreyt- ingu, rafsegulskynjara sem stjórnar magninu í pakkningun- um og bandarísku færibandi sem er það fullkomnasta sinnar teg- undar og viðurkennt matvæla- færiband þar í landi. Hliðar og hlífar á vélinni eru úr trefja- plasti og unnar í Fossplasti á Selfossi. Það er ASEA-mótor sem knýr vélina og vogin er fengin úr frystihúsi. Pökkunarvélin er mjög með- færileg og auðvelt fyrir einn mann að færa hana úr stað og vinna við hana. Vélin vir.nur þannig að kartöflunum er sturt- að í hana, ofan á færibandið sem flytur þær í trekt sem tengd er voginni og þegar hæfilegt magn er komið í trektina rýfur rafseg- ulskynjarinn strauminn og færi- bandið stöðvast en fer aftur af stað þegar trektin hefur verið tæmd. „Ég hannaði þessa vél undir amerískum áhrifum, með það fyrir augum að hafa þetta auð- velt,“ sagði Róbert. Hann sagði að færibandið væri lykilatriði vélarinnar og hún byggð utan um það. Það er byggt þannig að það getur ekki slúðrað eða farið af sporinu sem er mikið öryggis- atriði. Það er úr plasti og hleypir í gegnum sig óhreinindum af kartöflunum sem annars færu í umbúðirnar og til neytandans. Róbert sagðist hafa hannað vélina að öllu leyti sjálfur og smíðað mót til að framleiða hlíf- arnar eftir. Hann sagðist hafa skoðað margar gerðir pökkun- arvéla og viljað betrumbæta þær og einfalda. Það hefði komið til af verkefnaskorti sem hann fór út í þetta. „Ég greip í þetta þeg- ar lítið var að gera, en er núna tilbúinn að smíða fleiri svona vélar reynist áhugi fyrir slíku,“ sagði Róbert Viðar sem rekur vélsmiðjuna Ylfoss á Selfossi. Sig. Jóns. ^ Morgunblaöið/Júlíus Á VEIÐAR A NY HVALVEIÐIBÁTARNIR þrír héldu til veiða á sunnu árin. Hins vegar eru áformaðar hvalveiðar í vísinda- daginn. Innan fárra vikna lýkur síðustu eiginlegu skyni næstu fimm ár. hvalvertíðinni hér við land, að minnsta kosti næstu fjölmiðlafyrirtæki FULLTRUAR Sambands íslenskra samvinnufélaga, Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og Alþýðusambands íslands, mættust á fundi í gær til að ræða möguleikann á sameiginlegu fjölmiðlafyrirtæki þessara aðila. Að sögn Erlendar Einarssonar, forstjóra SÍS, voru þetta könnunarviðræð- ur, þar sem engar ákvarðanir voru teknar. Hins vegar var ákveðið að hittast aftur í næstu viku. Viðræðurnar eru í framhaldi af ályktun aðalfundar Sambandsins í vor, þess efnis að Sambandið og Kaupfélögin athuguðu hvort þau hefðu aðstöðu til að koma upp fjölmiðlafyrirtæki. ASf og BSRB óskuðu síðan eftir viðræðum við SfS um stofnun fjölmiðlafyrir- tækis. Aðspurður hvort þessar viðræð- ur hefðu einhver áhrif á aðild Sambandsins að ísfilm, sagði Er- lendur: „Mér er ekki kunnugt um það hafi verið teknar neinar ákvarðanir um að selja hlutabréf SfS í ísfilm." Heímsókn forseta íslands tU Hollands: Grænmðungar íhuga mótmælaaðgerðir ÞAÐ ER Ijóst að Greenpeace-sam- tökin munu ekki leggja leið sína til íslands aftur á þessu hausti, en skip samtakanna, Síríus, kom til hafnar í Amsterdam á föstudaginn var. Sam- tökin munu ætla að fylgjast náið með störfum Alþingis í vetur eftir að það kemur saman, í von um að þar verði þrýst á um breytingar á stefnu íslendinga hvað varðar fyrirhugaðar veiðar á hvölum í þágu vísinda. Verði ekki um breytingar að ræða hvað veiðarnar varðar munu græn- friðungar örugglega ætla að leggja leið sína hingað til lands næsta sumar, til að vekja athyglu um- heimsins á umræddum veiðum. Enn eru mjög skiptar skoðanir innan samtakana um efnahags- þvinganir gagnvart fslendingum og er Hollandsdeild Greenpeace til að mynda andsnúin þeim. Lies Vedd- er, talsmaður Hollandsdeildarinn- ar, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins í Hollandi, Eggert H. Kjartansson, að hún myndi berjast gegn slíkum hugmyndum. Hins vegar sagði hún að Holl- andsdeildin ihugaði aö hafa mót- mæli í frammi á meðan á opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadótt- ur, forseta íslands, í Hollandi stendur. Heimsókn forseta fslands til Hollands hefst 19. september næstkomandi. Sem fyrr er það deild Greenpe- ace í Bandaríkjunum sem helst tal- ar um að beita fslendinga við- skiptaþvingunum á bandarískum mörkuðum. Deild hvers lands um sig er sjálfstæð og getur tekið ákvarðanir um slíkar aðgerðir, án samráðs við deildir annars staðar í heiminum. Hins vegar eru samtök- in í Bandaríkjunum nú mjög önnum kafin vegna mótmælanna gegn kjarnorkuvopnatilraunum Frakka í Kyrrahafi. Það er því fremur ólíklegt að nokkuð verði af aðgerðum gegn íslendingum á bandarískum viðskiptamörkuðum þeirra, vegna fyrirhugaðra hval- veiða í þágu vísinda. Féll af hestbaki og slasaðist alvarlega UNG kona féll af hestbaki austur af Stíflisdalsvatni síðdegis á sunnudag- inn og hlaut slæma áverka á bjósti. Þyrla varnarliðsins var kvödd á vett- vang og flutti konuna í Borgarspítal- ann, þar sem hún var lögð inn á gjör- gæsludeild og var þar enn síðdegis í gær. Slysið átti sér stað um 5 km austur af Stíflisdalsvatni, og var konan þar á ferð með eiginmanni sínum og fleira fólki. Var leitað eftir aðstoð í sumarbústað í grenndinni og hafði eigandinn strax samband við Slysavarnarfé- lagið og var ákveðið að kalla til þyrlu frá varnarliðinu. Kom hún skömmu síðar á vettvang 0g tók eiganda sumarbústaðarins upp í og leiðbeindi hann varnarliðsmönnum á slysstað. Giftusamlega tókst að koma konunni upp í þyrluna og lenti þyrlan við Borgarspítalann um sjöleytið. SÍS, ASÍ og BSRB í viðræðum um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.