Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985
Móöir okkar. t MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR
frá Pélmarshúsi,
Stokkseyri,
lést laugardaginn 24. ágúst á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Oddný og Erla Þorkelsdætur.
t
JÓNA HANNESDÓTTIR,
Hólum,
Stokkseyrarhreppi,
andaöist á heimili sinu þann 23. ágúst.
Helgi fvarsson,
Guófinna Hannesdóttir,
Dagur Hannesson.
t
Hjartkæri eiginmaöur minn
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON,
bóndi,
Meltúni,
Mosfellssveit,
andaöist á heimili sínu 24. ágúst.
Sigríöur Þórmundsdóttir.
t
Kona mín,
ERLA AXELSDÓTTIR,
Litlubæjarvör 2,
Álftanesi,
andaöist í Landspítalanum aö kvöldi sunnudagsins 25. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna.
Einar Ingimundarson.
t
Maöurinn minn, faöir okkar og afi
HARALDUR BJÖRN PÉTURSSON,
bryti,
Digranesvegi 44, Kópavogi
veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju miövikudaginn 28. ágúst
kl. 13.30.
Katrín Líkafrónsdóttir,
Sigurður H. Haraldsson, Helena Svavarsdóttir,
Ægir Haraldsson og Katrin Siguróardóttir.
■ Bróöir okkar og mágur, t
GARÐAR EINARSSON
fré Seyöisfiröi,
er andaöist í Borgarspítalanum aö morgni 20. ágúst, veröur jarö- sunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 28. ágúst kl. 15.00.
Guölaug Einarsdóttir, Einar Jónsson,
Eínar Björn Einarsson, Rósa Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, Anna Ólafsdóttir,
Sigurveig Einarsdóttir, Matthías Guömundsson,
Aöalsteinn Einarsson, Ingibjörg Sigurgeirsdóttir,
Ingi Einarsson, Karen Karlsdóttir,
Einína Einarsdóttir, Sverrir Olsen,
Hallsteinn Friöþjófsson, Vífill Friðþjófsson. Steinunn Vigfúsdóttir,
Legsteinar
Framleiðum ailar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
um gerð og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMHUA
SKEMMUÆGI 4Ö SiMi 76677
Minning:
Knut Helland
Stutt er milli lífs og dauða.
Þessi hugsun laust mig þegar ég
frétti andlát vinar mins, Knut
Hellands.
Knut Helland varð bráðkvaddur
á ferðalagi á Hvammstanga aðfar-
andi nótt sunnudagsins 18. ágúst.
Jarðarför hans fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, þriðjudaginn 27.
ágúst kl. 13.30.
Það var fyrir réttum tveim vik-
um, sem við hjónin heimsóttum
Knut og Droplaugu konu hans á
hlýlegt heimili þeirra að Hraun-
tungu 71 í Kópavogi. Knut var þá
hress að vanda. Ræddi fram og
aftur um framtíðina því nú stóð
hann á tímamótum. Hann var að
láta af störfum hjá Ríkisspítölun-
um sakir aldurs. Hann varð sjö-
tugur á síðastliðnu ári, en ekki var
að heyra neinn uppgjafartón hjá
honum. Nú ætlaði hann að snúa
sér að verkefnum, sem höfðu orðið
viðskila og ekki unnist tími til
þess að snúa sér að sakir langs
vinnudags. Starfsgleðin lýsti af
þessum „unga manni“.
En þetta varð okkar síðasta
stund. Við vissum ekki þá að enn
stærri tímamót lífs hans væru á
næsta leiti.
Knut Helland fæddist þann 6.
nóvember 1914 í Modalen, minnsta
hrepp Noregs, sem liggur litlu
norðan við Bergen. Knut var næst-
elstur af 12 systkinum og sá fyrsti
úr þessum stóra hópi, sem nú
kveður að sinni.
Foreldrar Knuts voru þau Inga
og Knut Helland, bændafólk, sem
bjó á meðalstórri jörð á norskan
mælikvarða. Afrakstur búsins var
mjólk, kjöt og timbur til smíða og
eldiviðar, sem sótt var í skóginn í
fjöllunum. Á milli æskuheimila
okkar Knuts var stuttur vegur og
vorum við samskóla um nokkurt
skeið. f skóla kom strax í Ijós að
Knut átti létt með nám og var það
undravert þegar hann kom til fs-
lands hvað hann náði góðum tök-
um á islenskunni.
Eftir skólagöngu stundaði Knut
um tíma sveitastörf og létti undir
með barnmörgu heimili foreldra
sinna. Á þessum árum skildu leið-
ir okkar, en ég fluttist til íslands.
En stuttu eftir komu mína
hingað barst mér bréf frá Knut
Helland þar sem hann lét í ljósi
mikinn áhuga fyrir að koma til
fslands og vinna.
Á þessum árum hafði ég umsjón
með refabúi á Hvammstanga og
réð ég því Knut strax til starfa við
það. Knut kom til landsins haustið
1935.
Það fór fyrir Knut eins og svo
mörgum útlendingum, sem ætla í
fyrstu að gera stuttan stans, hann
hreifst af landinu og ekki síður af
fólkinu. Aftur varð ei snúið. ís-
land varð upp frá þessu hans fóst-
urland.
Á Hvammstanga starfaði Knut
síðan um þriggja ára skeið. Þá
réðst hann eitt ár að refabúi að
Þorkelshóli í Víðidal og það var
þar sem hann hnýtti hin endan-
legu bönd.
