Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGl^R 27. ÁGÚST 1985
14
Bregst ekki
fremur venju
Hljómplötur
Siguröur Sverrisson
Mannakorn
í Ijúfum leik
Fálkinn
Plöturnar frá Mannakorni/um,
jafnt langt og það er nú um liðið
frá því síðasta breiðskífa þeirra fé-
laga kom út, voru hér í eina tíð á
meðal fárra íslenskra poppplatna,
sem menn gátu keypti „blind-
andi“, þ.e. verið vissir um gæðin
án þess að þurfa að hlusta á plöt-
una fyrst. Hér hefur engin breyt-
ing orðið á þrátt fyrir langt hlé. í
Ijúfum leik er afbragðs góð plata.
Skipan Mannakorns/a hefur
verið nokkrum breytingum und-
irorpin á ferli sveitarinnar en
þeir félagar Magnús Eiríksson
og Pálmi Gunnarsson hafa þó
verið eins og rauður þráður í
gegnum feril hennar. Magnús
sem hinn sífrjói laga- og texta-
smiður og Pálmi sem hinn pott-
þétti söngvari.
Það er erfitt að fara að bera
saman síðustu plötu Manna-
korns/a og þessa nýjustu, til
þess er of langt um liðið, en ég
hygg að Magnús Eiríksson hafi
ekki í annan tíma sent frá sér
jafn gott safn laga og nú. Borið
saman við t.d. Smámyndir frá
1982 er þessi langtum fremri á
öllum sviðum.
í ljúfum leik geymir 10 lög,
sem eru hvert öðru betra. Ég vil
ekki sofa einn og Þegar skipið
sökk eru bæði frábær og lög á
borð við í ljúfum leik, Horna-
fjarðarblús, Á rauðu ljósi og
Éldur, þar sem Magnús stelst
reyndar í smiðju JJ Cale, eru
litlu síðri. Ekkert laganna á
plötunni er beinlínis slakt og það
er nýlunda í íslenskri plötuút-
gáfu.
Hljóðfæraleikinn á plötunni
þarf vart að tíunda, hann er
hnökralaus enda valinn maður í
hverju rúmi. Upptakan er í
höndum Baldurs Más Arngríms-
sonar og „sándið" yfirleitt ágætt.
Þó stundum dálítið matt og eins
er bassinn á köflum óþarflega
sterkur.
í ljúfum leik ber nafn með
rentu.
Nýtt keramik frá Giit
Kvenna-
helgi í
Vindás-
hlíð
KVENNAHELGI verður haldin í
sumarbúðum KFUK, Vindáshlíð í
Kjós, dagana 30. ágúst til 1. sept-
ember fyrir konur 17 ára og eldri.
Biblíulestrar verða, kvöldvökur
og á sunnudag klukkan 14.00
messar séra Gunnar Kristjánsson,
sóknarprestur á Reynivöllum.
Innritun fer fram til klukkan 16.30
í dag, þriðjudag, í húsi KFUM og
K, Amtmannsstíg 2b, eða í síma
17536.
GLIT er að setja á markaðinn nýtt
keramik sem hefur hlotið nafnið
„Hríslurnar". Hér eru á ferðinni
handunnir listmunir, gljáhvítir og
skreyttir með dökkum hríslu-
myndum, vasar, skálar og aðrir
munir.
Það er hönnunardeild Glits sem
hefur veg og vanda af þessari
hönnun, sem er handunnin, brennd
í keramik og steinleir og ætluð
fyrir alla aldurshópa, segir í
fréttatilkynningu frá Glit.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STANGA'
Fjölbreyttar stæröir og þykktir
Vinkiljárn L Ferkantað járn B
Flatjárn _ Bakjárn a Sívalt járn #
SINDRAi .STÁLHF
Borgartúni 31 sími 27222
Um útflutning
á dilkakjöti
Gunnari Páli Ingólfssyni svarað
— eftir Magníis G.
Friðgeirsson
í tilefni greinar Gunnars Páls
Ingólfssonar í Morgunblaðinu
föstudaginn 23. ágúst varðandi
útflutningsmöguleika á íslensku
dilkakjöti til Bandaríkjanna vill
Búvörudeild Sambandsins koma
eftirfarandi á framfæri.
1. Hnjóðsyrði greinarhöfundar í
garð Búvörudeildar og starfs-
manna hennar, sem að útflutn-
Bretlandi - og hefur megnið af
útfluttu kjöti farið á þá markaði
æ síðan, eða í 15 ár. Jafnbest
verð hefur jafnan verið í Fær-
eyjum, en þangað var einnig
hægt að selja svið, sem aðrir
markaðir vildu ekki. Slakast
verð hefur verið meðal Efna-
hagsbandalagsríkja en kröfur
þeirra til fullkomleika slátur-
húsa eru ofan í kaupin ein-
hverjar þær hörðustu sem um
getur.
4. Þrátt fyrir ieyfisveitingar á
dilkakjötinu til Norðurlanda
rOSTUDAGliiv
Skollaleikur forstjóra
búvörudeildarinnar
.ft' Pftl og fremst farin ti! aö Rera vett- sem forstjóri búvörude1’
— emr Irlinnar rai vangskönnun á dilkakjöU fram aö þvi er virtir'
Ingólfsson markaönum í Bandarikjunum ok hönd, vil ég aev'~
hvort nokkrar tálmanir jwetu «>—
'ilr„r
ingsmálum hafa staðið, svo og
meint ummæli bandarískra
kjötkaupmanna, eru greinar-
höfundi ekki til álitsauka, né
heldur innlegg í málefnalega
umræðu um útflutningsvanda
íslendinga á því magni dilka-
kjöts sem er umfram innan-
landsneyslu. Mun Búvörudeild
því leiða slíkt karp hjá sér.
2. Varðandi hinn almenna vanda
er það að segja, að allt til ársins
1970 fékkst viðunandi verð fyrir
alla umframframleiðslu ís-
lensks dilkakjöts í Bretlandi og
var verðið sambærilegt við verð
nýsjálenska kjötsins eða nokkuð
hærra, ef tekið er tillit til flutn-
ingskostnaðar.
3. Eftir margra ára eftirleitan
tókst loks á árinu 1970 að fá
innflutningsleyfi á íslensku
dilkakjöti til Norðurlanda - á
miklu hagstæðara verði en í
voru ávallt kannaðir möguleik-
ar á að selja dilkakjötið til
annarra markaða svo sem til
Efnahagsbandalagsríkja allra,
Bandaríkjanna, Japan og víðar
- jafnvel sendir sérstakir erind-
rekar til Mið-Austurlanda í
markaðsleit, en því miður hefur
eftirtekjan orðið Sambandinu
mikil vonbrigði, því sáralítið
magn hefur selst út fyrir Norð-
urlönd.
5. Tilraunir með útflutning á
kældu dilkakjöti til Danmerkur
og Hollands, ásamt sérskornu
og pökkuðu kjöti til Bandaríkj-
anna hefur heldur ekki gefið
góða raun til þessa. Segja má
að nokkuð auðvelt sé að selja á
þessum markaði en ekki hefur
náðst viðunandi verð ef tekið
er tillit til þess tilkostnaðar sem
á vöruna fellur vegna stykkjun-
ar og pökkunar. Verð þarf ávallt
Þessir krakkar María Gestsdóttir, Salome Huld Garðarsdóttir, Karl Jóhann
Garðsson og Valgeir Gestsson, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóó
Rauða kross Islands. Þau söfnuðu rúmlega 530 krónum.