Handan Víðidalsár móti Þor-
kelshóli stóð bærinn Síða. Knut
varð sér fljótt úti um vöðlur þó
menn vissu ekki að hann væri
áhugasamur laxveiðimaður, en
hitt vissu menn að á Síðu var góð-
ur kvenkostur ólofaður.
Það var svo að Melstað í Mið-
firði, sem séra Jóhann Briem gaf
þau saman þann 13. júli 1941,
Knut Helland frá Modalen og
heimasætuna af Siðu, Droplaugu
Guttormsdóttur. Svo segja má að
brúði sína hafi Knut Helland sótt
á vöðlum.
Ættir Droplaugar kann ég ekki
að rekja en hún er bróðurdóttir
hins kunna athafnamanns Páls
Stefánssonar frá Þverá, sem flest-
ir eldri Reykvíkingar kannast við.
Samvistir þeirra hjóna voru far-
sælar. Reglusemi og glaðværð ein-
kenndu heimilislífið og þeim varð
2 dætra auðið: Birgit, gift Hreini
Frímannssyni verkfræðingi, og
Inga, gift óskari Þormóðssyni
verkstjóra. Barnabörn þeirra eru
nú orðin 6.
Árið 1942 fluttust hjónin til
Siglufjarðar, þar sem Knut starf-
aði fyrst við minkabú en síðan er
það var lagt niður vann hann ýmis
störf er til féllu. Frá Siglufirði lá
síðan leiðin til Ingólfsfjarðar en
eftir þriggja mánaða dvöl þar
fluttust þau svo til Reykjavíkur og
réðst Knut þá til starfa við húsa-
t
Móöir okkar,
SVAVA MARÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Keldulandi 11,
sem andaöist 19. ágúst, veröur jarösungln frá Bústaöakirkju
miövikudaginn 28. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna,
Gréta Ástráösdóttir,
Anný Ástráösdóttir,
Jónas Ástréösson.
t
Innilegar þakkir og kveöjur sendum viö þeim er sýndu fjölskyldum
okkar vinsemd og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur okkar,
tengdamóöur og ömmu
PÁLÍNU BERGSDÓTTUR,
Hólavegi 1,
Sauöárkróki.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Sjúkrahúss Skagfiröinga
fyrir góöa umönnun.
Ingíbjörg Pálsdóttir,
Sigmundur Pálsson, Guölaug Gísladóttir,
Jóhanna Pálsdóttir, Björgvin Hilmarsson,
Bragi Pélsson, Guörún Þórarinsdóttir,
Sigurlaug Gunnarsdóttir, Garöar Guöjónsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jarðarför.
KETILS TRYGGVASONAR,
Halldórsstööum 2, Báröardal.
María Kristjánsdóttir og börn.
smíðar hjá svila sínum, Hervin
Guðmundssyni.
Um mörg ár vann Knut síðan
við stækkun Landspítala íslands
og á þeim árum hóf hann nám við
Iðnskólann og las utanskóla með
vinnu undir próf í iðn sinni. Á
lokaprófi var hann svo með bestu
nemendum þó aldrei hefði honum
fallið dagur frá vinnu til lestrar.
En hvað skemmtilegast var þó að
Norðmaðurinn frá Modalen var
meðal bestu nemandanna sem út-
skrifuðust í íslensku það árið. Seg-
ir það meira en annað um ágæta
íslenskukunnáttu hans. Sveins-
prófið tók Knut árið 1962.
Árið 1965 réðst Knut til starfa
hjá Ríkisspítölunum og gerðist
hann upp frá því eftirlitsmaður
við Kópavogshælið og sá um við-
hald á eignum þess.
Mér er kunnugt um það að Knut
var afburða starfsmaður, enda
átti hann kyn til, vandvirkur og
hjálpsamur. Honum veittist auð-
velt að vinna með öðrum og leiða í
verki.
í meira en fjögur ár var Knut í
heimili hjá okkur hjónum á
Hvammstanga. Reyndist hann
okkur í hvívetna afburðavel,
barngóður svo af bar og góð fyrir-
mynd þeirra, sem voru að vaxa úr
grasi.
Knut var ættrækinn og heim-
sótti hann fæðingarsveit sína
reglulega og hélt hann stöðugu
sambandi við foreldra sína og
systkin. Hugur þeirra er nú hér er
sá fyrsti úr stórum hóp kveður að
sinni.
Það er margt furðulegt í þessari
veröld. En spyrja má, er það til-
viljun að Knut Helland kveður
þetta líf á Hvammstanga þar sem
hann markaði sín fyrstu spor sem
ungur maður og hvar hann höndl-
aði sína mestu gæfu er hann gekk
að eiga sína ástkæru eiginkonu
Droplaugu fyrir 44 árum?
Þessu verður ekki svarað...
En Knut var góður drengur í
orðsins fyllstu merkingu. Við vinir
hans söknum hans, fjölskyldan sér
á bak góðum föður og vini.
Við hjónin sendum eiginkonu og
fjölskyldu hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Við biðjum Guð
að styrkja þau á þungri stund og
blessa minningu vinar okkar
Knuts Hellands frá Modalen.
Einar Farestveit
Blómmtofa
FriÖjinns
Suðurlandsbrairt 10
108 Reykjavfk. Sími 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar víð öll tilefni.
Gjafavörur.
,|r